Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 54
54 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
í MINNINGU DOKTORS GUNNLAUGS
Besta
afmælisgjöfin
í DAG, fjórt-
ánda apríl, hefði
faðir minn, dr.
Gunnlaugur Þórð-
arson, orðið átt-
ræður hefði honum
enst aldur til. Það
vill svo til að þetta
afmæli her nánast
upp á sömu daga
og íslensk stjórn-
völd sýna þá sam-
stöðu með vest-
rænum lýðræðis-
ríkjum að bjóða
hingað til lands
ílóttamönnum frá
stríðshrjáðu, fjar-
lægu landi.
Fyrir fjörutíu og þremur ár-
um reyndu Ungverjar að brjót-
ast undan ógnarvaldi kommún-
ismans. Frelsisöflin voru brotin
á bak aftur í blóði drifinni inn-
rás sovéska hersins og mikill
fjöldi óbreyttra borgara flúði
land til að forða lífí sínu. Vanda-
mál flóttamanna voru þá ekki
síður skelfileg en í dag. Á þess-
um viðsjárverðu tímum, árið
1956, var faðir minn fram-
kvæmdastjóri Rauða kross ís-
lands og átti ásamt öðrum frum-
kvæði að því að ísland tók við
sínum fyrsta flóttamannahópi -
„landnámsmönn-
um nútímans".
Fólki sem flúði of-
ríki miðstýrðs ein-
ræðisvalds, líkt og
við Islendingar
gerðum á land-
námsöld. Um miðj-
an desember 1956
hélt hann til Vínar-
borgar með
Skymaster-flugvél
Loftleiða til að
sækja þangað 52
ungverska flótta-
menn og kom hóp-
urinn heim á Þor-
láksmessu.
Pabbi hefur
fengið þá bestu afmælisgjöf sem
hann gat óskað sér.
Islendingar hafa enn sýnt að
þeir eru reiðubúnir að skjóta
skjólshúsi yfir ofsótta með-
bræður sína, sem eiga hvergi
höfði sínu að halla. Við systkinin
minnumst í dag föður okkar
með stolti og færum þeim
flóttamönnum, sem eru nú að
koma til landsins, okkar bestu
óskir um að þjáningum þeirra
og þjóðar þeirra megi senn
linna.
Fyrir hönd systkina minna.
Snædís Gunnlaugsdóttir
Gunnlaugur
Þórðarson
Sumar lausnir eru betri en aðrar
Hringdu
Stanislas Bohic • Landslagsarkitckt • C 898 4332
Morgunblaðið/Arnór
SVIPMYND úr vetrarstarfinu. Borgnesingar og Suðurnesjamenn
takast á í bæjarkeppni.
BRIDS
lliiisjón Arnór G.
Kagnarsson
Bridsfélag Kópavogs
MEISTARAMÓT Kópavogs í ein-
menningi hófst sl. fimmtudag. Spil-
að er í tveimur 16 manna i-iðlum.
Staða efstu spilara eftir fyrra
kvöldið:
A-riðill:
Daníel Már Sigurðsson 109
Bjöm Amason 107
Guðni Ingvarssson 103
Eggert Bergsson 98
B-riðiIl:
Árraann J. Lárasson 120
Loftur Pétursson 110
Sigrún Pétursdóttir 103
Gísli Trygg\'ason 101
Mótinu lýkur fimmtudaginn 15.
apríl. Spilamennska hefst kl. 19:30.
Spilað er í Þinghóli, Hamraborg 11,
Kópavogi.
Paratvímenningurinn
TUTTUGU pör mættu í Þöngla-
bakka, húsnæði BSÍ síðastliðið
fimmtudagskvöld til að keppa um veg-
leg matarverðlaun á veitingastaðnum
Þremur frökkum. Spilaður var
mitchell-tvímenningur með forgefnum
spilum, alls 27 spil. Þegar upp var
staðið urðu Hrafnhildur Skúladóttir -
Jörundur Þórðarson hlutskörpust í
NS, en Anna ívarsdóttir - Hrólfur
Hjaltason hlutskörpust í AV. Þau
skiptu með sér veglegum matarverð-
launum að verðmæti 24.000 krónur á
Þremur frökkum. Eftirtalin pör náðu
hæsta skorinu í NS, meðalskor 216:
HrafnhildurSkúlad.-JörundurÞórðars. 286
Gunnar Karlss. - Siguijón Helgas. 276
Ragnheiður Nielsen - Halldóra Magnúsd. 217
Eftirtalin pör náðu hæsta skorinu
í AV:
Anna ívarsd. - HrólfurHjaltas. 288
Bryndís Þorsteinsd. - Omar Olgeirss. 258
Soffia Daníelsd. - Stefán Garðarss. 239
Hjördís Sigutjónsd. - Kristján Blöndal 224
Næsta fimmtudagskvöld, 15. apríl
verður einnig spilaður mitchell-tví-
menningur um vegleg matarverðlaun
á veitingastaðnum Þremur frökkum.
Fimmtudagskvöldin eru upplögð til
æfinga fyrir pör sem ætla sér að taka
þátt í Islandsmótinu í parakeppni sem
fram fer helgina 17. - 18. apríl. Allir
spilarar eru samt sem áður velkomnir,
hvort sem spilað er í pöi-um eður ei.
Félag eldri borgara
í Reykjavík og nágrenni
Mánudaginn 29. mars spiluðu 22
pör Mitchell-tvímenning, úrslit urðu
þessi.
