Morgunblaðið - 15.04.1999, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.04.1999, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flugvélarskrúfan sem kom í botnvörpu togarans Frera ÞRIGGJA blaða flujfvélarskrúfan sem flæktist í.botnvörpu togarans Frera þegar hann var að veiðum vestur af Eldeyjarboða er af flug áhugamanni talin, að líkindum, úr annarri af tveimur tegundum breskra kafbátaleitarvéla sem not- aðar voru hérlendis í stríðinu. Nokkrar vélar af þessum gerðum hurfu sporlaust í leitarflugi yfir hafí á svipuðum slóðum árin 1941 og 1942. Óli Hilmar Jónsson, arkitekt og flugáhugamaður, hafði samband við Morgunblaðið vegna fréttar af fundi skrúfunnar á baksiðu Morg- unblaðsins í gær. Hann kvað skrúf- una hvorki litla né ævagamla og taldi sig þekkja tegundina sem um væri að ræða. „Þetta er hörku- skrúfa. Mjög líklega af Rolls Royce-Merlin hreyfli, V12. Ég held að það sé nokkuð öruggt að þetta er skrúfa af Vickers Wellington eða Armstrong-Whithworth Whitley flugvél. En Bretar notuðu slíkar vélar hér í stríðinu til kaf- bátaleitar." Töluvert var um að flugvélar af þessum tegundum færust hér við land og sérstaklega vélar af gerð- inni Whitley. Þrátt fyrir það hefur Óli ákveðna tilgátu um hvaða flug- vél geti verið um að ræða. „Svona Whitley vél, úr flugsveit 612 RAF Að líkind- um kaf- bátaleit- arvél úr stríðinu (Royal Air Force) sem flaug frá Kaldaðarnesi, með einkennisstaf- ina T4325, hvarf í leitarflugi á þessu svæði. Þetta var 3. nóvem- ber 1941. Það fannst aldrei tangur né tetur af henni. Þetta held ég að sé líklegur kandidat.11 Frekar slakar flugvélar Flugvélar þessar þóttu hálfgerð- ir vandræðagripir, að sögn Óla. „Þetta voru hrikalegar vélar, drekar miklir með rosalegum væng og tveimur hreyflum. Þær voru afilitlar, þungar og flugu eins og jötunuxar en þóttu samt sæmi- legir vinnuhestar. Þær voru notað- ar til að gera sprengjuárásir á Þýskaland í upphafi stríðsins en voru svo færðar í útkantana þegar átökin hörðnuðu. Þær voru meðal annars sendar til Islands þar sem ekki var eins heitt í kolunum." Óli kveður sjálfa skrúfuna segja heilmikla sögu um slysið sjálft. „Lagið á spöðunum bendir til þess að hreyfillinn hafi ekki verið í gangi þegar vélin fór í sjóinn. Þeir væru nokkuð örugglega allir bogn- ir ef svo hefði verið. Og í því tilfelli ættu þeir að elta hver annan bog- amir á spöðunum. Þeir hafa nijög líklega bognað svona við átak þeg- ar þeir voru dregnir um borð. Annað er að flugmaðurinn hefur ekki náð að „fjaðra skrúfuna" (nauðbeita henni) eða látið eggina á spöðunum vísa fram en það er alltaf gert þegar hreyfill stoppar á flugi vegna bilana eða einhverra annarra hluta. Til að hreyfillinn fari ekki að „vindmylla" með. Þetta hefur flugmaðurinn ekki náð að gera og það hefur því mikið gengið á hjá karlgreyinu áður en hann fór í sjóinn." Skrúfan er mjög merkileg, að mati Óla, og telur hann víst að Flugsögufélagið sýni henni áhuga. „Þessi skrúfa segir í raun og veru mikla sögu. Því má heldur ekki gleyma að hún er þegjandi tákn um að þarna hafa fimm vaskir ungir menn hlotið vota gröf.