Morgunblaðið - 28.02.1999, Page 36

Morgunblaðið - 28.02.1999, Page 36
36 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Miklar breytingar í sjávarútvegi Mexíkó á undanförnum árum Ahrifamáttur einkarekstrar eykst sífellt Sjávarútvegur Mexíkó færist hægt og bít- andi yfír í nútímalegra form og er á réttri leið, þrátt fyrir ýmsar brotalamir. Gfsli Héðinsson, sjávarútvegsfræðingur hjá Þörungaverksmiðjunni að Reykhólum, hefur kynnt sér sjávarútveginn á þessum slóðum og rekur hér gang mála í fískveiði- stjórnun, veiðum og vinnslu. JÁVARÚTVEGUR í Mexíkó hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum. Breytingarnar hafa falist í því að minnka áhrif stjórnvalda í iðnaði al- mennt. Árið 1992 voru sérleyfi sam- vinnufélaga til veiða ákveðinna teg- unda innkölluð og rekstur ríkisrek- ins útvegsbanka hætt. Einnig hefur einkaleyfi ríkisrekins pökkunar- og markaðsfyrirtækis (Ocean Garden) á útflutningi rækju verið afnumið og ríkisreknar stoðstofnanir eru í auknum mæli farnar að sinna þörf- um sjávarútvegsins. Einkaaðilar hafa stofnað með sér landssamtök útgerðamanna (CANAINPES) og hefur áhrifa- máttur þeirra aukist mikið á kostn- að samvinnuhreyfínganna sem hafa farið halloka í baráttunni eftir að áherslur stjórnvalda breyttust. Fiskveiðistjóniun og rannsóknir Mikil brotalöm er í fiskveiði- stjórnun og er áætlað að óskráður afli árið 1996 hafi verið rúm 180 þús. tonn sem er um 13% af heildar- afla ársins. Kannski er það ekkert meira vandamál en brottkast afla við Islandsstrendur. Sjávarútvegs- ráðuneytið (Secretaría de Pesca) 1 Mexíkóborg stjórnar rannsóknum, lögum og reglugerðum í gegnum svæðisskrifstofur og rannsóknaset- ur í hafnarborgum og bæjum. Þrátt fyrir afnám laga og reglugerða og minna skrifræðis, gegna mexíkósk stjómvöld lykilhlutverki við fram- þróun sjávarútvegsins. Afar litlar forsendur eru fyrir takmörkun veiða í Mexíkó þar sem þekking á veiðiþoli stofna er lítil. Þó eru stjórnvöld sér meðvitandi um að ótakmörkuð sókn getur haft alvar- legar afleiðingar og reynt hefur ver- ið að minnka sóknina í ákveðnar tegundir. Rækjuveiðum er stjórnað með veiðileyfum, veiðitímabilum og möskvastærð í trolli. Túnfiskveiðar, stærri skipa en 363 MT, verða að uppfylla kröfur fískistofu (SEPESCA) sem eru mótaðar af samþykktum alþjóða túnfiskveiði- ráðsins. Sardínuveiðum er stjómað með takmörkun veiðitímabils og lág- markslengd á veiddri sardínu. Veið- ar á öðram fisktegundum em óheft- ar. Rétt er að geta þess að útgerð í Mexíkó verður að vera í meirihluta- eigu mexíkóskra aðila. Rannsóknir í sjávarútvegi em mjög skammt á veg komnar og lítið er vitað um veiðiþol stofna og dreif- ingu físktegunda innan lögsögunn- ar. Tilfínning höfundar er að rann- sóknir sem stundaðar era stýrist af almenningsáliti og markaðsöflum en ekki af hagnýtu rannsóknar- sjónamiði sem nýta mætti til mót- unar sjálfbærrar fiskveiðistefnu. Fullyrða má að innan lögsögu Mexíkó megi finna margar ónýttar tegundir, þó að sóknin í marga stofna sem veiddir eru í dag sé um- fram veiðiþol þeirra. Heildai-afli árið 1996 við strendur Mexíkó var 1.347 þús. tonn sem er rúmlega 300 þús. tonnum minna en aflí Islendinga sama ár. Heildarafl- inn margfaldaðist á seinni hluta 8. áratugarins og hefur afli síðustu tuttugu ára verið á bilinu 1.100-1.400 þús. tonn. Veiðar á fimm fisktegundum eru yfir 50% þess sem aflað er og em þær sard- ína, túnfiskur, mojarra, smokkfisk- ur og rækja. Rúm 25% aflans árið 1996 var sardína en aðrar tegundir voru undir 10% af aflanum. Margar fisktegundir Aflaverðmæti árið 1996 var 970 milljónir US$ (gengi 31/12 ‘96). Rækja, túnfiskur, kolkrabbi, moj- arra og smokkfiskur skapa yfir 50% verðmætanna. Verðmæti