Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 31 UMRÆÐAN Fólk eða forréttindi EITT mikilvægasta verk stjórnmála er að forgangsraða verkefn- um. Skipa þeim fremst og leggja mesta áherslu á þau sem mestu skipta, en láta þau mæta afgangi sem ekki eru eins þóknan- leg. Kjósendur velja stjórnmálamenn iðu- lega á grundvelli for- gangsröðunar þeirra eða kjósa þá ekki vegna hennar. Islenskir stjórnmálamenn eiga það sammerkt, óháð stjórnmálaflokkum, að skipa neytendamálum aftarlega í forgangsröðina. Þessu er öðru vísi farið í ná- grannalöndum okkar þar sem ríkis- stjórnir hafa þann metnað í neyt- endamálum, að setja fram í upphafl ferils síns ítarlega stefnumörkun í neytendamálum. Málefni neytenda varða jú alla þjóðfélagsþegna og taka til upplýsinga, úrlausna í deilu- málum, öryggis fólks og almennra umferðarreglna á markaðnum. Ná- grannar okkar hafa fyrir löngu átt- að sig á, að það hefur þjóðhagslega þýðingu, að sinna neytendamálum vel. Sparnaður með hagkvæmaii og betri innkaupum neytenda sparar útgjöld og eykur velferð. Hvernig stendur þá á því að neyt- endamálum skuli vera forgangsrað- að í öftustu röð hér, þrátt fyrir að allt önnur sjónarmið ríki í ná- grannalöndum okkar og þrátt fyrir að hér á landi starfi öflugustu og hlutfallslega fjölmennustu neyt- endasamtök í heiminum? Ef til vill er helsta skýringin sú að við bjugg- um lengi við opinberar verðákvarð- anir og markaðsstýringu stjóm- málamanna og gerum enn í mikil- vægum atriðum. Jafnræðishug- mynd hins frjálsa markaðar hefur því ekki enn náð nægilega vel til ráðamanna. Fjögur frumvörp dagar uppi Á þessu þingi voru lögð fram fjögur laga- frumvörp sem varða neytendur. Ekkert þessara frumvarpa náði fram að ganga og dagar því uppi, sum einu sinni enn. Þessi fmmvörp eru öll mikil- vægt skref í þá átt, að gera íslenska neytend- ur jafnsetta neytend- um nágrannalandanna. Undir það skrifa ís- Jón lenskir ráðherrar á Magnússon fjölþjóðlegum fundum, en muna síðan ekki eft- ir þegar þeir koma út úr flugvélinni á Keflavíkurflugvelli. Neytendasamtökin hafa lengi Neytendamál Sparnaður með hag- kvæmari og betri inn- kaupum neytenda, seg- ir Jón Magnússon, sparar útgjöld og eykur velferð. krafist breytinga á lögum um lausa- fjárkaup. Við höfum bent á nauðsyn sérstakrar lagavemdar fyrir neyt- endur þegar þeir eiga viðskipti við þá sem hafa atvinnu af þvi að selja vörur. Slík lagaákvæði hafa verið í gildi á hinum Norðurlöndunum um langt árabil en íslenskir neytendur þurfa enn að bíða þess að verða jafnsettir grönnum sínum. Stjóm- málamennimir forgangsröðuðu þessu máli svo aftarlega að það fékk ekki afgreiðslu. Sama á við um stjórnarfrumvarp Noregur BEINT FLUG TIL ÞRÁNDHEIMS í NOREGI Nú býðst einstakt tækifæri á að fljúga beint til ÞRÁNDHEIMS. Vikuferð frá 25. júní -2. júlí. Dagflug, brottför frá Keflavík 25. júní. kl. 9:00 Komið til baka 2. júlí. kl. 15:00 Flogið verður með Boeing- þotu íslandsflugs Álesui Bergen, ** ** Flugverð 25.900,- ef greitt er fyrir 31. mars Barnaafsláttur 4.000,- Flugvallargjöld kr. 3.660,- eru ekki innifalin í verði. Upplýsingar hjá Ferðamiðstöð Austurlands Ferðamiðstöð Austurlands FERÐASKRIFSTOFA Símar 587 1919 og 567 8545 Stangarhyl 3a, 110 Reykjavík um þjónustukaup. Frumvarpið var mjög vel unnið og setur nákvæmari leikreglur í viðskiptum neytenda og seljenda þjónustu. Eg veit ekki til að andstaða hafi verið við frumvarp til laga um þjónustukaup eða deild- ar meiningar um það. Auk heldur hafði frumvarpið fengið ítarlega skoðun. Það er því þeim mun undar- legra að þetta stjómarfrumvarp skuli einnig verða hornreka. Ilverjir eru á beit í buddunni þinni? Samkeppnisþjóðfélagið gerir kröfur til þess að virkar leiðbein- inga- og verndarreglur séu settar. Stundum eiga helstu viðmiðanir markaðarins ekki við. í þessu sam- bandi