Morgunblaðið - 15.04.1999, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.04.1999, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ „Afmælis- sýning“ MYNPLIST GEROAIISAFIM FÉLAGIÐ ÍSLENZK GRAFÍK 30 ÁRA 31 GRAFÍKLISTAMAÐUR Opið alla daga frá 12-18. Lokað mánudaga. Til 18. apríl. Aðgangur 200 krónur. ÞRJÁTÍU ár eru senn frá þeim degi að félagið Islenzk grafík var stofnað upp úr gamla félaginu frá 1954, sem lengstum hafði verið í lamasessi vegna fámennis og veik- inda, þó frekar aðstöðuleysis og fá- tæktar. Þá voru þeir til sem eðlilega vildu koma sér upp einkaaðstöðu en að vinna með öðrum á verkstæði, er raunar í fullu gildi enn, þannig að kraftar dreifðust. Samfellt nám í grafík við MHÍ hófst haustið 1956, og þegar ungt fólk sem numið hafði fagið og haldið áfram námi erlendis tók að tínast heim, var ekki aðeins kominn grundvöllur heldur brýn nauðsyn á slíkum félagssamtökum. Að stofnuninni stóðu bæði einstak- lingar úr gamla félaginu, unga fólkið og greinarhöfundur sem ekki hafði haft áhuga á að ganga í fyrra félagið svo lengi sem það væri óvirkt. Fram að þeim tíma hafði svipmesta grafík- in verið unnin á verkstæðum ytra og Guðmundur frá Miðdal mun hafa verið sá eini sem var í einhverjum mæli virkur hérlendis, og þá helst í málmætingu. Það hafði hins vegar frá fyrsta kennsludegi verið von mín og draumur, að verkstæðið í skólanum yrði smám saman hliðstæða og jafn- oki grafíska skólans við akademíuna í Kaupmannahöfn. Þar höfðu lengra komnir nemendur prófessora ann- arra deilda, ásamt starfandi lista- mönnum unnið hlið við hlið í ára- tugi. Og þaðan höfðu frá upphafí streymt bestu grafíklistamenn, teiknarar og blaðateiknarar Dan- merkur, eins og myndskreyttar aukaútgáfur sunnudagsblaðanna voru til vitnis um og dönsk vegg- spjaldagerð var einhver sú frá- bærasta í Evrópu. Það staðfesta hin mörgu veggspjöld sem jafnan eru uppihangandi á listiðnaðarsafninu á Bredgade, og á sviðinu rökuðu Dan- ir til sín alþjóðlegum verðlaunum um langt árabil. Verkstæðið var lít- ið og pressurnar fáar en andrúmið hins vegar einstakt, auk þess að sagan eins og andaði á þá sem þar störfuðu. Enginn útskrifaðist það- an, en einstakir voru þar jafnvel viðloðandi fram á elliár, eins og sá ágæti Reidar Magnus, en hins veg- ar misnotuðu danskir listamenn sér ekki aðstöðuna að ég best veit. Hér heima gekk allt að vonum í upphafí, sennilega of vel, því það komu ár andstreymis er unnið var gegn faginu innan skólans og lítið varð úr eðlilegri endumýjun, allt sem við höfðum milli handanna voni gjafir utan frá og er nokkur saga að segja frá því öllu. I Kaupmannahöfn skeði það líka, er fram liðu stundir, að breytingar voru gerðar á verk- stæðinu, það stækkað til muna, pressunum og kennurum fjölgað, grafíkin gerð að sérfagi er hafði sinn sérstaka prófessor, varð að ríki í ríkinu. Um leið var lokað á aðgengi starfandi listamanna og á áttunda áratugnum var svo komið, að fyrra andrúm var fullkomlega horfið, og því miður fór um leið að fækka sög- um af afrekum nemenda er þaðan útskrifuðust, hins vegar varð sprenging á skóluðum grafíkerum með díplóm í vasanum. Þetta rifjast allt upp við skoðun „afmælissýningarinnar" í Gerðar- safni, því hér er um að ræða framn- ing, eða kannski heldur gjöming, sem stendur svo lítið undir nafni og er svo fírrtur yfírsýn að rýnirinn sá þann kost vænstan að grípa til gæsalappanna. Fyrir hið fyrsta skil- ur hann hugtakið á þann veg, að verið sé að halda upp á tímamót, í þessu tilviki mikil