Morgunblaðið - 15.04.1999, Side 1
STOFNAÐ 1913
84. TBL. 87. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Nauðsyn á að bæta
ímynd vísindanna
Kennarar aki
um á BMW
og* Porsche
London. The Daily Telegraph.
KARLAR, sem kenna eðlis-
fræði, ættu að aka um á sport-
bflum og vera dálítið glaum-
gosalegri til að freista ungra
kvenna og fá þær til að leggja
fyrir sig þessi vísindi og önnur.
Kom þetta fram á ráðstefnu í
Englandi og þar var vísinda-
konunum ráðlagt að taka sér
Kryddpíurnar til fyrirmyndar í
stað þess að klæðast dýrum en
oft heldur óspennandi fatnaði.
Þessi heilræði eru komin frá
Averil Macdonald, kennsluráð-
gjafa og eðlisfræðikennara, en
sjálf ekur hún um á BMW 320i
og Porsche 911. Sagði hún á
ársfundi bresku eðlisfræði-
stofnunarinnar, að gera þyrfti
vísindin nýtískulegri og eftir-
sóknarverðari í augum ungs
fólks.
Macdonald leggur til, að öll-
um eðlisfræðikennurum verði
gefinn sportbfll og ýmislegt
annað skemmtilegt til að sýna
hve mikils samfélagið metur
vísindin.
„Ef við hvetjum ekki stúlkur
til að leggja fyrir sig vísinda-
nám, erum við að kasta á glæ
hæfileikum helmings þjóðar-
innar,“ sagði Macdonald.
Macdonald lagði einnig til, að
drengir og stúlkur yrðu aðskil-
in í skóla eftir 11 ára aldur enda
væri það fullsannað, að það
auðveldaði þeim námið og sér-
staklega stúlkunum.
Tugir Kosovo-Albana fórust í árás á bflalest - ásakanir ganga á víxl
Bjóða hlé á árásum gegn
brottflutningi hersveita
Brussel, Belgrad. Reuters.
LEIÐTOGAR ríkja Evrópusam-
bandsins (ESB) funduðu í Brussel í
gær ásamt Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna,
þar sem nýjar tillögur Þjóðverja um
lausn á stríðsátökunum á
Balkanskaga voru ræddar. Tillög-
urnar, sem Þjóðverjar segja að njóti
víðtæks alþjóðlegs stuðnings, miða
að því að komið verði á tveggja sól-
arhringa vopnahléi í Kosovo er
Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti
hefji brottflutning vopnaðra sveita
sinna frá héraðinu. Gerhard
Schröder, kanslari Þýskalands, sagði
að loftárásum NATO á Júgóslavíu
myndi linna er hersveitir Serba
hefðu yfirgefið Kosovo og serbnesk
stjórnvöld féllust á þau fimm skilyrði
sem vesturveldin hefðu gert þeim að
samþykkja.
Tillögur þýsku stjórnarinnar, sem
nú gegnir formennsku í ESB, gera
jafnframt ráð fyrir því að alþjóðlegar
gæslusveitir muni, með umboði ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna,
gæta friðar í héraðinu og auðvelda
flóttamönnum að snúa til síns heima.
Fjöldi leiðtoga ESB-ríkja hefur
fagnað því að Sameinuðu þjóðirnar
hafi verið með í ráðum við gerð til-
lagnanna sem eru byggðar á fyrri
friðartillögum Kofis Annans sem
flestir eru sammála um að geti leikið
lykilhlutverk við að koma á friði á
Balkanskaga. Embættismaður ESB,
sem ekki vildi láta nafns síns getið,
sagði í viðtali við fréttamann
Reuters að Annan hefði tjáð leiðtog-
um ESB á fundinum að ekki væri til
nein hernaðarleg lausn á átökunum,
varanleg lausn gæti eingöngu falist í
pólitískri samningagerð - undfr
merkjum Sameinuðu þjóðanna.
James Rubin, talsmaður banda-
ríska utanrfldsráðuneytisins, sagðist
fagna því að umræður skyldu hafa
hafist um varanlega lausn á átökun-
um en sagði jafnframt að loftárásum
yrði haldið áfram. Þá sagði Jamie
Shea, talsmaður Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) að tillögumar væru
„gagnlegar" og „verðar skoðunar“, en
áréttaði að ekki þýddi að ræða vopna-
hlé fyrr en Slobodan Milosevic hefði
fallist á hin fimm skilyrði NATO.
Joschka Fischer, utanríkisráð-
herra Þýskalands, upplýsti í gær að
Reuters
FJÓRTÁN ára gamall drengur af albönskum ættum grætur sáran er hann gengur hjá vettvangi árásarinnar á
bílalest flóttamanna í vesturhluta Kosovo í gærdag. Tugir manna fórust og var aðkomunni lýst sem hroðalegri.
Rússar væru „nær algerlega“ fylgj-
andi tillögunum en enn væri ágrein-
ingur um hvaða þjóðir yrðu í því al-
þjóðlega friðargæsluliði sem hugsan-
lega yrði sent inn í Kosovo.
