Morgunblaðið - 14.04.1999, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVTKUDAGUR 14. APRÍL 1999 13
FRETTIR
Morgu nblaðið/Þorkell
UM 60 manns tóku þátt í mótmælastöðu, sem Islandsdeild Amnesty International efndi til laugardaginn til
að mótmæla dauðarefsingum í Bandaríkjunum, en 31 maður hefur verið tekinn af Iifi þar það sem af er ár-
Dauðarefsing’um í Banda-
ríkjunum mótmælt
UM 60 manns tóku þátt í mótmæla-
stöðu íslandsdeildar Amnesty
International á Lækjartorgi á laug-
ardaginn, en verið var að mótmæla
dauðarefsingum í Bandaríkjunum.
„Það má kannski segja að þetta
hafi verið sorgarstaða frekar en
mótmælastaða," sagði Jóhanna K.
Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri
Islandsdeiidarinnar. Hún sagðist
ánægð með hvernig til tókst, en
sagði að hafa yrði í huga að lítil hefð
væri fyrir svona aðgerðum á ís-
landi. Hún sagði að fólk hefði staðið
með spjöid, sem á voru rituð nöfn
allra þeirra manna sem teknir hefðu
verið af lífí það sem af væri árinu í
Bandaríkjunum, en þeir væru 31
talsins.
Aðgerðirnar nú voru hluti af her-
ferð Amnesty gegn mannréttinda-
brotum í Bandaríkjunum, en her-
ferðin hófst hinn 6. október á síð-
asta ári.
Bandaríkjamenn skipa sér sess
með ríkjum á borð við írak, íran,
Nígeríu og Kína þegar kemur að
mannréttindabrotum á ákveðnum
sviðum, sagði Jóhanna. Hún sagði
að mikil aukning hefði verið á aftök-
um þar frá því þær voru ieyfðar á
ný árið 1976, en frá þeim tíma hefði
531 einstaklingur verið tekinn af lífi.
Jóhanna sagði að 38 fylki leyfðu
dauðarefsingar. Hún sagði að mörg
ríki ieyfðu einnig aftökur á geðfötl-
uðu fólki og á mönnum sem framið
hefðu glæp þegar þeir voru ekki
orðnir 18 ára gamlir, en að það væri
í andstöðu við alþjóðalög.
A laugardaginn var safnað undir-
skriftum, sem sendar verða til
Bandaríkjanna m.a. til Clinton. Þá
sagði Jóhanna að fulltrúar fslands-
deildarinnar hefðu komið sínum
málum á framfæri við sendiherra
Bandaríkjanna á fundi sem þeir
hefðu átt með honum í gær, en
sendiherranum var m.a. afhent bréf
þar sem afstaða samtakanna til
málsins kom fram.
Morgunblaðið/Sverrir
HELGI Magnússon, framkvæmdastjóri Hörpu, afhendir Hrólfi Jóns-
syni slökkviliðsstjóra viðurkenningu til handa slökkviliðinu fyrir vask-
Iega framgöngu.
Harpa heiðrar
slökkviliðið
Fjárreiður
V-Landeyjahrepps
Opinber
rannsókn
EMBÆTTI ríkislögreglustjóra hef-
ur ákveðið að verða við beiðni níu
íbúa V-Landeyjahrepps um að hefja
opinbera rannsókn á því hvort átt
hafí sér stað brot er varða almenn
hegningarlög, bókhaldslög, sveitar-
stjórnarlög, stjórnsýslulög og
skattalög hjá fyrrverandi oddvita
hreppsins Eggerti Haukdal og lög-
giltum endurskoðanda hreppsins.
Óskuðu íbúarnir ennfremur eftir
því við ríkislögreglustjóra að rann-
sakað yrði hvort kjörnir hrepps-
nefndarmenn hefðu sinnt störfum
sínum sem skyldi sem eftirlitsskyld-
ir aðilar samkvæmt sveitarstjómar-
lögum.
í þágu rannsóknar málsins hefur
efnahagsbrotadeild ríkislögreglu-
stjóra farið þess á leit við hrepps-
nefnd V-Landeyjahrepps, að hún
afhendi embættinu margs konar
gögn, þ.á m. yfirlit yfír allar endur-
greiðslur Eggerts Haukdals vegna
skuldar hans við sveitarsjóð, sem
nam rúmum 3 milljónum króna í
árslok 1997 samkvæmt gi-einargerð
KPMG Endurskoðunar varðandi
vinnu við ársreikning hreppsins fyr-
ir árið 1997. Ennfremur er óskað
eftir ljósriti ársreiknings V-Land-
eyjahrepps fyrir árið 1997 og ljós-
riti eða staðfestu endurriti allra
fundargerða hreppsnefndar þar
sem með fjailað er með einum eða
öðrum hætti um upphaflegan árs-
reikning fyrir árið 1997.
FORRÁÐAMENN Hörpu hf. veittu
á mánudag slökkviliðsmönnunum,
sem börðust við eldinn í vöru-
geymslu fyrirtækisins 31. janúar
sl., viðurkenningu fyrir að koma í
veg fyrir stórbruna með vasklegri
framgöngu við slökkvistörfin.
