Morgunblaðið - 21.03.1999, Síða 28

Morgunblaðið - 21.03.1999, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Halldór Ásgrímsson segir nánast útilokað að Framsóknar- flokkurinn fari í ríkisstjórn með 13% fylgi Skylda mín að benda á lausnir í Evrópumálum HALLDÓR As- grímsson, utanrík- isráðherra og for- maður Framsókn- arflokksins, segir að fái Framsóknar- flokkurinn svipað fylgi í alþingis- kosningunum í vor og hann fékk í síðustu skoðankönnun Gallup sé nánast útilokað að hann verði aðili að næstu ríkisstjóm. Hann segir hins vegar að flokkurinn hafi sókn- arfæri og bendir á að samkvæmt skoðanakönnunum vilji 70% þjóðar- innar að Framsóknarflokkurinn eigi aðild að næstu ríkisstjóm. í nýlegri skoðankönnun fékk Framsóknarflokkurinn ekki nema rúmlega 13% fylgi sem er 10% minna en hann fékk í síðustu kosn- ingum. Era þetta ekki mikil von- brigði og hvaða skýringu hefur þú á þessu fylgistapi? ,Auðvitað eru þetta mikil von- brigði. Ég hef í sjálfu sér enga ein- falda skýringu á þessu. Það hefur verið mikil umræða um Samfylking- una og það virðist vera að sú athygli, sem hún hefur fengið, hafi fremur skaðað okkur en Sjálfstæðisflokk- inn. Þó að Samfylkingin segist vilja koma fram sem aðalandstæðingur Sjálfstæðisflokksins beinir hún mál- flutningi sínum fyrst og fremst gegn Framsóknarflokknum. Það sama má segja með Græna framboðið. Það var t.d. mjög óvenjulegt í eldhús- dagsumræðunum, að formaður þess, Steingrímur J. Sigfússon, beindi orðum sínum mest persónulega til mín og nafngreindi mig hvað eftir annað. Hvort þetta em skýringarn- ar eða einhverjar aðrar vil ég ekki fullyrða um. Við teljum okkur hafa alla burði til að bæta stöðu okkar á nýjan leik. Halldór Ásgrímsson segist sannfærður um að niðurrif kvótakerfis í sjávarútvegi leiði til lífskjaraskerðingar, en segir jafn- framt réttlætanlegt að taka gjald af sjáv- arútveginum. Hann segir í samtali við Egil Olafsson að ekki verði komist hjá því —----------------------------7---------- að fjalla meira um samskipti Islands og Evrópusambandsins og telur að Fram- sóknarflokkurinn hafí á vissa hátt tekið forystu í þeirri umræðu. Þetta er ein könnun sem þama kemur, en sama könnun sýnir að yf- ir 70% þjóðarinnar vilja hafa okkur áfram í ríkisstjóm. Það liggur fyrir að það er erfitt að uppfylla þær væntingar þjóðarinnar ef við fá svona lítið fylgi.“ Höfum tæplega styrk til að vera í stjórn með 13% fylgi Væri þá ekki rökrétt fyrir Fram- sóknarflokkinn að segja: Við höfum náð góðum árangri í þessari ríkis- stjórn og viljum halda þessu stjórn- arsamstarfi áfram? „Aðalatriði í þessu máli er vilji þjóðarinnar, sem birtist í niðurstöð- um kosninga. Það hefur aldrei tíðkast og ég ætla ekki að taka upp þau vinnubrögð, að Framsóknar- flokkurinn segi fyrirfram hvað hann hyggst gera að loknum kosningum. Ég veit ekki til að það hafi heldur tíðkast með Sjálfstæðisflokkinn, nema einu sinni í tíð Viðreisnar- stjórnarinnar á sínum tíma. Við verðum að meta þetta að loknum kosningum og á grundvelli þeirra úrslita sem við stöndum frammi fyr- ir þá. Við munum að sjálfsögðu taka dómi þjóðarinnar í þeim efnum. Þannig virkar lýðræðið þar sem margir stjórnmálaflokkar starfa og menn takast ekki á í tveimur fylk- ingum.