Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins kynnt
Vilja verja milljarði til bar-
áttunnar gegn vímuefnum
HALLDÓR Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, telur að með
áframhaldandi skynsamlegri hag-
stjóm og markvissri og sldpulagðri
stefnu í atvinnumálum verði hægt að
auka hagvöxt um 3 til 4% á komandi
kjörtímabili. Með því verði hægt að
skapa svigrúm til að auka útgjöld til
lífskjarajöfnunar og velferðarmála
um 10 til 15 milljarða á næstu fjómm
ámm. Kom þetta fram í máli Hall-
dórs Asgrímssonar á blaðamanna-
fundi í gær þar sem framsóknar-
menn kynntu kosningastefnuskrá
sína fyrir alþingiskosningamar 8.
maí nk. í henni segir m.a. að Fram-
sóknarflokkurinn vilji ráðstafa 1.000
milljónum króna á næsta kjörtíma-
bili, til viðbótar því sem nú er gert,
til baráttunnar gegn vímuefnum.
„Við teljum að það sé til lítils að tala
um góðæri, aukna velferð og bættan
kaupmátt ef við tökumst ekki á við
þennan vágest,“ sagði Halldór.
Einnig vilja framsóknarmenn auka
útgjöld til heilbrigðis-, trygginga- og
annan’a velferðarmáia um tvo til
þrjá miUjarða á næsta kjörtímabili,
auka útgjöld til menntamála um tvo
milljarða og auka útgjöld til lífs-
kjarajöfnunar og til að tryggja rétt-
láta skiptingu þjóðartekna um fjóra
til fimm milljarðar.
Varðandi síðastnefnda atriðið
sagði Halldór að Framsóknarflokk-
urinn teldi það forgangsverkefni að
auka barnabætur og rétta hlut unga
fólksins. Framsóknarflokkurinn
leggur í því sambandi áherslu á að
skattalöggjöfín verði tekin til end-
urskoðunar svo hún styrki fjöl-
skylduna í stað þess að sundra
henni en einnig með það að mark-
miði að einfalda skattkerfið og
draga úr áhrifum jaðarskatta. Þá
leggur flokkurinn áherslu á að hluti
bamabóta verði án tekjutengingar
þannig að öll börn fái bamakort við
fæðingu sem verði 30.000 krónur á
ári. „Kortið nýtist foreldrum til
skattalækkunar eða greiðslu frá
ríkinu,“ segir í stefnuskránni. Þar
er ennfremur lögð áhersla á að fæð-
ingarorlof verði lengt í níu mánuði
og gert sveigjanlegra, m.a. með því
að styrkja rétt feðra.
Sölu ríkisfyrirtækja
haldið áfram
I kosningastefnuskránni er
einnig fjallað um atvinnumál, land-
búnar- og sjávarútvegsmál, svo eitt-
hvað sé nefnt. „Framsóknarmenn
Morgunblaðið/Þorkell
FRAMSOKNARMENN kynntu kosningastefnuskrá sína fyrir komandi alþingiskosningar á blaðamannafundi
í gær. F.v.: Finnur Ingólfsson, Halldór Ásgrímsson, Iiigibjörg Pálmadóttir og Valgerður Sverrisdóttir.
viija hafa forystu um breytingar á
fiskveiðistjómunarkerfinu til að
sátt náist um þetta grundvallarmál
íslensks samfélags, sátt sem er í
samræmi við réttlætiskennd þjóðar-
innar sem á auðlindina. Með starfi
auðlindanefndar Alþingis gefst gott
tækifæri til að reisa nýja þjóðar-
sátt,“ segir m.a. í stefnuskránni.
