Morgunblaðið - 14.04.1999, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
JNtfgnttMiifeife
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ÞRÓUN í
BANKAÞJÓNUSTU
BANKAÞJÓNUSTA hefur breytzt hraðfara á undan-
förnum árum með tilkomu tölvutækninnar. Breyting-
arnar hafa fyrst og fremst miðað að hraðari og einfaldari
afgreiðslu fyrir viðskiptavinina og draga úr kostnaði og út-
þenslu bankakerfisins. Með heimabönkunum svonefndu
geta þeir, sem hafa aðgang að tölvum tengdum símakerf-
inu, annast sjálfir ýmsa þjónustu, sem áður var í höndum
bankastarfsmanna. I hraðbönkum er hægt að taka út pen-
inga allan sólarhringinn alla daga ársins.
Bankar og sparisjóðir hafa verið opnir fyrir þessum
tækninýjungum og á vegum sparisjóðanna var í samvinnu
við Einar J. Skúlason hf. þróað nýtt rafrænt afgreiðslu-
kerfi, þar sem viðskiptavinir geta gengið beint til gjald-
kera án þess að fylla út eyðublöð og staðfest síðan af-
greiðsluna á rafrænni skrifplötu. Þetta afgreiðslukerfi var
fyrst notað hjá SPRON og Sparisjóði Hafnarfjarðar og
það reyndist svo vel, að Landsbankinn keypti það til notk-
unar í sínum afgreiðslum.
Sparisjóðirnir hafa nú enn stigið nýtt framfaraspor, því
í fyrradag kynntu Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis
og Sparisjóður Hafnarfjarðar nýtt sjálfsafgreiðslutæki,
svonefndan „snertibanka“. Þar geta viðskiptavinir fengið
ýmsa þjónustu án þess að fara til gjaldkera, með því að
snerta viðeigandi reiti á skjá. I snertibankanum er m.a
hægt að greiða gíróseðla og aðra greiðsluseðla, millifæra,
sjá stöðu reikninga og yfirlit, fá upplýsingar um gengi,
verðbréfaviðskipti og úr þjóðskrá. Loks er hægt að fá
samband við þjónustufulltrúa. Er búist við að afgreiðsla
snertibanka geti stytt verulega biðtíma við afgreiðslu í
bönkum og sparisjóðum, sem getur verið verulegur um
mánaðamót.
Ætla má að þessar og aðrar tækninýjungar, sem eru að
ryðja sér til rúms í fjármálaþjónustu séu undanfari bylt-
ingar á þessu sviði. Augljóst er að í þessari tækni felst
stórkostleg hagræðing í bankastarfsemi. Smátt og smátt
mun starfsfólki fækka og fjármálastofnanir munu ekki
þurfa jafn mikið húsnæði undir sína starfsemi og nú. A
næstu árum má jafnvel búast við að mikill meirihluti við-
skipta fólks og fyrirtækja við fjármálafyrirtæki fari fram
með þessum hætti, annað hvort með tölvu eða í sjálfsaf-
greiðslum, þar sem ekki þarf á mörgum starfsmönnum að
halda. Það er ánægjulegt hvað íslenzkar fjármálastofnanir
eru nýjungagjarnar að þessu leyti. Sennilega er banka-
starfsemi orðin tæknivæddari hér en í flestum nálægum
löndum.
FÆÐUPAKKAR FYRIR
FLÓTTAFÓLK
RAUÐI kross íslands hefur á morgun sölu á matar-
pökkum til handa flóttafólki frá Kósóvó, en hundruð
þúsunda flóttamanna búa nú í flóttamannabúðum í ná-
grannaríkjum Kósóvó, í Albaníu, Makedóníu og víðar.
Söfnunin er í samvinnu við nokkur fyrirtæki, Hagkaup, út-
varpsstöðina Létt 96,7, Samskip og Islandspóst. Verða
matarpakkar til sölu í Hagkaupi í Skeifunni og kostar hver
600 krónur. Hver pakki inniheldur 20.000 hitaeiningar,
sem eiga að nægja einstaklingi í tvær vikur.
Óöldin á Balkanskaga hefur leitt til gífurlegs flótta-
mannastraums frá Kósóvó, þar sem serbneski herinn
hrekur fólk af albönskum uppruna burt frá heimahögum
sínum. Grimmdin er ógurleg og eira hermennirnir engu og
eyða eignum fólksins, sem býr við ömurlegar aðstæður í
flóttamannabúðum í nágrannaríkjunum. Nágrannarnir
gera sitt bezta, og víða t.d. í Albaníu hafa þarlendir tekið
flóttafólk inn á heimili sín. En við slíkan fjölda, sem raun
ber vitni, ráða ekki fátækir nágrannar. Því ber öðrum
Evrópuþjóðum að rétta hjálparhönd þessu nauðstadda
fólki. Með aðeins 600 krónum má fæða einstakling í hálfan
mánuð.
