Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ B j ö r g v i n
Hólm fæddist í
Reykjavík 19. nóv-
ember 1934. Hann
lést í Reykjavík 3.
aprfl síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Friðbjörn
Hólm Friðbjörns-
son, f. 11.5. 1909, og
Sigurlaug Ólafs-
dóttir Hólm, f. 12.4.
1908. Þau eru bæði
látin. Systkini
Björgvins eru: Ólaf-
ur Hólm, f. 5.1.
1931, Karl Hólm, f.
16.3. 1932, Árni Hólm, f. 3.12.
1935, Friðbjörn Hólm, f. 9.5.
1937, Helgi Hólm, f. 18.3. 1941,
Svala Hólm, f. 7.5. 1943, Mjöll
Hólm, f. 19. 7. 1944, og Sigurð-
ur Hólm, f. 16.7. 1946.
Dóttir Björgvins fyrir hjóna-
band er Guðbjörg Hólm, f.
29.12. 1959, móðir: Droplaug
Þorsteinsdóttir, f. 15.1. 1942.
Árið 1964 kvæntist Björgvin
Elsku pabbi minn, þetta er opið
bréf til þín, það er svo margt sem
mig langar að segja við þig þegar
þú ert farinn frá okkur til Guðs, og
svona skyndilega. Við hittumst ekki
oft eftir að þið mamma skilduð, en
nokkrum sinnum þó. Þú fórst þínar
eigin leiðir í lífínu eins og við öll, en
þú fylgdist með okkur og ég með
þér og hugsaði mikið til þín, hvar
þú værir, hvernig þú hefðir það og
þess háttar. Við áttum okkar góðu
og erfíðu tíma eins og ég skil núna
betur eftir að ég varð fullorðin, en
það skildi ég ekki alltaf þegar ég
var barn. Þú þurftir að vita allt,
vera bestur í öllu sem þú tókst þér
fyrir hendur eða vera fullkominn.
Þetta var erfið barátta, það veit ég í
dag. Oft hef ég hugsað að þú hafír
ekki verið uppi á réttum tíma, hefð-
ir þurft að fæðast seinna á öldinni,
svo miklar voru þínar rannsóknir
og uppgötvanir að þær eru ekki
fyrir vísindin eins og þau eru í dag.
Þú rannsakaðir uppruna orðsins og
reikningsformúlur, sem þú glímdir
við dag og nætur.
Við systkinin lofum því að koma
þínu ævistarfí í réttar hendur svo
hægt verði að klára þetta stóra
verkefni sem þú byrjaðir á. Þegar
"*eg hugsa um mína barna- og ung-
lingaæsku þá er margs góðs að
minnast. Ég man brosið þitt fal-
lega. Þú varst myndarlegastur
allra í mínum augum, þegar ég sat
í kjöltu þinni og þú söngst fyrir
mig eða ég sat á móti þér og þú
spilaðir á gítarinn og við sungum
saman þína texta og lög, sem við
systkinin ætlum að varðveita vel.
Líf þitt snerist þá um íþróttir,
söng, tölvufyrirtækið þitt og fjöl-
skylduna. Fyrirtækið gekk vel, við
höfðum nóg af öllu, ást og
allsnægtir, þú blómstraðir í golfínu
og við systkinin eyddum heilu og
hálfu dögunum úti á velli til að
^ ^eta verið með þér. Golfvöllurinn
varð þitt annað heimili eins og vill
verða með alvöru golfara, því það
sem þú tókst þér fyrir hendur
gerðir þú heilshugar. Eftir að við
komum heim frá Danmörku, þar
sem þú varst við nám í stuttan
tíma, fór að halla undan fæti fjár-
hagslega þar sem þú varst kominn
í þín heilabrot um uppruna orðs-
ins. Þið mamma stofnuðuð þá
hreingerningarfyrirtæki en þetta
voru mögur ár því ekki fékkst þú
laun fyrir þínar rannsóknir og
uppgötvanir. Mamma þurfti að
•sídnna tvöfalda vinnu og við systk-
inin hjálpuðum til með því að Þór
seldi Dagblaðið og ég hugsaði um
yngri systkini mín og heimilið, þá
tíu ára gömul.
Ekki ætla ég að gleyma góðu
stundunum þegar við bjuggum í
Háagerði hjá ömmu Sigurlaugu og
^pílum jólunum hjá henni. Þegar þú
grést yfir Húsinu á sléttunni í sjón-
varpinu, sem mér fannst skrítið þá,
Álfhildi Hjördísi
Jónsdóttur, f. 4.5.
