Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Ólga á þingi Tyrklands og öryggisviðbúnaður aukinn vegna hrinu sprengjutilræða
Ecevit reynir
að bjarga
stjórninni
Ankara. Reuters.
Reuters
TYRKNESKIR lögreglumenn handtaka námskonu nálægt Istanbúl-há-
skóla þar sem vinstrisinnaðir námsmenn komu saman í gær til að minn-
ast sprengjutilræðis sem varð sjö vinstrimömium að bana 1978. Lögregl
an réðst á námsmennina með kylfum og handtók um hundrað þeiira.
YFIRVÖLD í Istanbúl tilkynntu í
gær herta öryggisgæslu í borginni
vegna hrinu sprengjutilræða að
undanförnu og Bulent Ecevit, for-
sætisráðherra Tyi'klands, reyndi að
verjast atlögu að stjórninni á þing-
inu og tryggja að hægt yrði að efna
til kosninga í apríl eins og ráðgert
hefur verið.
Þingið hélt í gær aukafund til að
ræða m.a. tillögu um vítur á forsæt-
isráðherrann og stærsti flokkurinn,
íslamski dyggðaflokkurinn, kvaðst
ætla að greiða atkvæði með tillög-
unni fallist Ecevit ekki á breytingar
á lögum sem hafa verið notuð til að
ákæra stjórnmálaleiðtoga heittrú-
aðra múslima.
Sprengjutilræðin og ólga í stjórn-
málum landsins hafa einnig valdið
titringi á fjármálamörkuðunum,
sem höfðu rétt úr kútnum vikuna
áður þegar líklegt þótti að kosning-
amar færu fram í apríl og að Ecevit
færi með sigur af hólmi. Gengi verð-
bréfa lækkaði um 2% vegna ólgunn-
ar á þinginu í gær.
Stuðningsmenn Öcalans
sakaðir um tilræðin
Erol Cakir, héraðsstjóri í Istan-
búl, fyrirskipaði herta öryggisgæslu
í kvikmyndahúsum, leikhúsum,
moskum, kirkjum, verslunarmið-
stöðvum, hótelum, börum, veitinga-
húsum og íþróttaleikvöngum borg-
Loftárásir
í Norður-
Irak
Istanbúl. Reuters.
BANDARÍSKAR F-15 orrustu-
þotur gerðu í gær loftárásir á
loftvarnarstöðvar á flugbanns-
svæðinu í Norður-írak. Talsmað-
ur bandaríska flughersins á Ineir-
lik-herflugvellinum í Tyrklandi
sagði að þoturnar hefðu verið
miðaðar út af íraska hernum og
að árásirnar hefðu verið í sjálfs-
vörn.
Stjórnvöld í Bagdad sögðu að
bandarískar vélar hefðu gert
árásir á hernaðarleg og borgara-
leg skotmörk í Norður-írak.
Sögðu talsmenn stjórnarinnar
jafnframt að íraski herinn hefði
skotið að F-15 vélunum og stökkt
þeim á flótta.
Arásirnar í gær eru í röð end-
urtekinna árása á írösk skotmörk
síðan loftárásir Bandaríkjamanna
og Breta hófust 15. desember sl.
arinnar. Nokkrum dögum áður
höfðu 13 manns beðið bana í bensín-
sprengjuárás á verslun í borginni.
Cakir sagði að alls hefðu verið
gerðar 300 sprengjuárásir í Istan-
búl frá því Kúrdaleiðtoginn
Abdullah Öcalan var handtekinn í
Kenýa og fluttur í fangelsi í Tyrk-
landi þai’ sem hann bíður réttar-
halda vegna ákæru um föðurlands-
svik. Cakir sagði að ljóst væri að að-
skilnaðarhreyfmg Öcalans, Verka-
mannaflokkur Kúrdistans (PKK),
hefði staðið fyrir tilræðunum.
Cakir kynnti einnig veggspjöld
sem hengd verða upp til að hvetja
unga Kúrda til að segja skilið við
hreyfíngu Öcalans, sem Tyrkir
segja að hafí orðið 29.000 manns að
bana í sjálfstæðisbaráttu sinni síð-
ustu fjórtán árin. „Látið ekki nota
ykkur!“ stóð á einu veggspjald-
anna.
Tyrkneskir embættismenn sögðu
að sjö skæruliðar í PKK hefðu fallið
í átökum í austurhluta Tyrklands
síðustu tvo daga.
Óánægðir þingmenn
gera uppreisn
Vinsældir Ecevits forsætisráð-
herra stórjukust eftir handtöku
Öcalans nokkrum vikum eftir að
hann tók við embættinu til bráða-
birgða fram að kosningum 18. apríl.
Gengi verðbréfa hækkaði þar sem
Mandela í
Danmörku
NELSON Mandela, forseti Suður-
Afríku, segir lýðræði í heimalandi
sínu enn vera í bernsku og langt í
það að réttlæti ríki í samfélaginu.
