Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 59
FRÉTTIR
Fyrirlestur um sögu hval
veiða við Island
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
STARFSMENN sjúkraþjálfunarstofunnar í Stangarhyl.
TRAUSTI Einarsson sagnfræðing-
ur heldur fyrirlestur fimmtudaginn
15. apríl í boði Rannsóknaseturs í
sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns
Islands sem nefnist Saga hvalveiða
við ísland. Fyrirlesturinn verður
fluttur í Sjóminjasafni Islands,
Vesturgötu 8, Hafnarfirði, og hefst
kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og
allir velkomnir.
Saga hvalveiða á íslandi er ágætt
dæmi um það hve sjávarhættir eru
ólíkir meðal þjóða. Hér á landi hafa
hvalir verið veiddir allt frá því að
landið var numið af norrænu fólki.
Ailt bendir til þess að landnemarnir
hafi komið með kunnáttuna frá
heimabyggðum sínum en hún nýtt-
ist landsmönnum fram eftir öldum
Garðyrkjuskóli rfkisins
Námskeið um
jarðgerð á
vegum sveitar-
félaga
GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins,
Reykjum í Ölfusi, verður með nám-
skeið föstudaginn 16. apríl nk. um
jarðgerð á vegum sveitarfélaga.
Námskeiðið stendur frá kl. 13-18.30
og er haldið í Borgartúni 6, Reykja-
vík.
Tilgangur námskeiðsins er að
kynna hvað er að gerast hjá sveitar-
félögum í jarðgerð og fjalla um
helstu atriði málaflokksins. Magnús
Stephensen hjá Sorpu mun fjalla
um markað fyrir jarðvegsbæti og
kynna Fenúr sem er fagráð um
endurvinnslu og úrgang. Björn
Guðbrandur Jónsson, umhverfís-
fræðingur, mun tala um sjálfbæra
þróun og meðferð lífrænna úr-
gangsefna. Stefán Gíslason, verk-
efnisstjóri Staðardagskrár 21, ætlar
að ræða um jarðgerð, hlutverk
sveitarfélaga og stjórntæki. Þá mun
Guðmundur Ti’yggvi Ólafsson, um-
hverfisfræðingur hjá Sorpstöð Suð-
urlands, segja frá jarðgerð á Suður-
landi og að síðustu mun Jóna Fann-
ey Friðriksdóttir, framkvæmda-
stjóri Gróðurs fyrir fólk í landnámi
Ingólfs, gera grein fyrir umhverfis-
verkefninu Skil 21.
Námskeiðið endar á heimsókn í
Sorpu þar sem stafsemin verður
kynnt og boðið upp á léttar veiting-
ar. Skráning og nánari upplýsingar
um námskeiðið fást hjá endur-
menntunarstjóra Garðyrkjuskólans.
Samræmd fram-
setning tölvu-
teikninga
TÖLVUTÆKNIFÉLAG íslands
hefur í samstarfi við Framkvæmda-
sýslu ríkisins gefið út vinnureglur
fyrir samræmda framsetningu
tölvuteikninga. „Þessar reglur eru í
samræmi við nýjan staðal, ISO
13456, sem tók gildi sem alþjóðleg-
ur staðall í mars 1998. Útgáfan ber
heitið Tölvutækni 3 og það er for-
maður félagsins, Magnús Þór Jóns-
son, sem er ábyrgðarmaður en
Magnús K. Sigurjónsson, ritari
TTFÍ, hefur ritstýrt verkinu. Mark-
miðið með þessum reglum er að
auðvelda samstarf fagsviða og að-
gengi að upplýsingum á tölvutæku
formi. Með þessu á að stuðla að
bættri og hagkvæmari hönnun,“
samkvæmt því sem fram kemur í
fréttatilkynningu.
„Fimmtudaginn 15. apríl kl. 12
verður haldinn hádegisverðarfund-
ur í gamla iðnaðarmannasalnum
Skipholti 70, 2. hæð. Á fundinum
verður kynning og umræður um
Tölvutækni 3, leiðbeiningar fyrir
samræmda framsetningu tölvu-
teikninga. Mikilvægt er að þeir,
sem málið varðar, mæti á fundinn
til að fá fram skoðun þeirra á regl-
til þess að stunda hvalveiðar. Hing-
að til lands sóttu líka erlendir hval-
fangarar og fjallar fyrirlesturinn
sérstaklega um kynni Islendinga af
Böskum og Norðmönnum. Með
þessum þjóðum bárust til íslands
erlendir sjávarhættir og verkmenn-
ing og verður í fyrirlestrinum vikið
að samskiptum íslendinga við þess-
ar þjóðir og því hvaða afleiðing
þessi kynni höfðu fyrir íslenska
sjávarhætti, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Þetta er fjórða erindið í röð fyrir-
lestra fyrir almenning á vegum
Rannsóknaseturs í sjávarútvegs-
sögu og Sjóminjasafns íslands og
það síðasta á þessari önn. Stefnt er
að nýi’ri röð fyrirlestra næsta haust.
unum, hvernig til hefur tekist, hvað
megi betur fara og hvert skuli
stefna. Öllum er heimill aðgangur
meðan húsrúm leyfir,“ segir þar
ennfremur.