Það er von Rauða kross íslands, að hérlendis seljist
a.m.k. 5.000 slíkir matarpakkar. Islendingar eiga áreiðan-
lega eftir að bregðast vel við málaleitan RKÍ.
Niðurstaða fékkst í Smugudeilunni eftir
Tæplega
tveggja ára
samninga-
lotu lokið
✓
Islendingar fá að veiða 8.900 tonn af þorski í
Barentshafi samkvæmt samkomulagi sem
samninganefndir Islands, Rússlands og Nor-
egs náðu í gær. Skiptar skoðanir eru um
samninginn hérlendis en almennt ríkir
ánægja með að fyrir ligffl samkomulag milli
þjóðanna í þessum málum og er það talið
liðka mjög fyrir ýmiskonar viðskiptum, eink-
um við Rússa. Helgi Mar Arnason skoðaði
samninginn og spurði menn álits á honum.
SAMKOMULAG náðist í gær
milli samninganefnda íslands,
Noregs og Rússlands um
þorskveiðar íslendinga í
Barentshafí. í viðræðum embættis-
manna landanna var gengið frá efni
tvíhliða bókana milli Islands og Nor-
egs annars vegar og íslands og Rúss-
lands hinsvegar. Bókanirnar eru
gerðar á grundvelli þríhliða ramma-
samnings landanna sem þau urðu
ásátt um í síðasta mánuði.
I samkomulaginu felst að Islending-
ar fá árið 1999 8.900 lesta þorskkvóta
sem skiptist til helminga milli lögsögu
Noregs og Rússlands. Rvótinn sam-
svarar 1,86% af leyfilegum heildarafla
á þorski í Barentshafi og helst það
hlutfall út samningstímann. Auk þess
er gert ráð fyrir 30% aukaafla.
Rammasamningurinn og bókanimar
gilda í 4 ár í senn sé samningnum ekki
sagt upp að hálfu einhvers aðilanna.
I bókun íslands og Noregs er gert
ráð fyrir að íslensk skip veiði 4.450
lestir af þorski á þessu ári í norskri
lögsögu. Norsk skip fá á þessu ári að
veiða 500 lestir af löngu, keilu og blá-
löngu á línu í íslenskri lögsögu utan 12
mílna og sunnan 64°N og 17 þúsund
lestir af loðnu í íslenskri lögsögu
norðan 64°30’N á tímabilinu frá 20.
júní til 15. febrúar.
í bókun íslands og Rússlands felst
að íslensk skip geti veitt 4.450 lestir af
þorski í íslenskri lögsögu á þessu ári.
Þar af munu Rússar bjóða íslenskum
útgerðum 37,5% eða 1.669 lestir til
kaups á markaðsverði.
I báðum bókunum er miðað við að
fari leyfilegur heildarafli á þorski í
Barentshafi niður fyi'ir 350.000 lestir
falli veiðar íslendinga úr stofninum
niður sem og veiðar norskra fiski-
skipa í íslenskri lögsögu.
Hinsvegar er í samkomu-
laginu kveðið á um að fari
leyfilegur heildarafli undir
viðmiðunarmörk tvö ár í
röð sé heimilt að óska eftir
viðræðum um endurskoðun á samn-
ingnum. Stefnt er að því að ráðherrar
landanna þriggja undirriti samning-
inn á tvíhliða bókanir á næstunni.
Ekki verður hægt að staðfesta samn-
inginn fyrr en Aiþingi kemur saman
en íslensk skip mega engu að síður
hefja veiðar á grundvelli samningsins
strax í sumar. Veiðiheimildum verður
skipt milli íslenskra útgerða á grund-
velli úthafsveiðilaga en í þeim er eink-
um tekið mið af veiðireynslu. Þegar
verður hafist handa við úthlutun
heimildanna.
