Morgunblaðið - 21.03.1999, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Fangbrögð við gítarinn
„Ég var laminn
í hausinn með gít-
ar,“ segir Jad Fair
sem spilar á Vega-
mótum í kvöld
ásamt Paul
Lydon, Birgi
Thoroddsen og
Spúnk. Kristín
Björk Kristjáns-
dóttir spjallaði
við Jad um
tónleikana í
kvöld og gít-
arslagsmál.
JAD Fair er maðurinn sem
kann ekki að spila á gítar en
gerir það samt. Þeir sem urðu
vitni að gítarmisþyrmingum hans á
Vegamótum fyrir um ári spyrja sig
enn stórra spurninga. Hvað gerist
innan í hausnum á þessum ruglu-
dalli sem hamast á stilliskrúfunum
og togar í strengina eins og hann
eigi við hljóðfærið einhverjar óupp-
gerðar sakir sem enginn skilur
nema hann? Fangbrögð hans við
gítarinn hafa ekkert að gera með
tónlist heldur jaðra við slagsmál,
enda fylgja tilheyrandi stríðsöskur
og væl hinum óhljóðunum. Hvað
gengur honum til og eru til einhver
lyf við því? Hann er að reyna að
vera fyndinn. Og það er hann líka.
Ég spjallaði við Jad um hvað
hann ætlaði að gera á Vegamótum í
kvöld og hvort ég hefði ástæðu til
að óttast um minn gítar.
„Fyrir mér er gítarinn meira
eins og slagverk en nokkuð annað
þegar hann er óstilltur og mun ég
nota hann þannig í kvöld. Gítarstíll-
inn minn er sá sami og fyrir ári síð-
an. Ég kann nokkur giáp en veit
ekki hvað þau heita og nota þau
heldur aldrei.“
Það skiptir Jad engu máli hvort
gítarinn hans er stilltur eða ekki,
hann eyðir ekki orku í slík smáat-
riði heldur einbeitir sér að því að
tromma á hann eða slíta strengina.
Ég spurði hann hvort hann hefði
eitthvað á móti gíturum og hvort
hann hefði einhvern tímann verið
laminn í hausinn með gítar.
„Mér finnst gítarinn fínt hljóð-
færi og það er gott að það er til
fólk sem er agað í sinni spilatækni.
En þar sem það eru til svo margir
færir gítarleikarar, finnst mér
ekkert nauðsynlegt að ég sé það
líka. Heimurinn getur vel verið án
enn eins gítarleikarans sem leikur
útpælda hljómaganga af kunnáttu
og snilld. Bróðir minn lamdi mig
einu sinni í hausinn með gítar en
það hafði engin áhrif á minn stíl.“
Við verðum víst að dæma um
það sjálf á tónleikunum í kvöld.
Jad fór fyrst að láta til sín taka í
tónlistardeildinni í kringum 1976,
þá stofnaði hann hljómsveitina
Half Japanese með David bróður
sínum. Síðan þá hefur Jad verið að
vinna bæði með þeim hálfjapönsku
og einn með sjálfum sér og gefið
út ógrynnin öll af plötum. Ég
spurði Jad hver væri munurinn á
því sem hann er að gera með Half
Japanese og sóló efninu hans.
„Það sem ég geri með Half Japa-
nese er meira í rokkdeildinni. Þau
lög eru öll miklu skipulagðari í
byggingu."
Síðasta plata sem Jad kemur
fram á er diskurinn Strange but
true sem hann bjó til með Yo la
Tengo og kom út á Matador í októ-
ber á síðasta ári. Þar syngur Jad
og talar við tónlist samda af David
bróður hans og Yo la Tengo. Það er
fátt skrýtið á þeim diski en eflaust
allt satt. Það sem er kannski eftir-
tektarverðast við hann eru furðu-
legir textar David, bróður Jad.
Jad hefur unnið með fleiram en
Yo la Tengo. Hann spilaði með
John Zorn á plötunni Roll out the
barael sem hann gaf út með Kra-
mer. Zorn hefur einnig komið við
sögu Half Japanese nokkram sinn-
um. Jad hefur líka gefið út plötur
með Mo Tucker Velvet Und-
erground trymlili God Is My Co
Pilot og fleiram góðum gauram og
er nú að taka upp þriðju plötuna
með Daniel Johnston í Texas.
Það verður spennandi að sjá
hvað þessi vitstola gítartrommari
mun gera á Vegamótum, og aðeins
ein leið til að komast að því!
Verð frá
kr. 6*990
NIKE BUÐIN
Laugavegi 6
SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 55
_________________________'o-
Marstilboð
á sýningarvélum
Sýningartjöld • Sýningarboró
Stökktu til
Benidorm
12. apríl í 4 vikur
frá aðeins
kr. 29.955
'nsft
Heimsferðir bjóða þér;
ótrúlegt tækifæri
°trúle
? bes.
s*ti,
sa
su
verg,-
nú
hinn 12 apríl. Nú getur þú kom-
ist í sólina í heilar 4 vikur á ótrúlegu verði,
frá aðeins kr. 29.955 í 29 nætur. Á Benidorm
er vorið komið og á þessum tíma finnur þú eitt
besta veðurfar í heimi. Með fararstjórum
Heimsferða getur þú valið um fjölda spennandi
kynnisferða og þú gistir í hjarta Benidorm allan
tímann. Þú bókar núna og 4 dögum fyrir
brottför hringjum við í þig og staðfestum við
þig á hvaða gististað þú gistir.
Bókaðu strax - aðeins 28 sæti
Verð kr. 29*855
M.v. hjón með böm, 12. apríl,
29 nætur, með sköttum.
Verð frá kr. 39.990
M.v. 2 í íbúð /studio, 12. apríl,
29 nætur. með sköttum.
dr
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is