Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 49
UMRÆÐAN
heldur þarf að láta verkin tala.
Sjálfsbjörg hefur komið fram með
kröfu um að örorkulífeyrir verði
hækkaður um 20.000,- kr. í tveim
áföngum á þessu ári. Skipuð verði
nefnd til að endurskoða og færa al-
mannati'ygginga-kerfíð til nútíma-
horfs og samtímis verði gerð áætlun
til tveggja ára um að koma kjörum
öryrkja þannig að þau verði sam-
bærileg og á hinum Norðurlöndun-
um. Þetta hlýtur að teljast sann-
gjörn krafa og sé ástandið eins gott
og fyrrgreind skýrsla vill vera láta
ættu stjórnvöld ekkert að óttast.
Ég tel að kostnaður samfélagsins
við að koma á mannsæmandi kjörum
öi-yrkja verði mestur næstu 10 árin.
Síðan mun jafnt og þétt draga úr
honum þar sem lífeyrssjóðirnir eru
að eflast og styrkjast og munu því
taka á sig stærri og stærri hlut út>
gjaldanna með hverju árinu. Þá ætti
að losna um fjármagn til að ráðast í
fjárfrekar framkvæmdir. Nú fyrir
páskahátíðina stigu stjórnvöld eitt
mesta réttlætisskref sem stigið hef-
ur verið lengi þegar „vasapeningar“
þeirra sem dveljast á stofnunum og
sjúkrahúsum voru hækkaðir veru-
lega. Þetta sýnir manni að ráðgjöf-
um og reiknimeisturum tókst ekki
alveg að slá ryki í augun á ráða-
mönnum. Því ber að fagna og þakka
og vonandi verður haldið áfram á
sömu braut.
Agæti lesandi; það veit enginn
hver getur orðið næstur. Verður það
sonur eða dóttir sem fatlast á morg-
un? Einnig gæti það orðið þú sjálfur.
Verum því reiðubúin að takast á
við slíkt hlutskipti. Búum íslenskt
þjóðfélag og almannatryggingakerfi
þannig úr garði að sá sem fatlast á
morgun geti tekist á við þá erfíð-
leika sem fylgja heilsumissi með
fullri reisn og sjálfsvirðingu og
þeh'ri vissu að honum séu búin við-
unandi og mannsæmandi kjör. Hann
geti átt bjarta lífssýn inn í nýja öld.
Höfundur er formaður Sjálfsbjarg-
ar, landssambands fatlaðra.
SKAK
Spánn
DOSHERMANAS
5.-18. aprfl
SKÁK þeirra Svidlers og An-
ands í fimmtu umferð á Dos
Hermanas skákmótinu varð sögu-
leg. Upp kom opna afbrigðið í
spánskum leik. Svidler mætti vel
undirbúinn til leiks og kom fram
með sterka nýjung. Svo virtist
sem hann væri að gjörsigra Ind-
verjann, en Anand varðist vel.
Eftir miklar sviptingar stóð
Svidler með pálmann í höndunum,
en samdi þá jafntefli!
Hvítt: Peter Svidler (2713)
Svart: Viswanathan Anand (2781)
Spánski leikurinn [C80]
I. e4 e5 2.Rf3 Rc6 3.Bb5 a6 4.Ba4
Rf6 5.0-0 Rxe4 6.d4 b5 7.Bb3 d5
8.dxe5 Be6 9.Rbd2 Rc5 10.c3 d4
II. Rg5 Þessi leikur kom fyrst
fram á sjónarsviðið í 10. einvígis-
skák Karpov-Korchnoi, Baguio
1978. ll...Bd5 Annar möguleiki er
U...Dxg5 en því svarar hvítur best
með 12.DÍ3.
12.Rxf7! í gagnagrunni sem inni-
heldur á aðra milljón skáka fínnst
aðeins ein skák með 12.Rxf7.
12...Kxf7 13.Df3+ Ke6 14.Dg4+!
Nýjung. I skák L. Dominguez - E.
Rios, Kúbu 1996, lék hvítur
Anand sleppur
með skrekkinn
14. Re4. 14...Ke7 Ekki
14.. .KÍ7 15.e6+! Bxe6
16.DÍ3+ og hvítur
vinnur manninn til
baka með betri stöðu.
15. e6! Bxe6 16.Hel
Dd7 17.Bxe6 Rxe6
18.Rf3 He8 19.Rg5
Rcd8 20.Bd2! Einfalt
óg sterkt! 20...h6 Ef
20.. .Kd6 21.cxd4 Kc6
22. He5 Kb6 23.d5 og
vinnur manninn til
baka. 21.Rf3! Hér gat
hvítur unnið manninn
til baka með 21.Rxe6
Rxe6 22.Hxe6+ Dxe6
23. Hel, en eftir
23.. .Dxel+ 24.Bxel
Viswanathan
Anand
Kd8 er svartur sloppinn. 21...Dd5
Ef 21...Dd6 er 22.Re5 sterkt.
