Morgunblaðið - 10.04.1999, Side 70
70 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Óskarsverðlaunaleikkonan Meryl Streep
Óður til fjöl-
skyldunnar
✓
A kvikmyndahátíðinni í Berlín var Evrópu-
frumsýning á myndinni Fjölskyldusögu
eða „One True Thing“. Rósa Erlingsdóttir
talaði við leikstjórann Carl Franklin og
STREEP hafði lengi langað til
að spreyta sig á móðurhlut-
verkinu í kvikmyndum.
MERYL Streep og Renee Zellweger í hlutverkum sínum
í Fjölskyldusögu.
leikkonuna Meryl Streep sem tilnefnd var
til óskarsins fyrir frammistöðu sína.
Fjölskyldusaga eða „One True
Thing“ fjallar um eina af mörgum
ráðgátum lífsins, - foreldra. Sagan
segir frá lífí þriggja einstaklinga,
móður, föður og dóttur sem elska
hvert annað innilega en standa oft
andspænis hvert öðru gjörsamlega
ráðalaus.
Myndin var gerð eftir metsölu-
og verðlaunabók Önnu Qundlin
Objecb Lessons sem kom út árið
1995. Skáldsagan hlaut samá ár
bandarísku „Pulitzer“_verðlaunin.
Hún var lofuð af gagnrýnendum
vestanhafs fýrir að fjalla um átök á
milli foreldra og fullorðinna af-
kvæma þeirra sem og fyrir að varpa
ljósi á ólík lífsviðhorf tveggja kyn-
slóða á tuttugustu öldinni.
Harry Ufland framleiðandi
myndarinnar sagði að hann hefði
strax orðið snortinn af sögu
Qundlin. „Eg var sannfærður um að
Anna Qundlin hefði skrifað mjög
óvenjulega lýsingu annars vegar á
sambandi föður og dóttur og hins-
vegar á sambandi móður og dóttur.
Kjarni sögunnar er þó sá að aðeins
mjög fáir skilja foreldra sína eða líf
þeirra til fullnustu jafnvel þó þeir
séu sannfærðir um hið gagnstæða.“
Karen Comer er handritshöfund-
ur myndarinnar en hún hefur í
fjölda ára samið handrit fyrir sjón-
varpsþætti og bíómyndir sem á einn
eða annan hátt fjalla um líf og störf
kvenna í bandarísku þjóðfélagi. „Ég
heillaðist af því hvernig skáldsagan
sýnir mikinn mun á lífí tveggja kyn-
slóða kvenna og ákvað að leggja
megináherslu á átökin sem því
fylgja."
Ameríski draumurinn
Kate Gulden (Meryl Streep) er
dæmigerð bandarísk húsmóðir úr
efri millistétt sem hugsar um heim-
ili og fjölskyldu af heilum hug. El-
len Gulden (Renee Zellweger) byrj-
ar starfsframa sinn, eftir nám í
Harvard, sem metnaðarfullur rann-
sóknarblaðamaður í New York.
Samband móður og dóttur, sem
eru báðar mjög sterkir persónuleik-
ar, einkennist af mjög ólíkum lífs-
viðhorfum sem sprottið hafa af mis-
munandi þjóðfélagslegri mótun
mæðgnanna. Á milli þeiri-a hefur
hlaðist upp reiði og misskilningur,
tilfínningar sem breytast í ást og
virðingu við nýjar kringumstæður.
Ellen bar aldrei virðingu fyrir móð-
ur sinni og dæmdi ævistarf hennar
sem innantómt húsmóðurlíf. Vegna
þrýstings föðurins Georges Gulden
(William Hurt), sem er mikils met-
inn háskólakennari og rithöfundur,
neyðist Ellen til að flytja aftur í
heimahús til að hjúkra krabba-
meinssjúkri móður sinni.
