Morgunblaðið - 14.04.1999, Page 42
42 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Lykillinn að lausn vanda
er að viðurkenna hann
NOKKRU fyi'ir miðjan febrúar
birtist eftir okkur grein í Morgun-
blaðinu um afturfór laxastofnsins í
Elliðaánum og þá ímynd hnignunar
sem því hefur fylgt. Við teljum okk-
ur þekkja vel til þess sem við fjöll-
uðum um. Annar okkar hefur verið
árlegur gestur í Elliðaárdalnum í
rúman aldarfjórðung, en hinn mun
s lengur.
Við lýstum í fáum orðum þeirri
afturför sem hófst við virkjun ánna
1921, og tókum undir þá skoðun at-
vinnudeildar Háskólans frá því
skömmu eftir 1940 að Steingrímur
Jónsson rafmagnsstjóri hefði með
ræktunarstarfi sínu bjargað laxa-
stofni Elliðaánna. Við bentum síðan
á þá miklu afturför sem orðið hefur
síðan 1975, er laxgengdin náði há-
marki á virkjunartímanum og varð
samkvæmt tölum Rafmagnsveit-
unnar þá 8.066 laxar, og bentum
einnig á að í fyrra, 1998, var gangan
965 laxar, eða 12% af því sem hún
var tæpum aldarfjórðungi áður.
Nokkru síðar birtist í Morgun-
. blaðinu grein eftir Stefán Pálsson,
forstöðumann Minjasafns Orku-
veitu Reykjavíkur, en Rafmagns-
veitan er nú hluti hennar. Þar segir
um ofangreindan samdrátt: „Þessar
tölur eru vissulega sláandi, en sem
betur fer segja þær sáralítið um
stöðu lífríkisins."
Það er ekki síst þessi 87% sam-
dráttur sem hefur vakið okkur til
skrifa í þeirri von að þau verði eitt
af þeim lóðum sem lögð verði á vog-
arskálarnar þegar borgaryfirvöld
taka ákvörðun um hvernig bregðast
skuli við vanda Elliðaánna.
Minjavörður gagnrýnir okkur
fyrir að taka til viðmiðunar árið
1975, sem hafi verið metár. Það ár
var metár, eftir að árnar voru virkj-
aðar, en ekki ef miðað er við tímann
fyrir virkjun. Við völdum árið 1975
meðal annars af tveimur ástæðum. I
fyrsta lagi fylgdi það í kjölfar mikils
ræktunarátaks um nokkurra ára
skeið. í öðru lagi táknar árið 1975
þáttaskil, því eftir það fór laxgengd
aftur minnkandi, og með í huga þær
Elliðaárnar
✓
Arið 1975 var metár
eftir að árnar voru
virkjaðar, segja Þórar-
inn Sigþórsson og
Ingólfur Asgeirsson,
en ekki ef miðað er við
tírnann fyrir virkjun.
tölur sem birtar hafa verið um
seiðasleppingar eftir miðjan átt-
unda áratuginn er ljóst að þær hafa
ekki megnað að vega upp á móti
öðrum neikvæðum þáttum, þannig
að laxagengd hefur farið minnkandi
allar götur síðan. Árið 1975 er því
sérstakt í sögu þeirrar viðleitni að
halda uppi göngum í árnar með
seiðasleppingum. Þær hafa ekki
borið tilætlaðan árangur síðan.
Meðaltöl frá ýmsum tímabilum á við
þau sem birtast í grein minjavarðar
breyta engu þar um. Það er því ljóst
að seiðasleppingar einar og sér
verða ekki til þess að leysa vandann
og annarra ráða er þörf.
I því sambandi er rétt að víkja að
þeim kafla í gi-ein minjavarðar þar
sem rætt er um þátt hafbeitar- og
eldislax sem fór að ganga í Elliða-
ámar í allverulegum mæli eftir að
hafbeit og kvíaeldi hófst. Eru til töl-
ur um það frá Veiðimálastofnun frá
1988, og hefur hlutfall flökkulax
verið 2-36%, en hefur farið minnk-
andi. Þær tölur um heildargöngur í
Elliðaárnar sem oftast hafa komið
fyrir almenningssjónir hafa ekki
greint sundur lax af árstofninum og
flökkulaxinn, þannig að staða ánna
hefur sýnst betri en hún hefur í
raun verið.
Þannig er heildargangan 1990
talin 3.393 laxar, en gögn Veiði-
málastofnunar sýna að það ár var
fjöldi eldislaxa 1.217, svo að ganga
af árstofni var aðeins 2.166 laxar.
1993 voru þessar tölur 3.363 (heild-
arganga) og 605 (flökkulax), þannig
að ganga af árstofni var 2.758 laxar.