rækjunn- ar vegur þar langþyngst og eða 30%, túnfiskur rúm 15% en verð- mæti annarra tegunda em undir 7%. Fiskiskipafloti í Mexíkó sam- anstendur af útgerð rækjuskipa, túnfiskveiðiskipa, nótaskipa, botn- fiskveiðiskipa og svokallaðra pan- gas-báta sem eru litlir strandveiði- bátar. I rækjuveiðiflotanum í Mexíkó em 2.260 skip og skiptist fjöldi þeirra jafnt á milli aústur- og vest- urstrandarinnar. Lítil nýsmíði hefur verið undafarin ár og eru 90% flot- ans 11 ára og eldri. Rekstrargrund- völlur rækjuútgerðarinnar er slæm- ur í dag vegna minnkandi veiði síð- asta áratuginn og slakrar nýtingar á skipum. Mikilvægt er að auka fiskveiðimöguleika og afkastagetu skipanna til að breyta afkomu út- gerðarinnar. Túnfiskveiðiflotinn í Mexíkó er 103 skip og er 81 þeirra gert út frá Kyrrahafsströndinni. Nettóburðar- geta túnfiskveiðiflota Kyrrahafs- strandarinnar er 33 þús. tonn. Flest skipin era nótaveiðiskip en aðrar gerðir era breytt sardínunótaskip, færa- og línuskip og nokkur lítil fjölveiðiskip. Nær allur túnfisk- veiðiaflinn er veiddur frá Kyrra- hafsströndinni. Flest skipin eru gerð út frá Baja California eða 66 talsins en stærstum hluta aflans er landað í Sinaloa. Eftirtektarvert er að 45% túnfiskveiðiaflans er landað í Sinaloa þrátt fyrir að aðeins era gerð þaðan út 9 túnfiskveiðiskip. Nótaskip eru eingöngu gerð út frá Kyrrahafsströndinni, telja þau 77 skip og stunda þau sardínuveið- ar. Nettóburðargeta þeirra er um 6 þús. tonn. Mest er útgerð nótaskipa frá Sonora eða 44 skip og er 70% aflans landað þar, 20 skip eru gerð út frá Baja California. Botnfiskveiðiflotinn í Mexíkó er 896 skip, þar af 691 í Karíbahafi og Mexíkóflóa. Nokkur fjölgun hefur verið í botnfiskveiðiflotanum í Karí- bahafi og Mexíkóflóa en minni við Kyrrahafsströndina. Fisktegund- irnar sem veiddar era við strendur Mexíkó eru margar, en eins og Fiskvinnslur í IVIexíkó 1996 Fiskvinnslur: ____Frystihús____ Niðursuðuverksm. Fiskimjölsverksm. Annað Staðsetning Fjöldi Afkastageta Fjöldi Afkastageta Fjöldi Afkastageta Fjöldi Á Kyrrahafsströnd 201 104 tonn/klst 44 339 tonn/klst 44 441 tonn/klst 11 Karíbahaf og Mexíkóflói 95 60 tonn/klst 4 5 tonn/klst 7 4 tonn/klst 2 MEXÓKÓ SAMTALS 296 164 tonn/klst 48 344 tonn/klst 54 445 tonn/klst 15 Línuritið sýnir þróun framleiðslu helstu fiskafurða í Mexíkó árin 1985-1996. SKIPAKOSTUR er fremur fátæklegnr, en ný tækni er að ryðja sér til rúms og meðal annars er notkun íslenzkra veiðarfæra þegar hafin í einhverjum mæli. veiðistjórnunar- kerfi stjórnvalda. Fiskvinnsla Morgunblaðið/Ólafur Arnbjörnsson RÆKJAN er ein af fimm mikilvægustu tegund- unum í mexíkóskum sjávarútvegi. fiskifræðin kennir okkur, eru marg- ar tegundir með litla stofnstærð við miðbaug, en færri stofnar með mikla stofnstærð þegar nær pólun- um dregur. Pangas-smábátar era um 5 metra langir bátar með utanborðsmótor og á þeim era stundaðar margs konar veiðar meðfram ströndum Mexíkó. Smábátaflotinn var 73.628 bátar árið 1996 og skiptist flotinn nokkuð jafnt milli austur- og vest- urstrandarinnar. Fjöldi þessara báta hefur tæplega þrefaldast á síð- ustu 20 árum en mjög erfitt er að stjórna fjölgun og veiðum þessara báta. Talið er að mest af óskráðum afla sé vegna rányrkju og svarta- markaðsbrasks þessara báta. Það er því víðar en hér á íslandi sem smábátar falla ekki beint inn í fisk- Verslun og við- skipti í dag er Mexíkó með mestu við- skiptin í Rómönsku Ameríku og í 10. sæti yfir lönd í heiminum. Á 10 árum hefur útflutn- ingur fjórfaldast og innfiutningur tæplega sexfaldast. Vöraskiptajöfn- uður við útlönd var jafn árið 1997 eða 110 milljarðar US$. Innflutn- ingur hafði þá aukist um 23% og út- flutningur um 15% frá