Leikstjórinn Carl Franklin las
handritið í flugvél og gat að eigin
sögn ekki hætt að gráta. Hann
sagði myndina koma inn á ýmis svið
ÓSKAR frændi ætlar seint að þreytast á
Meryl Streep. Enda telst hún til metnaðar-
fyllri leikkvenna. Hér er hún fyrir afhend-
ingu óskarsins í ár.
bandarísks þjóðlífs en fjalla fyrst og
fremst um þýðingu fjölskyldunnar
og samheldni hennar sem sé ofar-
lega í hugum margra Bandaríkja-
manna. „Ég fékk gullið tækifæri til
að rannsaka ameríska drauminn og
skoða þróun hans í lífí tveggja kyn-
slóða á þessari öld.“
M
EINSTAKUR
LJÓMI MEÐ
ORKUBÆTTU
C-VÍTAMÍNI.
► Bylting fra Dior: I fyrsta sinn,
rakameðferð sem sameinar kostí
C-vítamíns og kraft ur hreinu ATP”1
gefur húðinni Ijóma og fegurð.
RIR HUÐ SEM LIOMAR EINS OG BROS Þl
► Áhrifin sjást: Húðin fær nýtt líf, nýjan styrk
. og nýja fegurð. Dag eftir dag endurspeglar húð
.........................................
*Rannsóknir á orku í frumum -
Rannsóknarstofur
Christian Dior
Bandarískur
kvikmyndaiðn-
aður karlæg-
ur, heimsku-
legur og rek-
inn út frá
gróðasjónar-
miðum.
Ósköp venjuleg fjöl-
skyldusaga
Myndin gerist árið
1988 í litlu fallegu þorpi
í útjaðri New York
borgar þar sem yfir-
stéttar- og millistéttar-
fjölskyldur hafa komið
sér vel fyrir fjarri
skarkala stórborgarinn-
ar. Kate er 48 ára, kona
sem hefur upplifað bar-
áttu kvennahreyfingar-
innar fyrir bættri þjóð-
félagslegri stöðu
kvenna. Hún virðist þó
hafa fylgst með úr fjar-
lægð, ailavega gerði hún kröfur
hreyfingarinnar ekki að sínum eig-
in. Hún hugsar um fjölskyldu og
heimili af mikilli ástúð, gerir hvorki
kröfur til fólksins sem hún elskar né
sjálfrar sín enda snýst heimilslífíð
ekki um hana heldur um manninn
hennar. Allir ljúga að öllum og allir
láta sem ekkert sé, sérstaklega hús-
móðirin sem lætur bjóða sér allt til
þess eins að halda friðinn. Dæmi-
gerð fjölskyldusaga.
George virðist elska fjölskyldu
sína en er jafnframt sá sem veldur
henni mestum sárindum. Tilfínning-
ar sínar byrgir hann inni að baki in-
tellektúalisma og lyga. Eins og svo
margir karlmenn af þessari kynslóð
veitir hann konu sinni enga hlut-
deild af lífí sínu né sýnir hann henn-
ar lífi áhuga. Hann leikur tveimur
skjöldum því hann heldur við aðrar
konur en er jafnframt hinn full-
komni fjölskyldufaðir sem á svör við
öllum erfíðum spumingum lífsins
bjáti eitthvað á. Veröld hans hrynur
þegar Kate liggur fyrir dauðanum
og honum verður ljóst að aðeins
samheldni fjölskyldunnar muni
hjálpa honum að deyfa sársaukann.
Upphafning ósýnilegrar konu
Fyrirmynd hinnar metnaðarfullu
Ellenar er faðir hennar og viður-
kenning hans er drifkraftur starfs-
frama hennar. Inntak myndarinnar
er breyting á viðhorfum dótturinnar
gagnvart báðum foreldrum sínum.
Hún lærir að meta móður sína en
samfara því kynnist hún veikleikum
fóður síns sem kippir stoðunum
undan sterkri stöðu hans. Eins og í
ævintýri breytist freki tilætlunar-
sami unglingurinn í fullorðna konu
sem byrjar að meta móður sína að
verðleikum áður en það er um sein-
an.
