Morgunblaðið - 15.04.1999, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þriðjungur Gunnvarar
á 450 milljónir
seldur
ÍSLANDSBANKI hefur fyrir hönd
ákveðins fjáifestis keypt þriðjung
hlutafjár í útgerðai-félaginu Gunn-
vöru hf. á Isafirði af hjónunum
Þórði Júlíussyni og Báru Hjalta-
dóttur. Kaupverðið er 450 miltjónir
kr. Þórður segir að bankinn hafi
fyrir hönd endanlegs kaupanda lpf-
að því að reka áfram Ishúsfélag Is-
firðinga og rétta við reksturinn.
Gunnvör hf. hefur alla tíð verið í
eigu fjölskyldna stofnendanna,
Þórðar og Jóns Júlíussona og Jóns
D. Jónssonar, og hefur hver fjöl-
skylda átt þriðjung hlutafjár. Fé-
lagið gerir út fiystitogarann Júlíus
Geirmundsson og togarann Fram-
nes. Félagið á 96% hlutafjár í íshús-
félagi ísfirðinga hf. sem rekur
frystihús á ísafírði, gerir út Stefni
ÍS og á helming Loðnubræðslunnar
Islandsbanki
lofar áfram-
haldandi rekstri
í Hnífsdal. Þá á Gunnvör liðlega
17% hlut í Hraðfrystihúsinu hf. í
Hnífsdal og hlutabréf í ýmsum
þjónustufyrirtækjum sjávarútvegs-
ins.
Rétta reksturinn við
„Þetta var ákaflega erfið
ákvörðun. En við töldum það
skyldu okkar að selja þegar við sá-
um tækifæri til að fá inn nýja aðila
sem ætla að rétta reksturinn við,“
sagði Þórður í gær. Sagðist hann
ekki vita hver endanlegur kaup-
andi bréfanna væri en leynigestur-
inn kæmi fram á morgun þegar
hlutabréfin yrðu afhent. Þórður
sagði að rekstur fyrirtækjanna
hefði gengið illa á síðasta ári og
samanlagt tap þeirra á annað
hundrað milljónir kr., aðallega
vegna erfiðleika Ishúsfélagsins en
einnig vegna gengistaps á Júlíusi.
Hann sagðist hafa sett það skilyrði
fyrir sölunni að Ishúsfélagið yrði
áfram rekið, enda væri það síðasta
frystihúsið í þessum kunna fiski-
mannabæ. Islandsbanki hefði lofað
því, enda hefði hann annars ekki
selt. „Okkur hjónin vantar ekki
peninga en töldum skyldu okkar að
selja til að rétta reksturinn við,“
sagði Þórður.
Gunnvör hf. er lokað hlutafélag.
Aðrir eigendur nýttu sér ekki for-
kaupsrétt sinn.
Davíð Oddsson á kosningafundi á Akranesi
Ahersla lögð
á árangur
stjórnar
DAVÍÐ Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins lagði
áherslu á ái-angur ríkisstjómai’innar á yfirstandandi
kjörtímabili á fyrsta kosningafundi sínum fyrir komandi
alþingiskosningar sem haldinn var í Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi í gærkvöldi. Hátt í eitt hundrað
manns sótti fundinn en fyrir svörum sátu einnig þrír
efstu menn á lista Sjálfstæðisflokksins í Vesturlands-
kjördæmi.
Davíð var m.a. spurður um álit sitt á hugmyndum
framsóknarmanna um að skattleggja sérstaklega sölu-
hagnað þeirra sem selja frá sér afnotarétt að auðlindum
hafsins. I svari sínu sagði Davíð m.a. að hann teldi að
stjómarskráin heimilaði ekki að tiltekin atvinnugrein yrði
tekin út og á hana lagður sérstakur skattur sem ekki gilti
um aðrar atvinnugreinar. Kvaðst hann reyndar hafa heyrt
á formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Asgrímssyni,
að hann hefði sömuleiðis ákveðna fyi-hvara á þessari hug-
mynd. „Hann hafði ýmsa fyrirvara og þá kannski helsta að
þetta væri alls ekki hægt,“ sagði Davíð og kvaðst heldur
ekki telja að þetta yrði hægt lögfræðilega séð.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
HANDAGANGUR í öskjunni. Selim Poroshtica er nýkominn frá
Kosovo. Hann var mættur ásamt fjórum löndum sínum til að leggja
starfsmönnum Hagkaups og Rauða krossinum lið við pökkunina.
Matarpakkar til Kosovo
Áþreifanlegri þátt-
taka í hjálparstarfi
Á NÆSTU dögum gefst fólki kostur
á að kaupa sérstaka matarpakka í
verslun Hagkaups í Skeifunni sem
sendir verða til Kosovo. Pakkinn er
staðlaður neyðarpakki Rauða kross-
ins en í honum eru matföng sem geta
dugað einstaklingi í allt að 14 daga.
Að sögn Jóns Bjömssonar, fram-
kvæmdastjóra Hagkaups, er átakið
samstaifsverkefni Rauða krossins,
Hagkaups, Samskipa og íslands-
pósts. „Rauði krossinn átti hug-
myndina og sá um að fmna matinn í
þennan staðlaða matarpakka. Póst-
urinn gefur pakkninguna, Samskip
sendinguna og við sjáum um að
dreifa pökkunum og selja þá álagn-
ingarlaust. Við leggjum einnig fram
vinnu við pökkunina."
