Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 20
AUK k936-23
20 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
□agskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvaemt 4.04 grein
samþykkta félagsins.
2. Tillögur um breytingu á 2. gn samþykkta félagsins
varðandi heimild til útgáfu rafnænna hlutabréfa
og 5. gr. samþykkta félagsins varðandi fækkun
varastjórnarmanna úr fimm í tvo.
3. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin
hlutabréfum í félaginu.
4. Önnur mél, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegartillögur og reikningarfélagsins
liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til
sýnis.
Aðgöngumióar og fundargögn veróa afhent á
fundarstað.
Stjórn Marel hf.
ia/funcíur A/Tare/ h~if.
Orðsending til hluthafa
Aóalfundur Marel hf. verður haldinn fimmtudaginn
15. apríl nk. kl. 16:00 í húsnæöi félagsins að
Höfðabakka 9, Reykjavík.
MARK
Hádegisverðarfundur
ílVSARK*
á Hótel Sögu, Ársölum, 2. hæð,
fimmtudaginn 15. apríl kl. 12.00-13.30
/
Utvarpsauglýsingar
Miklar breytingax hafa orðið á útvarpsmarkaðnum á
undanfömum missemm. Nýjar stöðvar hafa skotið
upp kollinum sem stíla beint inn á afmarkaða mark-
hópa. Minni stöðvar hafa verið að eflast og erlend
þekking og reynsla er notuð til gmndvallar hjá þeim
flestum.
íslenskar útvarpsstöðvar hafa náð að laða til sín u.þ.b.
fimmtung af því fé sem varið er til auglýsinga hér-
lendis og er það allt að þrefalt meiri árangur en
útvarpsstöðvar í nágrannalöndunum geta státað af.
Hvemig er íslenski útvarpsmarkaðurinn samanborið
við það sem er að gerast í Vestur-Evrópu og Banda-
ríkjunum? Á hlutfall útvarpsauglýsinga á auglýsinga-
markaðnum eftir að breytast?
Ræðumenn:
Bmce Law, útvarpsstjóri Fíns miðils.
Viktor Ólason, auglýsingastjóri
Islenska útvarpsfélagsins.
Þorsteinn Þorsteinsson,
forstöðumaður markaðssviðs RÚV.
Fundarstjóri:
Helga Þóra Eiðsdóttir,
forstöðumaður
Vildarklúbbs Flugleiða.
Verð: 1.500 kr. fyrir þá sém greitt hafa félagsgjöld
ÍMARK en 2.500 kr. fyrir aðra. Innifalið er léttur
hádegisverður og kaffi.
Morgunblaðið/Sverrir
REKSTRARAÐILAR í Kringlunni fjölmenntu er endurbætur á Kringlunni voru kynntar á fundi í gær.
Samningum við alla rekstraraðila í endurbættri Kringlu lokið
Ahersla á merkjavöru,
fólksflæði og veitingar
HINN 30. september næstkom-
andi er stefnt að opnun nýrrar og
endurbættrar Kringlu með stór-
auknu verslunarrými, fleiri bfla-
stæðum, tengingu við Borgarleik-
hús og aukningu veitingastaða svo
eitthvað sé nefnt, auk þess sem
endurnýjaðar verða innréttingar í
núverandi húsnæði.
Þeir sem leið hafa átt fram hjá
lóð Kringlunnar í vetur hafa tekið
þar eftir krönum og stórvirkum
vinnuvélum að verki auk þess sem
nágrannar Kringlunnar hafa nötr-
að vegna tíðra sprenginga á svæð-
inu. Samkvæmt Ragnari Atla Guð-
mundssyni, stjórnarformanni Kr-
inglunnar, miðar framkvæmdum
vel og eru þær nú nokkra daga á
undan áætlun, að hans sögn.
GK, Boss, MacDonald’s
og Marco Polo
Breytingamar voru kynntar eig-
endum og rekstraraðilum í Kringl-
unni á fundi á Hótel Loftleiðum í
gær.
I endurbættu húsnæði Kringl-
unnar verða áherslur þær helstar
að framboð merkjavöru verður
aukið, styrkja á fólksflæði inn í
suðurenda hússins, veitingastaðir
verða mun fleiri og fjölbreyttari,
og aukin áhersla verður lögð á
verslanir og afþreyingu fyi-ir tán-
inga, 13 ára og eldri.
Ragnar Atli fór yfir breytingarn-
ar með fundarmönnum, en í máli
hans kom m.a. fram að leigusamn-
ingum um öll laus pláss í Kringl-
unni væri nú lokið.
Meðal þeirra verslana sem koma
'til með að verða í hinni endurbættu
Kringlu er kvenfataverslunarkeðj-
an Sasha frá Irlandi, sú stærsta
sinnar tegundar þar í landi, Marco
Polo frá Þýskalandi, sem einnig sel-
ur kvenföt, Eurosko frá Noregi
sem væri stærsta skóbúðarkeðja
þar í landi, ný heilsubúð, 2.300 fer-
metra útivistarverslun ásamt fleiru.
Einnig munu verslanirnar
Dressmann, Knickerbox og GK,
sem allar reka verslanir á Lauga-
veginum koma í Ki-ingluna, og
stefnir GK á að versla með kvenfót
í Kringlunni. Að auki munu eigend-
ur Evu Gallery reka vei-slun með
fatnað frá In Wear og Matinique
og Hugo Boss verslun verður opn-
uð. Auk þessa mun verslunin 17
færa sig um set og verða þar sem
veitingastaðimir Kvikk eru núna,
en þar sem verslunin 17 er núna
munu eigendur 17 opna verslun
með nýju heiti.