Carl Franklin sagði að besta
hrósið sem hann hefði fengið fyrir
myndina væri að hann hefði heyrt
að áhorfendum langaði mest til að
hringja í móður sína að sýningu lok-
inni. Að hans mati fjallar myndin
um hið þjóðfélagslega ósýnilega
starf húsmóðurinnar sem bæði er
illa metið og fellur í skuggann fyrir
störfum sem gefa beinan arð. En
eins og fram kemur í myndinni er
það ekki eingöngu þjóðfélagið sem
virðir starf húsmóðurinnar lítils
heldur einnig fjölskyldan sjálf.
í viðtalinu við Franklin kemur í
ljós að kvennahreyfingin í Banda-
ríkjunum er ekki alls kostar ánægð
með myndina þar sem myndin skil-
greini starf húsmóðurinnar á gam-
aldags og óraunsæjan máta þar sem
ekki sé komið inn á þjóðfélagslegar
orsakir þess pólitíska mismunar eða
misréttis er konur búa við.
Franklin er ósammála þessu og
segist einmitt vera að fjalla um
hefðir hins rótgróna feðraveldis
sem uppbygging samfélaga okkar
hvílir enn á. Hann segist einnig
fyllilega meðvitaður um að þetta
skipulag sé bæði körlum og konum
til ama enda hafí hann viljað benda
á þá staðreynd. Þroskaferli Ellenar
byggi á þessum sannleika og í lok
myndarinnar hafí henni tekist að
tileinka sér verðmætamat sem
sprottið sé af tveimur ólíkum heim-
um.
Langaði að leika móður
Fyrir túlkun sína á hlutverki Ka-
te Gulden í Fjölskyldusögu er
Meryl Streep tilnefnd til
Óskarsverðlauna í ellefta skipti á
leikferli sínum. Hún he/ur í tvígang
hreppt hinn eftirsótta Óskar og auk
þess hefur hún verið viðurkennd
með Golden Globe- og Emmy-verð-
launum.
Um hlutverk sitt í Fjölskyldu-
sögu segir leikkonan: „Mig hefur
alltaf langað til að ieika móður.
Konu sem tekur móðurhlutverkið
alvarlega og sér sjálfa sig hvorki
sem hvunndagshetju né fórnariamb
þjóðfélagslegs skipulags. Mig lang-
aði til að túlka konu af þessari kyn-
slóð sem enn lítur á móðurina í
sjálfri sér sem það mikilvægasta í
lífinu." Streep sem er fjögurra
barna móðir en jafnframt ein
þekktasta leikkona í heiminum seg-
ist hafa vissan veikleika gagnvart
konum sem eru íyrst og fremst
mæður.
Á kvikmyndahátíðinni í Berlín
var Meryl Streep heiðruð íýrir ævi-
starf sitt sem leikkona með hinum
þýsku verðlaunum Gullna mynda-
vélin eða „Die Goldene Kamera“.
Við það tækifæri sagðist hún enn
taka á móti verðlaunum eins og
hver væru hin fyrstu. Hún ljóstraði
því einnig upp á blaðamannaafundi
að fyrir nokkurum árum síðan hefði
hún verið kosin móðir ársins í
Connecticut og af þeirri viðurkenn-
ingu væri hún sérstaklega stolt.
Hún sagði að öll stærri hlutverk
sín hefðu verið túlkanir á mikilfeng-
legum mannlegum tilfínningum.
Ástæða þess að hún hefði tekið fá
hlutverk að sér síðastliðin ár væri
sú að írónískar og svartnættis-kvik-
myndir væru vinsælasta efnið á
markaðinum í dag og þær vektu
ekki áhuga hennar. „Fyrir leikkon-
ur yfír fertugu er erfítt að halda
velli í Hollywood," sagði Streep op-
inskátt, og bætti við að bandarískur
kvikmyndaiðnaður væri í dag kar-
lægur, heimskulegur og rekinn ein-
göngu út frá gróðasjónarmiðum.