Morgunblaðið - 14.04.1999, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
BERNSKIR
DRAUMAR
SUMARDRAUMUR rjúpunnar, eftir Þórð Valdimarsson.
«-? & - ■ ■■* ■
■ ’ ’'í®^Si£
LOKI Laufeyjarson og Sigyn kona hans, umlukin
orminum, eftir Guðrúnu Jónasdóttur.
PÉTUR frá Bíldsey, sofandi í bátnum,
eftir Sigurlaugu Jónasdóttur.
MY1\PL1ST
Mcnningariniðstöðin
Gerðuberg
BLÖNDUÐ TÆKNI GUÐRÚN
JÓNASDÓTTIR; SIGURÐUR
EINARSSON; HJÖRTUR
GUÐMUNDSSON; SIGURLAUG
JÓNASDÓTTIR; SVAVA
SKÚLADÓTTIR og ÞÓRÐUR
VALDIMARSSON /KÍKÓ
KORRIRÓ
Til 9. maí. Opið mánudaga til fímmtu-
daga frá kl. 9-21; föstudaga frá kl.
9-19 og frá kl. 12-16 um helgar.
ROSKNUM einföi'um fer fjölg-
andi í myndlistinni, en slíkii- lista-
menn njóta þess öðrum fremur að
ekkert og enginn getur truflað þá í
sköpunarferlinu. Með því er átt við
það að rosknir einfarar þurfa ekki
að burðast með listaheiminn og
listkerfið á bakinu líkt og ungir
kollegar þeirra neyðast til að gera.
Sú staðreynd veitir þeim einstakt
frelsi tO að gera hvaðeina sem
hugurinn girnist, en um leið gætir
ákveðins andvaraleysis gagnvart
list þeirra eins og væri hún ekki
fullgild né fyllilega metin að verð-
leikum.
Vissulega verður ekki í móti
mælt að bernskir listamenn standa
utan við þann vettvang þar sem
mest og áköfust umræða fer fram
um nýjungar í faginu og gildi
þeirra fyrir listræna framvindu.
En meðan slík umræða er af jafn
skornum skammti meðal okkar og
raun ber vitni skera einfaramir sig
minna úr heildarmengi listamanna
en ætla mætti í fyrstu.
Flestir íslenskir listamenn eru
einfarar og undanfama tvo áratugi
hafa bernskir listamenn haft
ómæld áhrif út fyrir raðir sínar.
Það nægir að skanna grandvöll
nýja málverksins á íslandi, á 9.
áratugnum, til að sjá hve ríkulega
ungir málarar sóttu í uppsprettur
næfrar listar. Það má næstum full-
yrða að bemskir alþýðumálarar
hafl verið íslenskum nýmálurum
áþekkur brannur og Afríkulistin
kúbístunum í upphafi aldarinnar.
Ástæðan virðist augljós. í listheimi
þar sem meginmálið felst í því að
sanna einlægni sína - ólíkt því sem
gerðist á öldunum áður, þegar
fæmi listamannsins var aðalatriðið
- geta bemskir listamenn ekki
verið annað en fyrirmynd því ein-
lægni þeirra verður vart dregin í
efa.
Það er vert að hafa þetta í huga
þegar litast er um á sýningunni
„Hjartans list“, samsýningu sex
einfara í Gerðubergi. Valið á þátt-
takendum er býsna gott því sex-
menningamir bera vitni þeirri
breidd sem einkennir íslenska næf-
urlist. Henni má gróflega skipta í
femt. Bernskir listamenn skiptast í
tvennt varðandi yrkisefni. Annars
vegar era allraunsæjar lýsingar á
einhverju eftirminnilegu úr at-
vinnulífinu forðum líkt og ógleym-
anlegur Ullarþvottur Sigurlaugar
Jónasdóttur frá 1970, eða frábær
Kofnareyting hennar frá 1989. Sig-
urlaug er meistaralegur mynd-
sagnamálari, nákvæm, ljóðræn og
gamansöm.
