Morgunblaðið - 10.04.1999, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Grandi hf. skilaði 403 milljónum króna
í hagnað á síðastliðnu ári
Von á síst
verri nfkomu
en undan-
farin tvö ár
A f Morgunblaðið/Þorkell
BRYNJOLFUR Bjarnason, forstjóri Granda hf., og Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður Granda,
á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær.
HAGNAÐUR Granda hf. á
síðasta ári var 403 milljón-
ir króna, en árið 1997 var
hagnaður félagsins 516
milljónir og var það besta árið í sögu
félagsins. I ræðu Arna Vilhjálmsson-
ar, stjórnarformanns Granda, á aðal-
fundi félagsins sem haldinn var í gær
kom fram að hagnað síðasta árs
megi greina í þrjá meginhluta.
Langstærsta hlutann myndar hagn-
aður móðurfélags af reglulegri starf-
semi, en hann nam 297 milljónum
króna. Annar hlutinn er neikvæður,
þ.e. 26 milljóna ki'óna tap af rekstri
Faxamjöls hf., dótturfélags Granda,
og þriðji hlutinn er til orðinn af
hagnaði af sölu eigna á árinu og leif-
ar af söluhagnaði frá fyrra ári, sam-
tals að fjárhæð 132 milljónir króna.
Fram kom í máli Arna að feikileg
umskipti urðu í rekstri Faxamjöls á
síðasta ári, en árið 1997 lagði fyrir-
tækið Granda til 78 milljónir króna í
hagnað. Tekjur félagsins lækkuðu úr
654 milljónum króna í 512 milljónir,
eða um 122 milljónir króna, og hagn-
aður fyrir frádrátt afskrifta og vaxta
lækkaði um 106 milljónir. Helstu
skýringarnar á þessu sagði Arni
vera lélega loðnuveiði og harðari
samkeppni um hráefni til verksmiðj-
anna sem leitt hefði til samdráttar í
aðföngum.
„Grandi og dótturfélag hans,
Faxamjöl hf., eru rekin nánast sem
eitt fyrirtæki; reynt er að nýta til
hins ýtrasta öll tækifæri til sam-
vinnu. Til stóð langt fram eftir ári að
renna félögunum algjörlega saman
lagalega, enda var frestur sem Faxa-
mjöl hafði til að nýta gömul skatta-
leg töp til frádráttar skattskyldum
hagnaði að renna út. Rétt fyrir ára-
mót voru hins vegar samþykkt lög
sem gera að verkum að Grandi getur
nýtt sér umrædd töp Faxamjöls til
lækkunar eða frestunar sínum tekju-
skattsgreiðslum. Þess vegna var fall-
ið frá áformum um að sameina félög-
in,“ sagði Arni.
I ræðu sinni fjallaði Arni ýtarlega
um fjárfestingu Granda í öðrum fé-
lögum, og þá íyrst og fremst hlut-
deildarfélögunum sem hann sagði svo
góðar vonir hafa verið bundnar við.
„Sannleikurinn er sá að sam-
kvæmt ársreikningi Granda eins og
ég hef hagrætt honum hafa þessir
eignarhlutar gefið af sér samtals 10
milljónfr króna í hreinar tekjur, en á
móti þeim vega ýmis óregluleg gjöld,
alls óviðkomandi þessum eignarhlut-
um, sem eru að fjárhæð 10 milljónir
króna. Þær 10 milljónir sem eignar-
hlutarnir gáfu af sér nettó eru mynd-
aðir þannig að hlutdeild í hagnaði
hlutdeildarfyrirtækjanna fímm nam
samtals 37 milljónum króna. í arð
frá öðrum félögum komu 11 milljónir
króna, en til frádráttar komu svo
heilar 38 milljónir króna sem afskrift
af svokölluðu yfirgengi við kaup á
hlutabréfum í hlutdeildarfélögunum
og í dótturfélögum," sagði Árni.
Kallaði hann afski-ift yfirverðs til-
gerðarlegan gjaldalið og sagðist
hann algerlega líta framhjá honum í
umfjöllun sinni um ávinning Granda
af hlutdeildarfélögunum.
