Morgunblaðið - 14.04.1999, Page 30

Morgunblaðið - 14.04.1999, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Merkingakerfi samfélagsins MYJVPLIST Kjarvalstaðir LJÓSMYNDIR AF BENSÍNSTÖÐVUM A ÍSLANDI SPESSI Opið alia daga frá 10-18. Til 24. maí. Aðgangur 400 krónur í alit húsið. BENSÍNTANKAR og bensín- stöðvar eru heimur út af fyrir sig í öllum þjóðfélögum, og þótt gerð þeirra sé ekki svo ýkja frábrugðin frá einu landi til annars bera fyi’ir- bærin yfir sér viss þjóðareinkenni. Skjalfesta kannski betur en nokkuð annað, að ekki er mögulegt að steypa manninn og mannlífið full- komlega í sama horfið um veröld alla, slík stöðlun þýddi líka endalok lífsins. I þá góðu gömlu daga er skrifari var ungur og sumar hvert í vega- fyrirhleðslu og loks brúarvinnu sem báru hann um víðan völl, kynntist hann mörgum útgáfum af andrúm- inu í kringum bensíntanka úti í landsbyggðinni. Þá voru seinni tíma bensínstöðv- ar langt undan, en tankarnir stað- settir hér og hvar við viðkomustaði bifreiða eða þar sem þurfa þótti, og fjarri því eingöngu kaupfélögin. Kom jafnvel íyrir að þeir væru við bóndabæi og að í heyskapartíð á hásumri yrði fólk að hlaupa af engj- um til að sinna tilfallandi viðskipta- vinum. Ur bamæsku er honum ein- hvern veginn sérstaklega í ljósu minni rauður Esso-tankur í Borg- arnesi, lítið virkur en trónaði afsíðis við vegarkantinn ofan til í nágrenni hafnarinnar, líkast einmana skúlp- túr. Mynd hans hefur greypst í minnið sem eitt helsta kennileiti og hluti þessa litla og vinalega pláss, þar sem bjó frændfólk sem fyrir kom að hinkrað var hjá einhvern hluta úr sumri. Saga bensíntankanna á landi hér er að sjálfsögðu hérumbil jafn löng og bílsins, en síður getur maður búist við að t.d. Magnús Sigurðs- son, bóndi á Grund á Eyjafirði, sem fyrstur eignaðist bíl norðan heiða, hafi jafnframt flutt inn einn slíkan til að hafa á bæjarhlaðinu, til viðbótar því að hann þurfti að standa í vegagerð til að geta yfir- höfuð ekið bflnum! Ætli hann hafi ekki látið bensínbrúsana nægja sem voru undanfari tankanna og ekki man ég betur en að elstu tank- arnir hafi verið handknúnir líkt og vatnsdælur. Þetta innskot í framhjáhlaupi á að bregða skýru Ijósi á umskipti á tímaskeiði sem er ekki lengra en ein sæmilega löng mannsævi er svo er komið, framþróun sem hefur verið sýnu hröðust undangengna áratugi. Bíllinn er það hörg nútímans sem stöðugt gerir meiri og óvægari kröfur til mannfólksins, hinn grimmi guð sem heimtar sem full- komnast aðgengi að eldsneyti og annarri virkt sem knýr hann áfram. Framar öðru þeim blendna vökva úr neðra sem bensín nefnist. Svo mjög hefur honum verið blótað, að tankurinn og bensínstöðvarnar eru orðnar að merkingarkerfi og sér- stöku kennileiti samtímans, blá- kaldri og hrárri íslenzkri sagn- fræði. Það er svo engan veginn að fara í annarra skó að bregða upp mynd af slíkum í íslenzku umhverfi, því andrúmið í kringum fyrirbærin er allt annað, hvað þá umhverfið. Tilbúinn heimur bensínstöðvanna á líka sitthvað sameiginlegt við guðs- hús til sjávar og sveita, sem eru hvergi eins þótt þau þjóni sama geistlega tilganginum. Og sjaldnast fellur veraldlegur eldsneytisgjafinn jafn fagurlega að landinu og gömlu kirkjurnar sumar hverjar, sem á stundum eru líkt og vaxnar upp úr jörðinni allífinu til dýrðar, líkt og