Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Greiði bætur vegna
mistaka við kvótasölu
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíknr hefur dæmt
Ábyrgðai-sjóð Félags fasteignasala til að greiða íyr-
h-taekinu Haraldi ehf. á Dalvík 3,9 milljónir króna
með dráttarvöxtum frá 1995 vegna mistaka sem
gerð voru við sölu á bátinum Hildi Ara RE-888 og
veiðiheimildum til fyrirtækisins í október 1990.
Tilgangurinn með viðskiptunum var sá að Har-
aldur ehf var að kaupa aflaheimildir sem bátnum
fylgdu en ekki bátinn sjálfan. Viðskiptunum lauk
þannig að seljandinn gat ekki efnt samninginn því
að báturinn var seldur á nauðungaruppboði vegna
vanskila hans.
Kaupandinn, Haraldur ehf, höfðaði mál á hend-
ur Bergi Guðnasyni, lögmanni fasteignasölunnar
sem annaðist viðskiptin, til heimtu skaðabóta
vegna þess tjóns sem hann varð fyrir vegna fram-
angreindra viðskipta.
Lögmaður eða fasteignasali?
Lauk því máli með dómi Hæstaréttar þar sem
Bergur var dæmdur til að greiða 3.536.064 kr.
ásamt dráttarvöxtum og 400. 000 kr. í málskostn-
að eða samtals 3.936.064 kr. Sú upphæð fékkst
ekki greidd vegna gjaldþrots Bergs á árinu 1993
og því stefndi Haraldur ehf VIS, þar sem lögmað-
urinn hafði starfsábyrgðartryggingu, og ábyrgð-
arsjóði Félags fasteignasala.
Fyi'ir dómi snerist ágreiningur aðilanna um
hvort Bergur hefði við viðskiptin og samnings-
gerðina, en fulltrúi hans samdi samninginn, komið
fram sem lögmaður eða fasteignasali.
Niðurstaða dómsins er sú að um viðskipti með
atbeina löggilts fasteignasala hafi verið að ræða.
VIS var sýknað þar sem bótaskylda starfsábyrgð-
artryggingar lögmanns taki aðeins til gálausra
verka, mistaka eða athafnaleysis.
Þekkti ekki lagareglur
um aflaheimildaframsal
Munur á henni og ábyi'gðartryggingu fasteigna-
sala hafí verið sá að tjón, sem fasteignasali veldur
viðskiptamönnum sínum af ásetningi eða stórfelldu
gáleysi í starfí, skuli bætt af Ábyrgðarsjóði Félags
fasteignasala, en sé gáleysið ekki talið stórfellt
skuli það bætt af starfsábyrgðartryggingunni.
í dómi Hæstaréttar frá 1995 um bótaskylduna,
frá 15. júní 1995, sé rakið að samkvæmt yfirliti frá
október 1990 hafi vanskil skulda, tryggðra með
veði í skipinu, numið 5.459.847 kr. „Utborgun að
fjárhæð 3.500.000 kr. sem fasteignasalan veitti
móttöku hafi einungis að hluta verið ráðstafað til
gi-eiðslu vanskila, en seljanda afhentar 2.240.000
kr. Engar ráðstafanir hafi verið gerðar í því skyni
að koma í veg fyrir að lánardrottnar leituðu fulln-
ustu í skipinu vegna hinna miklu vanskila. Ekki
var með fullnægjandi hætti aflað gagna um veð-
bönd á skipinu og ekki var upplýst um haldsrétt
skipasmíðastöðvar í skipinu til tryggingar við-
gerðarkostnaði, eins og nánar greinir í dómi
Hæstaréttar. Þá voru kaupsamningar þessir
málamyndagerningar vegna sölu aflahlutdeildar
en fasteignasalinn hafði ekki kynnt sér lagaregl-
ur þar að lútandi. Þegar þetta er virt verður að
telja að um stórfellt gáleysi hafi verið að ræða af
hálfu fasteignasalans," segir í dómi Eggerts
Óskarssonar héraðsdómara, þar sem krafa um að
Ábyrgðasjóður Félags fasteignasala væri látinn
bæta kaupandanum tjón sitt með fyrrgreindum
hætti var tekin til greina.
