Morgunblaðið - 15.04.1999, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
_____________________________FRÉTTIR_____________________________
Útvegsmenn segija framsal veiðiheimilda í Barentshafí nauðsynlegt
\ /r/ín.'
GRÆNLAND
Norsk skip fá í ár að veiða 17 þús. tx
tonn af loðnu norðan 64°30’ á
tímabilinu 20. júní til 15. feb. og...
'
\ Y&' / / /
jlL
'■LÍX !
\
Islensk skip fá í ár að
veiða 4.450 af þorski
í Norskri lögsögu
\ / \
\C. } /
Novaja
, Zemlja
Svalbarði \ Tl
j BARENTSHAF ' p p;
Smugan f
\
/ Jan /\
C /W Mayen / I
TP... //
\ , ,
i NO-REGSHAF. e
■
\
FÆREYJAR
V
4
tonn af löngu, keilu og blálöngu á
línu utan 12 mílna og sunnan 64°N
/ i
:XU
crf.U
' " ;
Islensk skip fá í ár að veiða
2.781 tonn af þorski í
Rússneskri lögsögu auk
þess sem þau geta keypt
veiðiheimildir, 1.669 tonn
til viðbótar, samtals 4.450
tonn
Alls 94 íslensk skip
með veiðireynslu
VEIÐIHEIMILDUM íslendinga í
Barentshafi, sem sendinefndir ís-
lands, Noregs og Rússlands, sömdu
um á þriðjudag, verður skipt milli
íslenskra útgerða á grundvelli veiði-
reynslu, samkvæmt lögum um veið-
ar utan lögsögu Islands. Samkvæmt
gögnum Fiskistofu hafa 94 íslensk
skip afiað sér veiðireynslu í
Barentshafi á sl. sex ánim. Formað-
ur LÍU segir þannig sáralítinn
kvóta koma í hlut hvers skips og því
sé grundvallaratriði að heimilt verði
að færa heimildirnar á færri skip.
Rússnesk stjórnvöld munu ákvarða
verð á þeim veiðiheimildum sem
þeim er skylt að bjóða íslenskum út-
gerðum til kaups.
Samkvæmt samningnum mega
Islendingar veiða 1,86% af leyflleg-
um heildarafla af þorski í Barents-
hafi sem á þessu ári er 480 þúsund
tonn og samsvarar hlutdeild Islend-
inga því 8.900 tonnum sem skiptast
til helminga milii lögsagna Noregs
og Rússlands samkvæmt almennum
reglum sem gilda þar um. Aukaafli
Islendinga má auk þess nema 30%
af þorskveiðiheimildunum og verð-
ur Islendingum því heimilt að veiða
samtals 11.570 tonn af fiski í
Barentshafi á þessu ári. Islending-
um er þó ekki heimilt að veiða þorsk
i Smugunni samkvæmt samningn-
um. Ennfremur skuldbinda Islend-
ingar sig til að veiða ekki loðnu í
Barentshafi. I frásögn Morgun-
blaðsins af samningnum í gær var
víxluðust orð og var sagt að Rúss-
um yrði samkvæmt samningnum að
veiða 4.450 tonn af þorski innan ís-
lenskrar lögsögu. Hið rétta er að Is-
lendingum verður heimilt að veiða
umrætt magn innan rússneskrar
lögsögu.
Rússnesk stjórnvöld ákvarða
verð á veiðiheimildum
í bókun íslands og Rússlands
felst að íslensk skip geti veitt 4.450
tonn af þorski i rússneskri lögsögu
á þessu ári en þar af munu Rússar
bjóða íslenskum útgerðum 37,5% til
kaups á markaðsverði á hverju ári á
meðan samningurinn er í gildi. Mið-
að við veiðiheimildir íslendinga í
rússnesku lögsögunni nú, stendur
íslenskum útgerðum því til boða að
kaupa 1.669 tonn af þorski á þessu
ári. Rússnesk stjórnvöld eiga sam-
kvæmt samningnum að bjóða ís-
lenskum útgerðarmönnum þennan
hluta kvótans fyrir 1. maí á þessu
ári en fyrir 1. febrúar hvert ár þar á
eftir. Verðið er þannig tilkynnt af
rússneskum stjómvöldum þar sem
tekið er tiilit til markaðsverðs. Til-
boðið á að standa væntanlegum
kaupendum opið til 1. júlí ár hvert.
Hafi enginn lýst yfir áhuga eða
komið á viðskiptum fyrir þann tíma
eru rússnesk stjórnvöld ekki lengur
skuldbundin til að bjóða veiðiheim-
ildimar til sölu.
Jóhann Sigurjónsson, sem veitt
hefur íslensku samninganefndinni
forstöðu, segir það i höndum rúss-
neskra stjórnvalda að ákveða hvort
tekið verði við gagntilboðum í heim-
ildirnar frá íslenskum útgerðum. Sé
verðið á heimildinum of hátt liggi i
hlutarins eðli að enginn muni kaupa
þær. Hinsvegar sé ljóst að Rússar
muni ekki verðleggja heimildirnar
of hátt, enda sé það yfirlýst stefna
þeirra að selja heimildir til að
byggja upp sjávarútveg í landinu.
