Morgunblaðið - 10.04.1999, Page 27
MORGUNB LAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 27
ERLENT
Kína uppfyllir ekki
aðildarkröfur að WTO
Reuters
BILL Clinton Bandaríkjaforseti ásamt Zhu Rongji, forsætisráðherra
Kína, sem var í níu daga opinberri heimsókn í Bandaríkjunum.
Washington, Taipei. Reuters.
RÍKISSTJÓRN Bandaríkjanna til-
kynnti í gær að Kínastjórn væri
reiðubúin til að gera töluverðar til-
slakanir hvað varðar heimildir
bandarískra banka og fjárfesta til
viðskipta í Kína, verði aðild Kína að
Heimsviðskiptastofnuninni (WTO)
að veruleika. Hins vegar verður
ekki úr aðild þeirra nú, að sögn
bandarískra stjómvalda, þar sem
Kína á enn langt í land með að upp-
fylla skiiyrðin fyrir aðild.
Zhu Rongji, forsætisráðherra
Kína, hefur í opinberri heimsókn
sinni til Bandaríkjanna nú í vikunni
rætt viðskiptatengsl milli landanna
tveggja og hugsanlega aðild Kína að
WTO við Bill Clinton Bandaríkja-
forseta.
Nú þegar hefur kínverska ríkis-
stjórnin hrint í framkvæmt tals-
verðum umbótum í þá átt að auka
möguleika á erlendum fjárfesting-
um og bankaviðskiptum í landinu,
sem erlendir kaupsýslumenn í Kína
segja vera jákvæða þróun, þar sem
ekki sé langt síðan nánast ríkti
stöðnun í þeim efnum í landinu.
Lítið gert úr stuðningi
við aðild að WTO
Þó eiga Kínverjar enn langt í
land með að uppfylla kröfur um að-
ild að WTO og hafa menn töluverð-
an vara á í tengslum við lyrirheit
kínverskra stjórnvalda, en þau hafa
verið gagnrýnd fyrir að hafa póli-
tíska hagsmuni að leiðarljósi er er-
lendar fjárfestingar og viðskipti eru
leyfð í landinu.
Til að mynda var fjórum erlend-
um fjárfestum gefið slíkt leyfí sama
kvöld og Zhu hélt í heimsókn sína til
Bandaríkjanna. Tveir þessara fjár-
festa voru frá Bandaríkjunum og
Kanada.
Flestir frammámanna í kínversku
viðskiptalífi gerðu lítið úr stuðningi
þeirra við aðild Kína að WTO, en
sögðu þó að þeir myndu beita þrýst-
ingi á bandaríska þinginu í maí til
að koma á stöðugum viðskipta-
tengslum milli landanna og hlúa að
þeim tengslum sem nú þegar hefur
verið stofnað til.
Erfíðlega gengur að leysa afvopnunardeiluna á N-frlandi
Ovíst um árangur
frekari viðræðna
FRÉTTASKÝRE NDUR sögðu í
gær að sú ákvörðun Sinn Féin,
stjórnmáiaarms írska lýðveldis-
hersins (IRA), að hafna afdráttar-
laust yfirlýsingu breskra og írskra
stjórnvalda frá því í síðustu viku,
sem ætluð var sem grundvöllur að
lausn afvopnunardeilunnar svoköll-
uðu, gerði það að verkum að erfítt
væri að sjá hvemig takast ætti að
leysa deiluna í viðræðum sem hefj-
ast eiga að nýju í næstu viku. Því er
nú spáð að Bertie Ahem, forsætis-
ráðherra Irlands, og Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands, muni
enn á ný halda til Belfast til að
reyna að stýra deilunni í farsæla
höfn.
Leiðtogar Sinn Féin lýstu strax
óánægju sinni með yfirlýsingu Bla-
irs og Aherns, en þar var tekið und-
ir þá kröfu sambandssinna að IRA
yrði þrátt fyrir allt að byrja afvopn-
un í einhverri mynd áður en Sinn
Féin er hleypt í heimastjórn, sem
vegna afvopnunardeilunnar hefur
dregist úr hófi að setja á laggimar.
Eindregin afstaða flokksins nú er
hins vegar áfall fyrh- David
Trimble, verðandi forsætisráðherra
á N-írlandi og leiðtoga stærsta
flokk sambandssinna (UUP), og þá
Blair og Ahern enda höfðu þeir
spáð því að IRA myndi, þrátt fyrir
fullyi-ðingar um annað, hefja af-
vopnun innan tíðar.
Það flækir mál enn frekar að
tveir öfgahópar sambandssinna,
„Sjálfboðaliðssveitir Ulster“ (UVF)
og „Strandhöggsveitir Rauðu hand-
arinnar" (RHC), lýstu því einnig yf-
ir að þeir myndu ekki afhenda nein
vopn í fyrirsjáanlegri framtíð. Þó
sögðu fréttaskýrendur The Irish
Times að í raun gæti þetta bætt
samningsstöðu Sinn Féin. Var haft
eftir háttsettum fulltrúa flokksins
að Sinn Féin gæti nú mætt til við-
ræðnanna og sagt við Trimble, Bla-
ir og Ahern: „Hvemig getið þið eig-
inlega farið fram á að IRA afvopnist
þegar UVF er búið að segja að jafn-
vel þótt IRA láti vopn af hendi muni
UVF ekki gera það?“
Frystiskápur
OCV140
Stærð140i.
Hraðfrysting, Rafm.
eyðsia 0,98 KWh.
Stærð H85B54D60
Verö kr. 31.000.
Frystiskápur
OCV 250
Stærð 2501.
Hraðfrystirofi. Rafm.
eyðsla 1,3 KWh.
Stærð H143B60D60
Verð kr. 39.900,
Kælir/frystir
MC 320
320 i.
Frystir að neðan
H 163xB 59,5xD 60
Verð kr. 42.900,-
Ath! Öil verð eru
staðgreiðsluverð
Kælir/frystir
CB 380
3751.
2 kælipressur
Frystir að neðan
H 185xB 59,5xD 60
Verð kr. 58.600,-
Kælir/frystir
Cl 345
345 I.
Til innbyggingar
2 kæiipressur
Frystir að neðan
H 177xB 54xD 54
Verð kr. 59.600.
OPIÐ:
Mánud. - föstud. kl. 9-18,
laugard. kl. 10-14
mm MÐBnElHBLim
EUROCARO
raöRreiðslur
Tölvur og tækni á Netinu
Kosningahátíð
Við bjóðum til kosningahátíðar f dag
laugardaginn 10. apríl kl. 15:00 þegar
við opnum formlega kosningaskrifstofu
okkar f Reykjavfk að Hverfisgötu 33.
Fjölbreytt dagskrá ásamt veitingum.
Meðal gesta verða:
• Haldór Ásgrfmsson formaður Framsóknarflokksins
• Iþróttaálfurinn (Magnús Scheving) kemur f heimsókn
• Örn Árnason leikari skemmtir
• Jón Rafnson og hljómsveit leika fyrir gesti
• Avörp frambjóðenda
Allir velunnarar flokksins velkomnir
HjggjSP
Reykjavík
í Reykjavík