Hafa hvert sínu sérstaka
hlutverki að gegna
Islensku hlutdeildarfélög Granda
voru sem fyrr Þormóður rammi-Sæ-
berg hf., Bakkavör hf., og Árnes hf.,
en þau erlendu eru Deris í Chile og
svo tvö samrekin félög í Mexíkó.
Árni sagði þessi fyrirtæki hafa hvert
sínu sérstaka hlutverki að gegna fyr-
ir Granda til aukinnar fjölbreytni og
áhættudreifingar. Þessum fyrirtækj-
um farnaðist mjög misjafnlega á ár-
inu, en af fyrirtækjunum fimm komu
þrjú út með hagnað en tvö með tals-
verðu tapi. Árið áður, 1997, skilaði
aðeins eitt þeirra hagnaði, þrjú voru
í námunda við núllið en eitt með
verulegu tapi.
Af íslensku fyrirtækjunum gnæfir
Þormóður rammi-Sæberg upp úr en
félagið skilaði 201 milljón króna í
hagnað. Grandi á 20,4% hlutafjár í
félaginu og hlutdeildin í hagnaðinum
var því 41 milljón króna.
„Við eigum afar mikið undir þessu
félagi. Fjárfesting okkar í því er um
50% hærri en samanlögð fjárfesting
okkar í öðrum hlutdeildarfélögum.
Milli félaganna er náið samráð og
samvinna, t.d. í skiptum á veiðiheim-
ildum,“ sagði Árni.
Hluthafar Árness velkomnir
með fé sitt inn í Granda
Hagnaður Bakkavai’ar var 20
milljónir króna á síðasta ári og komu
átta milljónir í hlut Granda sem á
38% hlutafjár í félaginu. Tap af
rekstri Ámess á síðasta ári var 80,4
milljónir króna og í máli Árna kom
fram að síðustu fjögur ár nemur
samanlagt tap á rekstri félagsins 303
milljónum króna. Hlutur Granda í
Árnesi á síðasta ári var 27,7% og
hluti Granda í tapinu því um 22 millj-
ónir króna. I rekstrarreikning
Granda koma hins vegar 11,5 millj-
ónir af þessu tapi þar sem allt eigið
fé Árness var aðeins 41,8 milljónir
króna áður en tekið er tillit til taps
ársins. Hluti Granda af þeirri fjár-
hæð er 11,5 milljónir og er það há-
mark þess taps sem Grandi getur
tekið inn í rekstrarreikning sinn.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu keypti Grandi hlutafé í
Árnesi til viðbótai' í byrjun þessa árs
og á nú rúmlega 50% hlutafjárins, og
hefur stjóm Granda ákveðið að
bjóða öðrum hluthöfum í Árnesi að
kaupa af þeim hlutabréf þeirra á
genginu 1,30.
„Þeir sem selja hlut sinn í Ámesi
eru velkomnir með fé sitt inn í
Granda til þess að halda þannig
óbeint áfram þátttöku sinni í Árnesi.
Þótt þess sé helst óskað að allfr hlut-
hafar í Árnesi taki tilboði Granda er
ætlunin sú, að minnsta kosti á næst-
unni, að reka fyrirtækið áfram sem
sérstakt félag. Það er helst að knýj-
andi skattaleg rök leiði síðar til sam-
runa þess við t.d. Granda," sagði
Ami.
Hann sagði að um síðustu áramót
hefði hluti Granda í Amesi verið
eignfærður á aðeins 15 milljónfr
ki-óna, en fjárútlát Granda til félags-
ins hefðu þá numið samtals 119 millj-
ónum króna. Gengið sem Grandi
bjóði hluthöfum Árness feli hins veg-
ar í sér að eignarhluti Granda um
síðustu ái-amót, 108 milljónir króna
að nafnvirði, sé metinn á um 140
milljónir. Eftir allt hafi Grandi því ef
til vill ekki orðið fyrir fjárhagslegu
áfalli af þátttöku í Árnesi, en löng
bið geti orðið á að það fáist staðfest.
