Morgunblaðið - 28.02.1999, Page 64

Morgunblaðið - 28.02.1999, Page 64
www.landsbanki.is www.varda.is 4 Alvöru þjónusta fyrir alvöru fólk Landsbankinn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Tölvan skammtar lyfín VERIÐ er að þróa tölvukerfl, í sam- vinnu Ríkisspítalanna, Sjúkrahúss Reykjavíkur og Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, sem miðar að því að gera lyfjagjöf á sjúki-áhúsun- um einfaldari og öruggari. Hugbúnaðarfyrii-tækið Tölvu- myndir hefur hannað kerfi, sem byggist á því að læknar gefa skipan- ir um lyfjaskammt fyrir hvern sjúk- ling í tölvu, skipanirnar berast lyfja- búri sjúkrahússins þar sem pökkun- arvél sér um að útbúa skammt hvers sjúklings og skammtarnir eru sendir á deildirnar í strikamerktum umbúðum, svo hægt sé að lesa af i i^þeim við lyfjagjöf og fylgjast þannig með að lyf séu gefín á réttum tíma. Hjúkrunarfræðingar þurfa þá ekki lengur að raða pillum úr lyfjaglös- um í bikara, sem getur nánast verið fullt starf fyrir hjúkrunarfræðing á stórri deild. ■ Skiptir miklu/20 ------------- Vilja einka- leyfiátæki sem leiðréttir hraðamæla VERKFRÆÐISTOFAN Samrás hefur sótt um einkaleyfi fyrir nýrri gerð leiðréttingartækis fyrir hraða- mæla í bflum og hyggur á markaðs- setningu í Bandaríkjunum. Guðlaugur Jónasson, fram- kvæmdastjóri og eigandi Samrásar, segir að athuganir hafí leitt í ljós að sams konar búnaður og fyrirtækið hefur nú þróað finnist hvergi í heiminum. Tækið er notað til að að- laga hraðamælinn og vegalengdai-- ^mælinn að breytingum sem gerðar eru á bflum. Breytingamar geta falist í stærri dekkjum, felgum eða breyttu drifhlutfalli. ■ Áhugi/D2 Morgunblaðið/Ásdís Ró í vetrarblíðu RÓ OG friður var yfír þessum tveimur heiðursmönn- Hallgrímsson óhagganlegur á stalli sínum og hinn um í Hljómskálagarðinum í Reykjavík enda Jónas naut blíðunnar einn og ótruflaður með sjálfum sér. Forsætis- ráðherra Japans boðið til Islands FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur fyrir hönd forsætisráðherra Norð- urlandanna boðið Keizo Obuehi, for- sætisráðherra Japans, til íslands á fund forsætisráðherra Norðurland- anna, sem haldinn verður á íslandi í júní í sumar. Obuchi hefur lýst áhuga á að mæta á fundinn, en ekk- ert hefur verið ákveðið um hvort af þessu verður, að sögn Ólafs Davíðs- sonar, ráðuneytisstjóra í forsætis- ráðuneytinu. Fyrrverandi forsætisráðherra Japans hitti forsætisráðherra Norðurlandanna á fundi í Bergen fyrir tveimur árum. Ólafur sagði að í lok þess fundar hefði komið fram áhugi á að endurtaka þennan fund. Ekki hefði orðið af því á síðasta reglulega fundi forsætisráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var í Svíþjóð. Boðið um að sækja fundinn stæði hins vegar og íslensk stjórn- völd hefðu ákveðið að endurnýja það, en Island fer nú með for- mennsku í Norðurlandasamstarf- inu. Ólafur sagði að japanski forsætis- ráðherrann hefði sýnt áhuga á að koma til Islands, en engin ákvörðun hefði verið tekin um þetta. Á annað hundrað manns í fylgdarliði Á annað hundrað manns er í fylgdarliði forsætisráðherra Japans þegar hann fer í opinberar heim- sóknir og því þykir ljóst að mikið fyrirtæki verður að skipuleggja heimsókn hans til Islands ef af henni verður. Fyrirvari til að festa hótelpláss er ekki mikill og því hefur forsætis- ráðuneyti þrýst á japönsk stjóm- völd að fá svör um hvort af heim- sókninni getur orðið. Bændur leita tilboða í tryggingar búa sinna og heimila Iðgjöld gætu numið rúmum milljarði Lítil veiði og léleg loðna -^33 SKIP voru á loðnuveiðum í gær, flest úti fyrir Suðaustur- landi. Hljóðið var misjafnt í mönnum en ioðnan sem veiddist var lítil og mögur. