Morgunblaðið - 10.04.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 10.04.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 35 lítil framleiðslan er (ekki síst ef mið- að er við Bordeaux) og eftirspurnin mikil. Það flækir enn Bordeaux-mark- aðinn að innkaupsverð vína endur- speglar ekki endilega lokaverð þeirra, þar sem þetta er markaður er byggir á spákaupmennsku. Vín eru keypt á ákveðnu verði vegna væntinga um þróun árgangsins og eftirspurnar eftir vínunum. Þetta getur leitt til þeiiTar undarlegu stöðu að ódýrara er að kaupa flösku af tíu ára gömlu Bordeaux-víni frá góðum árgangi er náð hefur góðum þroska og fer að verða tilbúið til neyslu heldur en „flösku" af en pri- meur-víni, sem enn liggur á tunnu í kjallara og verður ekki afhent fyrr en eftir 1-2 ár. Talið er að margir vínmiðlarar eigi eftir að brenna sig á 1997-árganginum, þar sem þeir sitja enn uppi með hann á sama tíma og markaðir í Asíu eru að hverfa vegna efnahagskreppunnar. Það er altalað í Bordeaux að verð 1997-vína kunni að hrynja, með til- heyrandi tapi fyrir vínmiðlarana. Þeir verði því tregir margir hverjir til að greiða hátt verð fyrir 1998-ár- ganginn, sem er góður árgangur en ekki framúrskarandi. Nokkur stór hús hafa þegar gefíð út verð sín og hefur t.d. Cos D’Etoumel lýst yfir um fjórðungs lækkun frá verði síð- asta árs. Aðrir framleiðendur munu vafalítið fylgja í kjölfarið, ekki síst þeir sem stórtækastir hafa verið í hækkunum undanfarin ár. Aðrir, sem setið hafa á sér, spyija hvers § vegna þeir eigi að lækka. Slíkar raddir heyrir maður ekki síst á hægri bakkanum, í Pomerol og St. Emilion, en þau svæði koma einmitt best út við smökkun á 1998-árgang- inum. Þegar upp er staðið virðist þó ljóst að verð sé á leiðinni niður á við, í sumum tilvikum verulega. „Við verðum að hlusta á umheiminn, við erum ekki einir í heiminum," sagði eigandi nokkurra vingerðarhúsa og benti á að það gæti verið stórhættu- legt fyrir Bordeaux til lengri tíma litið ef almennir neytendur hefðu ekki efni á að neyta Bordeaux-vína lengiu og þau yrðu einungis keypt sem fjárfesting og notuð við spá- kaupmennsku. Sú mikla umræða sem átt hefði sér stað um „græðgi" hefði hættuleg áhrif á ímynd Bor- deaux. Aðrir benda á að í Bordeaux hafl ávallt skipst á skin og skúrir. Þótt vel hafí gengið undanfarin ár og vín- gerðarhúsin auðgast sýni sagan að mögru árin geti ávallt verið skammt undan. I mörgum tilvikum hafa tekjurnar einnig verið nýttai- skyn- samlega til gífurlegra fjárfestinga í betri búnaði, sem munu skila sér í betri framleiðslu. Sumir spá því einnig að verð ódýrari franskra vína muni lækka enn meira en verð dýru vínanna og hefur Reuters eftir einum sérfræð- ingi að gera megi ráð fyrir allt að flmmtungs lækkun. En mun þetta breyta einhveiju fyrir Islendinga? Það væri þá helst þegar dýrustu vínin eru annars vegar, vín er kosta tvö þúsund krónur og þar yfir. Þeg- ar um ódýrari vín er að ræða skiptir innkaupsverðið ekki mestu máli, það er okurskatturinn sem lagður er á vín sem vegur þyngst í verð- lagningunni. vellíðan og einn hjálparsveitar- mannanna færði okkur gómsætar appelsínur af stóru silfurfati. Síðan fannst mér okkur vera sýnd borð hlaðin gómsætum mat sem við átt- um að fá og einnig ágætis gistiher- bergi. 2. Mér fannst ég vera stödd í stóru rými eins og skemmu. Allt var grátt og þoka yfir öllu. Mér fannst ég dáin og lyftast upp frá gólfinu og byrja að leysast upp. En ég komst ekki upp úr skemmunni því ég stöðvaðist uppi undir þaki. Þama sveif ég eins og hálfuppleyst og komst hvorki upp né niður. Þessu fylgdi mikil vanlíðan og von- leysi. Einhvers staðar niðri í mistr- inu fann ég nærveru einhverra, ég vissi ekki hverra. Ráðning Hugur þinn er hús þitt og í þess- um draumum þínum birtist hann sem skemma eða geymsluhús þar sem þú geymir hugmyndir þínar, kraft til sköpunar, óskir, langanir og þrár. En þar geymir þú einnig hugtök eins og uppgjöf, vonleysi og engum þykir vænt um mig. Draum- arnir snúast um þessi hugtök og þú virðist sveiflast milli háleitra óska og svartnættis varðandi ferð þína á lífsveginum um þessar mundir. Fyrri draumurinn sýnir óskirn- ar, þar spegla vinirnir vonina, sundlaugin löngun til að verða ný manneskja, hjálparsveitarmaður- inn stuðninginn sem þú æskir að fá og maturinn þann góða kraft sem þú berð og vilt að njóti sín. Appelsínurnar eru áberandi sem þýðir að þú ert ástrík kona enda tákna appelsínur ást, andlega jafnt sem holdlega. Seinni draumurinn sýnir svo andstæðuna, þegar hug- ur þinn myrkvast og hugtök eins og „best væri að hverfa“, „enginn skilur mig“ birtast og draga úr orkunni. Þarna er þó fyrirstaða (stöðvaðist uppi undir þaki) sem sýnir að hugur þinn veður grurmt í myrkrinu. Ef litið er á draumana sem eina heild og helstu atriði þeirra dregin fram, segja þeir að þú lumir á sterku útspili þér til frama, það sé bara að taka af skarið. • Þeir lesendur sem vilja fá drminm s/na birtu og rúönu sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtíngar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavtk BylgjanFM 97.9 og 109.0 gott útvarp á Suöuriandl iöruky"nlngís verslunum Laugardaginn GEVAUA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.