Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 40

Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Prósentur og klukkustundir Einna athyglisverðast er þó að innlent efni á Stöð 2 var sent út í 751 klukkustund ár- ið 1987 en var 678 stundir árið 1997. Á sama tíma jókst árlegur útsendingartími stöðvarinnar úr 3.660 í 6.272 stundir. Frá Hagstofu íslands er væntanleg áður en langt um líður skýrsla með tölfræðilegum upplýsingum um ís- lenska fjölmiðla og menningar- starfsemi. Ymis tölfræði um sam- setningu sjónvarpsefnis á undan- förnum árum og áratugum, sem þar hefur verið tekin saman, er fróðleg svo ekki sé meira sagt og segir meira en mörg orð um ís- lenskt sjónvai’p. Skoðum fyrst tölur um efnis- lega samsetningu dagskrár sjón- varpsstöðvanna fjögurra, Ríkisút- varpsins-sjónvarps (1966-1997), Stöðvar 2 (1987-1997), Sýnar (1995-1997) og Stöðvar 3 (1995-1996). Arið 1997 sendi Rík- Eftir Hávar Sigurjónsson issjónvarpið út í samtals 3.398 klukkustundir. VIÐHORF Hlutfallsleg skipting í efnis- ílokka var eftir- farandi: Fréttir 11,4, fræðsla, listir, menning og vísindi 7,2, kvikmyndir 13,1, annað leikið efni 16,2, íslenskt skemmtiefni 1,5, íþróttir 16,7, tónlist 2,6, barna- og unglingaefni 16,1, auglýsingar 5,8 og annað efni óskilgreint 9,4. Ef tölur frá árinu 1970 eru skoðaðar til samanbuj'ðar kemur í ljós að innbyrðis hlutfoll dagskrárinnar hafa breyst talsvert. Fréttir voru þá 18,3%, fræðslu- og menningar- efni 19,8, kvikmyndir 14,2, annað leikið efni 21,2, innlent skemmti- efni 6,8, íþróttir 9,2, tónlist 3,0, bama- og unglingaefni 4,3 og auglýsingar 3,2. Þetta ár var sent út í samtals 1.049 klst. Hlutfallið segir þó ekki alla söguna því vert er að skoða hvernig aukningin í útsendingarstundum skiptist á milli flokka. Utsendingartíminn hefur rúmlega þrefaldast en það vekur óneitanlega athygli að í klukkustundum hefur fræðslu- og menningarefnið aukist einna minnst, árið 1970 var heildar- stundafjöldinn 208 en 1997 var hann 241. Mesta aukningin verð- ur á efni fyrir börn og unglinga úr 45 stundum í 539. Ekki er gerður neinn greinarmunur á innlendu og ei’lendu efni í þessum tölum. íþróttaefnið hefur einnig aukist verulega, úr 97 stundum í 556 stundir. Stöð 2 sendi út í samtals 6.272 stundir árið 1997. Þar af voru fréttir í 312 stundir, fræðslu- og menningarefni í 189 stundir. Kvikmyndir voru í 1.499 stundir, annað leikið efni í 1.194, innlent skemmtiefni 109 stundir, íþróttir 314, tónlist 130, bama- og ung- lingaefni 655, auglýsingar 1.861, annað 9 stundir. Kvikmyndir og auglýsingar standa því undir meginhluta þess munar sem er á heildarútsendingartíma þessara tveggja stöðva. Þegar dagski'ársamsetning Sýnar er skoðuð kemur í ljós að sent var út í 3.185 stundir árið 1997 eða nærri jafnlengi og Rík- issjónvarpið. Þar eru engar frétt- ir og fræðslu- og menningarefnið fyllti 20 stundir af dagskránni. Kvikmyndir voru sendai' út í 819 stundir, annað leikið efni í 775 stundir, ekkert innlent skemmti- efni, íþróttir í 707 stundir, barna- og unglingaefni í 15 stundir og auglýsingar í 560 stundir. Annað efni fyllti 25 stundir. Á Stöð 3 ár- ið 1996 (síðasta heila árið sem stöðin var starfrækt) var sent út samtals í 3.500 stundir. Þar af vom fréttir í 46 stundir, fræðslu- og menningarefni í 350 stundir, kvikmyndir í 616 stundir, annað leikið efni í 1.572, íþróttir í 438, bama- og unglingaefni 454, ekki gefnai- upp auglýsingatölur og annað efni