Þorsteinn Pálsson, sjávarátvegs-
ráðherra, sagði á blaðamannafundi
á þriðjudag, að verð það sem ís-
lendingar þurfi að borga Rússum
fyrir þessar heimildir velti á samn-
ingum milli íslenski'a útvegsmanna
og þeirra aðila í Rússlandi sem þar
fari með fiskveiðiréttindin. „Is-
lenskir útvegsmenn geta einfald-
lega boðið í þessar heimildir. Það
fer síðan eftir því hvort að sam-
komulag næst um verð eða ekki
hvort af veiðunum verður,“ sagði
Þorsteinn.
Heimildir verða að öllum
líkindum framseljanlegar
Aflaheimildum íslendinga í
Barentshafi verður skipt milli ís-
lenskra útgerða á grundvelli út-
hafsveiðilaga sem kveða á um að afla
skuli skipt á grundvelli veiðireynslu
skipanna miðað við þrjú bestu veiði-
tímabil þeirra á undangengnum sex
bestu veiðitímabilunum. I lögum
segir ennfremur að ráðherra geti
ákveðið einstökum skipum fasta
hlutdeild í afla til lengri tíma en eins
veiðitímabils. Fastlega er hinsvegar
búist við að heimildirnar verði fram-
seljanlegar á milli skipa, þannig að
hægt verði að sameina þær á færri
skip, enda er í bókun íslendinga og
Norðmanna er kveðið á um að ein-
ungis megi 15 íslensk skip stunda
þorskveiðar innan norsku lögsög-
unnar í einu. I bókun Islands og
Rússlands er hinsvegar kveðið á um
að þar séu ekki fleiri sldp en eðlilegt
megi teljast með tilliti til þess magns
sem um er að ræða.
Veiðireynslan
mjög mismunandi
Samkvæmt gögnum frá Fiski-
stofu hafa samtals 94 íslensk skip
aflað sér einhverrar veiðireynslu í
Barentshafi frá því að Islendingar
hófu þar veiðar að einhverju marki
árið 1993. Veiðireynsla þessara
skipa er þó ákaflega mismunandi,
allt frá örfáum tonnum upp í 1.000
tonn. Eftir því sem Morgunblaðið
kemst næst fá þannig 60 skip innan
við 100 tonn í kvóta miðað við veiði-
reynslu í Barentshafi. Fiskistofa
vinnur nú að því að taka saman upp-
lýsingar um afla þessara skipa og
munu þær tölur liggja fyrir fljót-
lega. 10 aflahæstu íslensku skipin á
árunum 1993-1998 eru samkvæmt
bráðabirgðalista Fiskistofu: Rán
HF, Málmey SK, Haraldur Krist-
jánsson HF, Snæfugl, Stakfell ÞH,
Akureyrin EA, Mánaberg ÓF,
Sléttanes ÍS, Snorri Sturluson RE,
Hólmadrangur ST og Siglfirðingur
SI.
Framsal
grundvallaratriði
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja hf., segist telja
grundvöll fyrir því að íslenskar út-
gerðir nýti veiðiheimildirnar í
Barentshafi svo framarlega sem
heimildunum verði úthlutað
þannig að hægt verði að sameina
þær á færri skip. Kristján Ragn-
arsson, formaður LÍÚ, segir að
margt eigi enn eftir að skýrast áð-
ur en hægt sé að gera sér grein
fyrir því hvort hagkvæmt sé að
fara til veiða í Barentshafi. Hann
segir að við úthlutun veiðiheimild-
anna í Barentshafi komi sáralítið í
hlut hvers skips og því sé nauðsyn-
legt að sameina veiðiheimildir á
færri skip. Þá skipti máli hvenær
heimildunum sé úthlutað. Enn-
fremur sé enn margt óljóst í sam-
bandi við þeir heimildir sem Rúss-
ar muni bjóða íslenskum útgerðum
til kaups. „Ég sé engan staf fyrir
því í lögunum hvernig á að úthluta
kaupréttinum og sé ekki hvernig
það á að ganga fyrir sig. Eins
verður veiðiréttinum úthlutað í
bæði norskri og rússneskri lög-
sögu og þá getur verið langur veg-
ur á milli veiðisvæða sem gerir
þetta einnig mjög erfitt. Það þarf
því margt að þróast áður en skipin
fara til veiðanna til að hafa af því
ábata,“ segir Kristján.
Veiðarnar borga sig
aðeins fyrir fá skip
Formaður úthafsveiðinefndar LIU
segir mikilvægt að
JÓHANN A. Jónsson, for-
maður útliafsveiðinefndar
LIU og framkvæmdastjóri
Hraðfrystistöðvar Þórshafn-
ar hf., segir mikilvægt að
samningar séu í höfn og tel-
ur líklegt að hefð ráði við
skiptingu veiðiheimilda.
