Morgunblaðið - 10.04.1999, Side 16

Morgunblaðið - 10.04.1999, Side 16
16 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utanríkisráðherra um heimssýning’una EXPO 2000 sem haldin verður í Þýskalandi á næsta ári SÉÐ inn í líkan af skála íslands á heimssýningunni í Hannover á næsta ári, en gert er ráð fyrir að skálinn verði 20x20 metrar að flatarmáli og 23 metra hár. Um er að ræða stálgrindarhús sem klætt verður með hálf- gagnsæjum plastdúk, auk þess sem gert er ráð fyrir tjörn í miðju hússins. Morgunblaðið/Ásdís HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra flutti ávarp á kynningar- fundinum í gær. I forgrunni er líkan af skála íslands á sýningunni. Einstakt tækifæri til að kynna land og- þjóð Gert er ráð fyrir að 40 milljónir manna sæki heimssýninguna í Hannover EXPO 2000 heim á næsta ári. Undirbúningur að -------7------------------ þátttöku Islands er vel á veg kominn. FJÖLDI fulltrúa hagsmunaaðila kom á kynningarfundinn. FULLTRÚUM atvinnulífsins voru í gær kynntar áætlanir og hug- myndir um þátttöku Islands í heimssýningunni í Hannover, EXPO 2000, á næsta ári. Ríkis- stjórnin hefur samþykkt að verja til verkefnisins 200 milljónum króna, en heildarkostnaður er áætlaður um 260 milljónir. Yfírskrift sýningar- innar er maður, tækni, náttúra. Halldór Asgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í ávarpi í upphafi kynningarfundarins að hinn mikli kraftur, sem verið hefði í atvinnulíf- inu á síðustu árum, hefði í mjög miklum mæli leitað útrásar í al- þjóðaviðskiptum. Ríkisstjórnin hefði fyrir sitt leyti viljað stuðla að þessari þróun með því að skapa efnahags- og viðskiptaumhverfí sem gerði íslenskum fyrirtækjum betur kleift að etja kappi við samkepppn- isaðila erlendis og hún hefði einnig staðið við bakið á fyrirtækjum við að hasla sér völl á fjarlægum mörk- uðum til dæmis með sérstökum við- skiptaheimsóknum. „Hið aukna frelsi í milliríkjavið- skiptum þýðir jafnframt samkeppni um að ná athygli annarra þjóða. Þess vegna verðum við að nota tækifærin sem hér gefast til að kynna hagsmunamál okkar, þar á meðal nýtingu náttúruauðlinda. Stjómvöld geta og eiga að leika mikilvægt hlutverk í þessum tilgangi. Það er mitt mat að heimssýningin í Hannover árið 2000 eða EXPO 2000, eins og hún er nefnd, sé alveg einstakt tækifæri til að kynna land og þjóð og þá fram- tíðarsýn sem við Islendingar viljum búa við í upphafi nýrrar aldar og öðlast skilning annarra þjóða á okk- ar framtíðarsýn. Það er rétt að hafa í huga að áætlað er að um 40 millj- ónir gesta heimsæki þessa sýningu sem sýnir vel hversu gott tækifæri þetta er, ef við notum það. Ég er því þeirrar skoðunar að með þessari þátttöku okkar skapist ákjósanlegt tækifæri fýrir íslensk íyrirtæki, fyr- ir íslensk sjónarmið að kynna sig og um leið að nýta sér þá möguleika sem EXPO 2000 og væntanlegur ís- landsskáli býður upp á. Ég er enn- fremur sannfærður um að þær hug- myndir sem nú liggja á borðinu um tilhögun þessa máls og tilhögun þátttöku sem hér verða kynntar á eftir eru stórhuga og fallnar til þess að ná árangri,“ sagði Halldór. Hann sagði að það væri afar mik- ilvægt að um þátttökuna