“ ARMSTRONG-WHITHWORTH Whitley Mk.V (1937) flugvél sömu gerðar og vél sem hvarf við kafbátaleit suðvestur af landinu 3. nóvember 1941. Undirbúningur stendur yfír fyrir komu næsta hóps flóttamanna Flóttamannabúð- um líklega komið upp á Eiðum FLÓTTAMANNABÚÐIR verða að öllum líkindum settar upp á Eiðum í Suður-Múlasýslu verði af komu 77 manna hóps flóttamanna frá Balkanskaga á næstunni. A fundi flóttamannaráðs í gær var ákveðið að fulltrúar ráðsins færu að Eiðum og skoðuðu aðstæður. Að sögn Guðjóns Bragasonar, rit- ara ráðsins, eru Eiðar til athugunar þar sem erfítt reynist að finna gisti- rými á höfuðborgarsvæðinu þegar komið er fram á vor og sumar. „Það á að skoða hvort hópurinn geti verið í skólanum á Eiðum tímabundið eða þangað til annað verður ákveðið," sagði Guðjón. Ráðið heldur áfram undirbúningi fyrir komu hópsins en ekki er enn ljóst hvort af komu hans verður, eða hvenær. Islensk stjórnvöld og Rauði kross íslands eru í viðbragðs- stöðu vegna málsins en beðið er eft- ir því að Flóttamannastofnun Sa- meinuðu þjóðanna óski eftir því að flóttamenn verði fluttir hingað frá svæðinu, að sögn Guðjóns. Rauði kross íslands sér um sam- skipti við Flóttamannastofnun Sa- meinuðu^ þjóðanna og að sögn Sig- rúnar Arnadóttur, framkvæmda- stjóra RKÍ, einbeitir stofnunin sér nú að þvi að flytja flóttamenn frá Makedóníu til nálægra landa. Stofn- unin biður hins vegar þær þjóðir sem eru fjær og eru tilbúnar að taka við flóttamönnum að vera í við- bragðsstöðu. Albaníustjórn hefur gefið út yfir- lýsingu um að flóttamenn verði ekki fluttir frá landinu og segir Guðjón því nánast enga von fyrir þá Kosovo-Albana, sem búsettir eru hérlendis og eiga ættingja sem eru flóttamenn í Albaníu, að fá þá hing- að. Hins vegar sé möguleiki á að flóttamenn komi frá Makedóníu. Flóttamannaráð ákvað einnig á fundinum í gær að leita samstarfs við sveitarfélög til þess að finna húsnæði fyrir þann hóp Kosovo-Al- bana sem þegar er kominn til lands- ins. Akveðið var að leita eftir því við Hafnarfjarðarbæ að hann tæki á móti fólkinu og hófust viðræður í gær. -------------- Kantsteinar fyrir rúmar 36 milljónir BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu Innkaupastofnunar um að framlengja samning við Véltækni hf. um steypu kantsteina í borginni næstu tvö ár fyrir nímar 36 millj. Guðbjartur Sigfússon, yfii-verk- fræðingur hjá gatnamálastjóra, sagði að verkið hefði ekki verið boð- ið út að þessu sinni, þar sem fyrir- tækið hefði setið eitt að þessu verk- efni undanfarin ár en fyrir nokkrum árum bárust fleiri tilboð. „Þetta er ekki einfalt verk,“ sagði hann. „Þetta eru stór og smá verk og mest smá eftir að ráðist var í þreng- ingar á götum og eyjar, sem kalla á kantsteypu." ------♦-♦-♦--- Afhenti trún- aðarbréf KORNELÍUS Sigmundsson sendi- herra afhenti 13. apríl Guntis Ulmanis forseta Lettlands trúnað- arbréf sitt sem sendiherra Islands í Lettlandi með aðsetur í Helsinki. ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? Mikill sjóbirt- ingur - skil- yrði misjöfn VEIÐIMENN raða sér upp í Vatnamótunum. Bergsveinn Sampsted. Nýr fram- kvæmdastjóri Islenskrar getspár BERGSVEINN Sampsted, for- stöðumaður einstaklingssviðs hjá Eurocard, tekur við nýju starfi sem framkvæmdastjóri íslenskrar get- spár í byrjun júní. Bergsveinn tekur við fram- kvæmdastjórastöðunni af Vilhjálmi Vilhjálmssyni sem lætur af störfum vegna aldurs. „Þetta leggst vel í mig og ég bíð spenntur eftir því að takast á við nýja starfíð. Það liggja fjölmörg verkefni fyrir og mikil tækifæri eru á þessum markaði. Það er mikil þróun í gangi vegna tækniframvindunnar og eflaust verða einhverjar breytingar á starf- seminni á næstunni," sagði Berg- sveinn. SJÓBIRTINGSVEIÐI í grennd við Kirkjubæjarklaustur hefur legið nokkuð niðri í kuldakastinu sem brast á upp úr helginni, en hafði gengið mjög vel fram að því. Það virðist vera nokkuð mikið af fiski mjög víða og von á góðu þeg- ar skilyrði batna á ný. Mokað úr Vatnamótum Fyrsta hollið í Vatnamótum Skaftár, Breiðabalakvíslar, Hörgsár og Fossála var dagana 9.-11. apríl og voru menn strax komnir í fisk. Alls voru 37 dregn- ir, margt mjög vænn fiskur, að sögn Gunnlaugs Óskarssonar, fyrrverandi formanns SVFK, sem hefur svæðið á leigu. Næsta holl náði 12 fiskum áður en frysti og tók fyrir veiði á nýjan leik. Sá hópur lauk veiðum á hádegi þriðjudagsins. Fyrsta hollið sem eitthvað veiddi í Geirlandsá veiddi 27 birt- inga og næsti hópur á eftir dró annað eins. Þar á meðal var 7,5 punda fiskur sem 12 ára veiðimað- ur, Þórhallur Gunnarsson, veiddi. Þá kom hópur sem dró 12 fiska og náði ein stöngin, sem skipuð var hjónunum Vilberg Þorgilssyni og Guðrúnu Jónsdóttur, m.a. 9, 10 og 11 punda birtingum. Næsti hópur lenti svo í kuldakastinu, en náði samt 7 fiskum, m.a. þeim stærsta á þessu vori, 12 punda. Allir þessir sjóbirtingar veidd- ust í ármótum Geirlandsár og Stjómar. Menn hafa séð fisk mjög víða ofar í ánni, en einhverra hluta vegna hefur engum tekist að draga þar fisk. Gunnlaugur Óskarsson sagði þetta mjög skrít- ið, en nefndi nokkra staði þar sem menn höfðu klárlega orðið fiska varir, Bláberjabrekku, Mörtungu- nef, Rafstöðvarstreng, Fernishyl og Tóftarhyl. Hörgsá og Eldvatn lífleg Það var ekki fyrr en á fimmtu- dag í síðustu viku að hægt var að renna af viti í Hörgsá neðri og veiddust þá strax 6 fiskar, að sögn Ingabjörns Hafsteinssonar, sem dró þá fiska ásamt félaga sínum. Hann sagði talsvert af fiski í neðstu tveimur hyljum árinnar, en þeir hefðu lítið reynt ofar. „Daginn eftir komu a.m.k. fjórir á land og svo eitthvað eftir það, en síðan má reikna með því að lítið hafi gerst í kuldanum. í Eldvatni veit ég um a.m.k. 50-60 fiska, allt að 8 punda,“ bætti Ingibjöm við. Mörgum birtingum sleppt Öllum fiski var sleppt í Hörgsá tvo fyrstu dagana og talsverðu var einnig sleppt fyrstu vikuna í Geir- landsá og sama má segja um Eld- vatn. Ingibjöm sagðist telja að rétt væri að lögfesta slíkt þar sem fiskur á þessum árstíma væri í flestum tilvikum lélegt hráefni til manneldis og mýmörg dæmi væru um að honum væri hent, jafnvel strax á heimleið og væri raslagámur á Klaustri vinsæl stoppistöð. „Því miður era alltof mikil brögð að þessu,“ sagði Ingi- björn og hvatti veiðimenn til betri breytni, hirða fisk í hófi og sleppa helst öllum slæpta hi-ygningar- fiskinum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.