því árið áður. Mesta aukning útflutnings hefur verið til Suðaustur-Asíu en næst á eftir kemur Rómanska Ameríka og Bandaríkin. Árið 1986 gekk Mexíkó í GATT. Var þátttakan upphafið á nýju tíma- bili í alþjóðaviðskiptum í Mexíkó og spilaði mikilvægt hlutverk við mót- un nýrrar alþjóðastefnu stjórn- valda. Með þróun útflutningsmögu- leika og aðgengi að erlendum mörk- uðum hafa nýir möguleikar opnast fyrir erlenda fjárfesta í landinu. Er- lend fjárfesting í Mexíkó er önnur Magn hráefnis til vinnslu árið 1996 var 830 þús. tonn og magn afurða 382 þús. tonn. Langstærsti hluti úrvinnslu sjávaraf- urða fer fram við Kyrrahafsstönd Mexíkó. Á línuriti 1 hér að ofan má sjá á þróun í vinnslu sjávarafurða. Til frystingar fer helst smokkfiskur, rækja og túnfiskur. Sard- ína og makríll fer mest í bræðslu en þau fara einnig í niðursuðu ásamt túnfiski. I töflunni má sjá að fjöldi verksmiðja í Mexíkó er 413 og er afkastageta þein-a 953 tonn/klst. sú mesta í heiminum á eftir Kína. Síðustu ár hefur verið fjárfest í framleiðsluiðnaði íyrir helming er- lends fjármagns og kemur meira en helmingur fjánnagnsins frá Norð- ur-Ameríku. í kjölfar GATT-samningsins hef- ur Mexíkó aukið enn frekar alþjóða- tengslin með þátttöku í APEC árið 1993, OECD og NAFTA árið 1994. Einnig hafa verið gerðir fríverslun- arsamningar við einstök Iönd og aðrir samningar era í farvatninu, þar á meðal samningur um fríversl- unarsvæðis Ameríkuríkja og ESB. Inn- og útflutningur sjávaraf- urða og heimamarkaður Magn innfluttra sjávarafurða til Mexíkó hefur minnkað milli áranna 1994 og 1996 en verðmætið þó ekki að sama skapi. Verðmæti innflutn- ings er mest frá Bandaríkjunum en mesta magnið er flutt inn frá Chile. Mest er flutt inn af olíu og feiti, bæði hvað varðar magn og verð- mæti. Magn og verðmæti útfluttra sjáv- arafurða hefur aukist mikið árin 1995 og 1996. Mest var aukningin í útflutningi botnfisktegunda. Mest er flutt til Bandaríkjanna, bæði hvað varðar magn og verðmæti. Rækja vegur þar þyngst hvað verð- mæti snertir en frystur fiskur að magninu til. Dreifikerfi fiskafurða í Mexíkó er vanþróað og byggist á því að margir smáir dreifiaðilar kaupa fisk af bát- um án samninga. Dreifiaðilarnir keyra um hafnarborgir og fylla flutningabíla og flytja fiskinn á markað í Mexíkóborg eða öðrum stórum borgum. í viðtölum við aðila í sjávarútvegi í Mexíkó kom skýrt fram hversu bágar dreifileiðir væru fyi'ir hendi og töldu þeir að það stæði frekari vexti markaðar fyrir sjávarafurðir fyrir þrifum. Vænlegur kostur Viss stöðnun hefur ríkt í sjávar- útvegi í Mexíkó um árabil. Nú með minnkandi afskiptum stjórnvalda eiga útgerðarmenn auðveldara með að leitað leiða til hagi-æðingar. Rannsóknir á fiskistofnum innan landhelgi Mexíkó ern skammt á veg komnar og takmarkast fiskveið- stjórnun við það. Fiskiskipastóll er alltof stór og óhagkvæmur til að geta verið arðbær og mikilvægt er að leita leiða til hagræðingar. Tölu- verð aukning hefur verið á vinnslu frystra afurða síðustu ár og má gera ráð fyrir að sú þróun haldi áfram. Vöxtur innanlandsmarkaður hefur takmarkast af litlu og óstöð- ugu framboði af sjávarafurðum. Mexíkó, eins og önnur lönd í Ró- mönsku Ameríku, hefur verið lítt fýsilegur kostur vegna óstöðugs stjórnarfars og framandi menning- arhátta. En með aukinni alþjóða- væðingu verður öll stjórnsýsla og viðskiptahættir líkari því sem við þekkjum og gerir það auðveldara að hefja og stunda viðskipti í framandi landi. Auðlindir í Mexíkó, aðgengi að nálægum mörkuðum og þróun í stjórnsýslu gerir Mexíkó í dag að vænlegum kosti sem Islendingar ætla gi-einilega ekki að láta sér úr greipum ganga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.