Morgunblaðið - 10.04.1999, Side 12

Morgunblaðið - 10.04.1999, Side 12
12 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Framboðs- fundur á danskri grund Á framboðsfundi í Jónshúsi mátti marka að íslenskir námsmenn fylgjast vel með heima fyrir, að mati Sigrúnar Davíðsdóttur, sem sat slíkan fund í Jónshúsi. AÐSTÆÐUR er bíða námsmanna heima fyrir og Lánasjóður íslenskra námsmanna, byggðamál, dönsku- kennslan og gagnagrunnslögin voru nokkur þeirra mála, sem íslenskir námsmenn á framboðsfundi í Jóns- húsi á fímmtudagskvöldið höfðu áhuga á. Það voru þau Mörður Árna- son frá Samfylkingunni, Sigríður Anna Þórðardóttir frá Sjálfstæðis- flokki, Steingrímur J. Sigfússon frá Vinstrihreyfingunni - gi-ænu fram- boði og Valgerður Sverrisdóttir frá Framsóknarflokki, sem sátu fyrir svörum um sjötíu spurulla og líflegra fundargesta. Alnetið hefur augljóslega gjör- breytt möguleikunum á að fylgjast með. Ef marka rná námsmenn, sem Morgunblaðið ræddi við á fundinum skortir þá ekki áhuga og þekkingu á íslenskum stjórnmálum. Kraftaverk á léttum nótum „Við skulum hafa þetta á léttu nót- unum og gera okkur glaðan dag,“ sagði Gunnar Örn Þorsteinsson fundarstjóri í upphafí. Steingrímur undraðist að gera mætti sér glaðan dag og vísar þar til deilna um Jóns- hús og skemmtanahalds þar. Sigríð- ur Anna lagði þó til að fundarmenn sæju um skemmtunina, því fram- bjóðendur litu á fundinn sem alvar- legan kosningafund og sagði Sjálf- stæðisflokkinn eiga drjúgan hluta í íslenska góðærinu. Mörður Arnason áleit hana lýsa Islandi eins og himnaríki á jörð og þá kannski augljóst hver væri Guð almáttugur, en sjálfur væri hann montinn með að Samfylkingunni hefði tekist hið ómögulega. Valgerður taldi góðærið einnig Framsókn til tekna. Kjósendur skyldu ekki gleyma að flokkurinn væri félagshyggjuflokkur, sem mætti treysta. Steingrímur sagði Sigríði Önnu tala eins og Sjálfstæðis- flokkurinn hefði gert kraftaverk, Mörður talaði um tilurð Samfylking- arinnai- sem kraftaverk. Kraftaverk Valgerðar væri að lýsa Framsókn sem félagshyggjuflokki, sem ekki Valgerður Sigríður Anna Sverrisdóttir. Þórðardóttir. Steingrimur Mörður J. Sigfússon. Árnason. heyrðist heima, en sá skilningur væri kannski Hafnarútgáfa. Ætla að kjósa - veit ekki hvað „Ég er að kjósa í fyrsta skiptið og hef áhuga á að kynna mér málefnin,“ sagði Brynhildur Birgisdóttir í spjalli við Morgunblaðið í fundar- hléinu, en hún hefur verið við nám í fornleifafræði síðan í haust. „Menntastefna og varnarmálin skipta mig mestu, en ég er óviss hvað ég kýs.“ „Ég ætla að kjósa, en veit ekki hvað,“ sagði Ami Halldórsson sem er í doktorsnámi við Verslunarhá- skólann og hefur verið í Danmörku í 7 ár. I hans huga skiptir máli að vita hvaða aðstæður bíða hans á íslandi. „En þegar ég fylgist með í íslenskum fjölmiðlum er eins og það sé einhvers konar bananalýðveldi á íslandi. Það er eitthvað að, þegar Alþingi sam- þykkir lög eins og gagnagrunnslög- in, þótt hálf læknastéttin sé á móti. Það er eins og málið hafi verið drifíð Framsóknarflokkurinn í Reykjavík Kosningaskrif- stofa opnuð KOSNINGASKRIFSTOFA Framsóknarflokksins í Reykjavík verður opnuð í dag, laugardaginn 