Hins vegar era hinar fullkomnu
fantasíur eins og verk Þórðar
Valdimarssonar, sem betur er
þekktur af listamannsheiti sínu,
Kíkó Korriró. Gjörólíkt Sigur-
laugu og nákvæmum frásagnarstfl
hennar hefur Þórður komið sér
upp leikandi stílbrigðum og graf-
ískri snerpu sem nýtur sín vel í
fjölmörgum risskenndum og eró-
tískum myndum hans af svífandi
gyðjum og goðmögnum. Þó nýtist
þessi tækni honum hvergi betur
en í Sumardraumi rjúpunnar, hríf-
andi óði til náttúrannar og vors-
ins.
Hin andstæðan er fólgin í efnis-
notkun. Annars vegar era lista-
menn á borð við þá sem sem áður
var getið, eða Sigurð Einarsson,
frábæran málara sem nær ein-
stakri dýpt úr æskulandslagi sínu
og þeim kynjamyndum sem af því
era sprottnar og fylgt hafa málar-
anum alla ævina. Hins vegar eru
bemskir listamenn sem fást við
annars konar efnivið og brúa bilið
milli listar og föndurs. Vefarinn
Guðrún Jónasdóttir er í þeim hópi,
með myndir sprottnar af þjóðsög-
um og goðsögnum. Meðferð henn-
ar á myndefni og efniviði er óvið-
jafnanleg.
Svava Skúladóttir og Hjörtur
Guðmundsson ganga enn lengra í
viðleitni sinni til að mægja saman
föndur og frásagnarlist. Smáverk
þeirra í glerskáp á sýningunni era
sérkennilegar perlur sem eiga sér
óvenjuleg tengsl við aðra norræna
þjóðlist, svo sem útskomar smá-
styttur Inúíta og föndurlist Sama.
Hispursleysi beggja er einstakt og
leiftrar af sjálfsprottinni sköpun-
argleði.
Þótt mikið sé búið að skrafa og
skrifa um íslenska næfurlist frá
þvi ísleifur heitinn Konráðsson
reið á vaðið með sýningu á undur-
fögram málverkum sínum árið
1962 er eftir að skoða betur áhrifin
sem bernskir einfarar hafa haft á
mótun íslenskrar listar á síðustu
þremur áratugum. Mér er ekki ör-
grannt um að þau séu snöggtum
meiri en hingað til hefur verið ætl-
að. Eitt er víst; bemskir einfarar
hafa verið öðram kollegum sínum
ómetanlegir. Hvort þeir hafa feng-
ið áhrifin endurgoldin í sömu mynt
skal hins vegar ósagt látið.
Halldór Björn Runólfsson
Húsmóðurstörf og
heiðursnafnbætur
KVIKMYJMPIR
ltíöborgin
ONE TRUE THING
★★★
Leikstjóri Carl Franklin. Handrits-
höfundar Karen Croner. Kvikmynda-
tökustjóri Declan Quinn. Tónskáld
Cliff Eidelman. Aðalleikendur Meryl
Streep, René Zellweger, WiIIiam
Hurt, Tom Everett Scott, Lauren
Graham, Nicky Katt, James
Eckhouse. 127 mín. Bandarísk.
Universal 1998.
ÍMYNDIN sem við búum til af
foreldram okkar í bernsku er um-
fjöllunarefnið í The One True
Thing. Tregafullri endurskoðun
Ellenar Golden (Reneé
Zellweger), ungrar, metnaðarfullr-
ar konu sem snýr áftur til for-
eldrahúsa þegar erfiðleikar steðja
að í fjölskyldunni. Hún er komin á
skrið, búin að skapa sér nafn í
blaðaheimi New York, þegar faðir
hennar George (William Hurt),
krefst þess að hún komi heim og
annist móður sína (Meryl Streep),
sem greinst hefur með alvarlegan
sjúkdóm. Hún hefur jafnan dáð
föður sinn, mikilsmetinn prófessor
JjKmrdhásMlann_Qg_ihrifar^
mann í innsta hring bókmennta-
heimsins. Kate móðir hennar er í
augum Ellenar „bara húsmóðir“,
sem leggur allan sinn metnað í að
halda húsinu hreinu og heimilis-
legu, fjölskyldunni saman og taka
virkan þátt í starfsemi broddborg-
arafrúnna í háskólabænum. Sem
einkum felst í matargerð og jóla-
trésskreytingum.