Trygginga-
miðstöðin
hf. kaupir
Aðalstræti 6
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt að selja Tryggingamið-
stöðinni hf. eignarhlut borg-
arinnar í Aðalstræti 6 ásamt
hlutdeild í eignarlóð og er
kaupverðið 114,5 milljónir.
Réttur til að byggja
ofan á húsið
Kaupunum fylgir eignar-
hlutur í lóðinni Fischersundi
1 og hluti lóðarinnar við
Mjóstræti 5 og skal kaupverð
greiðast með jöfnum afborg-
unum á níu mánuðum, í fyrsta
sinn 15. apríl 1999. Þá fylgir
kaupunum hlutdeild í sam-
eign og réttur til að byggja
ofan á húsið.
Kaupandinn, Trygginga-
miðstöðin hf., tekur við öll-
um réttindum og skyldum
leigusala samkvæmt samn-
ingum.
Ólafur Tryggvason úrsmiður hefur séð um
klukkuna í Domkirkjunni síðastliðin sjötíu ár
Trekkir á hverjum þriðjudegi
Á HVERJUM þriðjudegi fer
Ólafur Tryggvason úrsmiður
upp í turn Dómkirkjunnar til
þess að trekkja kirkjuklukkuna.
Blaðamaður Morgunblaðsins
slóst í gær í för með Ólafí upp í
turninn, en þangað hefur hann
farið í nánast hverri viku síðast-
liðin 70 ár.
Kirkjuklukkan í Dómkirkj-
unni varð 100 ára í nóvember í
fyrra. Henni þarf að halda við
eins og öðru og ekki síst þarf
að trekkja hana þar sem hún er
ekkert annað en stækkuð út-
gáfa af gömlu heimilisklukkun-
um með lóðunum sem allir
þekkja. Ólafur Tryggvason hef-
ur séð um klukkuna síðan hann
var ungur lærlingur hjá Magn-
úsi Benjamínssyni úrsmiði sem
setti klukkuna upp þegar hún
kom frá Þýskalandi á sínum
tíma. Þó hafa nokkrir lærlingar
hans séð um klukkuna tíma-
bundið, svo 70 árin eru ekki al-
veg óslitin.
„Klukkan er í góðu ásigkomu-
lagi og gæti eflaust slegið næstu
100 árin,“ sagði Ólafur í gær, en
hann þekkir klukkuna manna
best. Að hans sögn breytir
klukkan sér lítið en það fer eftir
veðri, vindum og rakastigi lofts-
ins hvort hún flýtir sér eða
seinkar.
Klukkan stoppað örsjaldan
í tugi ára trekkti Ólafur klukk-
una með handafli. Lóðin eru þijú
og tekur það þau viku að síga
niður. Snúa þurfti 35 snúninga t.il
þess að ná hveiju lóði upp og var
það nokkuð strembið. „Þetta var
soddan galeiðuþrælkun. Eg varð
kófsveittur og þurfti iðulega að
fara í bað á eftir,“ sagði Ólafur
sem fyrir um áratug eða svo lét
smiða rafmagnstæki sem trekkir
lóðin. Með því sparar hann
krafta sína en samt sem áður er
ekki hægt að láta klukkuna vera
algerlega sjálfvirka af því að í
henni er slagverk og inn í það
má ekki grípa nema á vissum
tímum að sögn Ólafs. Þess vegna
verður hann að koma í hverri
viku.
Klukkan hefur gengið nánast
óslitið í rúm 100 ár. Olafur
minnist einungis nokkurra at-
vika þar sem hún stöðvaðist.
Eitt skiptið slitnaði strengur, í
annað fékk mjög snarpur jarð-
skjálfti hana til að stoppa og
stöku sinnum hafa vísamir á
klukkunum frosið fastir í mjög
mikilli vestanátt og snjókomu.
Ólafur minnist þess þegar ís-
lendingar voru með sumar og
vetrartíma. Þá þurfti hann að
koma á vorin og flýta klukkunni
um klukkustund á miðnætti og
seinka henni um klukkustund á
haustin. „Eg var farinn að hafa
það þannig að ég bauð eigin-
konunni út að borða á þessum
kvöldum. Við sátum róleg þar
til klukkan tæplega eitt, þá
pantaði ég leigubfl og sagði bfl-
stjóranum að fara að Dómkirkj-
unni. Bflstjórarnir horfðu yfír-
leitt undrandi á mig en fóru
þangað samt. Eg lét þá bíða fyr-
ir utan á meðan ég hljóp upp og
flýtti eða seinkaði klukkunni
eftir því sem við átti,“ sagði
Ólafur sem segist hafa orðið
„guðslifandi feginn þegar þeir
hættu þessari vitleysu að breyta
klukkunni."
