Morgunblaðið - 28.02.1999, Page 48

Morgunblaðið - 28.02.1999, Page 48
48 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir iRfA PAVÍ6 11-26 Hundalíf þú sirue HÉe í snbLKiUAt /Mínum 'A Hv/eeru kv'ölw Ferdinand Smáfólk LUCV 5AV5 UIe'ReV YOU 60IM6TOAN ART / LOOK MU5ÉUM.,U)HAT(X>/ AT THE WU POIN AM 1 F’ICTURE5.. ART MUSEUM? Lára segir að við Maður horfir í alvöru? Ef til vill Af hverja ættu Hún er svo falleg. séum að fara á á myndir. eru þeir með þeir að hafa mynd listasafn, hvað gerir mynd af mömmu. af mömmu þinni. ^paður á listasafni. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Meiri laun Frá Guðmundi Jóhannssyni: FYRIR nokkru var viðtal við for- seta Alþingis, Ólaf G. Einarsson, í sjónvarpinu þar sem hann lét þá skoðun í ljós að nauðsyn bæri til að laun þingmanna væru hækkuð. Höfuðrökin fyrii- þessari nauðsyn- legu hækkun var sú að ekki væri þingmennskan nógu eftirsótt af góðum mönnum. Þessi rökfærsla þótti mér dálítið skondin. Tæplega var hægt að lesa út úr þessari yfirlýsingu þingforseta annað en það, að núverandi fulltrú- ar á löggjafarsamkundunni séu ekki starfi sínu vaxnir, og það er umhugsunarefni ef satt væri að slíkir fulltrúar réðu lofum og lög- um þjóðarinnar. En þrátt fyrir hin lágu laun, að mati þingforsetans, er með ólíkindum hve margir sækjast eftir að verma stóla þingsalanna og fá það færri enn vilja. Ekki sé ég heldur fyrir mér að þótt laun þingmanna hækkuðu að kæmu einhverjir sem almennt væru viðurkenndir yfirburðamenn í hugsjónum á markaðinn sem sæktust eftir þingsetunni. I fyrsta lagi er í fjölda tilfella erfitt að dæma um hvort þessi eða hinn hafi meiri viðsýni og réttlætiskennd til þjóðmála, svo er hitt að flokkspóli- tíkin hefur sín áhrif hvort þessi eða hinn kemst að. Með þetta í huga sýnist mér að þessi rök séu léttvæg fyrir hækkun á þingfarar- kaupi og að önnur ástæða liggi að baki. Auðvitað þurfa og eiga þing- menn að hafa forsvaranleg laun, því þeir bera vissulega mikla ábyrgð gagnvart þjóðinni, en hvað eru góð laun og hver á viðmiðunin að vera t.d. þrefóld, fjórföld eða eitthvað annað, miðað við lægstu laun öryi-kja og ellilífeyrisþega, sem þingmenn hafa í hendi sér hver eru, en hingað til hafa þeir ekki verið mjög hliðhoUir þeim hópum. Eg minnist þess fyrir rúmum tveimur árum, þegar aldraðir fjöl- menntu fyrir framan Alþingishúsið til að mótmæla ranglátum kjöium sínum, þá tóku þeir í nafni löggjaf- arsamkundunnar á móti mótmæl- unum, þáverandi fjármálaráðerra Friðrik Sophusson og forseti Al- þingis Ólafur G. Einarsson. Þá lét þingforsetinn þess getið að senn liði að því að hann fyllti okkar hóp. Flestir sem heyrðu fannst hér um gálgahúmor að ræða, því þótt hann fyllti hópinn hvað aldurinn snerti þá væri himinn og haf á milli í kjör- unum. Það innlegg nú, að nauðsyn beri til að hækka þingfararkaupið, gæti kannski orðið hvatning til kjaradóms um að hefjast handa, því honum hefm- oft tekist vel upp með að valda úlfúð og óróa í þjóðfé- laginu með dómum sínum, og þvi mun þá ekkert muna um að gera það einu sinni enn. Eg endurtek að auðvitað þmfa þingmenn forsvar- anleg laun og það þurfa fleiri að hafa, laun sem þeir geta lifað af. GUÐMUNDUR JÓHANNSSON, eftirlaunaþegi, Þrastahólum 10, Reykjavík. Hækkun gjalda Frá Birki Skarphéðinssyni: ÉG VAR að fá reikning fyrir fast- eignagjöldum mínum fyrir árið 1999 eins og allir aðrir íbúðareig- endur í Reykjavík. Það sem sting- ur strax í augu er að nú hækka gjöldin ennþá einu sinni hjá R-list- anum. Og nú er hækkunin á milli ára hjá mér um 16,75% eða úr 34.514 kr. fyrir árið 1998 í 40.296 kr. fyrir árið 1999. Og allir muna loforðin á Ingólfstorgi fyrir kosn- ingar: „Við ætlum ekki að hækka skatta.“ Ég tók saman fasteignagjöld síðustu fjögur árin sem D-listinn fór með völd hér í Reykjavík og hins vegar síðustu fjögur ár sem R-listinn fór með völd þ.e. fast- eignagjald, lóðaleigu, tunnuleigu og vatnsskatt. Árin 1991-1994 greiddi ég alls 100.818 kr. eða um 25.000 kr. á ári. En árin 1995-1998 bættist einn skattur á seðilinn, hol- ræsagjald. Þessi fjögur ár greiddi ég alls 132.022 kr. í fasteignagjöld eða 33.000 kr. á ári. Þetta eru 31,46% hærri gjöld en hjá D-list- anum og enn hækka þessi gjöld um 16,75% milli ára eins og fyrr segir. Og nú er það tunnuleigan sem fer í 6.000 kr. á tunnu. Gjaldið hjá mér fer úr 942 kr. í 7.260 kr. á ári sem er 670,7% hækkun. Ég hafði samband við skrifstofu gatnamálastjóra og taldi tunnu- leiguna of háa hjá mér eða réttara sagt okkur hér í húsinu. Okkar stigagangi eru reiknaðar fimm tunnur en öðrum stigagöngum hér í blokkinni frá fjórum og niður í tvær. Því hagar þannig til hjá okkur að hér eru sex stigagangar eða 34 íbúðir með aðgang að sömu sorpí- látunum og það er 21 tunna fyrir allar þessar íbúðir og hefur svo verið frá því ég kom hingað árið 1959. Þetta ættu þeir sem losa tunnurnar að geta staðfest. Eftir útreikningum gatnamála- stjóra erum við hér í mínum stiga- gangi með fimm tunnur, fjögur stigahús með fjórar og eitt stiga- hús með tvær tunnur. Þetta reikn- ast mér að vera 23 tunnur. Þá er spurningin, hvernig er hægt að taka gjald fyrir 23 tunnur þar sem aðeins er 21 tunna. Svarið sem ég fékk hjá skrifstofu gatnamála- stjóra var: „Við getum ekki gert að því þó tunnur hverfi." Ekki var boðist til að athuga málið nánar. Hvaða skatti megum við eiga von á að ári á fasteignaseðlinum frá R-listanum? Varla er hægt að finna fleira í sambandi við sorp, og þó. BIRKIR SKARPHÉÐINSSON, Hringbraut 109, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.