Morgunblaðið - 14.04.1999, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 51
komast í allra fremstu röð hér á
landi, en ágreiningur á golfmóti
varð til þess að hann lagði kylfuna
frá sér í miðju móti fyrir fullt og
allt.
Tónlist lá og vel fyrir honum.
Hann bæði samdi lög og texta og
spilaði dável á gítar og þess má
geta að hann samdi texta m.a. við
fyrstu útgáfu laga með söng Bjark-
ar Guðmundsdóttur.
Af og til á síðustu árum mætti
hann á öldungamót í frjálsum
íþróttum og sýndi þá gamla takta.
Lék hann þá við hvern sinn fingur í
glaðra vina hópi.
Björgvin var mikill IR-ingur sem
og öll hans fjölskylda og hún hefur
m.a. lagt félaginu tU fjölmennt
keppnislið í áratugi.
Eg kveð þenna góða vin minn með
kærri þökk fyrir samveruna og góð
kynni og bið honum Guðsblessunar.
Eftirlifandi bömum hans, systk-
inum og öðrum ættingjum sendi ég
innUegar samúðarkveðjur.
Genginn er góður drengur sem
flýgur nú frjáls Guðs um geim.
Jón Þ. Ólafsson.
í dag er kvaddur kær vinur minn
og fyrrum nemandi, Björgvin
Hólm.
Alfyrstu kynni mín af honum
voru þegar hann var kornungur
drengur, sem jafnan var kominn
árla dags niður að höfn í Reykjavík
að selja blöð. Ekki var spurt um
veður né vosbúð, þó skjólflíkur og
hlífðarfót væru ekki slík sem nú.
Eigi var heldur nokkuð annað látið
hamla. Blöð skyldi selja og blöð
voru seld tU hjálpar fjölmennu
heimilishaldinu.
Þá þegar á örungum aldri voru
dugnaðurinn, festan, stórhugurinn
og harðfylgið borðliggjandi. Það
sem þyrfti að gerast skyldi fram-
kvæmt. I þessum hljómbæ urðu
fyrstu kynni okkar - þetta var
Björgvin. Alltaf vissi ég af og fylgd-
ist með honum.
Gagngjör kynni okkar urðu þó
seinna, er hann kom sem nemandi í
framhaldsnám tU Hlíðardalsskóla, í
unglingapróf og landspróf eins og
það nefhdist þá. Þai’ deildum við geði
þrjú samfeUd skólaár í heimavist,
þar sem við gengum veg náinna
samskipta í kennslu, námi, skyldu-
vinnu, skemmtikvöldvökum, leiklist,
trúariðkunum, bænagjörð, íþróttum,
tónlist, skáldskap, heimspekilegu há-
flugi, stærðfræðUegum víddum, sem
voru hans annar heimm’, og grand-
skoðun, þar sem opinn, umbúðalaus
hugur beggja og óvægin gagnrýni
réðu jafnan ferðinni, allt gi-undvaUað
á gagnkvæmri viðurkenningu,
mannelsku og virðingu fyrir Guði og
mönnum. Það gilti einu, hvar borið
var niður, Björgvin var meira en
með á nótunum. Sönnuðust mér þá
vel eiginleikarnir, sem drepið er á
hér að ofan, og ég þóttist greina með
ungum drengnum. Gegnum þessi
margþættu viðfangsefni urðu kynni
okkar og vinfengi mjög náin.
Já, stærðfræðilegar víddir voru
með sanni hans annar heimur, því
allt þurfti og átti að vera hægt að
reikna út. Hann bjó til sínar eigin
formúlur og útreikningskerfí.
Raunar var hann vísindalega
hyggjandi og kryfjandi ungmenni.
Hann var góður skólaþegn, já-
kvæður, fús og hjálplegur í sam-
starfi, átakatraustur og drífandi í
öllu sem framkæma þurfti, og þar
var mikið unnið. Afburðanámsmað-
ur var hann og lauk landsprófi með
einni alhæstu landsprófseinkunn,
sem til þess tíma hafði sést. Þá var
hann og ágætagóður frjálsíþrótta-
maður, náði langt á því sviði, og
keppti m.a. á Olympíuleikunum í
Róm 1960 - slíkt þarf ekki frekari
ummæla við.