Ólafur er á 89. aldursári en
lætur aldurinn ekki aftra því að
stunda þessa iðju sína. Vegna
slitgigtar í hnjám á hann þó orð-
ið erfitt með að ganga upp
bratta stigana í Dómkirkjunni
og alla leið upp í kirkjuturn.
„Það hlýtur að koma að því að
ég hætti þessu,“ segir Ólafur en
gefur ekkert í skyn um hvort
það verður á næstunni.
Morgunblaðið/RAX
ÓLAFUR Tryggvason hefur séð um að trekkja klukkuna í Dómkirkj-
unni nánast óslitið síðastliðin 70 ár, en hann er nú á 89. aldursári.
Ráðherra ræðir kennaraskort
Ljósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Texti eftir Sigurð Steinþórsson
jarðfræðing og formáli eftir frú Vigdísi Finnbogadóttur.
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500
TALIÐ er að nemendum grunnskóla
hér á landi fjölgi á næstu fjórum til
fimm árum í rúm 44 þúsund en fækki
aftur í tæp 42 þúsund á skólaárinu
2009-2010. Stöðugildi grunnskóla-
kennara á landinu eru nú rúmlega
3.200. Stöðugildum fjölgar á næstu
árum og verða um 3.450 árið 2004 en
fækkar svo aftur í tæplega 3.300 árið
2009. Þetta er niðurstaða nefndar á
vegum menntamálaráðherra sem
métið hefur þörf fyrir grunnskóla-
kennara fram til ársins 2010.
Viðræður við skóla-
stjórnendur í gær
Bjöm Bjarnason menntamálaráð-
herra kynnti niðurstöður nefndar-
innar á ríkisstjórnarfundi í gær.
Ráðherrann fékk einnig rektora
Kennaraháskóla íslands, Háskóla
íslands og Háskólans á Akureyri á
sinn fund í gær til að ræða niður-
stöður nefndarinnar og hugsanlegar
aðgerðir af hálfu i'íkisins til að mæta
viðvarandi kennaraskorti í grunn-
skólum landsins, að sögn Jónmund-
ar Guðmarssonar, aðstoðarmanns
menntamálaráðherra.
Hugmyndir um að Ijölga
nemendum í Ijarnámi
Á fundinum kom fram vilji til
samstarfs um aðgerðir í þessu efni.
Beinist athyglin einkum að því að
fjölga nemendum í fjarnámi. Fram
kemur í fréttatilkynningu frá
menntamálaráðuneytinu að ljóst sé
að Háskólinn á Akureyri geti tekið
við fleiri kennaranemum. Kennara-
háskóli íslands telur sér einnig fært
að fjölga nemendum. „Við erum að
kljást við aukna tímabunda þörf fyr-
ir fleiri stöðugildi kennara," segir
Jónmundur.
í niðurstöðum nefndarinnar kem-
ur fram að nemendum mun fjölga
mest á Reykjanesi og í Reykjavík en
fækka á Vestfjörðum, Norðurlandi
vestra og Austurlandi. Kennarar og
leiðbeinendur að störfum í grunn-
skólum nú eru 3.726. Þeim fjölgar í
rúm 4.000 árið 2004 en fækkar aftur
í um 3.835 árið 2009 að öðru
óbreyttu.
Ákvæði grunnskólalaganna 1995
um fjölgun kennslustunda kalla á
283 ný stöðugildi á átta árum. Fjölg-
un stöðugilda af þessum sökum
verður komin fram 2001-2002 að
mati nefndarinnar. Hlutfall leiðbein-
enda haustið 1998 var lægst í
Reykjavík, um 7%, og á Reykjanesi,
um 10%, en hæst á Vestfjörðum og
Norðurlandi vestra eða um 50%.
Fram kemur í niðurstöðum nefnd-
arinnar að flestir grunnskólakenn-
ara eru á aldrinum 45-49 ára og um
60% grunnskólakennara eru 40 ára
eða eldri. Eru líkur taldar á að um
70% nýrra kennara muni skila sér til
kennslustarfa.