tímamót. Einung- is gefst tækifæri til að halda upp á slík afmæli á tíu ára fresti og þannig er þessi þau þriðju, en framkvæmd- in því miður hin risminnsta. Hér er í raun um að ræða eins almenna fé- lagssýningu og slíkar geta yfírhöfuð orðið með öllum þeim ströngustu takmörkunum og mörkuðu reglum sem slíkum eru settar. Verk máttu t.d. ekki vera eldri en tveggja ára og ekki hafa verið sýnd áður! Hafi það átt að gæða sýninguna fersk- leika hefur hann einhvern staðar orðið eftir á leiðinni, eitt er ósk- hyggja annað veraleiki, því að ný verk og nýjungar í tæknibrögðum eru engin trygging fyrir neinni teg- und ferskleika, einungis hugvitið að baki og vinnubrögðin. Ljóst er að mörg verkanna eru gerð fyrir sýn- inguna sérstaklega, sumir hafi verið í tímaþröng, og svo eru spurnir af FASTEIGNA r- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 Netfang: http://habil.is/fmark/ SÓLVALLAGATA 80 FRÁBÆR STAÐSETNING Húseignirnar eru 1.775 fm og er hægt að nýta eignirnar á margvísleg- an hátt. Lóðin, sem er 2.500 fm, er frábærlega vel staðsett með sjávarútsýni og býður upp á mikla möguleika með tilliti til nýbygginga. TILVALIÐ TÆKIFÆRI FYRIR BYGGINGAMEISTARA OG ATHAFNAMENN. LEITIÐ UPPLÝSINGA Á SKRIFSTOFU. ■ ■■ ■ ....—................ LISTIR ■ -■ Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson MAGÐALENA Margrét Kjartansdóttir: Hugarflugs- strengurinn slitnar ekki, dúkþrykk. SVAVA Hrafnkelsdóttir, Svava Hrafnkelsdóttir (liluti), þurrnál og æting. öðram sem náðu ekki að ljúka sínu framlagi í tíma svo sem fram kom í viðtali hér í blaðinu á skírdag - duttu úr skaftinu á síðustu stundu eins og það hét. Telst í meira lagi skondið að koma með þessi skilyrði, áður en hægt var að ganga með góðu móti að verki á sameiginlega verkstæðinu sem auk þess var að flytja um set. Var annars leit að hrárra og óyndislegra andrúmi í kringum jafn skapandi og lifandi fag, þótt útsýnið yfír höfnina og sundin væri stórbrotið. Vonandi hafa menn dregið nokkum lærdóm af mistökunum við flutninga í nýtt°húsnæði og meðtekið að graf- íkin sjálf eigi að vera í fyrirrúmi, númer eitt, tvö og þrjú, en öll hlið- arstarfsemi mæta afgangi. Umfram allt á hafsauga með innrömmunar- verkstæðið, sem kemur skapandi athöfnum og þrykkferlinu lítið við. En með tilliti til umbúða sumra myndanna á sýningunni virðist hins vegar brýn þörf á námskeiði innan félagsins um þá hlið ferlisins. Að sjálfsögðu er mögulegt að nálgast slík tímamót frá ýmsum hliðum til að gera þau forvitnilegri og á það má að ósekju minna, að kominn er nýr hópur njótenda til sögunnar, sem veit lítið um þróun- ina, og kannski enn minna um graf- ík almennt. Þá hlýtur að vera mikil- London. Morgunhlaðið BRESKUR blaðamaður hefur haslað sér völl á bókmenntasvið- inu með skáldsögu um lögreglu- konu og fengið fyrir hana um 120 milljónir króna, sem að sögn The Sunday Times er hæsta verð, sem greitt hefur verið fyrir fyrstu skáldsögu höfundar. Og talið er að þess sé ekki langt að bíða þar til kvikmyndaréttur að sögunni verður keyptur. Paul Eddy hefur ekki fyrr á 35 ára blaðamennskuferli sinum hjá vægast að styriya grunninn áður en hlaupið er út og suður eftir nýjung- um sem fæstir hafa vald á, og enn sem komið er telst engin aðferð grafíkskra lista úreld og allar end- umýja þær sig í höndum þeirra sem búa á annað borð yfír skapandi kenndum. Um sjálfa sýninguna er erfitt að skrifa, því hún virkar frekar sem misheppnuð innsetning, installation, en grafík sýning. Það sem listgrafík þarfnast helst