10. apríl, kl. 15 á Hverfisgötu 33, Reykjavík. Fjölbreytt dagskrá verður, m.a. mun Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknai-flokksins, flytja ávarp. Sjálfstæðisflokkurinn Kosningamið- stöð í Reykjavík KOSNINGAMIÐSTÖÐ Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík opnar í dag, laugardag, kl. 17 að Skipholti 19 á horni Nóatúns. Davíð Oddsson for- sætisráðherra ávarpar gesti og boð- ið verður upp á kaffí og meðlæti. Þá leikur Brasskvintett Tónlistarskól- ans á Seltjarnarnesi létt lög og fyrir börnin verður sýnt atriði úr leikrit- inu Ávaxtakarfan. Frambjóðendur flokksins í Reykjavík verða einnig á staðnum. s í Reykjavík verður opnuð í dag, laugardaginn 10. apríl, kl. 15 á Hverfísgötu 33, Reykjavík. Fjölbreytt dagskrá verður, m.a. mun Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, flytja ávarp. Framsóknarflokkurinn Kosningaskrif- stofa opnuð á Akureyri FRAMSÓKNARFLOKKURINN á Norðurlandi eystra opnar kosninga- skrifstofu sína á Akureyri í dag, laugardaginn 10. apríl kl. 15.00 að Hólabraut 13. Við opnunina verða flutt ávörp og menningarleg skemmtiatriði. Boðið verður upp á veitingar og allir eru hjartanlega velkomnir, segir í fréttatilkynningu frá Framsóknar- flokknum. LIFLEGAR umræður urðu á framboðsfundi með íslenskum náms- mönnum í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á fimmtudagskvöld. í gegn til að það yi’ði ekki kosninga- mál. Hér er ekki aðeins verið að binda hendur okkar, heldur einnig nýfæddra bama.“ „Fundurinn skýiár málið,“ segir Katrín Ásta Gunnarsdóttir, nemi í tölfræði, kona Ama, „en það er erfitt að dæma flokkana eftir einum frain- þjóðanda." Málin sem sldpta Katrínu Ástu mestu máli em „mál sem snúa að manni sjálfum, menntamál, heil- brigðismál og dagvistun“, segir hún brosandi og lítur á magann á sér, því hún á von á barni. Hún er ákveðin í að kjósa og þykir leitt að heyra að fáir íslendingar í Danmörku kjósi. „Það skiptir máli að við hér kjósum líka.“ Fylgjast vel með Af spurningunum mátti mai’ka að námsmenn fylgjast vel með og vitn- uðu jafnvel í ummæli íslenskra stjórnmálamanna frá deginum áður. Er Steingrímur var spurður á hverju þjóðin ætti að lifa, sagðist hann ekki fjandsamlegur í garð fyrirtækja. Sp- urningin væri ekki hvort, heldur hvernig byggja ætti upp atvinnulífið og þar héldi hann á Iofti umhverfís- sjónaiTniðum. Byggðamálin snerust ekki um tvo afarkosti, virkjanir og stóriðju eða byggðaflótta, þótt hann hefði skilning á að fólk á landsbyggð- inni liti þannig á málin. Um gildi þess að halda dreifbýlinu í byggð segir Valgerður að þótt mik- ið hafí verið gert á kjörtímabilinu bíði stórt verkefni næstu stjórnar. Sigríður Anna leggur áherslu á að landsbyggðin eigi að halda kostum sínum á lofti og hvergi sé betra að ala upp börn en þar. Mörður segir rangt að setja alla landsbyggðina undir einn hatt og nauðsynlegt að einbeita sér að byggðakjörnum eins og þeim sem menntasetrin skapi. Steingrímur segir það dýrt fyrir þjóðarbúið að taka á móti fólki á suð- vesturhorninu. Það liggi verðmæti í að halda byggðakeðjunni í heild sinni. I hvert sinn sem Lánasjóð ís- lenskra námsmanna bar á góma fór kurr um salinn. Niðurskurð