Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 52

Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 52
52 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaðir minn og fósturfaðir, SIGURÐUR SIGURÐSSON, Birkivöllum 10, Selfossi, andaðist á Landsspítalanum mánudaginn 12. apríl. Jóhanna Guðmundsdóttir, Matthías Viðar Sæmundsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTJÁN B. GUÐJÓNSSON pípulagningameistari, Bakkaseli 3, Reykjavík, andaðist að kvöldi sunnudagsins 11. apríl. Guðlín Kristinsdóttir, börn, tengdabörn, afa- og langafabörn. + Elskuleg vinkona mín, móöir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Sólheimum 23, Reykjavík, sem lést laugardaginn 3. apríl, verður jarð- sungin frá Langholtskirkju föstudaginn 16. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag ísiands. Andrés Finnbogason, Ingibjörg Jónsdóttir, Sveinbjörn Einarsson, Guðrún Dóra. + Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hringbraut 57, Keflavík, sem lést á Sjúkrahúsinu í Keflavík þriðjudaginn 6. apríl sl., verður jarðsungin frá Keflavíkur- kirkju föstudaginn 16. apríl kl. 14.00. Sigríður Júlíusdóttir, Sólborg Júlíusdóttir, Kristján Júlíusson, Steinþór Júlíusson, Bergmann Júlíusson, Jóhanna Júlíusdóttir, Erlingur Björnsson, Páll Óskarsson, Aðalheiður Gunter, Sigrún Hauksdóttir, Eygló Ólafsdóttir, Hermann Friðriksson, Kolbrún Leifsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR GUÐMUNDUR GUÐGEIRSSON bókbindari, Stangarholti 6, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstu- daginn 16. apríl kl. 15.00. Jónína Einarsdóttir, Guðgeir Einarsson, Sjöfn Stefánsdóttir, Sólrún Einarsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Hallur Kristvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. MARÍA ANNA MA GNÚSDÓTTIR + María Anna Magnúsdóttir fæddist í Ólafsfirði 17. nóvember 1909. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfírði 5. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldóra Þor- steinsdóttir, hús- móðir, f. 29.8. 1881, d. 7.9. 1954, og Magnús Sölvason, smiður, f. 30.6. 1871, d. 21.11. 1914. Systkini Maríu eru: Sigursteinn, f. 17.8. 1902, látinn, maki Ásta Jóns- dóttir, látin; Adam, f. 3.9. 1903, látinn, maki Sigurlína Aðal- steinsdóttir, látin; Margrét, f. 10.10. 1904, maki Ágúst Jóns- son; Ástríður, f. 10.2. 1908, lát- in; Kjartan, f. 12.2. 1911, maki Helga Sigmarsdóttir, látin; Kristín, f. 11.10. 1913, maki Guðmundur Magnússon, Iátinn; og Magnús, f. 30.9. 1914, látinn, Við sitjum héma þrjár systurnar og erum að tala um hana ömmu okkar sem nú er látin. Amma sem hefur alltaf verið til staðar fyrir okkur, alveg frá því að við bjuggum á neðri hæðinni hjá henni og afa í Ólafsfirði. Sumarið 1965 fluttu þau síðan til Reykjavíkur, en þegar pabbi okkar dó veturinn 1967, komu þau strax til okkar og voru hjá okk- ur í nokkra mánuði. Nokkrum árum seinna fluttum við mæðgumar til Reykjavíkur. Við bjuggum nálægt ömmu og afa svo stutt var að hlaupa þangað í QAheimsókn. Við voram ætíð velkomnar og tekið á móti okk- ur með faðmlögum og kossum. Amma sagði oft frá því þegar hún missti fóður sinn aðeins fimm ára gömul. Þá þurfti mamma henn- ar að láta þrjú bama sinna af átta frá sér til skyldmenna til lengri eða skemmri tíma. Það vora þung spor hjá henni að þurfa að yfirgefa móð- ur sína svona ung. Alltaf var hún amma með ein- hverja handavinnu, það var sama hverju hún kom nálægt, allt var svo smekklegt og vel gert hjá henni. Ekki má gleyma verðlauna- garðinum hennar í Ólafsvegi 6 á Ölafsfirði, en hún hafði sérstakt yndi af því að rækta blóm og þegar hún fluttist til Reykjavíkur þá hafði hún mikla ánægju af útsýninu yfir Miklatún. Árið 1981 var blaða- viðtal við afa Hartmann í Morgun- blaðinu. Þar sagði hann að mesta gæfa sín í lífinu hafi verið að kynn- ast henni ömmu. Þessi orð segja allt um hana sem þarf að segja. Afkomendur ömmu og afa era nú orðnir 79 og alltaf talaði hún með stolti um þennan stóra hóp. Það er skrítið að keyra fram hjá Lönguhlíðinni horfa upp í glugg- ann og vita að amma er ekki lengur þar. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði. Minningarnar um þig geymum við alla tíð. Eg sendi þér vina mitt sætasta ljóð, þú ert sætasta amma í heimi. Þú hefúr verið mér vinkona góð, sá vinur sem aldrei ég gleymi. Þú hefur verið mér vinkona slík, að vandi er spor þín að fylla. Von mín er sú að ég verði þér lík, og veginn þinn fái að gylla. (Höf. ók.) Gunnhildur, Bryndís og Harpa María. Það er alltaf jafn undarlegt að fregna af andláti nákomins ástvin- ar. Jafnvel þótt ljóst hafi verið við hverju mætti búast, hitta orðin mann illa fyrir. Hún amma okkar er farin frá okkur. Margar hugsan- ir þjóta í gegn um hugann. Sam- maki Þórlaug Vest- mann, látin. Hinn 24. ágúst 1929 giftist María Anna Hartmanni Pálssyni, sundkcnn- ara og síðar síldar- matsmanni, f. á Illugastöðum 5. jan- úar 1908, d. 5. júlí 1983. Foreldrar hans voru Páll Jónsson frá Illuga- stöðum, bóndi og sundkennari, f. 6.12. 1876, d. 4.5. 1938, og Kristín Kristjánsdóttir, frá Lambanesi, f. 7.6. 1881, d. 11.3. 1909. Börn Maríu Onnu og Hartmanns eru: 1) Kristín María, f. 3.12. 1929, maki Guðbrandur Sæmunds- son. Þeirra dætur María, Krist- ín Sæunn (látin) og Berglind. 2) Halldóra Maggý, f. 4.3. 1931, maki Gunnlaugur Sigursveins- son, lést 1967. Þeirra dætur eru Gunnhildur, Bryndís og Harpa verastundimar lýsa sem leiftur, þjóta hratt í gegnum vitundina, mynda samfellu ljúfra minninga sem era svo óendanlega kærar. Við minnumst ömmu fyrir glað- værð hennar og æðraleysi. Fyrir jafnaðargeðið og stillinguna sem hún bar með sér í öllu fasi. Amma og afi vora einstaklega gestrisin og auðsýndu okkur dótt- urbörnum sínum mikla umhyggju í fjölmörgum heimsóknum okkar til þeirra. I huganum kemur upp minning um eftirvæntinguna sem greip okkur þegar við á leið okkar norð- an úr landi nálguðumst húsið henn- ar ömmu. Hvenær skyldum við koma auga á götuna hennar? Skyldi amma bíða við gluggann? Það var svo gaman að koma til ömmu og afa. Hartmann afi var sundkennari og síldarmatsmaður sem ferðaðist víða. Hann var sér- lega glaðvær og spaugsamur. Þrátt fyrir að amma væri glaðvær lét hún stundum eins og hún skildi ekkert í honum afa, hvemig hann gat látið þegar hann fékk alla til að gráta af hlátri. Þá heyrði maður gjarnan eins og eina setningu á Olafsfjarðarmáli: „Jaaa, illa lætur hann.“ Mikill var missir hennar þegar afi lést árið 1983 svo samrýnd sem þau annars vora. Hún bjó áfram í Lönguhlíðinni og hélt þar sjálf heimili uns hún fór á dvalarheimili í apríl 1998, þá 88 ára að aldri. Hún var vel ern og fylgdist með stóram afkomendahópi af mikilli um- hyggjusemi. Þau hjónin eignuðust sjö dætur og einn son sem lést aðeins nokk- urra daga gamall. Eins og nærri má geta var í nógu að snúast hin síðari ár að annast og bera umhyggju fyr- ir stóram hópi bamabama. Þar nutu sín hennar bestu kostir, um- hyggjusemin og myndarbragurinn. Ámma var einstaklega dugleg við hannyrðir og ófáar era gjafirnar sem hún færði þeim er nutu gest- risni hennar og ástúðar. Á liðnu hausti tók heilsu ömmu að hraka og dró af henni uns hún lést hinn 6. apríl sl. Við eram þakklát fyrir sam- vistimar við ömmu sem nú lifa í minningunni. Megi hún hvíla í friði í hendi guðs, en minning okkar lifir um hana er þekktum og áttum með henni ógleymanlegar stundir. Hulda, Heiðar, Haukur, Þorbjörg og fjölskyldur. Elsku langamma. Með þessum fáu orðum langar okkur að kveðja þig. Mikið eram við lánsöm að hafa fengið að njóta samvista við þig. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín, þú varst fljót að töfra fram veisluborð fyrir okkur. Þú varst alltaf svo góð og hlý og María. 3) Ásta Margrét, f. 23.4. 1933, maki Bragi Jónsson. Þeirra börn eru Lilja, Hart- mann, Orn og Ásdís. 4) Guðrún Elín, f. 10.12. 1935, maki Ás- geir H. Jónsson. Þeirra börn eru Haukur og Hulda. 5) Adda Sigurlína, f. 13.3. 1937, maki Halldór Ólafsson. Þeirra börn era Anna María, Ólafur, Logi, Hartmann Páll, Ásdís og Auð- ur. 6) Erna Sigurbjörg, f. 6.7. 1939, maki Anton Elvar Þórjónsson. Hennar börn eru Hörður (látinn), Örn, Hafdis og Karl. 7) Ásdís, f. 9.1. 1945. Hennar synir eru Arnar og Atli. 8) Haukur, f. 5.5. 1946, d. 16.5. 1946. Barnabörnin eru 24 (af þeim eru tvö látin), barna- barnabörnin 42 og barnabarna- barnabörn fímm, samtals 79 af- komendur. María ólst upp í Ólafsfirði og á Akureyri fram á unglingsár og stundaði nám við Hússtjórn- arskóla Reykjavíkur veturinn 1928-1929. Hún bjó með manni sínum og börnum í Ólafsfirði til ársins 1965 en þá fluttust þau búferlum til Reykjavíkur. Útför Maríu Önnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. fylgdist vel með því sem við tókum okkur fyrir hendur. Eg þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfm úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Höf. ók.) Guð blessi minningu þína. Pedro Gunnlaugur, Henrik Geir, Kolbrún Tara, Sigur- sveinn Árni, Aron Freyr og María Yr. Þá er hún elsku amma okkar fallin frá eftir langa ævi. Við bræð- urnir eram þakklátir fyrir að hafa fengið að alast upp í næstu götu við svo góða ömmu. Óll okkar uppvaxt- arár var Langahlíðin fastur punkt- ur í tilvera okkar þar sem gott var að koma og þiggja mjólkursopa og hlusta á sögur frá liðnum tímum. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir fimm ára barn að missa föður sinn og vera komið fyrir hjá vanda- lausum. Slíkt markaði djúp spor í barnssálina. Amma talaði oft um bernskuár sín sem oft vora 61410. Hún átti sér draum um að mennta sig og fór til Reykjavíkur í Hússtjómarskólann, en á þeim tímum var það ekki á allra færi. Amma var vel gefin og ef hún hefði verið ung kona í dag hefði hún vafalaust gengið menntaveginn. Stuttu áður en hún fór suður kynntist hún afa og eitt sinn sagði hún okkur frá því þegar hún sá hann fyrst þar sem hann gekk um í hvítum gúmmístígvélum. Komst hún svo að orði við vinkonu sína: „Engin myndi nú vilja hann þenn- an.“ Síðar giftust þau og áttu sam- an mörg góð ár og átta börn, sjö stúlkur og einn dreng sem lést fljótlega eftir fæðingu. Afkomend- ur hennar era nú orðnir 79 talsins og mun hún lifa áfram í þeim. Amma var mikil hannyrðakona og oft þegar við komum til hennar sat hún við eldhúsborðið og bjó til falleg listaverk. Hin síðari ár hafði hún yndi af því að búa til engla sem hún gaf síðan afkomendum sínum. Það má segja að góðmennska hennar og gott hjartalag hafi geisl- að frá hverjum engli sem hún bjó til. Amma var líka einstaklega gestrisin og enginn kom í heim- sókn án þess að allt sem til var væri dregið fram og borið á borð. Elsku amma, við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér og að hafa notið umhyggju þinnar og kærleika. Fallegar minningar um þig munu fylgja okkur það sem við eigum eftir ólifað. Arnar og Atli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.