Morgunblaðið - 14.04.1999, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913
83. TBL. 87. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Umdeild lög um
óháða saksóknara
Serbneskir hermenn sagðir hafa ráðist inn á albanskt landsvæði
Starr mæl-
ir gegn
endurnýjun
KENNETH Stan-, sérskipaði sak-
sóknarinn sem með rannsókn sinni á
málum Bills Clintons Bandaríkjafor-
seta hleypti nýju lífi í umræðu um
réttmæti löggjafarinnar sem starf-
semi sérskipaðra saksóknara er
grundvölluð á,
mun samkvæmt
heimildum AP-
íréttastofunnar
mæla gegn því að
löggjöfin verði
endurnýjuð.
Starr, sem á að
bera vitni fyrir
stj órnarfarsmála-
nefnd öldunga-
deildar Banda-
ríkjaþings í dag, lét í gær frá sér
skriflega útdrætti úr vitnisburði sín-
um, þar sem hann rekur rökin fyrir
því að hann telji ekki rétt að endur-
nýja löggjöfina sem grundvallaði
hans eigin starfsemi.
Að sögn heimildarmanna AP er
Starr mótfallinn endm'nýjuninni af
nokkrum ástæðum, þai' á meðal að
hún stríði gegn hinni stjórnarskrár-
bundnu skiptingu valdsins milli
framkvæmda- og dómsvalds. Starr
mun einnig telja vafasamt hve lengi
rannsóknir sérskipaðra saksóknara
geta teygzt á langinn og hve mikinn
kostnað þær geta haft í fór með sér.
Þá telji hann þær pólitísku árásir
sem sérskipuðu saksóknararnir þurfi
að þola mæla gegn endurnýjuninni.
Clinton ekki laus mála
Clinton var í febrúar sl. sýknaður
af þeim ákærum sem byggðar voru á
rannsókn Starrs. Dómari í Arkansas
sakfelldi hins vegar Clinton í
fyrradag fyi'ir að sýna dóminum
óvirðingu með því að fara vísvitandi
með rangan vitnisburð í máli Paulu
Jones á hendur forsetanum.
■ Clinton gaf/25
Kenneth
Starr
Tannbursta-
framleiðend-
um stefnt
DÓMSMÁL hefur verið höfðað
á hendur nokkrum tannbursta-
framleiðendum í Bandaríkjun-
um og bandarísku tannlækna-
samtökunum (ADA) fyrir að
vara ekki neytendur nógsam-
lega við hættunum sem kunna
að fylgja tannburstun.
Af hálfu stefnenda er krafizt
skaðabóta fyrir hvem þann er
þjáist í gómi eða hlotið hefur
holdfleiðui’ af völdum tann-
burstunar. Stefnandinn, Marc
Trimarco, segist þjakaður af
skrámum í tannholdi er leitt
hafi til gómrýrnunar og tann-
verkja. Heldur hann því fram
að tannlæknar hafi vitað af
fleiðurmyndun af völdum tann-
burstunar í hálfa öld.
Þess er m.a. krafizt að fram-
leiðendur tannbursta verði
skyldaðir til að merkja burstana
með áberandi viðvörunum og
láta skriflegar leiðbeiningar um
notkun þeirra fylgja með.
Serbar varaðir við því
að breiða átökin út
Reuters
ALBANSKUR hermaður beinir í gær flóttafjölskyldu, sem nýkomin er yfir landamærin frá Kosovo til
albanska bæjarins Kukes, áfram til höfuðborgarinnar Tirana.
Ósló, London, Bajrani Curri. Reuters.
STJÓRNVÖLD í Albaníu og eftir-
litsmenn Öryggis- og samvinnu-
stofnunar Evrópu (ÖSE) sögðu í
gær að serbneskir hermenn hefðu
ráðist inn í Albaníu, umkringt þorp-
ið Kamenica og barist við albanska
landamæraverði í nokkrar klukku-
stundir. Albanska ríkissjónvarpið
sagði að hermennirnir hefðu verið
hraktir aftur til Kosovo en stjórn-
völd í Belgrad sögðu ekkert hæft í
því að serbneskir hermenn hefðu
farið yfir landamærin. Madeleine
Aibright, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, varaði Serba við því að ef
þeir reyndu að breiða átökin út
myndi það hafa „alvarlegar afleið-
ingar“.
Fréttir af landamæraátökunum
skyggðu á tilraunir Albright til að
fá Rússa til að beita sér á ný fyrir
samkomulagi um frið í Kosovo. Al-
bright ræddi í gær við Igor ívanov,
utanríkisráðherra Rússlands, í
Ósló. Ráðhen-arnir náðu ekki sam-
komulagi um leiðir til að binda enda
á átökin en sögðust ætla að halda
viðræðunum áfram.
„Serbneskir hermenn fóru um
500-600 metra inn fyrir landamæri
Albaníu,“ sagði albanska sjónvarp-
ið. „Aibanskir lögreglumenn, með
stuðningi varða úr landamærastöð-
inni Padesh í nágrenninu, börðust
við þá í margar klukkustundir og
neyddu þá til að hörfa.“
Albanska sjónvarpið sagði að
kviknað hefði í þremur húsum í
Kameniea sem hefðu orðið fyrir
sprengjum serbnesku hermann-
anna. Þeir hefðu einnig varpað
sprengjum á landamærastöð og
nágrannaþorpið Zogaj. Ekki var
vitað um mannfall. Albanska
stjórnin sagði að hundrað
serbneskir hermenn hefðu tekið
þátt í árásinni.