Þessi orð lét hann falla í hádegis-
verði í boði Pouls Nyrups Rasmus-
sens, forsætisráðherra Danmerk-
ur, í Kaupmannahöfn í gær.
Mandela er á ferðalagi til sex
landa í Norður-Evrópu, Hollands,
Lúxemborgar, Finnlands, Noregs
og Svíþjóðar, auk Danmerkur,
sem hann heimsótti fyrst Norður-
landa.
Kjörtímabili Nelsons Mandela
lýkur í júní næst.komandi en hann
var kjörinn forseti Suður-Afríku í
fyrstu lýðræðislegu kosningunum
eftir að aðskilnaður svartra og
hvítra landsmanna var lagður af
árið 1994. Á myndinni sést Mand-
ela ásamt Graca Machel, eigin-
konu sinni, Poul Nyrup Rasmus-
sen, forsætisráðherra Danmerkur,
og eiginkona hans Lone Dybkjær,
fyrir utan Kristjánsborgarhöll.
talið var að Ecevit myndi fara með
sigur af hólmi og mynda sam-
steypustjórn með miðju- og hægi'i-
mönnum í Föðurlandsflokknum.
Líkurnar á því að kosningarnar
fari fram á tilsettum tíma hafa hins
vegar dvínað vegna ólgunnar á
þinginu sem hófst með uppreisn 90
þingmanna, er aðhyllast veraldlegt
stjórnkerfi og voru óánægðir með
að vera ekki á framboðslistum
flokka sinna og vilja að kosningun-
um verði frestað. Islamski dyggða-
flokkurinn, sem er með 144 þing-
menn af 550, gekk seinna til liðs við
uppreisnarmennina og lýsti yfir
stuðningi við tillöguna um vítur á
forsætisráðherrann. Helsta mark-
mið flokksins er að knýja fram
lagabreytingar til að hægt verði að
aflétta banni við stjórnmálaþátt-
töku Neemettins Erbakans, fyrr-
verandi leiðtoga flokks heittrúaðra
múslima. Flokkurinn vill einnig að
STJÓRNVÖLD í Ekvador
reyndu í gær að kveða niður and-
stöðu við neyðaráætlun sína í
efnahagsmálum sem hefur orðið
til þess að verð eldsneytis hefur
hækkað um rúman helming.
Margir bankar landsins hafa
einnig fryst innstæður viðskipta-
vina sinna meðan reynt er að
leysa alvarlegasta fjármálavanda
landsins í áratugi.
Jamil Mahud forseti ræddi í
gær við leiðtoga stjórnarandstöð-
unnar, sem er í meirihluta á þing-
inu, til að freista þess að fá þá til
að samþykkja brýnar efnahags-
umbætur. Vinsældir forsetans
hafa snarminnkað vegna fjár-
málavandans og hafa aldrei verið
minni. Aðeins 16% aðspurðra
sögðust ánægð með störf forset-
ans í nýlegri skoðanakönnun.
Leigubílstjórar og strætis-
vagnastjórar hafa lokað helstu
vegum í borgum landsins til að
mótmæla hækkun á bensínverði.
Skólum var lokað vegna mót-
mælaaðgerðanna og starfsemi
margra fyrirtækja hefur lamast
þar sem starfsmenn hafa ekki
komist til vinnu.
„Fyrst og fremst
pólitxskt vandamál"
Rúmur helmingur bankainn-
stæða landsins hefur verið fryst-
ur í tæpt ár og Mahud greip til
þess ráðs að loka öllum bönkun-
um alla síðustu viku til að verja
þingið afnemi lög sem notuð hafa
verið til að ákæra íslamska stjórn-
málamenn.
Samþykki 276 þingmenn tillög-
una verður Ecevit að segja af sér.
Lokaatkvæðagreiðslan um hana fer
fram eftir tíu daga samþykki þingið
að taka hana fyrir.
Neyðist Ecevit til að segja af sér
kemur til kasta Suleymans Dem-
irels forseta. Hann gæti skipað
Ecevit aftur í embættið, bannað að
ný frumvörp yrðu lögð fram á þing-
inu og það yrði líklega til þess að
kosningamar gætu farið fram í apr-
fl.
Forsetinn lét hins vegar í ljós þá
skoðun nýlega að best væri að
fresta kosningunum þar til á næsta
ári til að hægt yrði að breyta kosn-
ingalöggjöfinni og hann kann því að
skipa annan forsætisráðherra sem
gæti beitt sér fyrir því að kosning-
unum yi'ði frestað.
gjaldmiðil landsins og banka sem
ramba á barmi gjaldþrots. Bank-
arnir voru opnaðir að nýju á
mánudag og það varð óvænt til
þess að innstæðurnar jukust og
gengi gjaldmiðilsins hækkaði um
25%.
