Morgunblaðið - 14.04.1999, Page 31

Morgunblaðið - 14.04.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 31 LISTIR Flaututónleikar í Salnum GUÐRÚN S. Birgisdóttir og Peter Máté tóku sér hlé frá æfingu fyrir ljósmyndarann. GUÐRÚN S. Birgisdóttir flautu- leikari og Peter Máté píanóleikari halda tónleika í Salnum í Tónlistar- húsinu í Kópavogi í kvöld, miðviku- dag kl. 20.30. Tónleikarnir eru liður í Tíbrá, tónleikaröð á vegum Kópa- vogsbæjar. A efnisskránni eru Sónata eftir Hindemith, Ungversk svíta eftir Béla Bartok, Ballade eftir Frank Martin og Sonata op. 94 eftir Serge Prokofiev. Tveimur árum áður en Paul Hindemith hóf að semja sónötur fyr- ir nánast öll hljómsveitarhljóðfærin árið 1938 hafði hann samið Flautu- sónötuna. Sama ár hafði hann gert þrjár píanósónötur og er haft eftir Gertrud, eiginkonu tónskáldsins, að með sköpun Flautusónötunnar hafl hann ætlað að „slaka á“. I þessu verki notar Hindemith þríundir og ferundir við gerð laglína, en þessi vinnubrögð áttu eftir að einkenna stíl hans síðar. Béla Bartok var fyrstur manna til að gera sér mat úr þjóðlögum í tón- smíðum sínum. Hann notaði þau bæði sem innblástur í eigin verk en útsetti þau einnig og safnaði. Ungvei-ska sveitasvítan fyrir flautu og píanó er útsett fyrii' þessi hljóð- færi af nemanda Bar- toks, Paul Arma (1905- 1987), eftir beiðni frá franska flautusnillingn- um Jean-Pierre Ramp- al. Upphafleg gerð þessa verks er „15 sveitasöngvar fyrir pí- anó“. Ballaðan eftir Frank Martin var samin fyiir flautu og píanó fyrir al- þjóðlegu tónlistar- keppnina í Genf árið 1939. Síðar gerðu bæði tónskáldið og hljómsveitarstjórinn, Ansermet, hvor sína hljómsveitarútgáfuna af píanóröddinni. Ballaðan er orðin eitt þekktasta og mest leikna verk Martins. Prokofiev samdi Flautusónötu sina í Kazakhstan á árunum 1942- 1943. Flautuleikarinn Charkovski frumflutti hana ásamt Sviatoslav Richter. Tónskáldið var stöðugt að lagfæra verkið í þágu flautuleikar- ans, sem Richter segir hafa haft lít- inn áhuga á verkinu. Verkið er eitt það viðamesta á verkaskrá flautu- leikara. • Uglan, íslenski kiljuklúbburinn, hefur gefíð út þrjár nýjar bækur: • Parísarhjól eftir Sigurð Páls- son. I þessari skáldsögu segir frá sumri í lífl ungs íslensks myndlist- armanns, Viktors Karlssonar. Hann tekst á við mikla sorg þegai' sú manneskja sem stendur honum næst deyr skyndilega. Á þeim tíma- mótum heldur hann til Parísar og kynnist þar sérkennilegum persón- um. Morgunbænin sem Símon heimspekingur kennir honum verð- ur leiðarstefíð í leit Viktors að því sem gefur Iífínu gildi. I kynningu segir: „Hér nýtur stílistinn og sögu- maðurinn Sigurður Pálsson sín til fulls, tónn sögunnar er áleitinn, borinn uppi af trega og birtu.“ Sagan er 188 bls., prentuð í Dan- mörku. Kápumynd gerði Steingrím- ur Eyfjörð Kristmundsson. Verð: 999 kr. 0 Engin spor eftir Viktoi' Arnar Ingólfsson. Engin spor er skrifuð í anda Si- Nýjar bækur menons og annarra evrópskra meistara sakamálasögunnar þar sem lítið er lagt upp úr hasar en þeim mun meira dvalið við sálfræði- leg atriði og leyndarmál gamallar og gróinnar borgarafjölskyldu smám saman leidd í ljós. I bókinni segir frá er Jacob Kieler yngi'i, sagnfræðingur og