ríkti náið samstarf og samvinna milli stjórn- valda og hagsmunaaðila og jafn- framt milli fyrirtækja og atvinnu- greina, ef við ætluðum að ná settu marki. Ríkisstjómin hefði á liðnu hausti samþykkt að verja til verk- efnisins allt að 200 milljónum króna en heildarkostnaðurinn væri áætl- aður um 260 milljónir. Þá hefði ver- ið samþykkt að veita 15 milljónir króna sérstaklega til menningar- kynningar á sýningunni, en íslensk menning hlyti að skipta verulegu máli á sýningu eins og þessari. „Þýska þjóðin er afar vinsamleg Islendingum og íslenskum sjónar- miðum og Island er mjög vel kynnt og þekkt í Þýskalandi. Þess vegna ætti vel skipulögð kynning á næsta ári í Hannover að efla áhuga og vilja Þjóðverja til þess að kynnast náttúru okkar, menningu, atvinnulífi og þjóðlífi enn frekar. Ég vænti þess og veit reynd- ar að íslensk fyrirtæki, þið sem hér eruð, stjómvöld og stofnanii', munuð taka höndum saman um að gera okkar framlag til þessarar heims- sýningar árið 2000 glæsilegt, þannig að það verði okkur öllum til sóma og vegsauka,“ sagði Halldór einnig. 23 metra hár sýningarskáli Á fundinum kom fram að hannað- ur hefur verið sýningarskáli íslands á sýningunni og verður hann 20x20 metrar að grunnfleti og 23 metrar á hæð. Um er að ræða stálgrindarhús sem klætt verður hálfgagnsæjum plastdúk og er gert ráð fyrir að vatn seytli niður hliðar hússins. Inni verða pallar í mismunandi hæð fyrir gesti og er meðal annars gert ráð fyrir tjöm og eftirlíkingu af goshver inni í húsinu. Land og þjóð verður kynnt með kvikmynd og ýmiss kon- ar gagnvirkri margmiðlunartækni, en auk þess verður að finna í skál- anum aðstöðu fyrir fundarhöld, gestamóttöku og ýmislegt því tengt. Sérstök verkefnisstjórn hefur umsjón með og undirbýr þátttöku Islands á heimssýningunni. Sverrir Haukur Gunnlaugsson ráðuneytis- stjóri, sem er í forsvari fyrir verk- efnisstjórninni, sagði að á fundinum hefðu þeir sérstaklega verið að kynna skálann og hugmyndir um þá dagskrá sem þar færi fram, auk þeirra möguleika sem skálinn byði upp á. I fyrsta lagi yrði í skálanum sýnd 7-8 mínútna kvikmynd. Mynd- in yrði sýnd ofan í tjömina úr 20 metra hæð og þar yrðu ólíkar hliðar náttúra fslands sýndar. í lok mynd- arinnar og samtengt efni hennar yrði goshrina úr Tjörninni upp í gegnum húsið. Þetta væri það sem fólk tæki fyrst eftir þegar það kæmi inn í húsið. Reiknað væri með að um 400 manns gætu verið inni í skálan- um í einu, en að 12-15 þúsund manns gætu farið í gegnum skálann á degi hverjum með góðu móti. Sverrir sagði að þá yrði land og þjóð, atvinnuvegir og einstök fyrir- tæki, sem ætluðu að kynna sig og sína starfsemi á sýningunni, kynnt með nútíma margmiðlunartækni, en gert væri ráð fyrir að minnsta kosti 20 tölvum í skálanum. Bæði væri um að ræða dagskrá í tölvunum, en einnig yrðu tölvusýningar á stórum glerplötum sem héngju niður úr loftinu. Hann sagði að þriðji þáttur kynn- ingarinnar væri sá að gert væri ráð fyrir að vera með myndir af öllum Islendingum á veggjum skálans ým- ist úti eða inni. Oskað yrði eftir því að íslendingar sendu inn ljósmyndir og hugmyndin væri sú að um venju- legar fjölskyldumyndir yrði