1944. Þau slitu sam-
vistum árið 1980.
Börn þeirra eru:
Helena Hólm, f. 1.1.
1964, Björgvin Þór
Hólm, f. 21.11.
1965, Einar Óðinn
Hólm, f. 29.11.
1971, og Linda
Dögg Hólm, f. 27.8.
1974.
Björgvin lauk sam-
ræmdu prófi, tók
síðan stúdentspróf
og lærði kerfisfræði
í Sviþjóð. Hann kenndi kerfis-
fræði hér heima, vann hjá IBM
á Islandi, stofnaði síðan eigið
fyrirtæki á sviði tölvumála,
skrifaði greinar um vísindi og
tækni í blöð og tímarit, vann við
hreingerningar og stundaði
ýmsar rannsóknir.
Utför Björgvins fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
en í dag veit ég að þú varst mjög
tilfinninganæmur maður.
Við fjölskyldan vorum alltaf að
flytja og við systkinin að byi'ja í
nýjum og nýjum skólum og vorum
þar af leiðandi alltaf í baráttunni.
Þegar við áttum heima í Ljós-
heimum var ég unglingur. Þá áttir
þú það til að fara út á róluvöll og
kasta kúlu eða öllu heldur stein-
um, það var þinn æfingavöllur fyr-
ir kúluvarp. Einnig áttir þú það til
að liggja í baði heilu og hálfu dag-
ana án þess að hafa tekið eftir því
sjálfur að þetta voru kannski þrjár
baðferðir á einum og sama degin-
um. Er ég benti þér á það hlóst þú
að sjálfum þér. I svo miklum íhug-
unum varst þú að þú gleymdir um-
hverfínu og fjölskyldunni. Stund-
um hugsaði ég þá að mér fyndist
þú hálfskrítinn, annaðhvort með
gítarinn að syngja eða að ég náði
engu sambandi við þig. Þarna vor-
um við fjölskyldan farin að
íþyngja þér og við vorum farin að
stjórnast af þínum geðþótta. Þá
var kominn tími til að skilja við
fjölskylduna. Ég veit þetta allt í
dag, þú tókst skilnaðinn nærri þér
og mamma var eina konan í lífí
þínu, en þú náðir þér vel á strik,
blómstraðir á hjólinu þínu og lést
gamlan draum rætast, að lifa eins
og útilegumaður, búa í tjaldi sex
til átta mánuði á ári, hjóla hring-
inn í kringum landið á hverju ári
og núna síðast 63 ára gamall, geri
aðrir betur. Þú varst þekktur sem
„tjaldbúinn við Rauðavatn“ og
unnir því svæði. Þegar ég kom síð-
ast að heimsækja þig í tjaldið við
Rauðavatn sagðir þú: „Ég er rík-
astur allra að eiga allt þetta land
og nýt þess vel.“
Elsku pabbi, þú varst stórt barn,
sem gerðir það sem þú vildir og
lést engan hafa áhrif á það, hafðir
þínar skoðanir og áttir þitt líf. Þú
vildir aldrei fara til læknis, en ef þú
hefðir gert það hefðir þú kannski
ekki dáið eins skyndilega úr
kransæðastíflu. I hjarta mínu veit
ég að þú hefðir ekki getað afborið
að geta ekki gert það sem þig lang-
aði til, þú vildir aldrei íþyngja nein-
um.
Elsku pabbi, ég kveð þig með
söknuði. Það er svo margt sem rifj-
ast upp í minningunni að það væri
efni í heila bók.
Ég elska þig og allt sem þú gerð-
ir. Blessuð sé minning þín.
Þín
Helena.
Elsku pabbi minn.
Guð gefi þér kodda og Guð gefi þér sæng,
Guð gefi þér rúm með tvöfaldan væng.
Þá munt þú fljúga um hugarins heim,
og halda í draum um víðfelldan geim.
(Björgvin Hólm)
Linda Dögg.
Nú er ekki lengur hægt að ræða
við Björgvin ‘ um vísindaleg og
heimspekileg efni. Allt í einu er
hann horfinn af sjónarsviðinu.
Alltaf var Björgvin í leit að fróð-
leik um undur veraldarinnar og að
svörum við ráðgátum tilverunnar.
Þar var Björgvin í essinu sínu, víð-
lesinn og hugmyndaríkur og fór
ekki troðnar slóðir.