bankamaður, fínnst látinn í gömlu húsi í Reykja- vík einn góðan veðurdag árið 1973 - skotinn í brjóstið. Rannsókn lög- reglunnar leiðir í ljós að faðir hins látna, Jakob Kieler eldri, járn- brautaverkfræðingur, var skotinn í sömu stofu áriðl945 - með sömu byssu án þess að morðið væri upp- lýst. Engin spor er 264 bls., prent- uð í Danmörku. Kápumynd er eftir Önnu Cynthiu Leplar. Verð: 999. • Skuggar á grasi eftir Karen Blixen. Undir rótum Ngong-fjalls í Kenía - rétt við miðbaug jarðar - bjó danska skáldkonan Karen Blixen í nær aldarfjórðung á kaffibúgarðin- um sem hún lýsti síðar á ógleyman- legan hátt í sögu sinni Jörð í Af- ríku. í Skuggum á grasi birtast þessir samferðamenn aftur í sagna- þáttum sem eru meðal þess besta sem Karen Blixen ritaði. Hér er meðal annars hin fræga saga um bréf konungsins - Barua a soldani. Bókin kom út árið 1960, tveimur árum áður en skáldkonan lést, og er að öllu leyti sjálfstætt verk. „Samanburðurinn á veröld Aríku og Evrópu er fullur af ísmeygilegi'i glettni, en umfram allt skáldlegur vitnisburður um þá miklu og fornu menningu við miðbaug sem blés skáldkonuni dönsku sagnaranda í brjóst", segir í kynningu. Gunnlaugur R. Jónsson þýddi bókina sem hefur ekki áður komið út á íslensku. Skuggar á grasi er 115 bls., prent uð í Danmörku. Kápumynd er eftir Margréti E. Laxness. Verð: 999 kr. EKTASON- ÖTUKVÖLD TONLIST S a 1 u i' i n n SÓNÖTUKVÖLD Greta Guðnadóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir fluttu verk eftir Beethoven, Szymanowskí og Poulenc. Mánudaginn 12. apríl. TÓNLEIKAR Gretu Guðnadótt- ur og Helgu Bryndísar Magnús- dóttur í Salnum sl. mánudagskvöld voru ekta sónötutónleikar í klass- ískum anda og hófust á fyrstu fíðlu- sónötu Beethovens op. 12 nr. 1. Það ber að hafa í huga, að fyrir aldamót- in 1800 var ákveðin hefð ríkjandi varðandi form og hlutverkaskipan hljóðfæra í einleiksverkum fyrir strengi og píanó, þar sem píanóið var mikið til ráðandi um framvindu tónhugmyndanna, jafnvel svo, að á köflum var einleikshljóðfærið notað til undirleiks við píanóið. í seinni fíðlusónötum Beethovens verður fullt jafnræði hljóðfæranna áber- andi og píanóið missir forustuna en verður miklu nær undirleikshlut- verkinu en áður. Segja má að fiðlan fái fyrst verulega að syngja í Vor- sónötunni, sem er fimmta fiðlu- sónata meistarans, og þykja þrjár fyrstu fiðlusónöturnar mun lakari tónsmíðar en píanósónötumar frá sama tíma (þær átta fyrstu), svo nokkuð sé nefnt. Sónatan var mjög vei flutt og eðlilega hafði píanistinn nokkurt frumkvæði, var sterkari aðilinn. Greta hefur fallegan tón og var leikur hennar í heild músíkalskt mótaður, sérstaklega í tilbrigðunum og í lokaþættinum. Helga Bryndís er góður píanisti og átti oft glansandi góðan leik í Beethoven og ekki síður í Notturno e Tarantella op. 28 eftir Szymanow- skí, þótt heildarsvipur verksins væri á köflum nokkuð losaralegur og tempóbreytingar ekki nógu markvisst mótaðar. í lokaverkinu, samleikssónötu fyrir fiðlu og píanó eftir Poulenc, var leikurinn mjög góður, sérstaklega í tveimur fyrstu köflunum, en flytjendur áttu um miðbik þess þriðja í smásamleiks- ei'fiðleikum, þar sem ýmislegt gekk ekki upp að öiiu leyti, þótt heildin væri