Kæru systkini Björgvins öll,
börn, barnabörn og ástvinir allir.
Við hjónin sendum ykkur innileg-
ustu samúðarkveðjur. Guð blessi
ykkur og styrki á þessum sáru
tímamótum.
Hér er góður drengur genginn.
Blessuð sé minning hans.
Vinir ykkar,
Sólveig og Jón
Hjörleifur Jónsson.
EIRÍKA ELFA
AÐALS TEINSDÓTTIR
+ Eiríka Elfa Að-
alsteinsdóttir
fæddist í Hermes á
Eskifirði hinn 11.
mars 1948. Hún Iést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað hinn 26. febrú-
ar síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Eskifjarð-
arkirkju 6. mars.
Að fá að kynnast
Elfu voru forréttindi
og kynni mín af henni
eru mér ómetanleg. Hún átti engan
sinn líkan á þessari jörðu. í kring-
um hana ríkti ávallt gleði og stutt
var í hláturinn hjá þessari yndislegu
konu enda ein sú skemmtilegasta
manneskja sem ég hef kynnst. Ég
gleymi því ekki þegar hún og ég
vorum einu kvenmennirnir á heimil-
inu á Bakkastíg. Lauga, sem hugs-
aði alltaf svo vel um Elfu, var í
Þýskalandi og ég varð náttúrlega að
standa mig og sjá um að síða, fal-
lega hárið hennar væri alltaf vel
snyrt. En ég hafði greinilega ekki
staðið mig nógu vel vegna þess að í
einu hádeginu þegar ég var úti á
Esso að borða hringdi síminn og ég
var kölluð upp. Elfa var í símanum
og spurði hvar ég væri eiginlega og
spurði jafnframt hvort hún ætti að
vera alveg eins og reytt hæna allan
daginn. Þá þurfti mín kona að kom-
ast út og varð náttúrlega að vera vel
tilhöfð. A þessum sama tíma ætlaði
ég að búa til uppstúf handa Elfu,
AJla og mér_ til þess að hafa með
saltkjötinu. Ég þóttist vera fullfær
um þetta en Elfa var fljót að sjá í
gegnum „húsmóðurhæfileika" mína
og gægðist ofan í pottinn og sagði:
„Oj, Magga mín, á þetta að vera
svona brúnt?“ Uppstúfið var auðvit-
að allt viðbrennt.
Eins og hún passaði upp á alla þá
sem henni þótti vænt
um bæði í orði og á
borði þá var hún ein-
staklega passasöm á
dótið sitt. Eitt sinn
samþykkti hún að lána
kolagrilhð sitt til úti-
legu. Þegar lagt var af
stað sagði hún: „Ef
þjófur kemur og stelur
grillinu mínu þá getið
þið bara sagt honum að
ég kaupi mér nýtt.“
Þetta finnst mér sýna
hve góð og einlæg hún
var alltaf.
Þær voru ófáar
göngurnar og bíltúrarnir sem við
tvær fórum á Eskifirði. Þá stoppaði
hver Eskfirðingur og heilsaði þess-
ari glaðlegu manneskju sem bræddi
hvert hjarta. Heima fyrir hlustaði
Elfa mikið á tónlist enda einstak-
lega lagvís auk þess sem hún vann
ýmsa handavinnu með sínum litlu,
mjúku höndum. Otrúlegustu hluti
skapaði hún af nákvæmni og mikilli
natni. Ekki má gleyma kettinum
hennar, sem hún var alltaf svo blíð
og góð við þótt hann væri ekki sá
vinveittasti. Ég hef reyndar aldrei
þekkt manneskju sem kallaði kött-
inn sinn tveimur nöfnum eins og
Elfa. Kötturinn hafði meira að segja
tvö kyn, eina stundina hét hann
Malli en hina Sara.
Endalaust er hægt að segja fal-
legar og skemmtilegar sögur af
Elfu. Minningarnar um hana eru ei-
lífar í huga mér. Hún mótaðist og
lifði innan um hlýja og gjafmilda
fjölskyldu þar sem ávallt er stutt í
húmorinn. Ég veit að nú verndar
hún þá sem eru henni kærastir eins
og hún alltaf gerði.