Þá sagði Halldór að framsóknar-
menn væru þeirrar skoðunar að iðn-
aðurinn byggi við mikla möguleika
til dæmis í þekkingariðnaði og að
því er varðaði orkumál og stóriðju
sagði Halldór að þeir vildu ná sem
bestri sátt milli nýtingar landsins
og atvinnumála. „Uppbygging at-
vinnulífsins og umhverfismála verð-
ur að haldast hönd í hönd en við
verðum að halda áfram að nýta okk-
ar gæði í landinu með sama hætti
og við höfum gert frá örófi alda.“
Að síðustu benti hann á að fram-
sóknarmenn gerðu ráð fyrir því að
verja hluta af þeim hagnaði, sem
fengist vegna sölu ríkisfyrirtækja á
næsta kjörtímabili, til samgöngu-
mála og annarra jöfnunarmála til að
efla byggð í landinu.
Askorun á Hall-
*
dór Asgrímsson
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi yfirlýsing frá
Valdimar Jóhannessyni, fram-
bjóðanda Frjálslynda flokksins í
Reykjaneskjördæmi:
„Hér með skora ég undirrit-
aður á Halldór Asgrímsson, for-
mann Framsóknarflokksins, að
mæta mér í kappræðum á opin-
berum vettvangi til að ræða þar
um þá hagkvæmni sem hann
fullyrðir að hafi hlotist af núver-
andi kvótakerfi. Þrátt fyrir að
áskorun frá mér hafi birst fyrir
rúmu ári í Mbl. að hann gerði
grein opinberlega fyrir þeirri
hagkvæmi fyrir þjóðarheildina
sem eigi að hafa hlotist af gjafa-
kvótakerfínu hefur hann ekki
lýst henni ennþá nema með
innihaldslausum fullyrðingum.
Ef Halldór Asgrímsson getur
sýnt fram á hagkvæmni kvóta-
kerfisins í umræðum þar sem
andstæð sjónarmið geta fengið
að njóta sín, hlýtur hann að
fagna því að fá tækifæri til þess
að kveða okkur andstæðinga
sína í þessu máli í kútinn.
Kjósendur eiga rétt á því að
heyra þessi rök. Ef hann verður
ekki við ítrekaðri áskorun minni
fyrir vikulok, jafngildir það að
mínu að hann geti ekki undir-
byggt fullyrðingar sínar með
rökum.“
Framboðslisti
Anarkista
á Islandi
ANARKISTAR á íslandi bjóða fram
í Reykjavík í Alþingiskosningum 8.
maí nk. Efstu nítján frambjóðendur
á lista þeirra eru.
1. Þórarinn Einarsson, 2. Hall-
gerður Pálsdóttir, 3. Magnús Egils-
son, 4. Heiða D. Liljudóttir, 5. Sig-
urður Harðarson, 6. Hallgrímur
Grétarsson, 7. Elvar Geir Sævars-
son, 8. Oskar Levy 9. Ragnar Eiríks-
son, 10. Anna Karen Símonardóttir,
11. Hákon J. Pétursson, 12. Sverrii-
Asgeirsson, 13. Sólver H. Hafsteins-
son, 14. Brynhildur Stefánsdóttir,
15. Arnar Óskar Egilsson, 16. Viggó
Jóhannsson, 17. Ragnar Þórisson,
18. Pjetur St. Arason og 19. Ragn-
heiður Eúíksdóttir.
Fundur um
siðferði í stjórn-
málum
VINSTRIHREYFINGIN - grænt
framboð heldur fund fimmtudaginn
15. apríl um siðferði í stjórnmálum í
kosningamiðstöðinni Suðurgötu 7 kl.
20.30. Frummælandi verður Jóhann
Björnsson, M.A. í heimspeki.
„I erindi sínu, sem kallast „Mun
minn tími koma?“, mun Jóhann ræða
ýmis álitamál sem tengjast siðferði
og metnaði stjórnmálamanna til
valda. Nefnd verða dæmi úr íslensk-
um stjórnmálum og þau rædd í ijósi
siðfræðinnar," segir í fréttatilkynn-
ingu.
