Morgunblaðið - 10.04.1999, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 10.04.1999, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 33 Sérkennilegur hljóðaheimur MORGUNBLAÐIÐ Breska tvíeykið Autechre bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferða- menninir. Árni Matthíasson segir fráþeim félögum Booth og Brown, sem væntanlegir eru hingað til lands í næstu viku. FRAMÞRÓUN er ör í breskri danstónlist og þorri hennar er reyndar þeirrar gerðar að erfitt eða ógemingur er að dansa við hana. Framarlega í flokki dansfyr- irtækja er breska útgáfan Warp sem hefur á sínum snærum marga helstu spámenn framsækinnar tón- listar Breta, þar á meðal dúóið Au- techre, sem væntanlegt er hingað til lands til tónleikahalds fóstudag- inn 16. apríl næstkomandi. Þeir Autechre-félagar Sean Booth og Rob Brown vom í ldíku sem skiptist á heimagerðum safnsnæld- um af danstónlist í upphafí níunda áratugarins. Booth, sem var fímmt- án ára, og Brown, sautján, höfðu álíka smekk á tónlist og ekki skemmdi að þeir vora báðir miklir áhugamenn um BMX hjól. Tónlist- arsmekkurinn byggðist á hiphopp og speglaðist meðal annars í miklum áhuga á veggjakroti, sem sér enn stað í Manchester. Úr hiphopp lá leiðin í framsýra og þaðan í industri- al-tónlist að hætti Meat Beat Mani- festo og Renegade Soundwave. Þeir félagar höfðu báðir fengist við að semja tónlist en ekki bara hlusta, Booth hafði stundað hljóð- tilraunamennsku allt frá því hann fékk aflóga upptökutæki gefins og átti að auki billegan Casio hljóðsmala. Brovvn átti Roland 60 og þegar þeh’ komust yfír hliðræ an hljóðbúnað, að sögn illa fenginn, fóru þeir að fikta við hljóð og hljóma sameiginlega. Smám saman unnu þeir félagar sér nafn fyrir tónlistina og komust meðal annars í viðtal á sjóræn- ingjaútvarpsstöð sem aftur varð til þess að þeir fóra að vera með viku- legan þátt í útvarpinu, nokkuð sem þeir hafa gert að segja til dagsins í dag. Þá gafst færi á að smeygja eigin lögum inn á milli tónlistar eft- ir aðra og þannig þreifa sig áfram. í framhaldi af því komu út fyrstu smáskífurnar en eftir óþægileg samskipti við ýmis smáfyrirtæki fréttu þeir félagar af Warp-útgáf- unni, sem hefði annan hátt á. Þeir félagar voru ekki lengi á sér að senda Warp prafur og samningar tókust. Haustið 1995 kom út þriðja breiðskífa þeirra félaga, Tri Repetae, sem telst helsta verk Au- techre, heilsteypt og uppfull með minnisstæðum lögum og framleg- um hugmyndum. I tengslum við hana hófu þeir og myndbandagerð, gerðu myndband með Chis Cunn- stundir. í febrúar sl. kom út í Bret- landi diskur með upptökum úr út- varpsþætti þess mæta - útvarps- manns Johns Peels hjá breska rík- isútvarpinu, en ekki er ljóst hvenær næsta skífa með nýju efni lítur dagsins ljós. Eins og getið er leikur Autechre í Hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð í næstu viku, á föstu- dagskvöld, og gefur íslenskum raf- tónlistarvinum færi á að bergja á því sem er bragðmest og ferskast í tónlistinni austur á Bretlandseyj- um. Með í för verður nýr Warp- listamaður, Mira Calix, sem er reyndar eiginkona annars Au- techre-manna, og þeytir skífum, en einnig stíga á stokk Biogen og DJ Steindór. Skyggnulistamaðurinn GAK sér um að erta augu. ingham, sem gert hefur nokkur slík fyrir Waip síðan, meðal annars óhugnanlegt hryllingsmyndband fyrir Aphex Twin. Næstu plötur, Chiastic Slide, sem kom út 1997, og Ae, sem kom á síðasta ári, hafa ekki fengið eins góða dóma, enda er sem þeir félag- ar hafi vísvitandi fært sig á djúpslóð þar sem þeir liggja nú um NYBYLAVEGI 2 • SIMI 55A ítoo Komdu 09 taktu í mig! Ljón m«ð gullið stýri! Peugeot 206 sigraði alla keppinauta sína í verði, útliti, aksturseiginleikum, innra rými, vélarafli og öryggi og hlaut hin virtu verðlaun Cullna stýrið. PEUGEOT Ljón A Vejímtyl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.