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Berki, sagði að það væri lélegur gangur í þessu. Skipið var að koma inn til Seyðisljarðar í gær- morgun með 1.100 tonn sem veiddust í Lónsbugtinni. Allt átti að fara í bræðslu. „Þetta hefur verið lélegt. Við þurfum að hafa svolítið fyrir því að ná þessu og loðnan er léleg, ekki nema um 80 j.P^kvenloðnur í kílóinu og svo er líka áta í þessu,“ sagði Sturla. Hann kvaðst. þó ekki vera far- inn að hafa áhyggjur af fram- haldinu. Mikið væri enn eftir af vertíðinni og veður fljót að skip- ast í lofti. Dagbjartur Þórðarson, skip- ’^M.jóri á Júpíter, sagði rólegan gang í veiðunum og lítinn vertíð- arbrag yfir þeim. „Þetta er ekk- ert sérstakt. Við erum komnir vestur fyrir Hrollaugseyjar en vorum áður í Lónsbugtinni. Loðn- an gufaði upp þar á föstudag. Við fengum í morgun, [laugardags- morgun], 400 tonn. Þetta er bara reytingur af hálflélegri loðnu og lítið að sjá. Ég veit ekkert með framhaldið en mér líst ekki vel á það,“ sagði Dagbjartur. BÆNDASAMTÖK íslands hafa skrifað fjórum tryggingafélögum og óskað tilboða í tryggingar fyrir bændur. Er þar um að ræða trygg- ingar á eignum, bústofni og sjálf- um atvinnurekstri bændanna, heimilum þeirra og bílakosti. Bændur eru hátt í fimm þúsund og má gera ráð fyrir að samanlögð ið- gjöld af þessum tryggingum séu ekki undir einum milljarði króna. Guðmundur Stefánsson; hag- fræðingur Bændasamtaka Islands, segir að tilgangurinn með því að leita tilboða sé sá að ná ramma- samningi við eitt ti"yggingafélag sem sæi sér hag í því að bjóða í all- an tryggingapakkann og vonist menn þá til að hægt verði að fá lægri iðgjöld ásamt betri trygging- um og þjónustu. Hann segir bænd- ur sjálfráða um það hvort þeir semji við tryggingafélagið sem hugsanlega fái slíkan rammasamn- ing. Segir Guðmundur þarna verið að fara svipaða leið og önnm- sam- tök hafa gert, t.d. Landssamband smábátaeigenda. Óskað tilboða í allar tryggingar Óskað er eftir tilboðum í bruna- tryggingar útihúsa, ti-yggingar bú- fjár, véla og tækja, fóðurs og ann- arra þátta er tengjast búrekstrin- um. Jafnframt er óskað tilboða í persónutryggingar, svo sem slysa- tryggingar launþega og síðan tryggingar á íbúðarhúsnæði og bfl- um. Segir hann í útboðinu sett fram dæmi um meðalbú fimm manna fjölskyldu ásamt vinnufólki og á þann hátt verði reynt að fá samanburðarhæf tilboð frá félög- unum. Leitað var tilboða frá Vá- tryggingafélagi íslands, Sjóvá-Al- mennum, Tryggingamiðstöðinni og Tryggingu. Fjöldi búa í landinu er hátt í fimm þúsund og hefur iðgjald fyiir meðalbú, þ.e. útihús, bústofn og tæki ásamt iðgjöldum fyrir heimil- in verið á bilinu 200 til 250 þúsund krónur. Sé gert ráð fyrir að um 4.500 bændur taki slíkan trygg- ingapakka og iðgjaldið sé 250 þús- und krónur yrði heildarupphæð ið- gjalds rúmur 1,1 milljarður króna. Guðmundur kveðst vona að útboðið geti leitt til lægra iðgjalds og betri trygginga fyrir bændur, það sé til- gangur þess að reyna að ná slíkum rammasamningi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.