1995 má draga 975 flökkulaxa frá
frá 2.510 heildarlaxagöngu, þannig
að eftir standa 1.535 laxar af ár-
stofni. Tölur um heildargöngur
þessara ára sem draga ekki fram
hluteild flökkulax gefa því ekki
rétta mynd, og meðaltöl byggð á
slíkum tölum segja því ekki heldur
rétta sögu.
Áhrif virkjunarinnar á Elliðaárn-
ar og hingnun laxastofnsins eru
staðreyndir sem lærðir sem leikir
hafa haft fyinr augunum um árabil.
í skýrslu Veiðimálastofnunar
(VMST-R/98001) er bent á röskun
vatnakerfis Elliðaánna og eru að-
eins 57% talin óskert. Telja höfund-
ar hlut virkjunarinnar mestan í
röskuninni. Benda þeir borgaryfir-
völdum á að skoða aðra orkuöflun-
arkosti og meta alvarlega fýsileik
þess að hætta raforkuframleiðslu í
Elliðaánum og rífa Árbæjarstíflu.
í opnuviðtali við Orra Vigfússon í
Morgunblaðinu 28. mars síðastlið-
Að loknu
menntaþingi I
ORÐIÐ menntun er
hægt að skilja á fleiri
en einn veg. I daglegu
máli vísar menntun
oftast til þess að læra
að lesa, skrifa og
reikna - menntun sem
fram fer í opinberum
menntastofnunum,
menntun sem fyrst og
fremst miðast að því
að miðla þekkingu.
Menntun er ekki ein-
ungis á færi opinberra
menntastofnana.
Skipulagt tómstunda-
starf menntar börn.
Markniið menntunar
í skátastarfi
Menntun er ævilangt ferli sem
stuðlar að stöðugum persónu-
þroska og hæfni til að taka þátt í
störfum samfélagsins. Markmið
menntunar í skátastarfi er að
stuðla að þroska einstaklings sem
er sjálfstæður, ábyrgur, um-
hyggjusamur og samkvæmur
sjálfum sér.
Ef takast á að ná markmiðum
menntunar samkvæmt þessari
skilgreiningu verður hún að byggj-
ast á fjórum grunneiningum náms.
Nám til að öðlast þekkingu.
Nám til að öðlast færni.
Nám til að læra að lifa í sátt og
samlyndi við aðra.
Nám til að verða betri maður.
Auðvitað mynda þessar fjórar
grunneiningar eina heild því þær
snertast víða og skarast.
^mb l.is
/KLLTAf= eiTTH\SA£? NÝTl
Skipulagt tóm-
stundanám
Skipulagt tóm-
stundastarf fellur á
milli þess að vera
formlegt skólanám
(formal education) og
óformleg menntun (in-
formal education).
Með formlegu skóla-
námi er átt við nám
sem fram fer í ýmsum
opinberum mennta-
stofnunum eins og
leikskóla, grunnskóla,
framhaldsskóla, há-
skóla og ýmsar list- og
verkmenntastofnanir
á framhaldsskóla eða háskólastigi.
Með óformlegri menntun er átt við
Tómstundastarf
Eg álít, segir Helgi
Grímsson, að það
þurfi að skoða í fullri
alvöru og skilgreina
hlutverk og samspil
formlegs skólanáms,
skipulags tómstunda-
náms og óformlegrar
menntunar.
fjölskyldu, vini, fjölmiðla og aðra
sem á beinan eða óbeinan hátt
stuðla að menntun.
Skátahreyfingin sem og mörg
önnur félagasamtök bjóða upp á
skipulagt tómstundanám (non-
formal education) sem b.yggist á
Grímsson
öðram granni en sú menntun sem
sótt er í skólakerfið. Skipulögð
menntun snýi- frekar að þátttak-
andanum sjálfum, þroska hans og
aðstæðum. Skipulagt tómstunda-
nám fer oftast fram með athafna-
námi þ.e. þátttakandinn lærir af
því að framkvæma. Skipulagt tóm-
stundanám byggist á öllum fjóram
granneiningum náms.
Hvað vilja
atvinnurekendur?
Fyrir nokkram áram gerðu Evr-
ópsk samtök iðnaðarins (European
Round-table of Industrialists)
könnun meðal stærri atvinnurek-
enda um það hvers þeir væntu af
verðandi starfsmönnum sem þeim
fannst jafnframt vanta þegar þeir
koma til vinnu úr formlegu námi.