að öðru leyti nokkuð góð. Pou- lenc-sónatan er skemmtilegt verk, þótt hann geti sjaldan stillt sig um að gera smásprell, eins og t.d. hvernig hann endar kaflana og svo með því að vitna í annarra verk og taka til sín frægar tónhendingar, jafnvel úr dægurlögum. Þrátt fvrir undirliggjandi grallaraskap er fag- mennskan og hin músíkalska snilld honum tiltæk, er gerir tónlist hans lifandi og skemmtilega. Það var margt sérlega vel gert í verki Pou- lencs, sérstaklega var píanistinn í essinu sínu, en hins vegar vantaði oft að fíðlarinn væri gerandinn í verkinu, hefði frumkvæðið. í þessu tilliti var Greta einum of hógvær, kammermúsíkantísk í allri útfærslu sinni, svo að í leik hennar vantaði þótta einleikarans og því var á nokkur skapsmunur í mótun tón- hendinga, þar sem píanistinn var oftar leiðandi aðilinn og átti mikinn þátt í ýmsum dramatískum tilþrif- um, bæði í verki Szymanowskís og sérstaklega Poulenc-sónötunni. Þrátt fyrir þetta var margt gott á þessum tónleikum, enda báðir flytj- endur, Greta Guðnadóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir, góðir hijóð- færaleikarar. Jón Ásgeirsson -------------------- „Líkvaka“ í Gall- eríi Nema hvað 'STELLA Sigurgeirsdóttir opnar sýninguna Líkvaka í Galleríi Nema hvað, Skólavörðustíg 22c, á morgun, fimmtudag kl. 12. Á sýningunni eru grafíkverk unn- in í stálætingu og með blandaðri tækni. Sýningin stendur til sunnudags- ins 18. apríl og er opin föstudag til sunnudags kl. 14-19. Cunningham fær Pulitzer-verðlaunin New York. Reuters. TILKYNNT var á mánudagskvöld í New York að rithöf- undurinn Michael Cunningham hlyti Pulitzer-verðlaunin bandarísku fyrir skáldsögu sína „The Hours". Mark Strand hlaut verðlaunin í flokki ljóðabóka fyrir verk sitt „Blizzard of One“ og Á. Scott Berg hlaut verðlaun í flokki ævisagna fyrir bók sína „Lind- bergh“. Pulitzer-verðlaunin eru veitt árlega þeim sem þykja hafa skar- að fram úr við skrift- ir og fjölnúðlaum- fjöllun, hvort heldur þar er um að ræða rithöfunda, blaða- menn eða ljósmynd- ara. Veitt eru verð- laun í tuttugu og ein- um flokki en mesta athygli vekja jafnan verðlaunin fyrir bestu skáldsögu árs- ins. Verðlaun fyrir bestu bók er tengist sögu Bandaríkjanna fengu þeir John McPliee og Mike Wallace fyrir bók sína „Gothan: A History of New York City to 1898“ en í flokki blaðamanna og dálkahöfunda komu þeir mjög við sögu sem látið höfðu sig málefni Bills Clintons og Monicu Lewinsky varða á árinu. Maureen Dowd, dálkaliöfundur The New York Times, hlaut verðlaun fyrir „ferskar og upp- lýsandi" skriftir um áhrif Lewinsky- hneykslisins á banda- rískt sainfélag og fréttastofan Associ- ated Press fékk sér- stök verðlaun fyrir röð ljósmynda af fólki og atburðum er tengdust réttarhöld- unum yfir Clinton í öldungadeild Banda- ríkjaþings. Loks ákvað Pulitz- er-nefudin að heiðra minningu djasssnill- ingsins Dukes EIl- ingtons sérstaklega en í ár eru eitt hund- rað ár síðan Ell- ington fæddist. Djassistar hafa ekki átt upp á pallborðið hjá nefndinni hingað til en í ár var ákveðið að viðurkenna sérstaklega snilli- gáfu Ellingtons á sviði tónlistar. Michael Cunningham Mark Strand Fortíðarþrá og framtíðardraumar KVIKMYJVDIR S t' j ö i' n u h í ó ENN GEGGJAÐIR „STILL CRAZY“ idrk'k Leikstjóri: Brian Gibson. Handrit: Dick Clements og Ian La Frenais. Aðalhlutverk: Stephen Rea, Billy Connolly, Jinuny Nail, Timothy Spall, Bill Nigby, Juliet Aubrey. 