„Uthafskarfinn á Reykja-
neshryggnum er dæmigerf
svona málefni þar sem
ákveðinn útgerðarhópur
stundaði veiðarnar og mynd-
aði veiðireynslu. Þá var afl-
anum skipt eftir henni þar
sem fyrsta árið vóg þyngra
en þau næstu vegna þess að
verið var að viðurkenna
frumkvöðla veiðireynslu.
Þetta held ég að sé líklegasta
aðferðarfræðin þó svo menn
hafi farið í aðra aðferð við
sfldarúthlutunina. “
Jóhann segir að þar sem
veiðisvæðið í Barentshafí sé
Iangt í burtu sé mikilvægast
að byggja upp kerfi sem
tryggir að aflinn verði sótt-
ur. „Ég sé ekki skilvirkari
leið í því en að nýta afla-
reynsluna og síðan verða
væntanlega einhverjar til-
færslur á milli skipa. Sumir
eiga það lítið og fá það Iítið
að ekki borgar sig að sækja
það en aðrir myndu þá held-
ur styrkja sig. Hugsanlega
borgar sig fyrir 10 til 20 skip
að sinna þessu en síðan
fækkar þeim. Menn hljóta að
gera þetta á eins hagkvæm-
aflinn verði sóttur
an hátt og kostur er og ráðu-
neytið verður að hugsa um
hvernig það getur tryggt að
þjóðfélagið fái tekjurnar sem
veiðarnar geta skapað.“
Gætu boðið
íslendingum meira
í bókun íslands og Rúss-
lands kemur fram að Rússar
bjóða íslenskum útgerðum
1.669 lestir til kaups á mark-
aðsverði. Jóhann segist ekki
þekkja útfærsluna sem um er
rætt en telur að þetta fyrir-
komulag gæti leitt til þess að
Islendingum yrðu boðnar
meiri veiðiheimildir. „Af
hverju skyldu þeir stoppa
þarna? Væri ekki möguleiki
fyrir okkur að halda áfram
að kaupa á markaðsverði? Ef
við getum keypt 1.600 tonn
hvers vegna getum við ekki
keypt önnur 1.600 tonn og
svo framvegis? Er ekki
möguleiki fyrir okkur að
fylla skipið, að minnsta kosti,
ef við teljum okkur stunda
hagkvæmar veiðar með hæf-
um mönnum? Markaðsverðið
skiptir þarna miklu máli,
hvort það er 20 krónur, 50
eða 100 krónur, en ef við
hefðum ekki samið núna er
hætta á að löng eyða hefði
komið og ómögulegt að segja
til um framhaldið. En nú
þurfum við að byggja áfram
á þessum grunni,“ segir Jó-
hann.
Norskir útgerðarmenn hund
óánægðir með Smugusamninginn
„Látum af hendi
helmingi meira
en við fáum“
ÍSLENSKIR jafnt sem norsk-
ir útgerðarmenn eru svo óá-
nægðir með Smugusamning-
inn, að þeir telja best, að
ekkert verði af honum. Kom
þetta fram í norska blaðinu
Aftenposten í gær, sem sagði
að fyrir norsku stjórninni
hefði fyrst og fremst vakað
að binda enda á deilur
grannþjóðanna.
„Það hallar verulega á
okkur í þessum samningi.
Við látum af hendi helmingi
meira en við fáum,“ sagði
Audun Marák, frammámað-
ur í samtökum norskra út-
gerðarmanna. Vísar hann í
þessu efni til viðmiðunart-
öflu, sem notuð er í alþjóð-
legum samningum. Marák
segir, að þær tegundir, sem
Norðmenn fái að veiða við
Island, séu ekki jafn eftir-
sóknarverðar og þorskurinn
og auk þess fái Islendingar í
sinn hiut meiri aukaafla en
Norðmenn.
„Við hefðum alveg getað
verið án þessa samnings. ís-
lendingar hefðu þess vegna
mátt skarka áfram í Smug-
unni enda er þar ekkert að
fá.“
„Pappírsfískur"
Oddmund Bye, formaður í
Norges Fiskarlag, er ekki
ánægðari en Marák með
samninginn. „Þetta er ótní-
legt og ég er hneykslaður.
Nú geta hverjir sem er öðlast
réttindi með því að sækja í
Smuguna," sagði hann og
kallar keiluna, Iönguna og
blálönguna „pappírsfisk",
sem ómögulegt sé að ná. _
Norsk stjórnvöld eru hins
vegar ánægð með, að deil-
unni skuli lokið enda hafi
hún staðið í vegi fyrir sam-
starfi ríkjanna á ýmsum svið-
um. Samkvæmt samningnum
eru engin íslensk skip lengur
á svörtum lista í Noregi
vegna Smuguveiða en það er
svo aftur nýtt, að stundi ís-
lenskt útgerðarfyrirtæki lög-
legar veiðar innan norskrar
landhelgi en flaggi jafnframt
út skipi eða skipum vegna
veiða í Smugunni, þá má
selja öll skip fyrirtækisins í
bann.