Misjafnt gengi í S-Ameríku
Deris í Chile skilaði jafngildi 170
milljóna ki'óna í hagnað á síðasta ári
eftir að hafa verið rekið á núlli
1994-1997 og komu rúmlega 46
milljónir króna í hlut Granda. Deris
á laxeldisfyrirtækið Salmones Frios-
ur, 64% hlut í Friosur sem að jafnaði
gerir út fjóra ísfisktogara og rekur
vel útbúið frystihús, og loks er 36%
hlutur í Empedes sem er meðeigandi
í Friosur og er að meirihluta í eigu
japanskra aðila, en það félag gerir út
tvö stór verksmiðjuskip. Að sögn
Ái-na stóð fiskeldið að baki rúmlega
helmings hagnaðar Deris.
Grandi hefur verið þátttakandi í
rekstri tveggja fyrirtækja í Mexíkó
frá því haustið 1995, en það eru
Pesquera Siglo sem gerir út fiskiskip
og Nautico sem rekur frystihús.
Eiga Grandi og Þormóður rammi-
Sæberg til samans helming hlutafjár
félaganna. Síðasta ár kom út með
157 milljóna króna tapi sem eru 40%
af rekstrartekjum, en í áætlun hafði
verið gert ráð fyrir nokkrum hagn-
aði. Seint á síðasta ári mynduðu Gr-
andi og Þormóður rammi-Sæberg
sérstakt eignarhaldsfélag, Isla ehf.,
til þess að fara sameiginlega með
hlut þeirra í mexíkósku félögunum
og hefm- Róbert Guðfinnsson, fram-
kvæmdastjóri Þormóðs ramma-Sæ-
bergs, tekið að sér að vera fram-
kvæmdastjóri Isla ehf. í hlutastarfi.
í ræðu Bi-ynjólfs Bjamasonar,
forstjóra Granda, á aðalfundinum
kom m.a. fram að aflabrögð hefðu
verið ágæt það sem af er þessu ári. Á
fyrstu þremur mánuðunum hefðu
veiðst 6.070 tonn samanborið við
5.077 á sama tímabili í fyrra, og
verðmæti þessa afla væri um þriðj-
ungi hærra en árið áður. Þá hefði afli
nóta- og togveiðiskipsins Faxa
numið 19.700 tonnum það sem af er
árinu en var 10.100 tonn árið áður.
„Blikur eru hins vegar á lofti þar
sem verðlag bæði á mjöli og lýsi hef-
ur mjög látið undan hinu gríðarlega
háa verði sem var á síðastliðnu ári og
er ekki útséð um hvernig þau mál
þróast. Það sama á við að nokkru
leyti um afurðir bolfisks, því á síðast-
liðnu ári naut bolfiskútgerð og
-vinnsla mjög styrkra verða sem
hafa látið undan í lok síðastliðins árs
og á fyrstu mánuðum þessa árs.
Við gerum ráð fyrir frekari lækkun
á markaðsverðum það sem eftfr lifir
ársins, enda verður að telja að eftir
mitt síðastliðið ár hafi verðin verið í
algjöru hámmki. Hafa ber hins vegar
í huga að við förum inn í árið 1999
með meiri aflaheimildir en árið áður,
aðallega vegna frátafar Örfiriseyjai',
þannig að yfirstandandi ár ætti að
geta skilað afkomu síst verri en tvö
undanfarin ár,“ sagði Brynjólfur.
Greiddur 10% arður
Á aðalfundinum í gær var sam-
þykkt að greiða hluthöfum 10% arð
vegna ársins 1998, alls að fjárhæð
tæplega 148 milljónir ki'óna. Bene-
dikt Sveinsson gaf ekki kost á sér til
áframhaldandi setu í stjórn Granda,
en hann hefur átt sæti í stjórninni
undanfarin 10 ár. í hans stað kemur
Einar Sveinsson inn í stjóm félags-
ins, en auk hans skipa hana Árni Vil-
hjálmsson, Ágúst Einarsson, Grétar
Br. Kristjánsson, Gunnar Svavars-
son og Jón Ingvarsson.
Fundur landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins
Tækifæri og ógnanir í
Rússlandi og A-Evrópu
Morgunblaðið/Ásdís
FRÁ fundi landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins um ástandið í Austur-
Evrópu og Rússlandi sem haldinn var í gær.
