Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 •£--------------------------- Flug og hræðsla „Þegar best lætur er flug sérstakur hugsun- arháttur. Því er það, að þegar fólk hefur einu sinni yfirgefið yfirborð jarðar, þá á það eiginlega aldrei aflurkvœmt. En af sömu ástœðum eiga fullorðnir svo oft erfitt með að taka stökkið. “ F lugvélum er eðlilegt að fljúga. Þegar flugvél hrapar, þá hefur eitthvað óeðli- legt gerst. Þess vegna er það fréttnæmt að flug- vél hrapi, jafnvel þótt enginn farist eða slasist. En mönnum er ekki eðlilegt að fljúga. Þess vegna eru þeir sem taka ekki mark á neinu nema eigin tilfínningum yfh’leitt flughræddir. Til að þora að fljúga þarf maður að taka mark á flugvélinni - treysta henni og skilja að henni er eðlilegt að „synda um loftið“, eins og bandaríski rithöfundurinn og flugmaðurinn VIÐHORF William _—— Langewiesche Eftir Kristján kemst að orði G. Arngrimsson j nýrri bók> Inside the Sky, eða Innan í himninum. Meginþema Langewiesches í bókinni er útsýnið - það að sjá mannheima ofan frá, og hvemig það getur breytt viðhorfi manns til lífsins og tilverunnar. Hann segir bókina vera sögu um leið- angur til staðar sem er kannski ekki nema nokkur hundrað metra fyrir ofan heimili manns, en er eigi að síður jafn framandi og spennandi og fjarlægustu heimshorn. Þessi staður er him- inninn. „Vélrænir vængir gera okkur kleift að fljúga, en það er með huganum sem við leggjum himininn undir okkur,“ skrifar Langewiesche. En honum er líka hugleikið það sem vikið var að hér í upp- hafí. Að manni er í rauninni ekki eðlilegt að hafa þetta útsýni á heiminn, manninum sjálfum er ekki eðlilegt að synda innan í himninum. Enda hefur það reynst mörgum erfitt. Langewiesche kann fjöldann all- an af sögum að segja um hin undarlegustu viðbrögð fólks við flugi og því að sjá veröldina ofan frá. Þegar hann byrjaði að fljúga með farþega tók hann eft- ir því að sumir vildu alls ekki horfa út. Aðrir vora foivitnir. „Mér fannst þetta eins og að fylgjast með steinaldarmönnum sem sjá ljósmynd í fyrsta sinn. Fyrst tók það fólkið dágóða stund að venjast hlutföllunum, og svo varð það sífellt hugfangn- ara þegar það gat litið framhjá galdrinum og farið að skoða það sem myndin var af.“ Þetta var svolítið auðveldara fyrir Langewiesche sjálfan. Hann ólst eiginlega upp innan í himninum því að faðir hans, Wolfgang, var flugmaður og átti fjöldann allan af vinum í flug- bransanum. Reyndar hafa lík- lega margir lært af pabba hans, því sá skrifaði vel þekkta kennslubók um flug, Stick and Rudder (Pinni og pedali), sem ku enn vera notuð við kennslu. Þetta var hins vegar ekki mjög auðvelt fyrir stúlkuna sem ein- hverju sinni var á flugi með Langewiesche úti fyrir strönd Kaliforníu. Hún horfði niður á flutningaskip kljúfa öldur William Langewiesche: Inside the Sky Kyirahafsins, „svo leit hún á mig og brosti breitt. Hvernig líst þér á? spurði ég. Hún sagði: Er þetta Napadalurinn? Ha? sagði ég. Napadalurinn? sagði hún aftur.“ Hann segist ekki viss nema hann hafí farið að hlæja, en stúlkan hafi virst áhyggjufull. „Það var ekki fýrr en seinna að ég skildi þetta. Þegar fólk flýgur í fyrsta sinn geta skynfærin raglast og orðið til þess að venjulegt fólk hættir að hugsa.“ Einu sinni var vinsæll brand- arinn um manninn sem flaug yf- ir Skotland og talaði eftir það með skoskum hreim. Hin dýpri merking brandarans var sú, að það að fljúga yfir einhvern stað væri ekki það sama og að heim- sækja hann. Þótt Langewiesche hafi kannski aldrei heyrt þenn- an brandara (sem var vinsæll á Akureyri fyrir kannski 20 árum) þá er honum þetta viðhorf vel kunnugt, og er því fullkomlega ósammála. En honum virðist þó ekkert í mun að telja mönnum hughvarf, og sagan af sagnfræðiprófess- ornum við Princeton, sem harð- neitaði því að hafa eiginlega heimsótt staði sem hann hafði farið yfir í lágflugi, bendir til þess að Langewiesche hafi skilning á því að það er fátt erf- iðara en að yfirvinna fordóma fólks. Eftir að þeir vora lentir kvaðst prófessorinn enn sama sinnis. „I lífinu hafði hann sigrast á því sem hindrar frama og sjálfs- traust, og þess vegna átti hann ekki lengur auðvelt með að læra eða skipta um skoðun," segir