N.S.:
Jón Stefánsson - Sæmundur Björnsson 240
Kristinn Gíslason - Margrét Jakobsdóttir 237
Birgir Sigurðsson - Alfreð Kristjánsson 233
A.V.:
Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson
256
Þorsteinn Erlingsson - Sæbjörg Jónsdóttir 255
Sigrún Straumland - Sigríður Olafsdóttir 255
Hilmar Valdimarsson - Albert Þorsteinsson 244
Fimmtudaginn 8. apríl spiluðu 19
pör Mitchell. Úrslit urðu þessi:
N.S.:
Þorsteinn Laufdal - Magnús Halldórsson 257
Haukur Guðmundsson - Om Sigfússon 228
Jón Stefánsson - Sæmundur Bjömsson 226
A.V.:
Jón Andrésson - Guðmundur A. Guðmundsson
264
Oliver Kristófersson - Oskar Þór. Þráinsson253
Viggó Nordquist - Tómas Jóhannsson 234
Árleg sveitakeppni Bridsdeildar
Reykjavíkur og Kópavogs var spil-
uð laugardaginn 10. apríl í Ásgarði
Glæsibæ. Þátt tóku 10 sveitir frá
hvoru félagi. Úrslit urðu að Reykja-
vík vann á 5 borðum, Kópavogur
vann á 4 borðum en jafnt á einu
borði. Stigin féllu þannig að Reykja-
vík fékk 160 en Kópavogur 140.
Bikarkeppni
á Suðurlandi
BIKARKEPPNI Bridssambands
Suðurlands er langt komin og er
sveit Kristjáns M. Gunnarssonar
komin í úrslit eftir að hafa unnið
sveit Helga Hennannssonar í und-
anúrslitunum. Hinn undanúrslita-
leikurinn milli sveita Magneu Berg-
vinsdóttur og sveitar Bergsteins
Arasonar hefir ekki verið spilaður
ennþá.
Aðalsveitakeppni Bridsfélags Sel-
foss er nýlega lokið og var hörku-
spennandi þrátt fyrir dræma þátt-
töku en aðeins 6 sveitir tóku þátt í
keppninni.
Lokastaðan:
Sveit Kristjáns M. Gunnarssonar 90
Sveit Sigfúsar Þórðarsonar 86
SveiJ Ólafs Steinasonar 85
Úrslitin voru Kristjáni og félög-
um afar hagstæð í síðustu umferð-
inni þegar þeir unnu sinn leik með
25 stigum á meðan sveit Olafs vann
sveit Sigfúsar 16-14.
Deildarstjóri
Ríkisútvarpið hefur auglýst starf deildarstjóra
Innkaupadeildar erlends dagskrárefnis í Sjón-
varpinu laust til umsóknar.
Helstu verkefni deildarstjóra eru:
★ Umsjón með innkaupum á erlendu efni.
★ Gerð fjárhags- og dagskráráætlana.
★ Fjármálaumsjón og daglegur rekstur.
Háskólamenntun og/eða mikil reynsla af fjöl-
miðla- og stjórnunarstörfum er nauðsynleg.
Ráðningartími er til fimm ára frá og með
1. september 1999.
Umsóknarfresturertil 27. apríl og ber að skila
umsóknumtil Sjónvarpsins, Laugavegi 176
eða í Útvarpshúsið, Efstaleiti 1, á eyðublöðum
sem fást á báðum stöðum.
Nánari upplýsingará heimasíðu Ríkisútvarps-
ins og síðu 656 í Textavarpi.
rÚLM
RÍKISÚTVARPIÐ
Óskum eftir að ráða nema strax.
Uppl. á staðnum næstu daga, Hátúni 6a.
Hafrannsókna-
stofnunin
auglýsir eftir aðstoðarmanni forstöðumanns
Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóð-
anna. Gert er ráð fyrir 50% starfshlutfalli og
sveigjanlegu vinnufyrirkomulagi.
Umsækjandi skal hafa lokið M.Sc.-námi eða
sambærilegu prófi í fagi ertengist rannsóknum
á og nýtingu sjávar- eða vatnafangs og a.m.k.
þriggja ára starfs- og rannsóknareynslu. Hann
skal einnig hafa reynslu af kennslu á sínu sviði.
Hann skal hafa staðgóða þekkingu á sjávarút-
vegi hérlendis og rannsóknum sem tengjast
honum.
Umsóknarfresturertil 30. apríl nk. Mikilvægt
er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður
Sjávarútvegsskólans, Tumi Tómasson.
Hafrannsóknastofnunin,
Skúlagötu 4,
sími 552 0240.
Sjúkraþjálfari
óskast sem fyrst á Endurhæfingarstöð Kol-
brúnar, Engjateigi 5.
Upplýsingar gefur Kolbrún í símum 561 1785
og 553 4386.
4?
y? ENDURHÆFINGARSTÖÐ
KOLBRÚNAR
Fiæðslumiðstöð
Reykjavíkur
Laus störf í grunn-
skólum Reykjavíkur
Starfsmenn
annast gangavörslu, baðvörslu og aðstoða nemendur í leik og starfi.
Selásskóli, sími 567 2600.
í sérdeild, nú þegar.
Laun skv. kjarasamningum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar
og Reykjavíkurborgar.
Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskóla-
stjóri skólans.
• Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000
• Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is
Á ári aldraðra óskar
stoðbýlið Foldabær í Grafarvogi eftir
starfsfólki í hlutavinnu
Fast starf og afleysingar.
Má gjarnan vera eldra en 60 ára. Þarf að
vera áreiðanlegt, með reynslu af heimilisstörf-
um og lipurð í mannlegum samskiptum.
Unnin er önnur hvor helgi, engar næturvaktir.
Laun skv. Sóknartaxta.
Foldabær er lítill heimilislegur vinnustaður,
þar sem góður starfsandi ríkir. Þar búa 8 konur
sem eiga við minnissjúkdóma að stríða.
Allar nánari upplýsingar í síma 567 9470.