“ Sérðu fyrir þér að Framsóknar- flokkurinn verði í ríkisstjórn eftir kosningar fái hann 13% fylgi í næstu kosningum? „Ef þetta verða úrslitin teldi ég það nánast útilokað. Ég teldi Fram- sóknarflokkinn þá svo veikan að hann hefði litla burði til að starfa í ríkisstjórn. Ef þetta yrðu úrslitin væri það að sjálfsögðu dómur sem við gætum ekki litið framhjá og við yrðum að axla þá ábyrgð, en ég get ekki fullyrt um það fyrirfram. Ég trúi því hins vegar að staða okkar verði mun betri en kemur fram í þessari einu könnun og á þeim grandvelli ætla ég að berjast í þeirri kosningabaráttu sem framundan er. Það að yfir 70% þjóðarinnar segi í sömu skoðanakönnun að þeir vilji og treysti okkur til að vera í ríkis- stjórn hlýtur að vera áskoran til mín og félaga minna að stefna að því að uppfylla þessar óskir, en um leið hljótum við óska eftir að það ágæta fólk sem treystir okkur til þess að sitja í stjóm sé jafnframt tilbúið að veita okkur stuðning í kosningunum sem framundan eru.“ Það er ýmislegt sem bendir til þess að niðurstaðan af samfylkingu stjómarandstöðuflokkanna verði sú að Samfylkingin færi sig inn á miðju stjómmálanna. Það liggur jafn- framt fyrir eftir landsfund Sjálf- stæðisflokksins að flokkurinn er, ef eitthvað er, einnig að færa sig nær miðjunni. Verður ekki erfiðara í framtíðinni fyrir Framsóknaifiokk- inn að halda sérstöðu sinni sem miðjuflokkur? „Við eram a.m.k. eini flokkurinn sem skilgreinir sig á miðjunni og segir það. Við segjum að þar sé traustast að vera því að kantarnir gefi sig stundum. Hinir flokkarnir eru vissulega að færa sig inn á miðj- una og þar með nær sjónarmiðum Framsóknarflokksins. Við eram í sjálfu sér ánægðir með það ef stjórnmálin í landinu færast nær miðjunni og með því skapast meiri sátt í þjóðfélaginu. Okkur finnst hins vegar ekki allt vera sem sýnist í þeim efnum og þar af leiðandi sé Framsóknarflokkurinn eini stjórn- málaflokkurinn á Islandi sem er klárlega á miðju þjóðmálanna. Mér sýnist á mörgum ályktunum landsfundar Sjálfstæðisflokksins að hann hafi orðið fyrir nokkram áhrif- um af samstarfmu við Framsóknar- flokkinn á kjörtímabilinu. Við höf- um undrast það að Samfylkingin skuli skilgreina sig svona harkalega til vinstri, sérstaklega ef tekið er mið af þróuninni í Evrópu, t.d. í Bretlandi og núna einnig í Þýska- landi. Þýskir jafnaðarmenn era núna í reynd að hreinsa til og losa sig við fortíðarsósíalisma með því að fjármálaráðherrann fer út úr ríkis- stjórninni. Ég hef tekið eftir því hjá Samfylkingunni að forystumenn hennar tala nánast aldrei um at- vinnulífið og ræða ekki þau skilyrði sem atvinnuvegirnir þurfa að búa við til þess að hafa meira til skipt- anna í þjóðfélaginu. Þeir virðast vera á móti atvinnulífinu. Þeir eru á móti stóriðju. Þeir era á móti sjáv- arútveginum. Þeir tala oft á tíðum óvinsamlega um landbúnaðinn. Þetta minnir töluvert á stefnu Oskars Lafontaine, fráfarandi fjár- málaráðherra Þýskalands, sem ræðir um atvinnulífið sem eitthvað sem skiptir ekkert voðalega miklu máli. Þessi sömu aðilar kvarta hins vegar oft undan því að góðærinu sé svo illa skipt. Ef þessi stefna á að ríkja geta menn verið alveg öraggir um að ekki þarf að hafa neinar áhyggjur af því vegna þess að það verður ekkert góðæri. Það verður hnignun og þá þurfa menn fyrst og fremst að hafa áhyggjur af því hvernig eigi að deila byrðunum. Menn verða að átta sig á að vel- gengni atvinnulífs er eldsneyti vel- ferðarkerfisins." Nú hafa báðir stjórnaifiokkarnir lýst sig tilbúna að gera breytingar á stjórnkeifi fiskveiða. Hvaða breyt- ingar sérðu fyi’ir þér að verði á kerfinu á næsta kjörtímabili? í i MBÉmm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.