Langewiesche um kunningja sinn prófessorinn. Ef maður er ekki þeim mun staðráðnari í að það sem maður hefur lært hingað til, og kannski komist að alveg sjálfur með ær- inni fyrirhöfn, sé það eina sem geti hugsanlega verið rétt, þá getur maður notið leiðsagnar Langewiesches um þennan dul- arfulla stað, himininn. Stað, sem maður hefur ótal sinnum komið til, en kannski aldrei hugsað um beinlínis sem stað. Það er einmitt svona leiðsögn sem getur hreinlega haft lækn- andi áhrif - til dæmis á flug- hræðslu - og er sú leiðsögn sem mest er um verð á bók, því að hún er skrifuð af manni sem hefur bæði huglægan skilning og verklega þekkingu á því sem hann er að tala um. Það er allt of oft sem hið síðarnefnda skort- ir í frásögnum af flóknum fyrir- bæram á borð við flug. Þeir era til sem ekki eru bein- línis hræddir við að fljúga, held- ur eru öllu fremur heillaðir af flugi og flugvélum án þess að kunna að fljúga sjálfir - en hafa þó aldrei skilið til fulls af hverju þeir era svona heillaðir. Og Langewiesche er ekki bara flug- maður, hann er líka nógu góður rithöfundur til að veita þessum einlægu (en fremur tregu) flug- aðdáendum aukinn skilning á því sem þeir dást svo að. UMRÆÐAN Ljótur blettur á samfélaginu KYNFERÐIS- AFBROT og annað of- beldi gagnvart börnum eru andstyggilegustu glæpir sem um getur. Hrekkleysi barna og trúnaðartraust í garð fullorðinna gerir þau einstaklega varnarlaus gagnvart misnotkun sem þau eru alls ófær um að túlka og bregð- ast við. Afleiðingarnar eru skelfilegar og yfir- leitt langvinnar og var- anlegar. Langur tími getur liðið áður en brotaþoli nær að vinna úr reynslu sinni og herða sig upp í að leita réttar síns. Aukin fræðsla og opinskáar um- ræður um þetta efni hafa opnað augu margi-a og auðveldað brota- þolum að átta sig á vanda sínum og möguleikum til úrbóta. Lagalegum úrræðum er hins vegar enn veru- lega ábótavant. Ofbeldisbrot af þessum toga hafa algjöra sérstöðu og verður að meðhöndla á sérstak- an hátt. Reynt hefur verið að bæta réttarstöðu brotaþola í slíkum mál- um á undanförnum árum en ljóst að betur má ef duga skal. Enn eru brotalamir Lögin um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota sem sett voru árið 1995 voru mikil réttarbót. Fyrir setningu þeirra laga urðu tjónþolar sjálfir að freista þess að sækja dæmdar bætur í greipar af- brotamannsins og oftar en ekki með litlum árangi'i. Nú era slíkar bótagreiðslur á ábyi’gð ríkisins sem síðan getur endurkrafið hinn dæmda og er eðlilega í betri stöðu til þess en tjónþoli. Enn eru brotalamir í þessum efnum og þá fyrst og fremst þegar um er að ræða ofbeldi gagnvart bömum. I skýrslu umboðs- manns barna frá 1997 um kynferðisafbrot gegn bömum og ung- mennum er meðal annars fjallað um rétt- arstöðu barna og sett- ar fram vel rökstudd- ar tillögur um laga- breytingar varðandi meðhöndlun kynferð; isafbrotamála. I skýrslunni er t.d. bent á að 6. grein laganna um gi’eiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda af- brota nái illa yfir kynferðisafbrot gegn börnum, þannig að í raun eru þau í mörgum tilfellum útilokuð frá bótarétti. Astæður þess eru nokkr- ar. Bótaréttur útilokaður Skýrslan vitnar í fjóra dóma í kynferðisbrotamálum. Þar féllu dómar í málum sem kærð vora fyr- ir sjö, átta, rámum tveimur áram og sex áram eftir að brot voru framin. Bótaréttur reyndist í öllum þessum dómum útilokaður vegna núverandi ákvæðis 6. greinar lag- anna um að kæra þurfi að hafa borist innan tveggja ára frá því að brot var framið. Kynferðisafbrot gegn börnum era oft framin á löngu tímabili og ómögulegt er að ætla börnum þá ábyrgð að gæta réttar síns. Oft er um misnotkun á tránaðar- og til- finningasambandi að ræða af hálfu brotamanna og því sérlega erfitt Barnaverndarmál Það er skelfileg stað- reynd, segír Ki istín Halldórsdóttir, að ótrú- legur fjöldi barna verð- ur fyrir margskonar of- beldi í uppvextinum og mörg þeirra bíða þess aldrei bætur. fyrir börn að rísa upp gegn þeim. Þar að auki er ekki óalgengt að börn verði fyrir beinum eða óbein- um hótunum frá brotamönnum. Að öllu samanlögðu gerir 6. grein lag- anna eins og hún er nú orðuð óraunhæfar kröfur til barna sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi og því nauðsynlegt að breyta henni til þess að tilgangur laganna nái fram að ganga. Tillögur til úrbóta Undirrituð flutti ásamt Guðnýju Guðbjörnsdóttur framvarp á ný- loknu þingi um breytingar á 6. gi-eininni og viðbætur við hana. I því er feilt niður skilyrði um kæra án ástæðulauss dráttar, þegar um kynferðisafbrot gegn börnum er að ræða, auk þess sem fymingarfrest- ur í slíkum málum skal vera hinn sami og í almennum hegningarlög- um. Því miður fékkst frumvarpið ekki afgi’eitt fyrir þinglok. Þá reyndi undirrituð einnig að ná fram breytingu á 26. grein skaðabótalaganna þess efnis að „við mat á miskabótum vegna kyn- ferðisofbeldis skal sérstaklega taka Kristín Halldórsdóttir Seljum fleiri A SIÐUSTU árum hefur borið meira á deilum en samlyndi milh Islendinga og frænda okkar Norð- manna og veldur þar miklu hve illa gengur að deila auðæfum hafs- ins. Það hlýtur því að teljast ánægjulegt þeg- ar við náum einhverj- um samningum við frændur okkar. Það er engin ástæða til að láta það trufla sig þótt samningurinn sem nú er verið að gera sé að sumu leyti öðruvísi en við eigum að venjast, því embættismennirnir sem hann gera skipta í raun um hlutverk. Þannig ætla íslenskir embættis- menn að lækka verð á 200 hrossum til norska neytenda, en kollegar þeirra í Noregi ætla að lækka verð á 25 tonnum af iðnaðarvöra (kart- öfluflögur og viðlíka snakkmatur) og á 10 tonnum af smurosti til ís- lenskra neytenda. Þetta gerist með því að fella niður tolla á þessum vör- um til neytenda í samningi sem nú er langt á veg kominn við frændur okkar Norðmenn. Neytendasam- tökin fagna þessum samningi og hvetja til að honum verði hraðað, enda er með honum verið að draga örlítið úr þeim óeðlilegu viðskipta- hindrunum sem þessi tvö lönd eru fræg fyrir. Landbúnaður í öngstræti Þessi samningur sýnir þó kannski meira en nokkuð annað í hvílíkt Jóhannes Gunnarsson öngstræti ríkjandi stefna í landbúnaðar- málum í þessum tveim- ur löndum er komin. ísland og Noregur eru meðal þeirra þjóða sem styrkja landbúnað sinn hvað mest fjárhagslega og óvíða eru hömlur meiri í framleiðslunni. Einnig eru þessi tvö lönd meðal þeirra landa sem nota tolla og kvóta hvað mest til að hindra samkeppni er- lendis frá. Það er því vel þess virði að hvetja emb- ættismenn til að halda áfram að gera svona samninga. I næsta áfanga geta íslenskir emb- ættismenn krafist þess að norskir neytendur fái alla þá íslensku hesta sem þeir vilja kaupa og við selja, á lægra verði. Norskir neytendur myndu spara enn meira og í Ieið- inni myndu íslenskir hrossabænd- ur græða meira með því að selja fleiri hesta. Norskir embættismenn myndu á móti krefjast þess að verð á snakkmatnum og smurostunum lækkaði nokkuð til íslenskra neyt- enda með aukinni samkeppni. Sam- kvæmt upplýsingum Neytenda- samtakanna er hvorki kartöflu- né ostaverð þó með þeim hætti í Nor- egi að íslenskir framleiðendur eigi að þurfa að hafa verulegar áhyggj- ur af vaxandi samkeppni. Það er því undarlegt þegar Samtök iðnað- arins gera athugasemd við toll- frjáls viðskipti með iðnaðarvöru þó svo að hráefnið komi úr landbún- hesta Neytendur Svona hugarfarsbreyt- ing hjá embættismönn- um, segir Jóhannes Gunnarsson, gæti því boðað bjartari tíð og blóm 1 haga fyrir neytendur. aði. Fjarlægðaivernd hlýtur að duga íslenskum framleiðendum, annars eru hlutirnir ekki í lagi hjá þeim. I framhaldi af þessum samningi gætu embættismenn tekið fyrir ýmsar aðrar fáránlegar viðskipta- hindranir sem fyrst og fremst bitna á neytendum. Þegar íslenskir emb- ættismenn eru búnir að fá góða þjálfun í samingum við Norðmenn um hvernig þeir geta lækkað verð til neytenda í Noregi, má gera við- líka samninga við aðrar þjóðir. Auð- vitað græða neytendur í þessum ' löndum, en við verðum að muna að við geram það í leiðinni, það er einmitt galdurinn. Svona hugarfars- breyting hjá embættismönnum gæti því boðað bjartari tíð og blóm í haga fyrir neytendur. Stjórnmálaflokk- arnir eru því hvattir til að taka þetta upp í stefnuskrá sína fyrir næstu kosningar til að halda emb- ættismönnum við efnið. Höfmulur cr formaður Ncytcnda- samtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.