„Þetta er ekki lengur fjármála-
og efnahagsvandi og er nú fyrst
og fremst pólitískt vandamál,"
sagði Carlos Larreategui, for-
maður samtaka einkabanka
landsins.
Sendiherra Ekvadors í Was-
hington hvatti til þess að landið
fengi alþjóðlega fjárhagsaðstoð
og varaði við því að lýðræðið væri
í mikilli hættu. Tveir þriðju
íbúanna eru undir fátæktarmörk-
um og óttast er að kjör þeirra
versni enn frekar. Verðbólgan er
nú þegar sú mesta í Rómönsku
Ameríku og talið er að hún aukist
á árinu. Spáð er miklum efna-
hagssamdrætti vegna fyrirhug-
aðra sparnaðaraðgerða stjói'nar-
innar til að minnka fjárlagahall-
ann.
Svipaðar mótmælaaðgerðir
vegna óvinsælla efnahagsumbóta
urðu þáverandi forseta, Abdala
Bucai-am, að falli. Bucaram, sem
kallaði sig „Brjálæðinginn", þótti
sérvitur og þingið vék honum frá
á þeirri forsendu að hann væri
andlega vanhæfur til að gegna
embættinu. Fjórir menn hafa
gegnt forsetaembættinu síðustu
þrjú árin.
Gagnrýni
Kínverja
tilefnislaus
UTANRÍKISRÁDHERRA
Japans, Masahiko Komura,
sagði gagnrýni Kína á gagneld-
flaugakei-fi Japana og Banda-
ríkjamanna vera tilefnislausa,
af því er japanskt dagblað
greindi frá í gær. Hann sagði
kerfíð einungis vera í þágu
varnarmála og að Taívan
myndi ekki taka þátt í þróun
þess, eins og Kínverjar óttast.
Yfirlýsing Komura kemur í
kjölfar ummæla Zhu Rongji,
forsætisráðheiTa Kína, þar
sem hann varaði Bandaríkin
við að þróa gagneldflaugakerí-
ið í Asíu, þó einkum ef Taívan
ætti aðild að því.
Lögreglan
í New York
gagnrýnd
LÖGREGLAN í New York
hefur upp á síðkastið sætt
harðri gagnrýni vegna fram-
ferðis gagnvart blökkumönn-
um. Niðurstöður nýlegrar
skoðanakönnunar sem fram-
kvæmd var af New York
Times sýna að einungis um
25% af íbúum New York telja
að lögreglan komi eins fram
við hvíta og hún gerir við
blökkumenn. Skoðanakönnun-
in var framkvæmd á sama tíma
og dauðsfall Amadou Diallo,
innflytjanda frá Afríku, er í há-
mæli í New York. Diallo, sem
var 22 ára, var skotinn til bana
af fjórum hvítum lögreglu-
mönnum í Bronx. Hann hlaut
nítján skotsár, en lögreglu-
mennirnir hleyptu af 41 skoti
til að hæfa hann. Diallo var
óvopnaður og hafði aldrei kom-
ist í kast við lögin.
Átök í Eþíóp-
íu og Erítreu
ERÍTREUMENN eyðilögðu
25 skriðdreka í gagnárás gegn
Eþíópíumönnum í gær, að því
er Yermane Gebremeskel, tals-
maður Erítreuforseta, sagði í
samtali við fréttastofu Reuters.
Gebremeskel sagði að með
þessu hefðu Erítreumenn eyði-
lagt samtals um 44 skriðdreka
frá því á sunnudag, en
landamæi-aerjur landanna
brutust út á ný 6. febrúar, eftir
átta mánaða vopnahlé.
Réttarhöld
yfír Rauðu
kmerunum
SAMEINUÐU þjóðirnar, SÞ,
hafa lýst yfir vilja til að aðstoða
við skipulag á réttarhöldum yf-
ir leiðtogum Rauðu kmeranna í
Kambódíu en þó aðeins að því
tilskildu að ythvöld þar tryggi
að réttarhöldin vei'ði í sam-
ræmi við alþjóðalög. Yfn-völd í
Kambódíu sögðust í síðustu
viku ekki vilja að leiðtogarnir,
sem urðu um 1,7 milljón manns
að bana á árunum 1975-79,
verði leiddir fyi'ir alþjóðlegan
dómstól, eins og SÞ höfðu lagt
til. Þess í stað vilja þau að rétt-
arhöldin fari fram fyrir kam-
bódískum dómstól, með er-
lendri aðstoð. Umræður um
hvernig réttarhöldunum skuli
hagað, standa enn yfir.
Reuters
Versti fjármálavandi Ekvadors í áratugi
Stjórnvöld reyna
að knýja fram
neyðaráætlun
Quito. Reuters.