Heimildarmaður Reuters í alb-
önsku lögi-eglunni sagði að sprengj-
um hefði einnig verið varpað á
landamæraþorpið Gerek, um 30 km
suðaustur af Kamenica.
Talsmenn eftirlitsmanna Örygg-
is- og samvinnustofnunar Evrópu á
svæðinu staðfestu að serbneska
hersveitin hefði farið yfir landa-
mærin. Þeir töldu að árásin hefði
verið gerð í hefndarskyni vegna
bardaga sem hafa geisað við landa-
mærin frá því á föstudag milli
Frelsishers Kosovo og serbneskra
hermanna.
„Svívirðileg lygi“
Þjóðaröryggisráð Albaníu kvaðst
hafa fyrirskipað her landsins að
svara öllum árásum á albönsk land-
svæði af fullum krafti. Sokol Gjoka,
talsmaður albanska utanríkisráðu-
neytisins, sagði að markmið Serba
væri að draga her Albaníu inn í
átökin í Kosovo.
Júgóslavneska utanríkisráðu-
neytið og her Júgóslavíu sögðu
ekkert hæft í því að serbneskir her-
menn hefðu farið inn á albanskt
landsvæði og lýstu ásökunum Alb-
ana og ÖSE sem „svívirðilegri
SERBAR I ALBANIU
Fulltrúar Öryggis- og samvinnu-
stofnunar Evrópu sögðu í gær að
serbneskar hersveitir hefðu farið
inn fyrir landamæri Albaníu, þar
sem komið hefur til mikilla átaka
milli Serba og skæruliða Frelsis-
hers Kosovo síðan á föstudag.
Tropoje-hérað
Iygi“. „Þeir hafa snúið látlausum
tilraunum albanskra hryðjuverka-
hópa til að fara inn á landsvæði
okkar upp í meinta innrás Júgó-
slavíuhers í Albaníu," sagði yfir-
maður upplýsingamiðstöðvar hers-
ins í Belgrad.
Serbar segja að þúsundir liðs-
manna Frelsishers Kosovo hafi
reynt að komast inn í Kosovo með
stuðningi Albaníuhers og NATO en
serbnesku hersveitirnar við landa-
mærin hafi komið í veg íyrir það.
Madeleine Albright sagði að
Bandaríkjastjórn íylgdist grannt
með ástandinu við landamærin.
„Við höfum sagt mjög skýrt að við
fordæmum tilraunir Serba til að
breiða átökin út og NATO hefur
tekið skýrt fram að bandalagið
muni líta allar árásir Serba yfir
serbnesku landamærin mjög alvar-
legum augum.“
Enn deilt um
friðargæslusveitir
Ivanov sagði eftir fundinn með
Albright í Ósló að Rússar væru enn
andvígir árásum NATO á Júgó-
slavíu en ákveðið hefði verið á fund-
inum að halda viðræðunum áfram.
Ráðherrarnir sögðu að þótt þeim
hefði ekki tekist að jafna ágreining
ríkjanna hefði fundurinn, sem stóð í
fjóra tíma, borið nokkurn ái'angur.
„Við höfum stigið skref framávið, ef
til vill ekki eins stórt og við vildum,
en samt skref framávið,“ sagði
Ivanov.
Rússneski utanríkisráðherrann
bætti við að ríkin greindi einkum á
um alþjóðlega herliðið sem stefnt
er að því að senda til Kosovo í því
skyni að framfylgja hugsanlegu
friðarsamkomulagi. Þau væru hins
vegar sammála um að brýnt væri
að íbúar Kosovo, sem flúið hafa
héraðið, fengju að snúa þangað aft-
ur.
Albright hvikaði ekki frá þeirri
afstöðu Bandaríkjastjórnar að
NATO yrði að vera „kjarni“ friðar-
gæslusveitanna. ívanov sagði að
Slobodan Milosevic Júgóslaviufor-
seti yrði að fallast á að hleypa frið-
argæslusveitum til Kosovo, en
NATO yrði einnig að hætta árásum
sínum til að greiða fyrir friðarvið-
ræðum.
Ráðherrarnir ræddu einnig við
Knut Vollebæk, utanríkisráðherra
Noregs og yftrmann ÖSE. Stjóm-
arerindrekar sögðu að Albright og
Vollebæk hefðu viljað kanna mögu-
leikann á því að Rússar tækju þátt í
friðargæslunni ef samkomulag
næðist um frið í Kosovo.
Flóttafólk í Kosovo
deyr úr sulti
Júgóslavneska fréttastofan
Tanjug sagði í gær að NATO hefði
gert árásir á hersjúkrahús og
skíðahótel í miðhluta Serbíu. Mikl-
ar skemmdir hefðu orðið á bygg-
ingunum en ekkert mannfall.
Wesley Clark, yfirmaður Evr-
ópuherafla NATO, og fleiri tals-
menn bandalagsins, hörmuðu í gær
að flugskeyti sem flugmaður
NATO-herþotu skaut til að eyði-
leggja brú í Júgóslavíu í fyrradag,
skyldi hafa lent á farþegalest. Sagði
hann flugmanninn ekki hafa komið
auga á lestina fyrr en of seint. Tíu
fórust.
Um 260.000 Kosovo-Albanar haf-
ast við án matar og drykkjar undir
berum himni í skógum og fjallahlíð-
um Kosovo og fréttir hermdu í gær
að nokkrir þeirra hefðu dáið úr
sulti. Ymsir sjúkdómar, svo sem
taugaveiki, kólera, maurakláði og
lungnasýkingar, væru einnig orðnir
algengir meðal flóttafólksins.
■ Árás NATO/24