lána 1992 segir Sigríður hafa verið við- brögð við efnahagsvanda, en það væru tvö ótengd atriði af hverju 18 prósenta kaupmáttaraukning á kjör- tímabilinu hefði aðeins skilað sér í 5 prósenta hækkun lána nú nýlega. Steingrímur og Mörður vitnuðu oft til að íslenska velferðarkerfið væri ekki sambærilegt við hin Norðurlönd- in og því þyrfti að breyta. Steingi-ím- ur sagði að bjóða þyrfti námsmönn- um upp á sambærilegar aðstæður og í nágrannalöndunum. Mörður tók und- ir þetta, því keppt væri um unga fólk- ið, þótt ekki þyrfti að vera með yfir- boð. Undrast var af hverju vísitölu- tengingin hefði ekki verið afnumin. Frambjóðendur voru sammála um að áhiif hennar í lítilli verðbólgu væru lítil. Sigríður Anna og Valgerður sögðust þess fullvissai- að tengingin hyrfi, en Steingrímur sagði það veik- leikamerki að það hefði ekki gerst. Dönskukennsla, gagnagrunnur og hægrisveifla í vinstriútgáfu Það vekur greinilega áhyggjur í hópnum að dönsku hefur verið skotið aftur fyrir enskuna í grunnskólan- um. Þótt Sigríður Anna undirstrik- aði að ekki væri verið að draga úr dönskukennslu, sagðist Valgerður hrædd við þetta og hnykkti á gildi dönskunnar. Ur salnum var bent á að það ylli íslenskum fyrirtækjum erfiðleikum að málakunnátta Islend- inga væri alls ekki nógu góð. Töluvert hefur verið fjallað um gagnagrunnslögin í dönskum íjölmiðl- um, meðal annars af því Islensk erfða- gi-eining hefur falast eftir samstarfi við Færeyinga. Sigríðm- Anna hafnaði því að sérleyfið stangaðist á við frjálsa samkeppni. Allm- munur væri á einka- leyfi og sérleyfi, þótt hún upplýsti ekki hver munurinn væri. Bæði Sig- ríður Anna og Valgerður töldu lögin þjóðþrifamál. Mörður sagði stjómar- flokkana hafa þjösnað frumvarpinu í gegn, bæklingur landlæknis sýndi að lögin væru óljós, en sagðist hrífast af starfsemi Islenskrar erfðagreiningar. Steingrímm- sagði afleitt að ekki hefði verið athugað hvað aðrar þjóðir gerðu á þessu sviði. Færeyingar hefðu um- svifalaust hafnað tilboðinu um að selja sinn þjóðararf. I lokaorðum bað Steingrímur menn um að skoða stefnu flokkanna, ekki form þeirra. Valgerður sagði gagnagrunnslögin lið í því að fá fólk heim að loknu námi, enda streymdi fólk nú heim til að vinna hjá ís- lenskri erfðagreiningu. Mörður hnykkti á að menntun og menning væri fjárfesting, ekki eyðsla. Sigríð- ur Anna minnti á að hægristefnan hefði alls staðar sigrað. En spurn- ingin af hverju það væru þá næstum alls staðar vinstri- og miðflokkai- við stjórn í Evrópu lá eftir í loftinu er gestir tíndust út í kvöldkulið. Vinstrihreyfíngin á Akureyri Ráðstefna um atvinnu- og byggðamál VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð heldur ráðstefnu um at- vinnu-, umhverfis- og byggðamál á veitingahúsinu Við Pollinn á Akur- eyri í dag laugardag. Ráðstefnan hefst kl. 13 með setningarræðu Val- gerðar Jónsdóttur garðyrkjutækni- fræðings sem skipar 4. sætið á U- listanum í Norðurlandskjördæmi eystra. Framsögumenn verða Stefán Ólafsson prófessor, Bjarki Jóhann- esson, forstöðumaður Þróunarsviðs Byggðastofnunar, Þorsteinn Gunn- arsson háskólarektor, Berglind Hallgrímsdóttir, forstöðumaður At- vinnumálaskrifstofu