22.He5 Dd6 23.cxd4 Nú er ljóst
að hvítur er að vinna manninn til
baka, með alla mennina úti á víg-
vellinum meðan þeir svörtu eru
flestir uppi í borði. Það má ganga
kraftaverki næst að Anand hafí
lifað þetta afl 23...h5 24.De4 Kf7
Ef 24...C6 25.d5 cxd5 26.Hxd5 Dc7
27.Re5 og vinnur. 25.d5 Kg8
26.Dg6 He7 27.Hael Rd4! Eini
möguleikinn. 28.Dxd6 Rxf3+
29.gxf3 cxd6 30.Hxe7 Bxe7
31. Hxe7 Rf7 Þó þessi staða sé
unnin á hvítan eru þó nokkrir
tæknilegir ei-fíðleikar fyrir hendi.
32. Ha7 Annar möguleiki er 32.h4
en þá er ekkert einfalt að eiga við
32...Re5! 32...h4! 33.Ha8+ Kh7
34.Hxa6 Kg6 35.Hb6 Hc8
36.Hxb5 Hc2 37.Bc3 h3 38.Kfl
Rg5 39.Hb7 Rxf3 40.Hxg7+ Kf5
41.Hg3 Ke4 42.Hxh3 Hcl +
43.Ke2 Hxc3 44.bxc3 Rgl +
45.Kfl Rxh3 46.a4
Kxd5 47.Kg2 Rg5
48.h4! Re4 49.h5 Ke6
50.c4 Rd2 51.a5
Rxc4 52.a6 Rb6
53.a7 Kf5 54.f4 Ra8
55.KÍ3 d5 56.Ke3
Rc7 57.Kd2 Kf6
58.Kc2 Kf5 59.Kb3
d4 60.Kc4 Kf6
61.Kd3 Kf5 Með því
að tapa leik kemur
hvítur svörtum í leik-
þröng. 62.Ke2 Kf6
63.KA2 Kf5 64.KÍ3
Ra8 65.Ke2 Rc7
66.Kd3 Kf6 67.Ke4
Kf7 68.f5 Kf6 69.h6
Kf7
Hér sættist hvítur á jafntefli!
Hann gat hins vegar unnið með
70.Kxd4! Rb5+ 71.Kc5 Rxa7
72.Kb6 Rc8+ 73.Kc7 og ef nú Re7
kemur 74.h7 Kg7 75.Í6+! og vinn-
ur. Svartur verður þvi að leika
73...Ra7, en þá kemur 74.Kd7 Rb5
75.h7 Kg7 7616+ Kxh7 77.f7 Kg7
78.Ke7 og vinnur. 'k-'k
Frestuð skák þeirra Gelfand og
Korchnoi úr fyrstu umferð var
tefld á mánudag. Gelfand sigraði
og er þar með kominn í 3.-5. sæti á
mótinu með þrjá vinninga.
Skák í hreinu lofti
Eitt glæsilegasta barna- og ung-
lingaskákmót ársins verður haldið
á sumardaginn fyrsta, 22. apríl.
Verðlaun í mótinu eru aldurs-
flokkaskipt og afar vegleg, m.a.
ferðir í Disney-garðinn í París. Þá
er stefnt að því að sigurvegararnir
í elsta fiokki tefli einvígi í beinni út-
sendingu á sjónvai’psstöðinni Sýn.
Auk verðlaunanna fá allir þátt-
takendur bol með sérstakri áletr-
un. Þá verður happdrætti með fjöl-
mörgum vinningum frá aðilum á
borð við Vöku-Helgafell og SAM-
bíóin. Kynnh- mótsins verður hinn
kunni útvarps- og sjónvarpsmaður
Hermann Gunnarsson.
Mótið er opið öllum sem fæddir
eru 1983 og síðar, bæði drengjum
ogstúlkum.
í fyrra tóku um 300 börn víða að
af landinu þátt í mótinu. Þar sem
hugsanlega þarf að takmarka
fjölda þátttakenda er æskilegt að
tilkynna þátttöku sem fyrst í síma
568 9141 eða 568 0410 sem verða
opnir fyrir skráningu næstu daga.
Einnig er hægt að skrá sig á net-
fangi Skákskólans og Skáksam-
bandsins (siks(S>itn.is).
Skákskóli Islands/Skáksamband
fslands, tóbaksvai-nanefnd, íslenska
útvarpsfélagið, VISA-ísland og fjöl-
margir samstarfsaðilar standa að
mótinu. Mótið er haldið í félags-
heimili Taflfélagsins Hellis, Þöngla-
bakka í Mjódd og hefst kl. 12:45.
Skákmót á næstunni
14.4. S J. Urslit í áskorendafl.
16.4. SÍ, íslandsm. gunnsk.sveita
19.4. Hellir. Fullorðinsmót.
23.4. Hellir. Klúbbakeppni.
25.4. Hellir. Kvennamót.
26.4. Hellir. Voratskákmót
Daði Órn Jónsson
Hannes Hlífar Stefansson
■K
sigurvegari í safarí rallinu 1999
sigurvegari í portúgalska rallinu 1999
1999
Bíll ársins 1999
sjáðu framtíðina í focus
www.fordraclng.net
brimborg.is
liiUÚL
O'Z
autocar
©bfömbo
LM.Gianeíti
Grist
x Mc Rae
Isparcol
Að sigra í sinni þriðju keppni í heimsmeistaramótinu er ótrúlegt,
að vinna í sinni fjórðu keppni er einstakt afrek.
Hvers vegna ekki aö prófa Ford Focus?
Hafðu samband strax í dag.
brimborg
Bíldshöfóa 6 • Sími 515 7010