Niðurstaðan var áhugaverð því það
sem atvinnurekendurnir nefndu
var m.a. eiginleikar eins og leið-
togahæfileikar, hæfni til hópvinnu,
hæfni til ákvarðanatöku og sjálf-
stæðra vinnubragða, geta til að
taka á og vinna úr ágreiningi og
umbui'ðarlyndi gagnvart fólki frá
mismunandi menningarheimum.
Eiginleikar sem lögð er áhersla á í
skipulögðu tómstundanámi. Eigin-
leikar sem sjást sjaldan á ein-
kunnablöðum og prófskírteinum.
Samspil náms
Ég álít að það þurfi að skoða í
fullri alvöra og skilgreina hlutverk
og samspil formlegs skólanáms,
skipulagðs tómstundanáms og
óformlegrar menntunar. Hvað vilj-
um við að sé hlutverk fjölmiðla í
menntun barna og unglinga? Gerir
t.d. yfirmaður dagskárdeildar
Stöðvar 2 sér ljóst að hann ber jafn-
vel meiri ábyrgð á siðferðiskennd
15 ara unglings en allii' skólastjórar
á íslandi? Hvernig viljum við að
þátttaka í skipulögðu tómstunda-
námi sé metin á vinnumai'kaði? Á
að meta tómstundastarf sem valfag
í grann- og framhaldsskóla? Gera
foreldrar sér gi-ein fyrir mikilvægi
skipulegrar tómstundamenntunar?
Höfundur er fræðslustjórí Bandsi-
Isigs íslenskra skáta.
Islenskar
mjólkurkýr
SIGURÐUR Sig-
urðarson dýralæknir
biður íslenska bændur
og neytendur að láta
heyra meira í sér varð-
andi innflutning á nýju
erfðaefni í kýr. Hér
kemur mitt álit.
Sem búfræðikandi-
dat er ég alls ekki á
móti tilraunum. Ef ör-
uggt er að þessi fyrir-
hugaða tilraun verði
gerð með fyllstu aðgát,
þannig að sem minnst
smithætta verði og
þess gætt að kúnum
verið haldið utan inn-
lends ræktunarstarfs,
get ég fallist á hana. Forsvars-
menn og jámenn tilraunarinnar
hafa staðhæft að fyllsta öi-yggis
verði gætt. Gott og vel, en jafn-
framt fer ég fram á að hagkvæmni
af innflutningnum verði metin með
tilliti til allra þátta sem skipta máli
varðandi arðsemi mjólkurfram-
leiðslunnar, velferð kúnna og sér-
stöðu Islendinga með sitt gamla og
sérstaka landkyn.
Við slíkt mat er ekki nóg að
horfa á nokkra þætti sem menn
vilja bæta. Það verður einnig að
horfa á það sem við höfum nú í ís-
lensku kúnni og hvað af því við get-
um gert lakara eða jafnvel misst
við innblöndun.
Þar horfi ég t.d. til endingar
kúnna. íslenskir dýralæknar í Nor-
egi segja meðalaldiir kúnna þar
mun lægri en á íslandi. Hvers
vegna skyldi það vera? Okkar full-
orðnu kýr standa sig með prýði og
ná því sumar hverjar að fylla
tugaldur og vel það, jafnframt því
að pjólka vel og vera heilbrigðar.
íslenskar kýr nýta gróffóður vel
og eru minni og léttari en þær
norsku. Þar með er unnt að nýta
beit yfir sumartímann
mun betur og án þess
að eiga á hættu að
skemma gróðurþekj-
una með traðki. Það
er nóg að sauðfénu og
hrossunum sé bölvað
fyrir uppblástur þótt
kusugreyjunum verði
ekki líka kennt um
það í framtíðinni. Ég
held einnig að dýra-
læknarnir okkar hafi
nóg fyrir stafni þótt
við föi’um ekki að
bæta við sjúkdómum
fyrir þá að kljást við.
Það er nefnilega al-
kunna að þyngri kúa-
kyn eru fótaveikari en þau léttari.
Fótaveikar kýr skila engum arði
Kýr
Ef öruggt er að þessi
fyrirhugaða tilraun
verði gerð með fyllstu
aðgát getur Guðný
Helga Björnsdóttir
fallist á hana.
til eigenda sinna, þótt þær séu
norskar!
Það sem menn hafa helst talið
að bæta þurfí í íslenska kúastofn-
inum er júgur, spenar, skap,
mjólkurlagni og _ próteinhlutfall
mjólkurinnar. Á nýútkomnu
nautaspjaldi má sjá úrval reyndra
nauta. Þau sem koma ný inn eru
nær undantekningarlaust með af-
burðaeinkunnir fyrir alla þessa
þætti nema próteinið, en þó með
háar einkunnii' fyrir kynbótamat.
Guðný Helga
Björnsdóttir