Snemma bar á hæfileikum hans,
sérstaklega hvað afburðagreind og
líkamsatgervi snerti. I gegnum
barnaskóla og gagnfræðaskóla var
hann ekki einungis alltaf með
hæstu einkunn í sínum bekk heldur
einnig yfír allan skólann. Á lands-
prófí í lok gagnfræðaskóla var hann
með þriðju hæstu einkunn yfir
landið. Björgvin lauk menntaskóla-
prófí og gerði það að talsverðu leyti
utan skóla. Hann hóf nám í háskól-
anum stuttu síðar, en hætti námi
þar.
I leikjum og íþróttum sem kalla á
líkamsatgervi sýndi Björgvin ávallt
yfirburði. Fljótlega fóru íþrótta-
menn að veita athygli heimaárangri
hans í íþróttagreinum eins og spjót-
kasti og kúluvarpi. Og áður en leið
á löngu var hann farinn að keppa á
íþróttamótum og var m.a. Islands-
meistari í tugþraut nokkur ár.
Þessi árangur hans varð til þess að
hann var sendur í tugþrautakeppn-
ina á Olympíuleikunum í Róm 1960
þar sem hann hafnaði í 14. sæti af
yfír þrjátíu keppendum þrátt fyrir
baráttu við vírus dagana sem
keppnin stóð.
Björgvin fylgdist að jafnaði með
því sem var að gerast á sviði tækni
og vísinda. Hann las erlend vísinda-
og tæknirit af áfergju og viðaði að
sér þekkingu og innsæi. Á tímabili
stofnaði hann og ritaði vikulegan
þátt í Morgunblaðið þar sem hann
greindi lesendum frá ýmsum nýj-
ungum á þessum sviðum.
En hann átti eftir að taka enn
virkari þátt í tækniframforum sam-
tíðar sinnar. Árið 1968, þegar notk-
un tölva var að komast í gang hér á
landi, lagði Björgvin leið sína til
Svíþjóðar. Þar lauk hann námi í
kerfisfræði á skömmum tíma og
með hæstu einkunn, kom heim og
gerðist einn af fyrstu kerfisfræð-
ingum landsins og vann sem slíkur í
allmörg ár.
Ekki lét Björgvin sér nægja að
gera stóra hluti í frjálsum íþróttum.
Rúmlega þrítugur fór hann að
stunda golf ásamt okkur bræðrun-
um. Og eins og áður komu afburða
hæfíleikar hans fljótlega í ljós í
þessari íþróttagrein. Eftir aðeins
fáein ár var hann orðinn klúbb-
meistari í golfklúbbi Hafnarfjarðar.
Og ekki leið á löngu þar til hann
var farinn að láta á sér bera á Is-
landsmeistaramótum. Áríð 1971
varð hann jafn nafna sínum Þor-
steinssyni frá Akureyi'i eftir 72 hol-
ur en lenti í öðru sæti eftir bráða-
bana.
Allir sem þekktu Björgvin vissu
um afburðagáfur hans og líkamsat-
gervi og reiknuðu með að hann
myndi njóta velgengni og farsældar
í lífí sínu. En svo fór hins vegar
ekki. Björgvin átti erfiðara og erf-
iðara með að semja sig að háttum
og siðum annarra og að lokum
hafnaði hann samfélaginu og fór því
sínar eigin leiðir.
Þetta leiddi að sjálfsögðu til ým-
issa erfíðleika í lífi hans. Eftir því
sem árin liðu missti hann smám
saman tökin á tilveru sinni. Það
varð erfitt fyrir hann að halda
vinnu, hjónaband hans leystist upp,
og samskipti hans við aðra urðu
örðugri. Hann einangraði sig meir
og meir og fór oftast einförum.
Þessi félagslega einangrun Björg-
vins þróaðist upp í val hans að búa
einn í tjaldi yfir sumartímann, sem
gerði hann að best þekkta tjaldbúa
Reykjavíkursvæðisins.
Én persónueiginleikar Björgvins
leiddu til þess að hann lagðist ekki í
gleymsku! Hann tók upp á að hjóla
vítt og breitt um landið til að við-
halda heilsu og þreki. Þessi nýja
iðkun hans og tjaldbúskapur hans
leiddu til viðtala í blöðum og sjón-
varpi.
Og ekki var áhugi Björgvins og
þátttaka á frjálsíþróttamótum úr
sögunni. Keppni á öldungamótum
og Islandsmeistaratitlar á síðustu
árum hans sýndu að enn var hann í
góðu líkamlegu formi.
