Morgunblaðið - 14.04.1999, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 27
ERLENT
Prodi fellur frá fram-
boði til Evrópuþingsins
Strassborg. Reuters.
ROMANO Prodi, sem útnefndur
hefur verið næsti forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins (ESB), ítrekaði í gær heit
sitt um að hrinda fljótt og örugg-
lega í framkvæmd róttækum um-
bótum á framkvæmdastjórninni.
Hann tilkynnti ennfremur að hann
væri hættur við framboð til Evr-
ópuþingsins, sem hann hafði fram
að því staðið fast við og verið gagn-
rýndur fyrir, meðal annars af Evr-
ópuþingmönnum.
)vAð vera í framboði í [Evrópu-
þings-jkosningunum gæti valdið
óeiningu og ég er hér ekki til að
kljúfa, ég er hér til að skapa ein-
ingu,“ sagði Prodi, sem er fyrrver-
andi forsætisráðherra Italíu, í
ávarpi til Evrópuþingsins í Strass-
borg.
Þingið þarf að samþykkja emb-
ættisútnefningu Prodis, sem leið-
togar ESB tóku ákvörðun um á
fundi sínum í Berlín fyrir þremur
vikum.
I fyrstu ræðu sinni fyrir Evrópu-
þinginu frá því hann var valinn arf-
taki Jacques Santers hét Prodi
meðal annars „róttækum umbótum
á framkvæmdastjóminni“, á
grundvelli „aukinnar skilvirkni, al-
gers gegnsæis og óskoraðrar
ábyrgðar".
Forsetinn hafi meira
að segja um val meðlima
Hann lagði áherzlu á að sam-
bandið þyrfti á sterkri fram-
Romano Prodi
kvæmdastjórn að halda. Hann hét
því að einstakir meðlimir hennar
yi'ðu látnir sæta ábyrgð á embætt-
isfærslum sínum. Þá sagði hann að
forseti framkvæmdastjórnarinnar
ætti að hafa meira um það að segja
hverjir veljist með honum í hið 20
manna teymi.
Sumarið er í Soldis. Blómstrandi potta-
plöntur, afskorin blóm og silkitré, auk
blómapotta, kerta og fallegrar gjafavöru.
Soldis er sérverslun með silkitré og silkiblóm,
plöntur sem líta út fyrir að vera raunverulegar, eru
sígrænar og alltaf jafn fallegar en þurfa hvorki
vatn né aðra umhyggju. Þú getur valið um margar
tegundir trjáa og blóma í öllum stærðum og verð-
flokkum. Komdu í verslunina í Kirkjuhvoli (við
Dómkirkjuna) og líttu á úrvalið.
Opið
mán.-fös. kl. 12-18
lau. kl. 11-14
Sími 551 2040
^oídió
KIRKJUHVOLI
Á fundum með þingflokkum
Evrópuþingsins í síðustu viku
sagði Prodi að hann léti ekki ata
sér út í að taka við stjórn fram-
kvæmdastjórnarinnar í hasti, né
heldur myndi hann láta tíma-
pressu hafa áhrif á sig við val hins
19 manna teyfnis sem á að skipa
framkvæmdastjórnina með hon-
um. Með þeim breytingum sem
samþykktar voru á með Amster-
dam-sáttmálanum, sem gengur í
gildi 1. maí, fær forsetaefnið að
hafa aukin áhrif á hverjir veljast
með honum til að sitja í fram-
kvæmdastjórninni næsta fimm ára
skipunartímabil. Eftir að ríkis-
stjórnir aðildarríkjanna fimmtán
hafa tilnefnt menn sem þær vilja
sjá í framkvæmdastjórninni fær
forsetaefnið að segja áht sitt á
þeim tilnefndu áður en endanleg
ákvörðun er tekin um þá.
„Við ætlum okkur ekki að nefna
nein nöfn, enn sem komið er. Við
ætlum að ræða um eiginleika og
vandamál. Þetta verður að vera
liðsheild sem lofar góðu um árang-
ur,“ sagði Prodi á fundi með þing-
flokki kristilegra demókrata á Evr-
ópuþinginu í síðustu viku.
Fæst í flestum apótekum
Dreifing T.H. Arason sf.,
fax/sími 554 5748 og 553 0649
Upplýsingakerfi
KERFISÞROUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfisthroun
Nú er rétti tíminn fyrir:
W ÆS
RÁÐGJÖF.
SÉRFRÆÐINGA
UM GARÐ-
OG GRÓÐURRÆK7
Heldur trjábeðum og
gangstígum lausum
við illgresi.
Œ) GRÓÐURVÖRUR
VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA
Smjðjuvegi 5, Kópavogi, sími: 554 3211
Hundruð þúsunda Kosovobúa hafa hrakist á flótta vegna
átakanna i Júgóslavíu að undanförnu. Fólkið þarf á brýnustu
nauðsynjum á borð við mat, hreinlætisvörur og teppi að halda.
Munið söfnunarreikning okkar í SPRON, 1151-26-12
(kt. 530269-2649) og gíróseðla í bönkum og sparisjóðum.
Nánari upplýsingar í síma 570 4000
+
Rauði kross íslands
ARGUS / ÖRKIN /SÍA GV023