Það er stefna félagsins að setja
reglurnar ásamt leiðbeiningum um
notkun á heimasíðu félagsins
http://www.islandia.is/~ttfi.
Málstofa um
bindandi álit
í skattamálum
MÁLSTOFA í samvinnu Laga-
stofnunar og Lögfræðingafélags Is-
lands verður haldin fimmtudaginn
15. apríl um bindandi álit í skatta-
málum samkvæmt lögum nr.
91/1998.
Framsögumenn verða Páll
Hreinsson, dósent við lagadeild Há-
skóla íslands, og Kristján Gunnar
Valdimarsson, lögfræðingur hjá
umboðsmanni Alþingis.
Páll mun fjalla almennt um rétt-
arreglur stjórnsýsluréttar um forá-
kvarðanir. Fjallað verður um tengsl
forákvarðana við stjórnvaldsá-
kvarðanir, lögfestar og óski-áðar
heimildir til töku forákvarðana og
kosti og galla þessa réttarúrræðis,
segir í fréttatilkynningu.
Kristján Gunnar fjallar sérstak-
lega um bindandi álit í skattamál-
um.
Að loknum framsögum verða al-
mennar umræður.
Málstofan verður haldin í Lög-
bergi, stofu 204 og hefst hún kl. 16.
Hugræktarnám-
skeið fyrir konur
FJÖGURRA kvölda hugræktar-
námskeið verður haldið fyrir konur
á Þorragötu 1 í Reykjavík og hefst
það miðvikudaginn 14. apríl kl. 20.
Leiðbeinandi er Didi.
„Didi er leikskólastjóri og jóga-
kennari. Á námskeiðinu kennir hún
konum að sigrast á öryggisleysi,
kvíða- og óttatilfinningu og hvernig
sækja megi andlegan styrk og
sjálfstraust úr iðrum andans. Að-
ferðirnar byggjast á hugleiðslu og
hugsýnum, staðhæfingum, einbeit-
ingu og djúpslökun," segir í frétta-
tilkynningu frá Didi.
Gengið úr Ana-
naustum út
á Eyjagarð
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
stendur fyrir gönguferð í kvöld frá
Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20.
Farið verður upp Grófina og
Vesturgötuna út í Ánanaust að
gamla Ánanaustavararstæðinu, til
baka eftir hafnarbökkum að Hafn-
arhúsinu. Aliir velkomnir.
Ný sjúkraþjálf-
unarstofa
NÝ sjúkraþjálfunarstofa og líkams-
rækt tók til starfa 1. mars sl. í
Stangarhyl 7 í Reykjavík. Þar
starfa 8 sjúkraþjálfarar, bæði við
einstaklingsmeðferð og við almenn-
ar leiðbeiningar í vel búnum líkams-
ræktarsal.
Næsta haust verður húsnæðið
stækkað. Verður þá boðið upp á
hópþjálfun fyrir fólk með gigt,
hjartadjúkdóma, iangvinna bak-
verki, hálshnykksáverka, grindar-
gliðnun, helftarlömun o.fl. Sjúkra-
þjálfararnir sem starfa við stöðina
hafa flestir 10 ára eða lengri starfs-
reynslu og hafa sérhæft sig á ýms-
um sviðum. Fjórir þessara sjúkra-
þjálfara eru í fjarnámi við Uni-
versity of St. Augustine Fiorida og
munu útskrifast á næsta ári með
liðlosunargráðu (Manuel Therapy).
Myndakvöld
Ferðafélagsins
FERÐAFÉLAG íslands efnir í
kvöld til myndakvölds F.I. í salnum
að Mörkinni 6.
Fyrir hlé sýnir Oddur Sigurðs-
son jarðfræðingur myndir frá
skögunum tveimur sem teygja sig í
vestur frá landinu, Snæfellsnesi og
Reykjanesskaga. Þar er náttúran
og ekki síst jarðfræðin ákaflega
sérstæð og áhugaverð og mun
Oddur segja frá því. Eftir hlé sýnir
Gerður Steinþórsdóttir myndir frá
hvítasunnuferð Ferðafélagsins á
Öræfajökul og í Inghólfshöfða, auk
ferðar í Esjufjöll. Aðrar hvíta-
sunnuferðir verða kynntar. Góðar
kaffiveitingar í hléi. Fjölbreytt
myndasýning þar sem ferðaslóðir
Ferðafélagsins á árinu koma mjög
við sögu.
Allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir. Ferðaáætlun 1999 liggur
frammi.
Byggðaþróun
á Islandi
INGUNN Bjamadóttir landfræð-
ingur flytur erindi í kvöld, miðviku-
dagskvöldið 14. apríþ sem hún nefn-
ir: Byggðaþróun á íslandi - Starf-
semi þróunarsviðs Byggðastofnun-
ar á Sauðárkróki, á vegum Félags
landfræðinga í stofu 201 í Odda, Fé-
lagsvísindahúsi HÍ.
í erindinu verður kynnt starfsemi
þróunarsviðsins, raktar orsakir
fólksflutninga og aðgerðir sem lagð-
ar eru til í hinni nýju byggðastefnu
sem samþykkt var á Alþingi nýver-
ið. Auk þess mun Ingibjörg segja
frá Byggðabrúnni sem notuð er til
funda og fjarkennslu landshorna á
milli í rannsóknum og fleiru.
Aðgangur er ókeypis og allir eru
velkomnir.
Eldri borgarar
fagna auknum
skilningi ríkis-
stjérnar
EFTIRFARANDI tillaga var sam-
þykkt á aðalfundi Félags eldri borg-
ara í Kópavogi föstudaginn 19. mars
sl. í Gullsmára 13, Kópavogi:
„Aðalfundurinn fagnar auknum
skilningi hjá ríkisstjórn íslands í
garð eldri borgara. Fundurinn
væntir þess að efndir og orð fari
saman. Fundurinn áréttar brýna
nauðsyn þess að leysa úr vanda
eldri borgara sem bíða eftir sjúkra-
rými. Um 300 einstaklingar voru á
biðlista eftir plássi á sjúkrastofu um
sl. áramót. Hér duga ekki falleg orð.
Lausn á þessum vanda verður að
koma sem fyrst.
Fundurinn hvetur alla eldri borg-
ara til að myna sterka samstöðu um
hagsmuni sína og hagnýta sér þann
tíma sem framundan er til að knýja
á um breytta stefnu varðandi hag
þessa hóps. ítrekar fundurinn m.a.
óréttlætið í skatta- og lífeyrismálum
eidri borgara.
Fundurinn minnir alþjóð á þá ein-
földu staðreynd að það voru núver-
andi eldri borgarar sem mótuðu
þetta þjóðfélag og lögðu sitt af
mörkum til grundvallar núverandi
hagsæld. Það sæmir því engum að
standa sinnulaus og horfa á erfið-
ieika margi-a innan þessa hóps.
Þjóðfélag, sem talið er með ailra
ríkustu þjóðfélögum heims, getur
ekki gleymt hundruðum einstak-
linga í fátækt sinni. Meiri jöfnuður
verður að nást milli þegnanna, svo
að enginn þurfi að ganga betlandi til
búðar. Fátæktarmerki burt af ís-
landi nú í aldarlokin.
Fundurinn metur það hvað vel
er gert í húsnæði hér í Kópavogi
fyrir eldri borgara. Félagið minnir
á að starfsemi innan FEBK er
ekki síður mikilvæg en annarra
hópa á félagslegu sviði og telur því
að hliðstæður styrkur tii FEBK sé
réttmætur og óskar eftir að við
samþykkt næstu fjárhagsáætlunar
bæjarfélagsins verði munað eftir
að Félag eldri borgara í Kópavogi
er vel lifandi og með margvíslega
starfsemi. Fjöldi eldri borgara hér
telur nú um 10-11% íbúa Kópa-
vogs og félagsmenn eru um 800
manns. Öll starfsemi á vegum
FEBK hefur verið öllum íbúum
Kópavogs opin.“
Rætt um merg-
skipti hjá Styrk
STYRKUR, samtök krabbameins-
sjúklinga og aðstandenda þeirra,
verður með opið hús miðvikudaginn
14. apríl kl. 20.30 að Skógarhlíð 8 í
Reykjavík.
Sigrún Reykdal, sérfræðingur í
lyflækningum og blóðsjúkdómum,
og Nanna Friðriksdóttir hjúkrunar-
fræðingur ræða um stofnfrumu-
ígræðslu og mergskipti. í frétt frá
Styrk segir að allir velunnarar fé-
lagsins séu velkomnir.