grósprotar moldarinnar. Uppruna- lega og lengi vel takmörkuðust bensínstöðvarnar við sölu á elds- neyti og smurolíum, en í dag fer þar fram margvísleg önnur þjón- usta sem samrýmist skyndiþörfum neysluþjóðfélagsins, jafnvel ýmis hliðarstarfsemi eins og reiðhjóla- leiga. Þá er hér um að ræða merki- lega þróun í útlitshönnun, sem má vera einhverjum drjúgur lærdómur hér á útskerinu, þótt flestir taki helst eftir aukinni sjálfvirkni og þægindum líkt og þetta komi fyrir- hafnarlaust frá útlöndum. En að baki liggur þó gífurleg vinna há- menntaðs liðs hönnuða og lista- manna víða um heim. Fyrir utan þyrpingu af ýmiss heldur fund í þínu kjördæmi Vesturland Borgarafundur í Fjölbrautaskólanum, Akranesi miðvikudaginn 14. apríl kl. 20:30 Þingmenn og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi taka þátt í umræðum. Allir velkomnir ÁR ANGUR/i n/ALLA BENSÍNSTÖÐIN að Arnarstapa er gott dæmi um hönnun er fellur að umhverfinu. BENSÍNSTÖÐVARNAR geta verið rómantískar að næturlagi eins og þessi að Vegamótum. konar bensíntönkum lengst í gangi vestursalar, er sýning ljósmyndar- ans Spessa ekki sagnfræði, öllu frekar er brugðið upp mynd af merkingarkerfi sem lýtur að sjálf- um kjarnanum í samfélagi okkar og menningu, eins og segir í vel skrif- aðri og fróðlegri ritgerð Jóns Proppé í sýningarskrá. Spessi hef- ur ljósmyndað bensínstöðvar í bak og fyrir vfðs vegar um landið og á öllum tímum sólarhrings, en þó er þetta ekki venjuleg skýrsla, hug- myndafræði né markviss skrásetn- ing þar sem heimildargildið er í fyr- iiTÚmi. Sýnist mér þetta öllu frekar vera stemmningamyndir, sem þó bera í sér ákveðið heimildagildi einkum þegar frá líður, hér þakka ég guði fyrir að ekki skuli vera brugðið upp þeim steindauða hvunndegi sem er in í núlistum frá Tókýó til Toronto og maður rekur sig á hvarvetna í galtómum sýning- arsölum. Þvert á móti búa ljós- myndirnar yfir þeim þokka við hvunndaginn sem er að verða fá- gæti á sýningum og marka þeim lif- andi innihald. Þær eru eitthvað meira en þær vel gerðu raunsæis- myndir aulýsingaiðnaðarins sem maður sér víða, og hafa allt til að bera nema lífsneistann. Myndirnar höfða til skoðandans eins og litríkt en mannlaust landslag svipað og í málverkum, en þó saknar maður nokkurra mynda í svart-hvítu sem hefðu aukið á listræna breidd fram- kvæmdarinnar. Þetta er sérstæð sýning sem hrærir í hugarfluginu, vekur upp spurningar, vel er að staðið í upp- setningu, og hin stóra og mikla sýn- ingarskrá saga út af fyrir sig á ís- lenzkum listamarkaði miðað við ekki viðameiri framkvæmd. Auk ritgerðar Jóns Proppé skrifar Ei- ríkur Þorláksson inngang og Dom- inique Nahas, sjálfstætt starfandi sýningarstjóri sem býr í New York, les í ljósmyndir listamannsins og gerir það af stakri djúphygli. Þá prýðir skrána fjöldi ljósmynda í lit og allt samanlagt gerir þetta hana að mjög eigulegum grip. Skýring- una á hinni veglegu umgerð er vís- ast að finna í styrktaraðilunum, sem eru Olíufélagið, Olíuverslun Is- lands, Skeljungur hf. og Gott fólk. Bragi Ásgeirsson fjfc' MARIA #LÖVISA FATAHÖNNUN SKÓIAVÖRÐUSTÍG 3A • S 5S2 6999 Sýningum lýkur Gallerí Hornið SÝNINGIN Grænar grundir, olíumálverk Guggu, Guð- bjargar Hákonardóttur, lýkur í dag. Sýningin er opin frá kl. 11-24.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.