Akureyi'arbæj- ar, Árni Bragason, forstöðumaður Náttúruverndar ríkisins, og Stein- grímur J. Sigfússon alþingismaður. D-listinn á Norðurlandi eystra Kosningaskrif- stofa á Akur- eyri opnuð D-LISTI Sjálfstæðisflokks í Norður- landskjördæmi eystra opnar kosn- ingaskrifstofu á Akureyri í dag, laugardaginn 10. apríl kl. 17.00. Skrifstofan er í húsakynnum flokks- ins í Kaupangi við Mýrai’veg. Skrifstofan í Kaupangi verður opin daglega fi’á kl. 10-19. Síminn er 462- 1500 og netfangið akureyriÉxd.is. Stuðningsmenn D-listans á Akureyri og nágrenni eru hjartanlega vel- komnir á opnunarhátíðina, segir í fréttatilkynningu frá D-listanum. D-listinn verður með kosninga- skrifstofur á fjórum stöðum í kjör- dæminu. Kosningaski-ifstofa verður opnuð í Víkun-öst á Dalvík á þriðju- dag, 13. apríl kl. 17.30. Kosningaskrifstofan í Ólafsfirði er að Strandgötu 22 og verður opnuð miðvikudaginn 14. apríl kl. 17.30. og fimmtudaginn 15. apríl kl. 17.30 verður kosningaskrifstofan í Bakk- anum á Húsavík opnuð. Á þessum þremur stöðum verða skrifstofurnar opnar daglega frá kl. 16-19 fyrst um sinn en væntanlega lengur þegar nær dregur kosningum. Rey kj avíkurkj ördæmi Framboðs- listi Húman- istaflokksins GENGIÐ hefur verið frá framboðs- lista Húmanistaflokksins í Reykja t víkurkjördæmi vegna komandi al- g þingiskosninga. Eftirfarandi skipa listann: 1. Kjart- an Jónsson útflytjandi. 2. Birgitta Jónsdóttir, vefhönnuður, skáld og leikskólakennari. 3. Anna Björg Michaelsdóttir leikskólakennari. 4. Hörður Torfason söngskáld. 5. Erling Huldai’son málai’ameistari. 6. Krist- björg B. Guðjónsdóttir verkakona. 7. Friðrik Guðmundsson blikksmiðui’. 's ; Kristín Sævai’sdóttir sölufulltrúi. 9. Helga Pálsdóttir verkakona. 10. Erla | Kristjánsdóttir tækniteiknari. H- Valtýi’ Öm Gunnlaugsson verkamað- ur. 12. Shabana Zamar matreiðslu- kennari. 13. Stígrún Ásmundsdóttii' matráðskona. 14. Margrét Hansen húsmóðir. 15. Jón Garðar Davíðsson bifvélavirki. 16. Jóhann Eiríksson tónlistarmaður. 17. Arnheiður Símon- ardóttir gjaldkeri. 18. Ómai’ Hai'alds- son verkamaður. 19. Pétur Guðjóns- | - son stjórnunarráðgjafi. Samfylkingin Kosninga- hátíð í Há- skólabíói SAMFYLKINGIN boðar til kosn- ingahátíðar í Háskólabíói í dag, laug- ardag, kl. 14. Á kosningahátíðinni verða frambjóðendur Samíylkingar- I innar úr öllum kjördæmum kynntir, fjöldi landsþekktra listamanna kem- jQP ur fram og Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, ávarpar hátíðargesti. Meðal skemmtiatriða verða atriði ; úr söngleiknum Oliver Twist í flutn- ingi söngvara og leikara úr sýningu Litla leikklúbbsins á ísafirði. Guð- mundur Andri Thorsson flytur pistil og hljómsveitin Casino flytur nokkur lög. Polkasveitin Hringir og Magga I Stína koma fram og tenórsöngvarinn t,- Jón Rúnar Arason flytur nokkur lög. |1 Sérstök dagskrá verður fyrii’ böm í anddyri bíósins. Sjálfstæðisflokkurinn Fundur með ungu fólki SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN 1 heldur fund fyrir ungt fólk í húsnæ'h I flokksins í Reykjavík, Valhöll, á 1 morgun, sunnudag, kl. 13.30. Á fund- ™ inum verða frambjóðendur flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.