í vöruskemmu Hagkaups í Skeif-
unni voru starfsmenn af skrifstofu
fyrirtækisins í óða önn að setja mat-
vörur í pakka, sem verða sendir til
Kosovo eftir næstu helgi. í hópnum
voru einnig fimm Kosovo-Albanar
sem létu hendur standa fram úr
ermum.
Markmið átaksins er að selja 5000
pakka á næstu dögum. Pakkarnir
verða til sölu í verslun Hagkaups,
Skeifunni, og þar getur fólk keypt
þá á 500 krónur. Pakkinn er síðan
afhentur starfsmanni Rauða kross-
ins fyrir utan verslunina og þar er
hann settur í gám. „Við stefnum að
því að fylla tvo matargáma, helst
núna um helgina. Ef vel tekst til
höldum við áfram og bætum við
fleiri verslunum," segir Jón Björns-
son.
Tími vetrar-
hjólbarð-
anna liðinn?
SAMKVÆMT reglugerð á að
skipta af negldum vetrarhjól-
börðum yfir á sumarhjólbarða í
dag, 15. apríl. Samkvæmt upp-
lýsingum lögreglunnar í
Reykjavík verður þó ekki tekið
hart á því næstu daga þótt
ökumenn aki á negldum börð-
um, enda á ávallt að miða út-
búnað bifreiða við aðstæður.
Sinfóniuhljómsveit fslands í tónleikaferð til Bandaríkjanna á næsta ári
Sex til níu tón-
leikar fyrirhug-
aðir í ferðinni
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands
mun fara í tónleikaferð um Banda-
ríkin í október árið 2000. Fyrirhug-
aðir eru sex til níu tónleikar í ferð-
inni, sex til sjö á austurströndinni,
þar af einh' í Carnegie Hall í New
York, og jafnvel tvennir til þrennir
til viðbótar á vesturströndinni.
Hljómsveitarstjóri í ferðinni verður
Rico Saccani, aðalhljómsveitarstjóri
Sinfóníunnar, og einleikari Judith
Ingólfsson, íslenskur konsertfiðlari
búsettur í Bandaríkjunum.
Ferðin verður skipulögð í sam-
vinnu við Kerby Lovallo hjá New
World Classics í New York, sama að-
ila og skipulagði fyrstu tónleikaferð
hljómsveitarinnar vestra í febrúar
1996. Þegar er búið að ákveða sex til
sjö tónleika á austurströndinni, að
sögn Helgu Hauksdóttur, tónleika-
stjóra SI, en auk þess munu hús-
bændur í tveimur til þremur tón-
leikahúsum á vesturströndinni hafa
sett sig í samband við Lovallo og lýst
áhuga á því að fá hljómsveitina. „Þau
mál eru í skoðun en það er mikil við-
urkenning að óskað sé eftir okkur,“
segir Helga.
Hún segir ferðina leggjast vel í
hljómsveitina. „Það er ánægjulegt að
vera aftur í höndunum á Kerby
Lovallo en hann reyndist okkur
mjög vel síðast. Ferðin fyrir þremur
árum heppnaðist óskaplega vel og
við fengum meðal annars frábæra
dóma í The New York Times fyiir
tónleikana í Carnegie Hall, þannig
að væntingarnar verða kannski
meiri núna. Við erum hins vegar
hvergi bangin - eigum að geta risið
fyllilega undir öllum væntingum sem
til okkar eru gerðar.“
Hugmyndin um að Judith Ingólfs-
son verði einleikari í ferðinni er, að
sögn Helgu, runnin undan rifjum
Lovallos. „Hann lagði áherslu á að
Judith yrði með í för, enda er hún
óðum að skapa sér nafn vestra. Síðan
er hún líka fædd á íslandi og er ís-
lenskur ríkisborgari. Það verður
mjög gaman að hafa Judith með okk-
ur.“
Judith, sem er stödd hér á landi og
kemur fram á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í Háskólabíói í
kvöld, segir það mikinn heiður að fá
að taka þátt í ferðinni. „Ég er í skýj-
unum. Því miður sá ég hljómsveitina
ekki þegar hún var í Bandaríkjunum
1996 en man eftir dómnum í The
New York Times. Hann var afar lof-
samlegur og vakti mikla athygli.
Þetta verður mikið ævintýri."
■ Fiðlan er rödd mín/36
íslending's
leitað í
Bretlandi
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hef-
ur gert íslenska sendiráðinu í
Lundúnum viðvart vegna hvarfs ís-
lensks karlmanns á miðjum aldri í
kjölfar tilkynningar ættingja hans
þess efnis til ráðuneytisins.
Sendiráðið hefur tilkynnt málið
til bresku lögreglunnar sem leitar
nú mannsins og hefur málið til
rannsóknar.
Maðurinn fór af landi brott 2.
apríl og átti bókað flugfar heim aft-
ur í sama mánuði en ekkert hefur
spm-st til hans síðan á brottfarar-
dag, samkvæmt upplýsingum ft'á
utanríkisráðuneytinu.
I
18 sfeun
Sigmar Þröstur leggur
skóna á hiluna/B1
Ryan Giggs hetja United á
Villa Park/B3
Sérblöð í dag
m MTOHl imiÍMI
Sérblaö um viðskipti/atvimiulíf
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
L