Morgunblaðið - 10.04.1999, Síða 72
.>72 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
r
HASKOLABIO
HASKOLABIO
pmm
990 PílNKTA
FBRBU í BÍÓ
Alfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905
NO MORE MR.NICE GUY.
Sakamálamynd
meö húmor
★ ★★
ÓhiT Rás2
Mí TOPPAFÞREYING
m ★★★
Al Mbl
ÍJý, ★★★ ÁSDV
^iainnwiiki
PAYBACK
Sýnd kl. 4.50, 6.55, 9 og 11.10. b.í. i6.sddk3ital
Ein töfrum prýdd nótt... p:
H if t1 Af lrrrtH,'iiForlr
Stórskemmtileg mynd um snjókarl sem
vaknar til lífsins. Michael Keaton fer
á kostum og tæknibrellurnar eru ótrúlegar.
www.samfilm.is
Sýnd kl. 2.50 og 5.
Islenskt tal.
BENICIO DEL Tðltð
JðHNNY DEPP
Mí
htvfttíó.
Kl. 11. B.i. 16.
Sýnd kl. 2.50, 4.55, 7, 9 og 11.05. sndhgital
2.45,4.50 og
6.^5.
Söngvakeppni framhaidsskólanna haldin í dag
Jtrulega goð mætmg
og mikil stemmning
n MAGNÚS Árnason fram-
kvæmdastjóri Söngvakeppn-
innar brosir út að eyrum enda
keppnin á næsta leiti.
n ANNA Hlín Stefánsdóttir, Kol-
brún Ósk Halldórsdóttir og
Katrín Ösp Halldórsdóttir voru
sigurvegarar í söngvakeppni
grunnskóla.
« BROOKLIN Five tóku lagið í
verslun Skífunnar í gær til að
kynna keppnina en þeir voru
sigurvegarar keppninnar í
fyrra.
Q TAKTURINN var sleginn þegar
' * þeir Baldur Freyr Eiríksson og
Benedikt Amar Víðisson tóku
fram trommurnar.
ÞAÐ VAR mikill ys og þys í
Laugardalshöllinni í gær þegar
undirbúningur keppninnar stóð
sem hæst. Fjöldi unglinga var að
undirbúa sviðið fyrir keppnina
og meira en fjörutíu manns lögðu
hönd á plpg við undirbúninginn.
Magnús Árnason, framkvæmda-
stjóri keppninnar, sagði að ótrú-
Iega góð mæting væri í ár og
mikil stemmning í mönnum.
Magnús kemur frá Kirkjubæjar-
klaustri og er núna í Menntaskól-
anum við Sund. Að auki er hann
starfsmaður Félags framhalds-
skólanema.
„Við vorum að vinna hérna í
alla nótt við undirbúninginn,"
segir Magnús sem sjálfur segist
hafa verið meira og minna í und-
irbúningi sfðasta mánuðinn. Ver-
ið var að sefja upp ljósabúnað og
ganga frá hljóðkerfinu. Þema
keppninnar er frumskógurinn og
verður sviðið allt skreytt sam-
kvæmt því.
- Hvað taka margir skólar þátt
í keppninni í ár?
„Það eru 27 skólar sem taka
þátt í henni núna og ég veit ekki
til þess að mæting hafi verið
betri, þótt ég þori ekki alveg að
fara með það,“ segir Magnús.
Hann bætir við að auk keppend-
anna verði nokkur skemmtiatriði
og vinningshafarnir frá því í
fyrra, Brooklyn 5, muni stíga á
svið og flytja lag. Sigurvegari í
söngvakeppni grunnskóla mun
einnig láta ljós sitt skína.
- Ertu húinn að hlera söng
keppendanna?
„Já, já. Það voru haldnar tvær
æfingar niðri / Hinu húsi og í
kvöld (föstudagskvöld) verður
æfing og síðan generalprufa á
laugardagsmorgun nokkrum
tímum áður en keppnin hefst
klukkan 15.“
- Og hverng líst
þér á keppendurna
í ár?
„Bara mjög vel.
Ég er með skrif-
stofuna hérna fyr-
ir ofan þar sem
æfingamar hafa
farið fram og
þetta eru ljúfir
tónar.“
- Sérðu glitta
í væntanlegar
stórstjörnur ísöngnum?
„Efiaust verða einhverjir upp-
götvaðir enda hefur það verið
vaninn í þessum keppnum og
margir sem núna eru frægir
stigu í þessari keppni sín fyrstu
spor á ferlinum."
Víst er að margir sem tekið
hafa þátt í Söngvakeppni fram-
haldsskólanna hafa hlotið frægð
síðar þótt ekki hafi þau endilega
hreppt vinningssætið. Páll Óskar
Hjálmtýsson, Móeiður Júníus-
dóttur, Elísa í Bellatrix og Emilí-
ana Torrini hafa öll tekið þátt í
keppninni og að eftirleiknum
þarf ekki að spyija.