var 25 stundir. Lesandanum er sjálfum látið eftir að draga ályktanir af þess- um tölum en fróðlegt er í fram- haldinu að skoða hvernig dagskrá sjónvai-psstöðvanna skiptist eftii' upprana og þá fyrst og fremst hvernig innlent efni stendur gagnvart erlendu. Hjá ríkissjón- varpinu hefur hlutfallið verið hvað hagstæðast innlenda efninu í vil, var mest 40,8% árið 1974 en var komið niður í 26,8% árið 1997. Stundafjöldinn gefur auð- vitað aðra mynd og heldur já- kvæðari, því á bakvið prósentu- tölu ársins 1974 er 461 klukku- stund en 1997 voi'u stundir af innlendu efni 842. Uppruni dag- skrárefnis ársins 1997 skiptist þannig að 21,4% vora bandarískt efni, 10,5% breskt, norrænt 3,1%, 4,7% annað evrópskt, 1,2 kanadískt og 1,9% ástralskt. Þannig er efni frá hinum ensku- mælandi heimi ráðandi eða slétt 35%. Atyglisvert er að hlutur norræns efnis hefur minnkað kerfisbundið í gegnum árin, breskt efni hefur einnig farið halloka og efni frá öði'um Evr- ópulöndum sömuleiðis. Banda- rískt efni hefur sótt nokkuð í sig veðrið en flokkur efnis sem ekki verður skilgreint eftir löndum hefur vaxið einna mest, var 30,4% árið 1997.1 þessum flokki er um að ræða myndir og myndaflokka sem framleidd eru af fleiri en ein- um framleiðanda frá fleiri en einu landi. Megnið af þessu efni er engu að síður á ensku þótt upp- runinn sé tæknilega á reiki. Hlut- ur efnis á engilsaxnesku er því ekki í fullu samræmi við beina reynslu hins almenna íslenska sjónvai'psáhoi'fnda. Hlutur innlendrai' dagskrár á Stöð 2 var 20,5% fyrsta ár stöðv- arinnar (1987). Þetta hlutfall hef- ur fai-ið minnkandi og var 12,4% tíu árum síðar. Það ár (1997) var hlutur bandai’ísks efnis 45,4, bresks 8,3%, kanadísks 2,3%, ástralsks 1,9, fransks 1,9 og ann- að þaðan af minna. Oskilgi'einda efnið var 25,2%. Stundafjöldinn á bakvið hlutfallstölurnar segii' að efni á ensku árið 1997 var sent út í samtals 3.161 klukkustund hið minnsta en þá eru ekki taldar með 1.379 stundir af óskilgreinda efninu sem vafalaust hefur að mestu leyti verið einnig á ensku. Einna athyglisverðast er þó að innlent efni á Stöð 2 var sent út í 751 klukkustund árið 1987 en var 678 stundir árið 1997. Á sama tíma jókst árlegur útsendingai'- tími stöðvarinnai’ úr 3.660 í 6.272. Innlend dagskrárgerð hefur því augljóslega farið verulega halloka á þeim bænum. Sambærilegar tölur yfir Stöð 3 og Sýn era hreinlega dapurlegar. Á Sýn var hlutfall erlends efnis árið 1995 hrein 100%. Innlent efni sótti þó aldeilis í sig veðrið og vai’ð 4,5% árið 1997. Samanlagt hlutfall bandarísks og óskilgreinds efnis var það ár 82,1%. Á Stöð 3 reis vegur innlendrar dagskrár hæst seinna árið sem stöðin var starf- rækt en þá komst það í 5,3%. Bandarískt og óskilgi’eint efni var 86,8%, breskt 4,6 og annað 3,3% Meira síðar. Hvers vegna Vinstrihreyf- ingin - grænt framboð ÞAÐ HAFA ýmsir spurt mig að ástæðu þess að ég skuli hafa gengið til liðs við Vinstrihi’eyfinguna - grænt fi’amboð. Mig langar að nefna til fá- einar ástæður, þótt í símskeytastíl verði. Mér þykir sem brýna nauðsyn beri til þess að til sé virkt stjómmálaafl með skýrt afmarkaða vinstristefnu, sem vOl setja markaðshyggj- unni skýrar skorður, veita vökult aðhald til vinstri og efla með skilvii’kum hætti jöfnuð í kjöi’um og lífsaðstæðum fólksins í landinu, ekki sízt þeirra sem á bi-attann eiga að sækja. Slíkt stjómmálaafl er Vinstrihreyfingin - grænt fi’amboð. Það er þjóðarnauðsyn að sem mestur jöfnuður