ÞRÁTT fyrir að öll lönd A-Evrópu
hafi lýst áhuga á að ganga í Evrópu-
sambandið gengur þeim illa að hrinda
í framkvæmd nauðsynlegum umbót-
um til að verða gjaldgeng í ESB.
Að sögn Ágústs Þórs Jónssonar
ráðgjafarverkfræðings, sem flutti
framsöguerindi á fundi landsnefndar
Alþjóða verslunarráðsins í gær um
tækifæri og ógnanir í Rússlandi og
Austur-Evrópu, eiga löndin í austri
langt í land með að verða samkeppn-
ishæf á vestrænum mörkuðum. Jafn-
framt hafa þau átt í erfiðleikum með
að hrinda í framkvæmd stjórnarfars-
legum umbótum sem eru m.a. for-
senda fyrir inngöngu þeiira í ESB.
Aðlögunarferlið er þó mislangt á veg
komið og að sögn Ágústs standa Pól-
land, Tékkland og Ungverjaland
best að vígi, þótt enn séu nokkur ár í
að þau geti gengið í Evrópusam-
bandið. Hann sagði þijú ofangreind
lönd þau einu sem búa yfir nægum
styrk og stöðugleika með tilliti til
áreiðanleika og skilvirkni í stjórn-
sýslu, að vestrænir aðilar geti óhikað
tekið þar upp viðskiptasambönd.
Önnur lönd álfunnar hafa hins vegar
ekki náð að treysta stoðir sþjórnkerf-
isins nægilega að mati Ágústs og
eiga mikið verk óunnið.
Flestir bankar Rússlands
í eigu glæpamanna
Peter Lowe, framkvæmdastjóri
hjá ICC Commercial Crimes
Services, hélt einnig framsöguerindi
á fundinum þar sem hann kom inn á
stöðu mála í Rússlandi. Hann sagði
mikið hafa breyst frá falli Sovétríkj-
anna og benti á að skipulagðir glæpir
væru staðreynd sem allir þeir sem
vilja eiga viðskipti í landinu þurfa að
fást við. Að sögn Lowes er talið að
5.800 glæpagengi séu starfandi í
landinu og þar af eru 150 mjög um-
fangsmikil. Lowe benti t.a.m. á að
um 40 þúsund fyrirtækjum í Rúss-
landi er stjórnað af mafíunni og nán-
ast allir 2.500 bankar landsins. Mút-
ur og fjárkúgun eru daglegt brauð,
bæði meðal lögreglu- og embættis-
manna. Gjaldmiðill landsins er rúinn
trausti og í hverjum mánuði streym-
ir á milli 1-2 milljai'ðai' dollara úr
landinu (um 70-140 milljarðai' ís-
lenskra króna). Vegna ástandsins
greiða um 80% athafnamanna sér-
staka verndarþóknun og ekki van-
þörf á í samfélagi þar sem mannslífið
er lítils metið.
Umfangsmikil starfsemi mafíunn-
ar hefur óneitanlega gífurlegan
kostnað í fór með sér fyrir hagkerfi
landsins sem að sögn Lowes stuðlar
að aukinni verðbólgu, hærri sköttum
og hægir á öllum efnahagsumbótum.
Ógnaröldin í Rússlandi teygir anga
sína víða og hefur Morgunblaðið
heimildir fyrir því að forsvarsmönn-
um íslensks fyrirtækis hafi borist
morðhótun frá viðskiptavinum í
Rússlandi sem töldu sig ranglega
hlunnfai'na við kaup á tiltekinni
fiskafurð.
Þrátt fyrir ofangi'einda annmarka
í rússnesku þjóðlífi, telur Peter
Lowe engan vafa leika á um að mikil
viðskiptatækifæri séu fyrir hendi í
Rússlandi. Hann ítrekar þó mikil-
vægi þess að sýna varkárni og legg-
ur til að menn kynni sér gaumgæfi-
lega tilvonandi viðskiptavini áður en
menn skuldbinda sig að nokki-u
leyti.