Harma grein
tryggingayfír-
læknis
EFTIRFARANDI bókun var sam-
þykkt samhljóða á aðalfundi
SPOEX, Samtaka psoriasis- og ex-
emsjúklinga:
„Áðalfundur Samtaka psoriasis-
og exemsjúklinga haldinn 25. mars
1999 lýsir vonbrigðum sínum með
nýsamþykkt lög frá Alþingi um al-
mannatryggingar þar sem afnumið
er lagaákvæði sem tryggt hefur rétt
psoriasissjúklinga til loftslagsmeð-
ferðar á norrænni meðferðarstöð á
Kanaríeyjum.
Aðalfundurinn lýsir furðu sinni á"
að ríkisstjórnarflokkarnir skuli
hafa keyrt í gegn á lokadögum
þingsins mestu skerðingu á heil-
brigðisþjónustu sem psoriasissjúk-
lingar hafa sætt síðan samtök
þeirra voru stofnuð árið 1972 með
því að afnema réttindi psoriasis-
sjúklinga sem þeir hafa haft svo
áratugum skiptir, til að leita sér
meðferðar við erfiðum og ólækn-
andi sjúkdómi.
Jafnframt harmar fundurinn
blaðagi-ein tryggingayfirlæknis um
málið þar sem alið er á fordómum í,
garð psoriasissjúklinga.“
Sveinn Einars-
son í Alliance
Francaise
SVEINN Einarsson flytur í dag
fyrirlestur hjá Alliance Francaise
um Fedru eftir franska 17. aldar
rithöfundinn Jean Racine. Fyrir-
lesturinn hefst klukkan 20.30 og
verður í salarkynnum Alliance
Francaise að Austurstræti 3 og er
gengið inn frá Ingólfstorgi.
Fyrirlesturinn nefnist „Að setja
upp „Fedru“ á íslandi í dag“ og er í
tilefni uppsetningar Þjóðleikhússins
á Fedru í haust, sem Sveinn mun
leikstýra.
í fréttatilkynningu frá Alliance
Francaise segir: „Sveinn er sér-
fræðingur í frönskum leikbók-
menntum. Hann hefur leikstýrt og
þýtt Moliere, eftirlætisrithöfund
sinn. En, segir hann, „að leikstýi-a
Fedru á íslandi er fyrh- mig mikill
heiður". Það því Ailiance Francaise
mikil ánægja að Sveinn haldi fyrir-
lestur sinn í húsakynnum okkar, og
uppsetning á Ieikriti Racine er
menningarviðburður sem enginn
ætti að láta fram hjá sér fara.“
Ferðastyrkjum
úthlutað
ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum
þess árs úr sjóðnum Þjóðhátíðar-
gjöf Norðmanna. Norska Stórþing-
ið samþykkti í tilefni af ellefu alda
afmæli íslandsbyggðar 1974 að
færa íslendingum eina milljón
norskra króna að gjöf í ferðasjóð.
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins
skal ráðstöfunarfénu, vaxtatekjum
af höfuðstólnum sem varðveittur er
í Noregi, varið til að styrkja hóp-
ferðir Islendinga til Noregs.
„Styrkir voru veittir úr sjóðnum
1976 og fór nú fram 22. úthlutun.
Ráðstöfunarfé sjóðsins var að þessu
sinni 804.636 kr. Styrkumsóknir
voru 25 en samþykkt var að styrkja
eftirtalda aðila:
Kennara leikskólaskorar Kenn-
araháskóla íslands, hóp nemenda
við Verslunarskóla íslands, Samtök
íslenskra barna- og unglingabóka-
höfunda, hóp nemenda við Mennta-
skólann á Akureyri, Umsjónarfélag
einhverfra, hóp starfsmanna Heil-
brigðisstofnunar ísafjarðarbæjar,
Sólheima í Grímsnesi og Rann-
sóknastofnun um helgisiðfræði í
Skálholti,“ segir í fréttatilkynningu
frá forsætisráðuneytinu.
Fagna ákvörðun
um viðtöku
flóttamanna
„FUNDUR miðstjómar Sambands
ungra framsóknarmanna haldinn
hinn 10. apríl 1999 á Akranesi fagn-
ar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um
viðtöku flóttamanna frá Kosovo,"
segir í samþykkt miðstjórnar SUS.
„Framganga ríkisstjórnarinnar á
liðnu kjörtímabili í þessum mála-
flokki hefur verið til fyrirmyndar.
Um leið er skorað á ríkisstjórnina
að flýta sem mest viðtöku þeirra
flóttamanna frá Kosovo sem munu
bætast við til þess að þjáningum'
þeirra linni,“ segir ennfremur