ríki meðal þegn- anna og öllum sé tryggð réttlát hlutdeild í þjóðai’auðnum. Sérhags- munum og forréttindum peninga- aflanna verður að víkja til hliðar. Raunvemleg velferð þarf að ná til allra, umvefja samfélagið allt. Þar duga engar málamiðlanir hvað þá sátt við hina grimmu auðhyggju sem gleymir með öllu manngildinu í eftirsókn eftir meii’i auði til ör- fárra skilað. Vinstrihreyfmgin - grænt framboð hefur hér skýr skilaboð að flytja. Tryggja verður að allir taki sinn þátt í kostnaði við að standa undir siðuðu menningarsamfélagi. Þar verða allir að leggja fi’am sinn rétt- láta skerf, jafnt fyrirtæki sem ein- staklingar, þar sem þeir leggja eðlilega til mest sem af mestu hafa að taka. Verðug skil allra til samfélags- neyzlunnar skapa und- irstöðu að velfei’ð allra þegnanna. Það þarf að framkvæma eðlilega tilfærslu fi’á gi’óðafyr- h’tækjum og hálauna- aðli forréttinda og sjálfskammtaði’a sér- gæða til þess hluta þjóðai’innar sem sann- anlega hefur afskiptur orðið í uppsveiflu efna- hagslífsins að undan- fömu. Sú er eindregin stefna Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs. Hverjum þjóðfélagsþegn þarf að skapa lífvænleg skilyrði bæði til fæðis, klæða og húsnæðis svo og Stjórnmál Mér þykir sem brýna nauðsyn beri til þess, segir Helgi Seljan, að til sé virkt stjórnmála- afl með skýrt afmark- aða vinstristefnu. ekki síður til að mega njóta mennt- unar, menningar og frjórra tóm- stunda sem og verða þar virkur þátttakandi. Einungis jafnari tekju- og eignaskipting meðal þjóð- arinnar getur tryggt slíkt. Vinsti-i- hreyfmgin - gi’ænt framboð hefur þetta að einu meginmai’kmiði sínu. Móta þarf og fylgja fram mark- vissri stefnu í allri auðlindanýtingu okkar með vir’ka umhverfisvernd að leiðai-Ijósi. Á því byggist hagur og heill þjóðai’innar á nýrri öld. Auðlindir okkar verði nýttar í þágu þjóðarheildar, en sérhagsmunum og gróðabraski ýtt til hliðar. Vinstrihreyfingin - giænt framboð hefur fram að færa skýr stefnumið í þessum málum til farsælla fram- tíðai-lausna. Vopnlausri friðelskandi þjóð ber skylda til að standa utan hvers konar hernaðai’bandalaga með til- heyrandi víghreiðram vítt um ver- öld. Þátttaka í þjóðavígum með land sitt léð undir erlenda her- þræla er frjálsri og óháði-i þjóð ekki sæmandi. Henám hugans er öllu hættulegra. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er með einarða stefnu í þessum efnum, skilar hvoi’ki auðu eða vill þjóna valdhöf- um vígdrekanna. Hornsteinn hvers sjálfstæðs þjóðríkis er að tryggja sjálfstæði sitt, andlegt sem efnahagslegt og hafa ótvh-ætt forræði yfir auðlind- um sínum til sjós og lands. Aðild að Evrópusambandi óheftrar mark- aðshyggju og skrifræðis felur í sér afsal shks forræðis þar sem aðeins er tekið við tilskipunum að utan. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er algjörlega andvígt aðild að Evr- ópusambandinu og því eiga unn- endur íslenzkrar auðlindastefnu auðvelt val. Af öllum þessum ástæðum og ótalmörgum öðram vefst það ekki fyrir mér að velja 8. maí í vor. Megi Vinstrihreyfingin - grænt framboð verða sem flestra val. Höfundur er fv. alþingism. Alþýðu- handalagsins. Helgi Seljan Oryrkjar, nú er kjósum rétt MÁLEFNI öryrkja hafa verið í umræð- unni í þjóðfélaginu frá því í haust. Óryrkjar minntu á sig við setn- ingu Alþingis og síðan við upphaf landsþinga tveggja stjórnmála- flokka. Sú aðgei’ð vakti mikla athygli, og var kominn tími til, því kjör öryi-kja hafa verið