Erfíðar viðræður
Islenska samninganefndin kom frá
Moskvu í gærkvöldi. í henni voru þeir
Arnór Halldórsson, lögfræðingur í
sjávarútvegsráðuneytinu, og Tómas
H. Heiðar, frá utanríkisráðuneytinu,
en formaður nefndarinn er Jóhann
Sigurjónsson. Ennfremur hafa Albert
Jónsson, forsætisráðuneyti, Snorri
Rúnar Pálmason, sjávarútvegsráðu-
neyti, og Þorsteinn Geirsson, ráðu-
neytisstjóri í sjávarútvegsráðuneyt-
inu, komið að samningsgerðinni, auk
Eiðs Guðnasonar, sendiherra í Nor-
egi, og starfsfólki sendiráðanna í
Moskvu og í Osló. Jóhann Sigurjóns-
son segist mjög ánægður með að mál-
ið sé nú loks til lykta leitt. Samnings-
gerðin hafi nú staðið yfir í eitt og hálft
ár og verið mjög erfið. „Menn hafa
verið að takast á um réttarstöðu okk-
ar til fiskveiða á þessu svæði. Það var
snúið að koma málum þannig fyrir að
allir gætu orðið sammála um niður-
stöðuna. Hinsvegar höfum við rætt
fiskveiðimöguleika okkar á svæðinu
og hvernig þeim væri sanngjarnast
fyrir komið. Þannig hefur þessi kvóta-
skiptasamningur verið þróaður. Sú
hugsun hefur verið lengi í mótun og
menn hafa á meðan tekist á um fiski-
magn.“
Berum ekki skarðan hlut frá borði
Jóhann segir mikilvægt að samn-
ingurinn tryggi frið um þorskveiðar á
svæðinu og telur samninginn vera for-
sendu fyrir ábyrgri fiskveiðistjórnun.
Það hljóti að vera Islendingum mikið
keppikefli. Hann segir Islendinga síð-
ur en svo bera skarðan hlut frá borði.
„Samningurinn skapar forsendur fyr-
ir víðtækt samstarf á sjávarútvegs-
sviði. En menn mega alls ekki gera lít-
ið úr veiðiþætti samningsins. Hann
gefur Islendingum verulega mögu-
leika til að sækja fisk í
Barentshaf með hag-
kvæmari og tryggari hætti
heldur en áður. Möguleik-
ar okkar vaxa eftir því
sem þorskstofninn í
Barentshafi stækkar. Stofninn er nú í
nokkurri lægð en ef tekið er mið af
leyfilegum heildarafla þar á síðasta
ári hefði aflamark okkar, miðað við
samninginn nú, ásamt umsömdum
meðafla, numið tæplega 16 þúsund
tonnum af fiski, þar af rúmum 12 þús-
und tonnum af þorski. Það hlýtur að
teljast umtalsvert magn.“
Jóhann segir að í kvótaskiptisamn-
ingum sem þessum hljóti ætíð að
koma til gagngjald af einhverju tagi.
Gagngjald það sem nú sé greitt fyrir
veiðiheimildirnar í Barentshafí sé Is-
lendingum í raun afar hagstætt. Með
því að greiða Rússum fyrir veiðiheim-
ildirnar skapist ákveðið frelsi sem sé
1,86% af
leyfilegum
heildarafla
HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisrá
um fisk'
MYND sem þessi af norsku strand
fortíðinni til eftir að samni
mjög af hinu góða. Þá hækki ekki
línuveiðiheimildir Norðmanna innan
íslensku lögsögunnar en loðnukvóti
þeirra hækki samhliða aukinni þorsk-
veiði Islendinga í Barentshafi. Jóhann
segir að varðandi friðunarmörkin, eða
hið svokallaða gólf, þá hafi þau vitan-
lega áhrif í slæmu árferði. „í slæmu
árferði eru aflabrögð ekki góð og því
væntanlega minna eftirsóknavert að
vera þar á veiðum. Ennfremur tel
mikinn sóma felast í því fyrir Islend-
inga að stuðla að fiskvemd þegar illa
árar. Það er í takt við okkar almennu
fiskveiðistjórnun."
Jóhann segist þess fullviss að sam-
komulagið sé varanlegt. Þjóðirnar
hafi gengið heilar til verks og viljað
ljúka málinu. ,Auðvitað er engin al-
veg sáttur því allir hafa þurft að gefa
eitthvað eftir. En samkomulagið hins-
vegar bindur enda á sex ára deilu
þessara þjóða og það hlýtur að vera
fagnaðarefni," segir Jóhann.
Er í raun aðeins 5 þúsund tonn
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, segist telja hlut íslendinga í
samningnum mjög rýran. I samn-
ingnum felist að veiðiheimild íslend-
inga sé í raun aðeins 5.000 tonn. ís-
lendingar þurfi að endurgjalda Norð-
mönnum helming þess sem þeir láti
Islendingum í té. „Þar með tel ég að
við fáum ekki nema 2.200 tonn af
Norðmönnum. Þegar kemur að Rúss-
unum fáum við ekki nema 2.800 tonn
en er boðið að kaupa um 1.700 tonn á
einhverju sem kallast markaðsvirði
en enginn getur upplýst hvað er. Þá
eru líkurnar á því að veiðiheimildir Is-
lendinga verði að engu talsvert miklar