Elsku Alli, Lauga og fjölskylda,
hugur minn er hjá ykkur í þessum
mikla söknuði og ég sendi ykkur
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Margrét Stefánsdóttir.
KAROLINA KRISTIN
BJÖRNSDÓTTIR
+ Karólína Kristín
Björnsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 22.
nóvember 1919.
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
29. mars síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði 8. apríl.
Friðurinn, róin og
kærleikurinn sem ein-
kenndi hana ömmu
okkar gerði heimsóknir okkar tíðar
á Hverfisgötuna. Alltaf voram við
velkomin og alltaf tók hún okkur
opnum örmum, hjá henni var gott
að vera. Við systkinin bjuggum í
nágrenni við hana þegar við vorum
yngri og oft komum við þá við hjá
henni og fengum þá alltaf eitthvað
gott í svanginn því að alltaf átti hún
nóg til og gladdist mjög yfir því að
geta gefið okkur eitthvað gott að
borða. Stundum fórum við í vinn-
una til hennar í Rafveituna og eig-
um þaðan góðar minningar því að
hún amma var alltaf svo glaðlynd
og átti alltaf til einhverja brandara
eða skemmtilegar sögur að segja
manni. Komur okkar þangað voru
það tíðar að við þekktum sam-
starfsfólk hennar með nafni.
Alltaf var kátt á hjalla hjá ömmu.
Ef hún var ekki að segja okkur
skemmtilegar sögur eða syngja fyr-
ir okkur lánaði hún okkur bók og
við nutum þess að liggja uppi í sófa
og lesa í því þægilega umhverfi sem
einkenndi húsið hennar ömmu.
Einnig eru okkur minnisstæðar
þær stundir sem við áttum að leik í
garðinum hjá ömmu eða í gjótunni.
Okkur langar til
þess að þakka fyrir
þær samverustundir
sem við áttum með
þér, amma, því kær-
leiksríkari og yndis-
legri manneskju er
erfitt að finna og gafst
þú okkur margar
ógleymanlegar minn-
ingar.
Elsku amma. Horfin
ert þú úr þessum
heimi en hverfur aldrei
úr okkar hjarta.
Axel, Lárus
og Henný.
ÚTFARARST OFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfiröi, sími 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÞÓRÐUR THORS,
sem lést 11. þ.m. verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 16. april kl. 13.30.
Svanhildur J. Thors,
Lára Thors, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson,
Iðunn Thors, Jakob Hagedorn Olsen,
Jóna Thors,
Örn Thors,
Svanhildur Thors, James M. Fletcher
og barnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Droplaugarstöðum,
áður Ferjuvogi 15,
Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 12. apríl
síðastliðinn.
Lilja Lárusdóttir, Theódór Pálsson,
Hannes Lárusson, Sólveig Sigurbjörnsdóttir,
Birna Lárusdóttir,
Inga Þóra Lárusdóttir, Björn Kr. Björnsson,
barnabörn, barnabarnabörn og
barnabarnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJÖRGVIN HÓLM,
lést laugardaginn 3. apríl. •
Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 14. apríl kl. 15.00.
Guðbjörg Hólm, Ragnar Sigurðsson,
Helena Hólm, Stefán Rögnvaldsson,
Björgvin Þór Hólm, Isabel Lilja Pétursdóttir,
Einar Óðinn Hólm,
Linda Dögg Hólm, Bjartmar Sigurðsson
og barnabörn.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
HÁKON F. JOHANSEN
klæðskeri,
lést á Landspjtalanum mánudaginn 12. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn
16. apríl kl. 13.30.
Sonja Johansen, Þorsteinn Viggósson,
Þóra Johansen, Kees van Gelder,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
GÍSLI EIRÍKSSON,
Eyrarvík,
Glæsibæjarhreppi,
verður jarðsunginn frá Möðruvöllum í Hörgár-
dal fimmtudaginn 15. apríl kl. 14.00.
Jarðsett verður í kirkjugarðinum að Glæsibæ.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á
Hjálpræðisherinn.
Börn hins iátna.
+
Móðir okkar,
SÓLVEIG INGIBJÖRG SVEINSDÓTTIR,
lést í Kaupmannahöfn laugardaginn 27. mars sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Börn hinnar látnu.