til að njóta sín til fulls er nálgun, intimitet, og sé hún ekki fyrir hendi eru góð ráð dýr. Hér hefur stefnan verið tekin í þveröf- uga átt og búið til sem mest opið rými eins og var í móð á tímum kalda stríðsins og öllu því meinlæti sem fylgdi strangflatalistinni, en nú lifum við vel að merkja á tímum fjölbreytni og sveigjanleika, flex- ibilitet, en það virðist hafa farið framhjá einhverjum. Áberandi verst úti verður hér Þorgerður Sigurðardóttir á enda- vegg Austursalar, þær era svo langt langt í burtu og það er fyrst er gest- urinn er kominn í návígi við mynd- irnar að þær taka við sér. Slíkir veggir þola mikinn slagkraft, upp- stokkanir og átök, en eru siður heppilegir fyrir margbrotin og fín- gerð blæbrigði. Einþrykk er ríkj- andi miðill og hér rétt að tæpa enn Hátt verð fyrir fyrstu bók The Sunday Times skrifað skáld- verk, en hins vegar sent frá sér bækur um eiturlyfjamál og flug- slys. Hann segist hafa gengið með söguna i maganum í ein einu sinni á því, að sú holskefla slíkra sem yfír heiminn flæddi fyrir nokkrum áram, er öllu öðra fremur til komin vegna þess að tæknin var viðurkennd sem fullgild á alþjóðleg- ar grafíksýningar, en hafði áður verið utangarðs og þótti ófín, jafn- vel talin svindl, auðveldar í öllu falli leiðina að þokkalegum árangri. At- hygli vekur að einungis fjórir karl- menn eiga myndir á sýningunni sem verða að teljast slæmar heimt- ur, og með allan þennan pilsaþyt og þann hátt sem staðið er að fram- kvæmdinni er aftur hægt að fara að tala upphátt um saumaklúbb. Eink- um vegna þess að sýningamefnd taldi sig þurfa yfimefnd sem er fá- heyrt metnaðarleysi enda blasir ár- angurinn við, hefði verið öllu far- sælla að leita alfarið ásjár Hannesar Sigurðssonar listsögufræðings, sem er vafalítið mestur sérfræðingur um drift og framkvæmdir listsýninga sem við eigum um þessar mundir. Ljósu fletirnir á sýningunni era öðra fremur verk þeirra Magðalenu Margrétar Kjartansdóttur, Hafdís- ar Ólafsdóttur og Drafnar Frið- finnsdóttur og myndir þeirra á góðu róli í upphengingunni, aðiTr gera ekki betur en búast má við. Um sýningarskrána er svo best að hafa sem fæst orð. Bragi Ásgeirsson fimm ár, skrifað eitt.hvað, en aldrei tekist vel upp fyrr en í fríi í fyrra, að hann komst á skrið og fyrr en varði var sagan öll. Hún fjallar um lögreglukonu hjá Scotland Yard og byggir Eddy hana á þremur lögreglukonum, sem hann hefur kynnst í gegn um blaðamennskuna. Það kemur fram í samtali blaðsins við Paul Eddy, að uppá- haldshöfundar hans eru John le Carré og Thomas Harris. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Söng- skemmtun kirkjukóra í Breiðabliki Eyja- og Miklaholtshreppi. Morgunblaðið. SÖNGSKEMMTUN var haldin á Breiðabliki laugardagskvöldið 10. apríl sl. Það var kirkjukór Fá- skrúðsbakka- og Kolbeinsstaða- sóknar sem stóð fyrir skemmtun- inni og hafði boðið til sín gestum frá Vík í Mýrdal, Víkurkirkjukórnum. Söngskemmtunin hófst á því að heimakirkjukórinn flutti nokkur lög, þar næst kom fram hjónakvar- tett og síðan söng Steinunn Páls- dóttir einsöng. Kórstjórarnir, þær Zuzanne Bodini og Krisztina Kalló sem báðar eru frá Ungverjalandi, léku saman ungverska tónlist á pí- anó. Eftir kaffihlé fluttu gestirnir söng, fyrst einsöng og svo „hjóna- söng“ en það voru Jónas Erlends- son frá Fagradal og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir. Eftir að Víkurkirkjukórinn hafði flutt fáein Iög sungu kórarnii1 sameinaðir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.