Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Ný tækni
með
Snerti-
banka
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar dómkröfum Valdimars Jóhannessonar
Ekki skylt að færa útveggi í
horf samþykktrar teikningar
Sigling víkinga-
skips vestur um
haf ræðst 1 vikunni
SNERTIBANKI var tekinn í
notkun hjá Sparisjdði Hafnar-
fjarðar í fyrradag og varð Geir
H. Haarde Qármálaráðherra
fyrstur til að notfæra sér þjón-
ustu hans. Með Snertibankanum
geta menn sjálfir greitt gíróseðla
með debetkorti og er þessari
tækni ætlað að létta á gjaldker-
um. Snertibankinn er árangur
þróunarstarfs Sparisjóðs Hafnar-
fjarðar og SPRON. Myndin er
tekin í Sparisjóði Hafnarfjarðar
þegar tækið var tekið í notkun.
Frá vinstri: Þór Gunnarsson
sparisjóðsstjóri, Geir H. Haarde
og Matthías A. Mathiesen, stjórn-
arformaður sparisjóðsins.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hafnaði á mánudag dómkröfum
Valdimars Jóhannessonar m.a. þess
efnis að Borgarsjóður Reylyavíkur,
Tríton ehf., Gerpir sf. og Renata
Erlendsson skyldu færa útveggi í
austurenda 1. hæðar hússins nr. 20
við Hafnarstræti í Reykjavík í það
horf sem samþykkt teikning frá 22.
desember 1977 gerir ráð fyrir.
Héraðsdómur féllst hins vegar á
þær kröfur aðalstefnanda að
stefndu skyldu færa innréttingar og
skilrúm í miðrými hússins, þ.m.t.
snyrtiaðstöðu, í það horf sem um-
rædd teikning gerir ráð fyrir.
Valdimar keypti verslunanými á
1. hæð hússins árið 1978, sem
markast af miðrými að austanverðu
og Hafnarstræti að norðanverðu,
58,05 fm ásamt 11,05 fm hlutdeild í
sameign. í kaupsamningi var tekið
fram að kaupanda væri kunnugt um
að biðskýli verði fyrir SVR á 1. hæð.
Auk séreignar aðalstefnanda telst
hlutdeild hans í sameign nú vera
12,01 fm og eignarhluti hans alls
3,65% af heildareigninni.
Gerðar voru breytingar á 1. hæð
hússins á grundvelli byggingarleyf-
is frá 23. október 1996, sem fólust í
því að sett var upp rennihurð á
norðurhlið austurendans svo og á
suðurhlið. Þá voru mörk austur-
rýmis að sunnanverðu við stiga-
kjarnann 1,50 m vestar en sem
svarar mörkum séreignarhluta
samkvæmt uppdrættinum frá 1977
og þeim eignahlutföllum sem
greind eru í sameignar- og eigna-
skiptasamningi frá 30. nóvember
1978. Mörk austurrýmis að norðan-
verðu við stigakjarnann voru enn-
fremur 2,10 m vestar en sem svar-
ar mörkum séreignarhlutans. Þá
hafði snyrtikjarni verið innlimaður
frá miðrými í rými austurenda og
mörk hans uppleyst og endurgerð.
Einnig voru dyr milli miðrýmis og
séreignarýmis stefnanda stækkaða
og færðar lítið eitt.
Aðalstefnandi taldi að fram-
kvæmdir stefndu í húsinu brytu
gegn lögvörðum rétti hans þess efn-
is að ekki yrði hnikað frá sam-
þykktri teikningu og þinglýstum
gögnum hvað varðar inngöngudyr
og gönguleiðir um húsið, ráðstöfun
sameignar eða afmörkun á séreign
nema eftir formlega umfjöllun á
húsfélagsfundi og að fengnu sam-
þykki allra þeirra eigenda sem
hagsmuna hafa að gæta.
Húsnæðið verðlagt með
hliðsjón af góðri staðsetningu
Taldi aðalstefnandi að húsnæði
sitt hefði verið verðlagt á sínum
tíma með hliðsjón af góðri stað-
setningu í húsinu og að hin sam-
þykkta teikning gerði ráð fyrir því
að inngangur í húsnæði hans úr
miðrými hússins blasti við öllum
þeim sem erindi áttu í Húsið og
greið leið að rými hans fyrir alla
viðskiptavini hússins, þ.m.t. við-
skiptavini SVR og/eða annars
rekstrar sem í framtíðinni kynni
að verða í mið- og austurenda
hússins.
Aðalstefnandi taldi einnig að
venilegir hagsmunir væru fyrir sig
að ekki yrði hróflað við teikningunni
frá desember 1977. Breyting
stefndu á 1. hæð hússins leiddi til
þess að sölubúð/veitingasala í aust-
urenda 1. hæðar fengi svo til enga
samkeppni frá hliðstæðum rekstri í
húsrými stefnanda. Væri því ljóst
að veruleg fjárhagsleg _ röskun
fylgdi þessari breytingu. I reynd
væru stefndu með breytingunni að
færa veruleg verðmæti frá stefn-
anda til þeirra stefndu sem eiga
rekstraraðstöðu í austurenda 1.
hæðar.
Að mati dómsins var breytingin
hins vegai' ekki veruleg og hefði
hún verið löglega ákveðin á grund-
velli samþykkis aukins meirihluta
húseigenda sem 2. mgr. 30. gr. fjöl-
eignarhúsalaga.
ÞAÐ ræðst væntanlega í þess-
ari viku hvort samningar
takast uni siglingu víkinga-
skipsins íslendings vestur um
haf í tengslum við 1.000 ára
landafundaafmæli.