I stuttu máli er hún þannig sú
ímynd sem Ellen hefur fastmótað í
huga sínum. Hún hrynur á þeim
mánuðum sem hún annast fár-
sjúka móðir sína. Smám saman
verður henni ljóst að það er móðir-
in sem hefur verið hjarta og drif-
kraftur heimilisins, sem hún hefur
látið ganga fyrir sínum kröfum alla
tíð.
Karlrembuveldið fær sann-
gjarna og umhugsunarverða gagn-
rýni. í ágætri jnynd.iiyggðri Asam.-.
nefndri Pulitzer verðlaunabók eftir
Önnu Quindlen. Það er ekki allt
sem sýnist þegar burðarásar í lífi
okkar flestra, foreldrarnir, era
teknir í nærskoðun. Fyrst og
fremst er staða móðurinnar oft
hastarlega vanmetin, okkur hættir
við að taka hlutverk hennar sem
sjálfsagðan hlut. Hún á að vera á
sínum stað fyrir okkur hin, eyða
kröftum sínum í barnauppeldi,
heimilisstörf og almennt ljúf.
Heimilisfaðirinn aftur á móti
ósnertanlega hetjan á hvíta gæð-
ingnum sem leggur í víking að
morgni hvers vinnudags.
One True Thing er fjarri því að
vera fullkomin, en hún tekur skyn-
samlega á þessum ójöfnuði og gerir
það eins trúverðuglega og
Hollywood er fær um. Maður er
sáttur að leikslokum, þó ekki eins
xljúpLsnortiim .og.,mað.ur. átthmn. á*.
eða vildi. Styrkur myndarinnar er
einkum fólginn í afburðaleik aðal-
leikaranna þriggja, þeir fá líka góð
hlutverk og skýrar persónur að
fást við. William Hurt er að venju
firna sterkur sem sjálfselskur,
hrokafullur og eigingjam mennta-
maður og fyrirvinna sem krefst
þess að allir og allt snúist um hans
mikilvægu persónu. Sem er ekki
svo ýkja merkileg þegar Ellen fær
tækifæri til að skoða hana í nýju
ljósi sem þroskuð kona. Hinsvegar
verður henni ljóst að það er hin
vanmetna móðir hennar sem haldið
hefur utanum hlutina og henni ber
að þakka það sem vel hefur verið
gert og uppúr stendur. Streep er
aðdáunarverð, hún er dásamleg
leikkona sem jafnan gerir hlutina á
eðlilegan og hreinskilinn hátt, gjör-
samlega laus við þá megnu yfir-
horðsmennsku aem emkennk.
margar kvenstjörnur samtíðarinn-
ar. Reneé Zellweger sýnir það hér
að heillandi leikur hennar í Jerry
Maguire var engin tilviljun. Þar
hélt hún sínu á móti stjömuhlut-
verki Tom Craise, hér gefur hún
sínum valinkunnu mótleikuram
ekkert eftir. Hún er ein af fáum
hæffleikakonum Hollywood úr röð-
um ungra leikkvenna.
One True Thing er þörf og góð
lexía, sem gerir margt vel, sneiðir
t.d. gjörsamlega framhjá allri
væmni þótt efnið bjóði uppá mikið
tilfinningaflóð. Vissulega er hún
klútamynd, en á mannlegum og
hreinskilnum forsendum. (A.m k.
miðað við velflestar, hliðstæðar
bíómyndir.) Þó spyr maður sig
hvort slíkar fórnir sem Kate þarf
að færa séu þess virði. George er í
rauninni illþolandi og óalandi
spemleggur og Kate er föst í
gamla farinu og gerir ekkert í mál-
inu. Við skulum vona að kynslóð
Ellenar geri eitthvað í málinu.
Myndin er sannarlega óvænt frá
hendi Carls Franklin því besta
verk hans til þessa er tvímælalaust
sá gallharði krimmi, One False
Move, sem á ekkert skylt við hina
hjartnæmu One True Thing.
Sæbjörn Valdimarsson