Björgvins verður minnst fyrir af-
burða vitsmuni og íþróttahæfileika,
en einn annar eiginleiki hans er
ekki eins kunnur en það var góðvild
hans og hjálpsemi í erfiðum kring-
umstæðum annarra. Þar var hann
boðinn og búinn til að veita alla þá
aðstoð sem hann var fær um. Það
reyndu bæði ég og aðrir.
Á efri táningsárum sínum varð
Björgvin fyrir sterkum trúaráhrif-
um. Þau áhrif dvínuðu á velgengn-
isárum hans í íþróttunum, en aug-
Ijóst var af samtölum okkar síðustu
árin að trúin skipaði þá vissan þátt í
lífi hans.
Ég votta öllum börnum Björg-
vins og öðrum ættingjum samúð
mína í þessu snögga fráfalli hans.
Hafðu þökk, Björgvin bróðir, fyr-
ir samfylgdina.
Árni bróðir.
Elsku bróðir. Þegar ég frétti af
andláti þínu setti mig hljóða og
minningamar streymdu í gegnum
huga minn.
Minningar úr æsku þegar við
systkinin fórum saman í ótal leiki
og ærsluðumst heilmikið.
Minningar frá því þegar ég var í
sveitinni og fylgdist með íþróttaár-
angri þínum í fréttum og var svo
stolt af stóra bróður mínum. Þú
varst ávallt meðal þeirra fremstu.
Ég man þegar þú kenndir mér
frjálsar íþróttir og hvattir mig
óspart, líka þegar þú komst frá Sví-
þjóð nýútskrifaður kerfisfræðingur
með nýtt upptökutæki og við æfð-
um leikrit og söngleiki sem þú hafð-
ir samið og tókum allt upp.
Þú sagðir mér allt um stjörnur
himinsins og þekktir hverja stjörnu
með nafni.
Ég kynnti þig fyrir vinkonu
minni og hún átti síðar eftir að
verða eiginkona þín. Seinna slituð
þið samvistum. Með henni eignaðist
þú fjögur börn en áður hafðir þú
eignast eina dóttur.
I veislum varst þú hrókur alls
fagnaðar og spilaðir þá á gítar og
söngst og lékst á als oddi.
En þú varst ekki allra og kaust
að fara þínar eigin leiðir. Ymsar
hugrenningai' leituðu á hugann sem
þurfti að bijóta til mergjar og þú
varðir tíma þínum sífellt meira við
að grufla í alls konar fræðum. Þú
vildir vita allt um alla hluti og hvers
vegna þeir voru eins og þeir voru
og þær voru óf'áar stundirnar sem
þú varðir í að skoða þig um í nátt-
úrunni og settir ekki fyrir þig að
hjóla í kringum landið ef svo bar
undir.
Þú varst sjálfum þér samkvæm-
ur og vildir alls ekki vera upp á
aðra kominn með þín sérstöku
áhugamál.
En þó er mér efst í huga það
hugrekki sem þú sýndir með því að
þora ætíð að vera þú sjálfur og
standa eða falla með sannfæringu
þinni. Ég votta börnum þínum Guð-
björgu, Helenu, Björgvin Þór, Ein-
ari Oðni og Lindu Dögg mína
dýpstu samúð.
Guð geymi þig, elsku bróðir.
Þín systir
Mjöll.
í dag er lagður til hinstu hvílu
kær vinur og félagi, Björgvin
Hólm. Hann lést af völdum hjartaá-
falls þar sem hann var á ferð sinni í
borginni laugardaginn 3. apríl sl.
Það koma margar minningar upp
í hugann þegar litið er til baka nú á
kveðjustund. Það eru nær fimmtíu
ár síðan ég, þá nokkuð innan við
fermingu, var staddur á síðkvöldi á
æfingasvæði Vals að Hlíðarenda.
Æfingum var að ljúka og fátt var
ungmenna eftir á svæðinu. Hópur
vasklegra ungra manna stormaði
þá skyndilega inn á svæðið. Sá er
fremstur fór hafði spjót í hendi.
Gengu þeir rösklega til verks og
tóku að kasta spjóti sínu. Minntu
tilburðirnir mig nokkuð á atferli
víkinganna gömlu, sérstaklega þeg-
ar þeir fleygðu spjótinu af alefli í
BJORGVIN
HÓLM
trévegg einn mikinn er þar var á
svæðinu.
Ég spurði í undrun minni ein-
hvern viðstaddan hverjir þar væru
á ferð. „Þetta eru Hólmbræður,
þeir búa hér í nági'enninu," var
svarið.
Þetta voru mín fyrstu kynni af
Björgvini Hólm og þeim bræðrum.