er bent á innheimtustarfsemi. Þolandinn í því tilviki velur ekki inn- heimtuaðilann og hefur ekkert með verðlagningu hans á þjónustunni að gera. Áf þeim sökum hafa verið sett sérstök lög um innheimtustarfsemi í nágrannalöndum okkar og taka bæði til verðlagningar gagnvart þolendum og banna ákveðna ávirka innheimtustarfsemi til að koma í veg fyrir að innheimtuaðilar fari offari. Þó að ég sé ekki talsmaður opin- berrar verðlagningar, þá komast menn samt ekki hjá því í vissum til- vikum, t.d. þegar vernda verður að- ila fyrh' því að hægt sé hindrunar- laust að troðast ofan i vasa hans. Lagafrumvarp um innheimtustarf- semi var lagt fram á Alþingi af við- skiptaráðheiTa, nú í þriðja sinn, en fékst enn ekki útrætt. Forgangsröð- unin var með þeim hætti að það var ekki pláss til að veita þolendum nauðsynlega lagavemd. Aðhald að lánastofnunum Á næstliðnu þingi lagði Lúðvík Bergvinsson fram vandað þing- mannafrumvaip um ábyrgðar- menn. Frumvarpið miðaði að því að setja ákveðnar lagareglur og lagði þær skyldur á lánveitendur að veita væntanlegum ábyrgðarmönnum á fjárskuldbindingum góðar upplýs- ingar um lántökuna og stöðu skuld- ara. Einnig var kveðið á um ýmsar nauðsynlegar verndarreglur fyrir ábyrgðarmenn í frumvarpinu. Frumvarpið fékk góðar viðtökur þegar það var lagt fram, en var á nýliðnu þingi lagt fram nokkuð breytt, væntanlega eftir ábending- um frá meðflutningsmönnum og Neytendasamtökunum, sem flutn- ingsmaður hafði samvinnu við um málið. Hvergi í okkar heimshluta tíðkast í jafn ríkum mæli að lána- stofnanir veiti fólki og fyrirtækjum lán á gi-undvelli ábyrgðar þriðja að- ila. I venjulegum lánaviðskiptum á lánveitandi að taka ábyrgð á þeim sem hann lánar. Lánastofnanir hér telja eðlilegt, að fái ungur maður lán þurfi meginhluti ættbálks hans að bera ábyrgð á láninu. Frumvarp um réttindi ábyrgðarmanna er til að draga úr óeðlilegum viðskipta- háttum. En jafnvel þó að þetta vandaða þingmannafrumvarp væri nú endurflutt bæði af stjórnarþing- mönnum og stjórnarandstöðuþing- mönnum þá dagaði það samt uppi. Forgangsröðunin laut ekki að af- greiðslu þess. Stjórnniálamenn breyti forgangsröðun Við þessar kosningar hljóta ís- lenskir neytendur og allur almenn- ingur að gera þá kröfu að for- gangsröðun stjórnmálamanna verði breytt og verði í framtíðinni fyrir fólk en ekki forréttindi. Neyt- endasamtökin gera þá kröfu til ráðamanna á næsta kjörtímabili að þeir setji sér það markmið að ís- lenskir neytendur búi við sömu lagavernd og neytendur í grann- löndum okkar og forgangsraði í samræmi við það. Höfundur er /ir/. og varaformaður Neytendasamtakanna. AÐALFUNDIR 1999 verða haldnir fimmtudaginn 18. mars 1999 á Grand Hótel Reykjavík, Galleríi. Vaxtarsjóðurinn hf. Aðalfundurinn hefst kl. 16:30 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við 14. grein samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum: Breyting á 5. grein samþykkta félagsins vegna heimildar til stjórnar félagsins vegna útgáfu rafrænna hlutabréfa. 3. Heimild félagsins til kaupa á eigin hlutabréfum. HLUTABRÉFA SJOÐURINN Hlutabrábréfasjóðurinn hf. Aðalfundurinn hefst kl. 17:15 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við 14. grein samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum: Breyting á 3. grein samþykkta félagsins vegna niðurfellingar sérstakrar takmörkunar á hámarksvægi erlendra verðbréfa. Breyting á 5. grein samþykkta félagsins vegna heimildar til stjórnar félagsins vegna útgáfu rafrænna hlutabréfa. 3. Heimild félagsins til kaupa á eigin hlutabréfum. Erindi: Frosti Sigurjónsson, forstjóri Nýherja hf. „Nýherji í dag og í framtíðinni" Hluthafar eru hvattir til að mceta á fundinn. REKSTRARAÐILI: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands, Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.