Eins og komið hefur fram verður
verslunin Byggt og búið ekki leng-
ur á þeim stað sem hún er á núna
en að sögn Ragnars verður versl-
unin einungis færð til innan Kr-
inglunnar.
Um veitingastaði sagði Ragnar
að miklar breytingar væra í vænd-
um og alls yrðu 5 veitingastaðir,
sem yrðu í samkeppni við veitinga-
staði í miðbænum, í Kringlunni auk
þess sem skyndibitastöðum mun
fjölga mikið.
Veitingastaðirnir 5 verða; einn
franskættaður og einn ítalskættað-
ur, Romanos, auk þess sem Hard
Rock Café verður áfram rekið lítil-
lega breytt, Kringlukráin verður
rekin sem veitingastaður á daginn
og Nýja kökuhúsið rekur kaffihús.
Skyndibitastaðirnir verða af
ýmsum toga. Ricci Chan verður
áfram með austurlenskan mat,
staðm- með grænmetisfæði verður
opnaður, Subway og Dominos
verða áfram með útibú auk þess
sem MacDonald’s hefur samið um
opnun staðar í Kringlunni. í
tengslum við innreið MacDonald’s í
Kringluna mun Jarlinn hætta með
hamborgarasölu og fara yfir í
kjúklinga og grillmeti.
Inngangar og torg breytast
Richard Abrams skipulagsarki-
tekt fór yfir breytingarnar í smáat-
riðum. Hann sagði meðal annars að
lýsingu í Kringlunni yrði allri
breytt, m.a. með það að markmiði
að Kringlan yrði ekki eins í dag og
hún var í gær, andrúmsloftið yrði
mismunandi dag frá degi. Einnig
mun inngöngum á jarðhæð verða
breytt mikið og lýsingu þar breytt
einnig.
A torginu framan við Nýkaup,
þar sem nú er tjörn og bekkir,
verða settir upp kaffistaðir og
skipt verður um rúllustiga, nýr
rúllustigi verður gegnsær og upp-
lýstur innan frá.
Richard gerði ytra útlit verslana
að umtalsefni og hvatti verslunar-
fólk til að huga sérstaklega að því
fyrir 30. september.
Aðlaðandi bflastæðahús
Steve Christer arkitekt og Krist-
inn Hrafnsson myndlistarmaður
kynntu síðan samstai-fsverkefni
sitt við hönnun nýs bflastæðahúss
Kringlunnar og útivistarsvæðis í
grennd við bflastæðið.
Mikið er lagt upp úr því að sólar-
ljós eigi sem greiðastan aðgang að
öllum helstu stöðum á svæðinu,
hvoi-t sem er að vetri eða að sumri
til. Lagði Steve mikla áherslu á að
bílastæðahúsið yrði aðlaðandi enda
er það að hans sögn andlit Kringl-
unnar, rýmið sem heimsóknin í Kr-
ingluna byrjar í.
Þeir segja að samvinna þeirra
hafi grandvallast á því að í staðinn
fyrir að setja upp listaverk á af-
mörkuðum stöðum í nýbygging-
unni hafi verið ákveðið að skapað
yrði eitt sameiginlegt listaverk,
sem væri heildarhönnunin. Þó
verður eitt listaverk sett upp,
nokkurs konar kassi sem hægt
verður að ganga upp á en inni í
honum verða innsiglaðar minjar úr
samtímanum.
Læst þar til Kringlan
verður rifin
Á fundinum biðlaði Kristinn til
verslunareigenda í Ki-inglunni um
að leggja til vörar í kassann, en
honum yrði síðan læst og ekki opn-
aður fyrr en Kringlan yrði rifin
einhverntima í ókominni framtíð,
og munirnir þá fluttir á Þjóðminja-
safnið.
„Hvað er list? spyrja menn.
Stundum er svarað: list er það sem
listamenn gera, en við það má
bæta: List er það sem listamenn fá
aðra tfl að gera,“ sagði Kristinn og
átti þar við þátttöku verslunar-
manna í verkefninu.
Ragnar Atli minntist sérstaklega
á frétt Morgunblaðsins af þátttöku
Baugs í verslunarmiðstöðinni í
Smáralind í blaðinu á þriðjudag og
hvatti til umræðu um málið í sam-
hengi við verslun í Kringlunni.
Umræður um málið urðu hins
vegar engar á fundinum. Ragnar
sagði í samtali við Morgunblaðið að
enn væri of snemmt að álykta um
áhrif Smáralindar á Ki-ingluna og
sagði hann að sér þætti óraunhæft
hjá aðstandendum Smáralindar að
stefna að því að opna miðstöðina ár-
ið 2001, eins og lýst hefur verið yfir.
„Kiinglan hefur margt fram að
færa umfram Smái-alind. Hún hefur
t.d. staðsetninguna, en 70.000 bflai-
fai-a um nálæg gatnamót, Miklu-
braut/Kringlumýrarbraut, á dag.
Kringlan hefur einnig verið við lýði í
12 ár og hefur eflst að reynslu og
þekkingu á þeim tíma og í Kringl-
unni er rjómann af kaupmönnum á
Islandi að finna,“ sagði Ragnar.
Ragnar telur að Smáralindin
komi ekki til með að hafa neikvæð
áhrif á Kringluna, nema þá í
mesta lagi til skamms tíma. „Kr-
inglan verður miðbæjarverslunar-
miðstöð en Smáralind verður út-
hverfaverslunarmiðstöð og þar er
munur á.“