mjög léleg í mörg ár. Ekki má setja enda- punktinn hér því áfram þarf að vekja at- hygli á lélegum kjör- um allt þar til að ein- hverjar meiriháttar leiðréttingar verða gerðar á al- mannatryggingakerfinu. Hér mun ég tala um örorku- greiðslur, en ekki örorkubætur, því við eigum að hætta að tala um bæt- ur, sem eru bætur á bætur ofan. Pi’ósentuhækkanir á örorkugreiðsl- ur sem hafa vei’ið 3-7%, eins og varð nú eftir áramótin. Slík hækk- un á lága viðmiðun hækka lítið heildargreiðslur. Þegar verið er að hækka örorkugeiðslur á að hækka þær í krónutölum, en ekki prósent- um. Krafa hefur vei’ið frá öiyi’kjum að hækka grannlífeyri um 20.000 þús. kr. í tveimur áföngum á yfii’- standandi ári. Það sem nú þarf að leggja áherslu á er að vinna að því að koma á fleiri skattþrepum. Hægt væi’i að hugsa sér að lægi-a skatt- þrep, frá því sem nú er, gæti verið á laun undir 120.000 þús. kr. mánað- artekjum. Svona aðgerð kæmi sér best fyrir öiyi’kja og aðra láglauna- hópa því þá þyrfti ekki að að greiða skatta af launum sem ekki er hægt að lifa af. Á stefnuskrá Vinstrihreyfingar græns framboðs er einmitt þessi áhersla, að skattþrepið verði ekki bara eitt eins og nú er. Helstu greiðslur til einstaklings, sem met- inn er með 75% ör- orku, era örorkulífeyr- ir, tekjutrygging og heimilisuppbót, þessir greiðsluflokkar . hafa tvær mismunandi tekjuviðmiðanir. Með því verða áhrifin af jaðarsköttum geysilega mikil, geta farið upp í allt að 80% að teknu til- liti til skatta og tekjuviðmiðana. Kosningar Krafa á að vera, segír Sigurrós M. Sigurjóns- dóttir, að einfalda allar greiðslur til öryrkja, og hækka þær töluvert frá því sem nú er. Sérstaka heimilisuppbót getur sá einstaklingur fengið sem hefur tekjur undir 60-70 þús. kr. á mán- uði, hún skerðist króna á móti krónu. Hjón, sem bæði era metin með 75% örorku, hafa einungis örorku- lífeyi’i, sem er 90% af óskertum ör- orkulífeyri, og tekjutryggingu. Sömu greiðsluflokkar eru greiddir ef annað hjóna er metið með 75% örorku, en greiðsluupphæðin er sú sama og hjá einstaklingi. Hér þarf að ráða bót á og ein- falda þetta gi-eiðslukeifi. Viðmiðun- ai-tekjur hjóna era tekjur þeirra beggja samanlagðar og deilt með tveimur. Þetta er mjög umdeilt at- riði, að taka mið af tekjum maka, krafan hefur verið að eingöngu eigi að reikna út frá eigin tekjum. Komið var til móts við þessa kröfu fyrir síðustu áramót, en hefði átt að ganga skrefið til fulls eða ákveða hvenær ákvæðið yrði að fullu afnumið. Vorið 1996 kom fram í hópvinnu innan Sjálfsbjargar að vinna ætti að því að örorkugreiðslur væru bara einn gi-eiðsluflokkur og ein tekjutenging. Þetta væri langein- faldast fyrir alla, bæði þá sem fá greiðslurnar og einnig ríkið sem innir gi’eiðslurnar af hendi. Krafa á að vera að einfalda allar greiðslur til öryrkja, og hækka þær töluvert frá því sem nú er. Þetta telja margir að sé það rétta, en enginn hefur komið þessu í fram- kvæmd. Einnig er krafa um að koma á nýrri almannatryggingalög- gjöf, sem er mjög brýnt. Umræða um að koma henni á hefur staðið í 10-15 ár, en aldrei tekist að koma á heildstæðri löggjöf, heldur eru sett- ir plástrar hér og þar og því eru al- mannatryggingalögin stagbætt og varla hægt að vinna eftir þeim. Höfundur er fomiaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu ogskipar 11. sæti Vinstrihreyfingar - græns frmnboðs á Reykjanesi. Sigurrós M. Siguijónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.