Árás á bílalest
flóttamanna
Júgóslavneska Tanjug-fréttastof-
an sagði fyrst frá því í gær að NATO
hefði gert loftárás á bflalest Kosovo-
Albana á þjóðveginum milli Prizren
og Djakovica í Kosovo í gærdag.
Sögðu Serbar að 64 flóttamenn á leið
frá albönsku landamærunum til síns
heima hefðu farist í árásinni og full-
yrtu að NATO væri ábyrgt. Tals-
menn NATO viðurkenndu að orr-
ustuvélar bandalagsins hefðu gert
árás á svipuðum slóðum en of
snemmt væri að segja hvort þær eða
sveitir júgóslavneska hersins gert
árás á bílalestina. Myndavélar
NATO-vélanna yrðu rannsakaðar
um leið og flugmenn sneru til baka. I
Washington sagði Ken Bacon að orr-
ustuþotur NATO hefðu ráðist á
serbneskar hersveitir sem hefðu ver-
ið hvor við sinn enda bflalestar
flóttamanna og hefði Wesley Clark,
æðsti yfirmaður herdeilda NATO,
tjáð sér að upplýsingar bandalagsins
bentu til þess að serbneskir her-
menn hefðu, eftir árásina, farið úr
vögnum sínum og ráðist á flóttafólk-
ið. Rudolf Scharping, varnarmála-
ráðherra Þýskalands, sagði í gær-
kvöldi að allt benti til þess að
serbneskar stórskotaliðssveitir
hefðu skotið á fólkið og látið svo að
því liggja að um mistök flugmanna
NATO hefði verið að ræða.
■ Landhemaður/24
Forsetakosningarnar í Alsír í uppnámi
Sex hætta við framboð
Algeirsborg. Reuters.
í GÆRDAG lýstu sex af sjö fram-
bjóðendum til embættis forseta
AJsír því yfir að þeir hefðu hætt
við framboð vegna kosningamis-
ferlis. Sögðu þeir að stjórn Li-
amine Zerouals, forseta landsins,
og herinn hefðu ráðgert víðtækt
kosningasvindl til að tryggja sín-
um manni, Abdelaziz Bouteflika,
fyrrverandi utanríkisráðherra
landsins, öruggan sigur. Forsetinn
brást við hinni nýju stöðu í gær-
kvöldi og sagði í ávarpi til þjóðar-
innar að kosningarnar myndu fara
fram þrátt fyrir að aðeins einn
maður væri í kjöri. „Eg mun ekki
líða að kosningunum sé stefnt í
voða, hver svo sem hindrunin er,“
sagði Zeroual í ávarpinu.
Yfirlýsing frambjóðendanna
kom síðdegis í gær eftir að Zerou-
al forseti neitaði að ræða við fram-
bjóðendurna um ásakanir þeirra.
Frambjóðendurnir sex kröfðust
þess í gær að utankjörfundarat-
kvæði sem þegar hafa verið
greidd, yrðu ógilt vegna upplýs-
inga sem þeir höfðu undir höndum
þess efnis að öryggislögreglan
hefði átt við kjörkassana. Bou-
teflika á stuðning hersins vísan og
um 85% þingmanna alsírska þings-
ins hafa opinberlega lýst yfir
stuðningi við hann.
Landið hefur verið á barmi
borgarastyrjaldar undanfarin sjö
ár og vonuðust menn til að kosn-
ingarnar kynnu að binda enda á
átök stjórnarhersins og skæruliða
heittrúaðra múslima sem talið er
að hafi kostað um 70.000 manns
lífið.
Reuters
Vistaskipti þýzku
stjórnarinnar hafin
STJÓRNARSTOFNANIR Þýzka-
lands hófu í gær hinn sögulega
flutning austur á bóginn er starfs-
menn ráðuneyta ríkisstjórnarinnar
í Bonn hófu að hlaða öllum sínum
gögnum í jámbrautarlestir, sem
flytja allt góssið til Berlínar.
Nærri heilum hillukílómetra
gagna úr ráðuneytum fjármála og
innanríkismála var hlaðið í gáma á
flutningalest á Eifeltor-lestarstöð-
inni í Köln. Þaðan var lagt upp í hið
560 km langa ferðalag austur, frá
rósemdarborginni við Rín til stór-
borgarinnar með hina prússnesku
fortíð, sem Gerhard Schröder kanzl-
ari álítur vera miðpunkt „Berlínar-
lýðveldis" komandi aldar.
Stærsta verkefnið í kringum
flutninga stjórnarsetursins verður
að sögn talsmanns þýzku jámbraut-
anna að koma öllum gögnum neðri
deildar þingsins austur. Því fylgja
38 hillukílómetrar af skjölum og
120.000 húsgögn úr 81 byggingu í
Boim til hins endurbyggða þing-
húss í Berlín, en þingið mun koma
þar saman í fyrsta sinn eftir um-
fangsmikla endurbyggingu nk.
mánudag.