Harpa lét reisa verksmiðjuna á
Stórhöfða 1988 og var ekkert til
sparað til að uppfylla ýtrustu kröf-
ur yfirvalda varðandi brunavaruir
og hollustuhætti. Helgi Magnús-
son, framkvæmdastjóri Hörpu,
segir að ístak hf. hafi nú afhenti
fyrirtækinu hráefnisgeymsluna
fullviðgerða og tók verkið aðeins
um 50 daga.
„Við heiðruðum slökkviliðið fyr-
ir vasklega framgöngu og afhent-
um því 250 þúsund krónur til for-
varna- og fræðslustarfa. Við lítum
þannig á að slökkviliðsmennirnir
hafi komið í veg fyrir gríðarlegt
tjón. Við getum ekki annað en
dáðst að því hversu rösklega
slökkviliðsmenn gengu fram í
starfinu. Þeir réðust að eldinum úr
þremur áttum og náðu tökum á
þessum vágesti eftir klukkustund-
ar baráttu. Það fór því betur en á
horfðist og við í Hörpu sluppum
með skrekkinn," sagði Helgi.
Brynjólfur Mogensen á skurðlæknaþingi
• •
Oruggi bfll-
inn ekki til
ÁREKSTRAR og öruggar bifreiðar bílslysa varða einn bíl, útafakstur
nefndist erindi Bryjólfs Mogensen,
læknis á bæklunarlækningadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur, á þingi
skurðlækna í síðustu viku. Hann
sagði að ekld væri til algjörlega ör-
uggur bíll, það væri fjarlægt mark-
mið, en bflar væru misöruggir.
I samtali við Morgunblaðið
kvaðst Brynjólfur furða sig á því að
framleiðendur og innflytjendur
héldu fram ágæti öryggis bfla
sinna en síðan kæmi á daginn að
útkoma sama bfls í árekstrarpróf-
unum væri slæm. Vísaði hann þar
til prófana sérhæfðra stofnana á
þessu sviði í Evrópu og Bandaríkj-
unum. Hvetur hann neytendur til
að leita sér upplýsinga um slíkt á
netinu.
„Mér sýnist augljóst að það á að
mæla með þeim bflum sem fá fjór-
ar stjörnur í þessum prófunum og
sú almenna regla getur líka verið
mönnum til leiðbeiningar að far-
þegar og ökumenn í stórum bflum
sleppa betur frá höggi en fólk í litl-
um bfl,“ segir Bi-ynjóifur. Segir
hann erlendar tölur sýna að dánar-
tíðni á hverja milljón íbúa sé hærri
hjá þeim sem eru í smábflum en
stórum og hann taldi jepplinga
með í flokki lítilla bíla hvað þetta
varðar.
Dánartíðni vegna umferðarslysa
hefur lækkað að sögn Brynjólfs og
sömuleiðis hefur fækkað alvarlega
slösuðum. Hann sagði meirihluta
eða menn keyrðu á eitthvað og um
helmingur væri vegna hliðai'á-
rekstra. Hann sagði hliðar bíla því
ráða miklu um hvernig færi með
fólk í hliðarárekstri og mælti með
því að menn keyptu bfla með fjór-
um loftpúðum, þ.e. tveimur í mæla-
borði og hliðarpúða. Best væri þó
að þeir væru sex.
Brynjólfur lýsti þeirri skoðun
sinni að veita ætti afslátt af bflum
með ríkulegum öryggisbúnaði og
ætti fremur að skattleggja minni
bílana sem honum næmi. Taldi
hann sjálfsagt að koma á nokkurri
neyslustýi’ingu í þessum efnum.
Ælina
Fegurðin kemur innan fró
Laugavegi 4, sími 551 4473
Auglýsing frá
yfirkjörstjórn Vestfjarða
um móttöku framboða
til Alþingis
Frestur til að skila framboðum til Alþingis
rennur út kl. 12 á hádegi föstudaginn 23. apríl
nk. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýs-
ing allra sem eru á listanum um að þeir hafi
leyft að setja nöfn sín á listann. Þá skal til-
kynna skriflega hverjir tveir menn séu um-
boðsmenn listans. Framboðum í Vestfjarða-
kjördæmi, ásamt meðmælendalistum með
nöfnum 100-150 meðmælenda, verður veitt
móttaka í dómsal Sýslumannsembættisins á
ísafirði, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1,
ísafirði, 23. apríl kl. 8-12.
Einnig má skila framboðum beint til for-
manns yfirkjörstjórnar Vestfjarða,
Björns Teitssonar.
Aðsetur yfirkjörstjórnar Vestfjarða á kjördag
verður á 4. hæð Stjómsýsluhússins á ísafirði
og þar mun talning atkvæða fara fram.
ísafirði, 9. apríl 1999.
Yfirkjörstjórn Vestfjarða,
Björn Teitsson,
Birkir Friðbertsson,
Daði Guðmundsson,
Jens Kristmannsson,
Ólafur Helgi Kjartansson.