Morgunblaðið - 10.04.1999, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.04.1999, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 29 undirbúa bókina. Ég sagði henni frá hugmynd minni um dvergvaxna erfðafræðinginn sem finnur dvergagenið. Ég bað hana að segja engum frá hugmyndinni vegna þess að mér fannst þetta afar snjallt hjá mér. En hún upplýsti mig um að fjórir erfðafræðingar, tveir í Frakklandi og tveir í Banda- ríkjunum, hefðu nýlega birt tvær skýrslur þar sem þeir sýndu fram á hvar genið sem ræður dvergvexti er staðsett." Meginspurningin sem Ben stendur frammi fyrir snýst í raun um það hvort hann eigi að þykjast vera Guð, eins og segir í sögunni, og taka ráðin í sínar hendur eða láta lögmál iífsins standa eins og Guð skildi við þau. Mawer segir að þetta sé raunar spurning sem maðurinn hafi staðið frammi fyrir í þúsundir ára. „Allt frá því á dögum Forn-Grikkja hef- ur maðurinn verið haldinn þessu ofdrambi gagnvart sköpunaiverki Guðs. Sagt er frá því í grísku harmleikjunum að menn reyndu að öðlast vald guðanna. Við erum enn haldin þessum hroka og kannski aldrei eins og á þessari öld. Við uppgötvuðum kraft atómsins, sem er nánast guðlegur. Ekki höfum við farið neitt of vel með þá vit- neskju, þó að við höfum reyndar ekki enn sprengt okkur öll í tætlur. Með erfðafræðinni sýnist mér sem við séum að komast yfir annað eins tæki og efast má um að við séum hæf til þess að fara með það, beita því rétt. Við gerðum óskapleg mis- tök á fyrri hluta aldarinnar þar sem þekking byggð á erfðafræði var notuð til þess að ákveða hvers konar fólk var æskilegt og hvers konar fólk ekki. Maðurinn hefur alltaf viljað vera í sporum Guðs og nú virðist hann vera að öðlast þekkingu sem kannski fer ansi nærri því að vera guðleg.“ Mawer segir að sem stendur sé ekki hægt að beita erfðafræðinni til svo margra hluta annarra en rann- sókna. En það kemur að því að við getum farið út í hluti eins og ein- hvers konar genaþerapíur og lækn- ingar á genetískum göllum. Enn er langt í land, segir Mawer, en eitt af því sem hægt verður að gera í ná- inni framtíð er að gi-eina fóstur- vísa, eins og Ben gerir í sögunni. „Slíkt myndi gefa okkur nýja val- kosti. Við gætum ekki aðeins valið um það hversu mörg börn við vild- um eignast, heldur líka hvernig börn. Það er eitthvað fyndið við þetta en jafnframt skelfilegt: þú ferð á heilsugæslustöðina og kaup- ir þér einhverja tiltekna tegund barns eins og þú sért að kaupa þér brauð eða bíl. I Bandaríkjunum og Japan getur fólk reyndar nú þegar valið kyn barnsins. Mér þykir þetta skelfileg tilhugsun, kannski vegna þess að ég horfi á þetta út frá sjón- arhóli einstaklingsins. Rithöfundur hlýtur alltaf að hafa örlög einstak- lingsins í huga.“ Mawer segist samt ekki vera einhver svartsýnis- maður. Hann segist vera hugfanginn af erfðafræðinni sem vísindagrein og telja hana vera það LISTIR svið líffræðinnar sem sé hvað mest spennandi um þessar mundir. Og vafalaust geti þessi vísindi leitt af sér ýmislegt gott. „Allir sem stunda erfðafræðilegar rannsóknir trúa að þær muni leiða til góðs. Asetningurinn er sem sé góður en það þarf hins vegar ekki alltaf að boða gott: segir ekki málshátturinn að leiðin til vítis sé vörðuð fógrum fyrirætlunum? Kannski er sú grundvallarsýn vísindanna að maðurinn sé vél röng. Ég vona að lesendur finni það í Mendel’s Dwarf að aðalsögu- hetjan sé mannleg, sé mannvera en ekki vél, - reið, bitur og kannski fyndin manneskja sem þráir mann- lega samveru. Vonandi komast les- endur að þeirri niðurstöðu að manneskjan, einstaklingurinn, þurfi alltaf að vera útgangspunkt- Mawer segist ekki vera kominn hingað til að tala um gagnagrunninn á póli- tískum nótum en allt það mál hljóti hins vegar fýrst og fremst að snú- ast um pólitík og peninga. „Ein- hvers staðar á bak við alla hina erfðafræðilegu flækju sem blasir við almenningi ^eru menn sem sjá hagnaðai-von. Ég held að það sé blekking að almenningur, sem ætti vel að merkja að vera eigandi gagnagrunnsins að mínu mati, eigi eftir að hagnast eitthvað á þessu fyrirtæki. Eg sé það ekki fyrir mér að hið svissneska lyfjafyrirtæki noti þá þekkingu sem rannsóknir á þess vegum skila til hagsbóta fyrir íslenskan almenning. Sú þekking verður fyrst og fremst notuð til þess að auka gróða fyrirtækisins. Einhver merkilegur maður sagði að það væri mikilvægt að hafa í huga að það væri ekki markmið lyfjafyrirtækja að búa til lyf, held- ur að græða peninga. Lyfjafyrir- tæki eru ekkert öðravísi en önnur fyrirtæki að þessu leyti.