Gunnar Marel Eggertsson,
eigandi skipsins, segir að
samningar um ætlaða siglingu
vestur um haf hefðu þurft að
vera frágengnir fyrir mánuð-
um svo hægt væri að hefja
undirbúning siglingar. Nú sé
enn óljóst hvort af siglingu
verði vegna óvissu um fram-
kvæmdaatriði og fjármögnun í
viðræðum við landafunda-
nefnd.
Gunnar Marel var á mánu-
dag á fundi með samgönguráð-
herra Nýfundnalands og for-
stjóra strandgæslu Nýfundna-
lands í Vestmannaeyjum, þar
sem sigling skipsins var til um-
ræðu. „Við vorum að fara yfir
ákveðna punkta varðandi þessa
siglingu en það er ekkert
ákveðið ennþá og það er mjög
bagalegt því á meðan er ekki
hægt að hefja undirbúninginn
fyrir alvöru,“ sagði Gunnar
Marel. Hann sagðist hafa miðað
við daginn í gær sem úrslita-
dag um hvort af siglingu yrði
en nú ætlaði hann að bíða út
þessa viku með endanlega
ákvörðun.
Gunnar Marel sagði að upp-
haflega hefði ætlunin verið að
siglt yrði til Nýfundnalands og
síðan suður til New York en nú
Iiti út fyrir að einungis yrði
siglt til Halifax.
Hann sagði að haffærni
skipsins og slík ati'iði lægju ljós
fyrir og ráðgert væri að 9-10
manns yrðu í áhöfn skipsins á
siglingunni.
Snjóflóð féll við Reyðarfjörð
Snjóflóð féll í Grænafelli á veginn
til Egilsstaða um 5 kílómetra innan
við Reyðarfjörð, en ekki er vitað
hversu stórt flóðið var, en það lok-
aði veginum. Vegurinn verður opn-
aður um leið og veður leyfir.
Vegurinn frá Reyðarfírði að Fá-
skrúðsfírði var ófær en fært var
þaðan og suður að Höfn í Horna-
fírði. Þá voru Skeiðarár- og Mýr-
dalssandur ófærir vegna sand-
Morgunblaðið/Þorkell
Steingrímsfiarðarheiðin ófær
Á Vestfjörðum var Steingríms-
fjarðarheiðin ófær, en hún verður
mokuð í dag, annars voru veður og
færð ágæt á Vestfjörðum í gær.
Veðurstofan spáir suðvestan kalda
og slydduéljum á Vestfjörðum í dag.
Á Norðurlandi var ástandið
ágætt í gær, Oxnadalsheiðin var
fær en ófært var út á Dalvík og til
Olafsfjai'ðar, en opna átti veginn
þangað um leið og veður skánaði.
ÞEIR brugðu sér um borð í víkingaskipið íslending í Vestmannaeyjahöfn í fyrradag. Frá vinstri: Halldór
Blöndal samgönguráðherra, Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Charles J. Furey, sam-
gönguráðherra Nýfundnalands, og Gunnar Marel Eggertsson, eigandi fslendings.
Ofært víða um landið vegna ofankomu og slæms skyggnis
Blindbylur og stór-
hríð á Austurlandi
ALLIR fjallvegir á Austurlandi
voru ófærir í gær, en veður var með
versta móti, blindbylur og stórhríð.
Þetta kom fram þegar Morgunblað-
ið hafði samband við Vegagerðina
og lögreglu í gær.
Það var á mánudagskvöld sem
vegir fóru að lokast og í gær var svo
komið að Mývatns- og Möðru-
dalsöræfín voru ófær, sem og
Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði,
Oddsskarð og Fagridalur. í Fa-
gradal báðu ökumenn þriggja bíla
um hjálp vegna ófærðarinnar, en
tveir bílanna voru jeppar en sá
þriðji var póstflutningabíllinn. Að
sögn lögreglunnar á Egilsstöðum
voru mennirnir ekki í teljandi hættu
heldur báðu þeir um hjálp vegna
þess að þeir treystu sér ekki til að
halda áfram leið sinni til Egilsstaða.
Það var Björgunarsveitin á staðn-
um sem kom mönnunum til hjálpar.
storms sem þar geisaði. Veðurstof-
an spáir norðvestan kalda og síðan
hægri breytilegri átt á Austurlandi í
dag.
Að Suðurlandi og Suðausturlandi
undanskildu var færð víða mjög
slæm í gær og fyrradag og þá sér-
staklega miðað við árstíma, en sam-
kvæmt upplýsingum frá Vegagerð-
inni er ekkert sérstaklega óalgengt
að vegir verði ófærir um miðjan
aprflmánuð. Vegir á Miðhálendinu
eru allir ófærir og þá var Holta-
vörðuheiðin lokuð frá mánudegi og
þar til á hádegi í gær, en í gær var
aðeins stórum bílum og jeppum
hleypt yfir heiðina, þvi þar var þæf-
ingsfærð og skafrenningur. Bratta-
brekka var einnig ófær í gær, en
ástandið á Snæfellsnesi og í Dölum
var þokkalegt. Veðurstofan spáir
vestlægri átt, golu eða kalda og
slydduéljum á Vesturlandi í dag.
Fært var um Víkurskarð og til
Húsavíkur, en ófært var á Tjörnesi
og þungfært þaðan og til Raufar-
hafnar og með ströndinni til Vopna-
fjarðar. Létta á til á Norðurlandi
eystra í dag en spáð er hægri vest-
lægri eða breytilegri átt. Á Norður-
landi vestra er spáð suðvestan golu
og éljagangi síðdegis í dag.