að ræða úr daglega lífinu, en einnig gætu fjölskyldur látið taka af sér myndir saman af þessu tilefni. Auglýst yrði sérstaklega eftir myndum þegar nær drægi sýningunni. Með þeim hætti væri ætlunin að gera alla þjóðina að þátttakanda í sýn- ingunni, en undir myndunum væri síðan gert ráð fyrir að nöfn allra ís- lendinga frá upphafi íslandsbyggð- ar birtust, en þeir væru eitthvað um 700 þúsund talsins. Aðstaða til að halda móttökur og kynningar Sverrir sagði að í fjórða lagi yrði á jarðhæð skálans aðstaða fyrir fyr- irtæki til þess að halda móttökur og kynningar. Þar yrðu fundarsalir og aðstaða til að halda kvöldverði. Stefnt væri að því að fyrirtæki gætu haft þama einkasýningar að loknum hinum hefðbundna sýningardegi í samræmi við óskir hvers og eins. Þau gætu boðið þangað viðskipta- mönnum sínum í Þýskalandi eða í Evrópu og kynnt starfsemi sína sér- staklega. Sýningin væri gullvægt tækifæri til þess. Einu kvöldin sem væra frátekin væra þjóðhátíðardag- urinn 17. júní og 30. ágúst, en þá væri þjóðardagur íslands á heims- sýningunni. Á þeim degi væri gert ráð fyrir sérstakri menningarkynn- ingu Islands. Sverrir sagði að hálfgagnsær dúkurinn utan um skálann gerði það að verkum að hægt yrði að sjá fólkið á pöllunum inni í húsinu utan frá að kvöldlagi vegna lýsingarinnar að innan. Byggingin stæði síðan mjög hátt og bæri mikið á henni á svæðinu. Miklu skipti fyrir okkur að skálinn vekti athygli. Þjóðverjar væru mjög vinveittir íslendingum. Þama væri margmilljónamarkaður og Hannover yrði tengd með sér- stökum hraðjárnbrautum við aðra hluta Þýskalands. Gert væri ráð fyrir 300 þúsund gestum á sýning- unni á hverjum degi og að 40 millj- ónir manna sæktu sýninguna meðan á henni stæði. Þama væri því óvið- jafnanlegt tækifæri til þess að vekja athygli á landi og þjóð. „Þetta er eitt stærsta tækifæri sem við höfum fengið í mörg ár til þess að kynna Island í Evrópu og ná til almennings. Þjóðverjar era sérstaklega áhugasamir um ís- lenska náttúra og íslenska sögu og menningu og við munum sjá til þess að þeir fái nóg af slíku efni,“ sagði Sverrir. Umsjón með undirbúningi að þátttöku íslands í sýningunni hefur sérstök verkefnisstjóm sem í eiga sæti auk Sverris, Guðríður Sigurð- ardóttir, menntamálaráðuneyti, Árni Kolbeinsson, fjármálaráðu- neyti, Jón Ásbergsson, Útflutnings- ráði Islands, Vilhjálmur Egilsson, Verslunarráði íslands, og Benedikt Höskuldsson, viðskiptaþjónustu utan- ríkisráðuneytisins. Jafn- framt verða hagsmunaðil- ar beðnir um að tilnefna einn aðila í verkefnisstjórn. Sigríður Sigurðardóttir arkitekt hefur verið ráðin framkvæmda- stjóri, en Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Þýsk-íslenska verslunarráðsins, er tengiliður milH verkefnisins og íslenskra fyrirtækja og hagsmunaðila. Hönnuður ís- lenska skálans er Árni Páll Jó- hannsson, og hönnuður og verk- fræðilegur ráðgjafi er Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur, en Framkvæmdasýsla ríkisins veitir verkefnisstjóm margvíslega ráðgjöf og aðstoð við undirbúning. Yfirskriftin maður, tækni, náttúra Myndir af öilum íslendingum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.