“ Ein af spurningunum sem vakna við lestur Mendel’s Dwarf er til hvers sé hægt að nota hina erfðafræðilegu þekk- ingu. Mawer segir að það sé stutt síðan slík þekking var misnotuð herfilega. Síðan hafi í sjálfu sér ekki orðið svo mikil breyting á erfðafræðinni en tæknin til þess að vinna úr upplýsingunum sem fást með erfðafræðilegum rannsóknum og samkeyrsla þeirra við aðrar upplýsingar, eins og ætlunin er að framkvæma í íslenska gagna- granninum, hafi breyst gríðarlega. „Það er upplýsingatæknin sem gerir alls konar hluti mögulega sem við gátum ekki ímyndað okkur áðm\ Og hvemig ætlum við að not- færa okkur þessa möguleika? Sögupersóna mín stendur frammi fyrir spurningu sem á eftir að koma upp aftur og aftur í náinni framtíð. Hvað munum við til dæm- is segja við fólk sem langar til að eignast barn en hefur alvarlegan arfgengan sjúkdóm. Við verðum neydd til þess að taka óþægilegar ákvarðanir, ef ekki ómögulegar. Menn eiga til dæmis eftir að spyrja: af hverju erum við að reyna að lækna þetta fólk ef við getum komið í veg fyi’ir að það fæðist? Þetta er hræðileg spurning. Og hver mun í raun svara henni? Hverjir munu taka ákvarðanirnar? Verða það Hoffman-La Roche? Is- lensk erfðagi’eining? Islensk heil- brigðisyfirvöld?" Spumingin sem hinn dverg- vaxni erfðafræðingur stend- ur frammi fyrir í Mendel’s Dwarf er af þessum toga. Ben hef- ur fallist á að gefa vinkonu sinni sæði sitt til glasafrjóvgunar. Aður en hann sendir fósturvísana til ígræðslu í konuna, sem heitir því viðeigandi nafni Jean (sbr. enska: gene), hefur hann um þrjá mögu- leika að velja í krafti uppgötvunar sinnar á dvergageninu: hann getur sent heilbrigðan fóstui'vísi, hann getur valið þann sem inniheldur dvergagenið eða hann getur sent einn af hvora og látið hið tilviljun- arkennda val náttúrunnar ráða hvort verður. Ekkert verður gefið upp um val Bens en þegar Mawer er spurður hvað hann hefði valið sjálfur verður hann fyrst eilítið kindarlegur á svip. „Auðvitað ætti ég að svara þessari spurningu með vísun til skáldsögunnar; ég er bara rithöfundur sem hefur skapað til- teknar aðstæður í huga mínum, ég þarf hins vegar ekki að bregðast við þeim, það gera persónurnar í sögunni á sinn hátt. En það væri póstmódemískur og leiðinlegur út- úrsnúningur. Ef ég á að svara þessu heiðarlega myndi ég hafa valið heilbrigða fóstui’vísinn. Og ég held að flestir myndu gera það sama í þessari aðstöðu. Þessi spurning er aðalatriðið í sögunni og hún er það einnig í raunveraleikanum. í ljósi hennar veltir maður því fyrir sér hvort við höfum ekki misst vald á vísindunum. Hvort við höfum ekki gengið of langt. Breski nóbelsverð- launahafinn í líffræði, Sir Peter Medawar, sagði eitt sinn að þótt vitneskja sé til staðar um ýmsa hluti þá sé ekki þar með sagt að það borgi sig að vita af henni. Stundum finnst mér við vera kom- in að þessum landamæram þekk- ingarinnar þar sem það borgar sig ekki lengur að vita af vitneskjunni. ^eniantaímsu) Urval fermingargjafa af Fossháls* °9 se\ju»n Þvi’ .«0 afs\áttur Opid laugard.og sunnud. kl. 11-18 HREYSTI ...sportvöRUÍms Fosshálsi 1 - Sími 577-5858 FIAT Ný hugsun... MAREA WEEKEND PAUO WEEKEND ABS, loftpúðar, mikil veghæð Frábær ferðabíll á 1.260.000 ítölsk snilld, gríðarlegt pláss, ótrúlegt verð. 6 manna bíll á 1.590.000. Fallegur, rúmgóður fjölskyldubíll á 1.550.000 Istraktor BÍLAR FVRIR ALLA SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - SÍMI 5 400 800
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.