1998. BRESKA myndin Enn geggj- aðir eða „Still Crazy“ er frábær gamanmynd eða rokkkómedía um gamalt band sem er að skríða saman aftur tuttugu árum eftir að það var á góðri leið með að slá í gegn. Endurfundirnir ganga ailt annað en vel og það gengur heidur ekki of vel fyrir þessa miðaldra kalla að vinna sér fylgi á ný. Þið getið skemmt ykkur við að fylgjast með hvern- ig til tekst því leikstjórinn Brian Gibson og handritshöfundarnir, Dick Clements og Ian La Frena- is, hafa einstakt lag á að skoða minningarnar um forna frægð og leiðina að frægð að nýju, á mannlegum og húmorískum nót- um með rétt hæfílegum skammti af alvöru. Það er sönn og ómenguð leik- gleði sem fylgir hópnum og sam- hugur er minnir á aðra mynd um örvæntingu miðaidra kalla, Með fullri reisn. Þessir menn, sem voru hljóm- sveitin „Strange Fraits“ eða Furðulegir ávextir fyrir öllum þessum áram, hafa dreifst víða og eiga það eitt sameiginlegt að þola ekki það sem þeir fást við í dag og finnst tækifærið til að ná heimsyf- irráðum hafa mistekist fyrir öll- um þessum árum. Einn er smokkasali, annar á ömurlegan sólóferil að baki, sá þriðji gerir við húsþök, feiti trommarinn er á hlaupum undan skattmann og einn er að öllum líkindum dauður. Gamla umboðsmanninum þeirra tekst að smala þeim saman þótt engir séu þeir vinirnir og þeir halda í hljómleikaferð til megin- landsins til að vita hvort þeir eigi ennþá séns á rokksviðinu. Ástæðurnai' fyrir því að mynd- in virkar eins vel og hún gerir era eflaust margar. Handritið er vel samið og fer furðulega víða í úttekt sinni á gömlum rokkurum sem hefðu getað „meikað" það á sínum tíma og vilja vita hvort þeir geta það í dag. I myndinni er keimur af ljúfsárri fortíðarþi'á, sem er undirstrikuð með stuttum klippingum til gamla tímans, og hún fer inn á öll gömlu sárindin sem rifjast upp og lýsir vel átök- um sem verða á milli hljómsveit- armeðiima er hittast á ný með sín útblásnu egó. Leikstjórn Brians Gibson er einnig örugg, tíma- setningar góðar og sviðsetningar hans á ömurlegum fyrstu hljóm- leikum sveitarinnar hreinasta kó- mík. Hann vinnur einnig fjarska vel með leikhópnum en helsti styi'k- ur myndarinnar felst í persónu- sköpuninni. Leikhópurinn allur fer á kostum og þar er hvergi veikan blett að fínna. Senuþjófur- inn, ef einhver er, heitir Bill Nig- by og ieikur aðalsöngvarann, hrak af rokkara sem hættur er í dópinu og étur kínverskar jurtir í staðinn og hefur undai-legar hug- myndir um stöðu sína í rokk- heiminum. Jimmy Nail leikur þann alvarlega og mann með sæmilegu viti er þolir ekki fúskið í aðalsöngvaranum, Stephen Rea er kannski sálin í hópnum, sá sem helst hefur trú á að fyrir- tækið takist, Timothy Spall er sérstaklega kómískur sem trommari bandsins með sitt trommaratagl og Billy Connolly er fjarska skoskur Skoti að ógleymdri Juliet Aubrey, sem leikur umboðsmanninn. Allt þetta fólk gerir Enn geggjaða að frábærri skemmtun sem enginn ætti að vera svikinn af. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.