Þegar ég mætti á fyrstu æfing-
una hjá IR árið 1957 voru þeir
Hólmbræður þar fyrir. mishart
lögðu þeir að sér við æfingarnar, en
eitt áttu þeir allir sameiginlegt; lífs-
gleðina og þróttinn sem geislaði af
þeim.
Þeir bræður ólust upp við kröpp
kjör. Bræðurna sjö og systurnar
tvær ól móðir þeirra, Sigurlaug, að
mestu ein upp af miklum dugnaði
og ekki létu þeir bræður sitt eftir
liggja í þeirri lífsbaráttu sem byrj-
aði hjá þeim óvenju snemma og
flest komust þau til góðra mennta
og hafa reynst dugandi fólk. Hrein-
gerningafyrirtækið Hólmbræður
stofnuðu þeir ungir að árum og
hafa rekið það samhliða öðrum
störfum síðan.
Björgvin sem í dag er kvaddur
lauk stúdentsprófi utanskóla frá
MR með góðum vitnisburði. Mun
hann hafa, að ég best veit, orðið
dux í einhverjum greinum. Stærð-
fræði og eðlisfræði voru hans grein-
ar og töluglöggur var hann með af-
brigðum. Ennfremur var hann hug-
vitssamur uppfinningamaður.
Að loknu námi réðst hann til
starfa hjá Sjóvá. Þar starfaði hann í
nokkur ár. Hann var með fyrstu
mönnum hér sem unnu við og
kynntust tölvum.
Laust upp úr 1960 hélt hann til
náms og vinnu til Svíþjóðar. Þar
lauk hann námi í kerfisfræði og
mun hafa verið sá fyrsti hér á landi
til að Ijúka því námi. Eftir heim-
komuna um miðjan sjöunda áratug-
inn starfaði hann við tölvufyrirtæki,
en stofnaði síðan og starfaði við eig-
ið fyrirtæki þar til hann kvaddi
þann vettvang af einhverjum
ástæðum fyrir fúllt og allt. Eitthvað
brast.
Tók nú líf hans nýja stefnu.
Hann tók m.a. að ferðast um landið
á reiðhjóli, fékk sér vinnu hér og
þar við ýmis störf eftir því sem á
stóð eða sló upp tjaldi og lét fyrir-
berast eftir því sem honum þótti
henta á hverjum tíma.
Síðustu árin hélt hann rétt út fyr-
ir borgarmörkin strax og voraði og
sló upp tjaldi sínu í skjólgóðu rjóðri.
Hann sá lóuna og aðra farfúgla
koma á vorin og hann sá þá úr tjaldi
sínu fljúga suður á bóginn á haustin.
Lengst hélt hann út í þessari útilegu
fram undir miðjan desember.
Víst er að oft hefur hún verið kal-
söm dvölin hans í tjaldinu og varla
hefur fæðið alltaf verið heppilegt að
gæðum og magni fyrir þann þrek-
mann sem Björgvin heitinn var. En
þetta var það líf sem hann valdi sér
og víst er það að hann fór mjög
ákveðið sínar eigin leiðir. Jafnvíst
er að hann hefur notið frjálsræðis-
ins og góðra stunda þegar lóa söng
í móa eða þröstur söng á grein á
fallegum vor- og sumardögum.
Þegar það hentaði honum sté
hann á bak reiðskjóta sínum og
hjólaði í bæinn. Iðulega sat hann á
Landsbóksafninu og grúskaði í tor-
skildum fræðum og flóknum reikn-
ingsformúlum eða brá sér inn á
Prikið í Bankastræti í kaffi og til
þess að hitta gamla íþróttafélaga,
fletta blöðum eða fá sér vindil. Það
var eini munaðurinn sem hann
veitti sér á síðari árum.
Björgvin var frækinn íþrótta-
maður fyrr á árum. Hann átti í 17
ár ísl. met í fimmtarþraut og í tug-
þraut voru aðeins tveir íþrótta-
menn hér á landi sem höfðu á þeim
tíma náð betri árangri en hann,
kempurnar Öm Clausen og Val-
björn Þorláksson.
Björgvin tók þátt í Ólympíuleik-
unum í Róm árið 1960 og keppti þá
í tugþraut, varð í 14. sæti af 30
keppendum er hófu keppni. Þá var
hann margfaldur Islandsmeistari í
ýmsum greinum og tók einnig þátt í
nokkrum landskeppnum.
Um tíma lagði hann stund á golf
og náði á undraskömmum tíma að