Vestfírðir
Framboð
Húmanista-
flokksins
FRAMBOÐSLISTI Húmanista-
flokksins í Vestfjarðakjördæmi fyrir
alþingiskosningarnar í vor hefur ver-
ið samþykktur. Hann er þannig skip-
aður: 1. Stefán Bjargmundsson toll-
vörður. 2. Ólafur Þór Einarsson beit-
ingamaður. 3. Þór Örn Víkingsson
nemi. 4. Hrannar Jþnsson í'orritari.
5. Halldór Arnar Ulfarsson stuðn-
ingsfulltrúi.
Davíð Oddsson
fundar
á Akranesi
DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, heldur opinn fund
um stjómmál í Sal Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi í kvöld, mið-
vikudagskvöld, kl. 20.30. Fundurinn
er hinn fyrsti í fundarherferð Davíðs
í öllum kjördæmum landsins.
ERU ÞEIR AÐ FA’ANN?
Lá við slysi
í Soginu
ÞARNA veiða menn frá bakka Þrastarlundar, en víða er breidd
Sogsins mun meiri og alls staðar er þungur straumur sem krefst
aðgæslu veiðimanna sem út í vaða.
KULDAKASTIÐ hefur dregið
mjög úr veiðiskap þar sem hann
er á annað borð hafinn, en það
kemur ekki í veg fyrir að menn
reyni og dæmin sanna að kapp er
best með forsjá. Veiðimaður nokk-
ur er egndi fyrir bleikju í Soginu á
dögunum lenti a.m.k. í þeirri raun,
að missa fótanna langt úti á As-
garðsbreiðu og íljóta 50 til 100
metra með straumnum uns hann
náði botni aftur og gat staulast til
lands skelfingu lostinn. Þetta
óvænta bað veiðimannsins hefði
auðveldlega getað endað verr.
„Við fundum enga bleikju niðri
á töngunum í Asgarði og fórum
því upp úr. Byrjuðum á Asgarðs-
breiðu og þá sá ég að menn voru
að fá einhverja fiska Bfldsfells-
megin. Eg óð þá af stað og þetta
er þannig að maður finnur ekki
mikið fyrir straumnum og botninn
er góður. Þetta var auðvitað meira
kapp en forsjá og þegar ég sá að
malarbotninn þraut og dýpi var
framundan reyndi ég að bakka til
baka. En það var of seint, það
grófst undan mér og ég fór af
stað. Þetta var fjári kalt og þarna
var raunveruleg skelfing á ferð-
inni því maður veit ekkert hvað
gerist á næstu andartökum. En
þetta endaði þó vel með því að ég
náði aftur botni og þar óð félagi
minn út og aðstoðaði mig í land,“
sagði umræddur veiðimaður í
samtali við Morgunblaðið, en vildi
ekki láta nafns getið. Hann taldi
þó rétt að greint væri frá óhappinu
ef það gæti orðið mönnum áminn-
ing um að fara gætilega. Og þá
ekki aðeins í Soginu, heldur við öll
veiðivötn.
Þess má geta í þessu sambandi,
að SVFR leigir Asgarð, Bíldsfell
og Alviðru, en á þeim svæðum
þarf víða að vaða talsvert í Soginu
og alla tíð hefur félagið auglýst að
hverju leyfi fylgi björgunarvesti
sem hangi á snaga í veiðihúsun-
um. Fágætt er hins vegar að sjá
veiðimenn í Soginu íklædda slík-
um flíkum og að mati margra
kunnugra er mesta mildi hve
sjaldan alvarleg slys hafa orðið
við ána. Það er ekki aðeins hið
mikla vatnsmagn árinnar og gríð-
arlega þungur straumur sem víða
leynir á sér, heldur einnig að
endalausar og óvæntar vatns-
borðshækkanir vegna athafna
manna við virkjanir Sogsins hafa
löngum stóraukið hættuna. Nöfn
veiðistaða á borð við „Ysta nöf‘
ættu þó að duga til að hvetja
menn til árvekni við veiðar í Sog-
inu, því oft eru menn þar bókstaf-
lega á ystu nöf.