Morgunblaðið - 15.04.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 33
LISTIR
Lúðrahljóm-
ur í Seltjarn-
arneskirkju
LÚÐRASVEIT verkalýðsins
heldur vortónleika í Seltjamar-
neskii'kju laugardaginn 17. apríl
kl. ;4.30.
Á efnisskránni eru m.a.
Rímnadanslög Op. 11, no. 4 eftir
Jón Leifs í útsetningu Ellerts
Karlssonar, Pannonische
Rapsodie eftir Jeno Takács í út-
setningu Armin Suppan, Svein-
hildur Torfadóttii- leikur einleik
á klarinett, Suite of unity eftir
Henk Van Lijnschooten, Söngur
bátsmannanna á Volgu eftir
Igor Stravinsky í útsetningu
Cai'ls Simpsons, Suite Arctica
eftii' Páll P. Pálsson í útsetningu
Roars Kvam og Dance Macabre
eftir Saint Saéns.
Alls leika um 40 hljóðfæra-
leikarar með lúðrasveitinni.
Stjómandi er Tryggvi M. Bald-
vinsson.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
Þrjú Akur-
eyrarskáld
lesa í Gerð-
arsafni
UPPLESTUR verður í kaffi-
stofu Gerðarsafns, Listasafni
Kópavogs, í dag, fimmtudag, kl.
17. Akureyrarskáldin Aðal-
steinn Svanur Sigfússon, Jón
Erlendsson og Erlingm' Sigui'ð-
arson lesa úr verkum sínum.
Upplesturinn er á vegum Rit-
listarhóps Kópavogs og er að-
gangur ókeypis.
Englendingur
í útlöndum
MYJVDLIST
Listasafn fslainls
LJÓSMYNDIR JANIETA EYRE
Safnið er opið frá kl. 10-18 alla daga
nema mánudaga. Aðgangseyrir er
300 kr. Sýningin stendur til 18. apríl.
HIN uppstillta ljósmynd, Ijós-
myndin sem augnabliksinnsetning,
nýtur mikilla vinsælda um þessar
mundir, enda er með henni fundin
leið til að virkja í myndlist þann
undarlega veraleikasveim sem nú á
dögum virðist vera undirstaða
sjálfsskilnings okkar og heims-
myndar. Þar ægir öllu saman, sög-
um, fjöldamenningu og fræðum sem
oftar en ekki virðast hafa það helsta
markmið að ragla og flækja allt sem
tekið er til umfjöllunar. Hin upp-
stillta ljósmynd, eins og henni er
beitt af listamönnum samtímans,
gerir okkur kleift að fanga að
minnsta kosti eitt varanlegt augna-
blik úr sveimnum, að búa til úr því
ósamstæða hráefni sem veruleiki
okkar er orðinn eina haldbæra
táknmyndin í einu, eitthvað sem
skoða má og túlka án þess að það
hlaupi frá manni um leið eins og
sjónvarpsfrétt eða vakur forsíðufoli.
A þessu sviði myndlistarinnar
vöktu nokkrir listamenn mikla at-
hygli á síðasta áratug og eru sumir
þeirra orðnir með þekktustu alþjóð-
legu listamönnum á voram tímum;
þar nægir að nefna Cindy Sherman,
Sharon Lockhart, Tracey Moffat og
Joel Peter Witkin. A allra síðustu
árum hafa síðan eins og gengur
ótalmargir yngri listamenn orðið til
að fara í spor undanfaranna svo
heita má að þetta listform sé orðið
allt að því ráðandi í sýningarsölum
stórborganna. I mörgum tilfellum
er auðvitað um hálfmisheppnaðar
eftirlíkingar að ræða þar sem hug-
myndasnauður byrjandi reynir að
eigna sér eitthvert brot af því sem
hann sér að gengur í þá sem hann
sjálfur vill ganga í augun á. En
nokkrir af þessari yngri kynslóð ná
þó að brjótast fram úr eftiröpuninni
og skapa verk sem á einhvern hátt
era einlæg og hafa til að bera þá
dýpt í framsetningu og hugsun sem
einkennir gott listaverk.
Janieta Eyre kýs að vera sín eig-
in fyrirsæta, líkt og Cindy Sherm-
an, en ólíkt henni vinnur Janieta
ekki með ímyndir sem gripnar eru
úr fjöldamenningu kvikmyndanna
eða klámiðnaðarins, heldur með
þemu sem lúta að hennar eigin sögu
og bakgrunni. Janieta er ensk þótt
móðir hennar sé reyndar hollensk
og hún býr nú í Kanada. Þemun
sem hún vinnur með eru hinar ýmsu
undarlegu fordómamyndir sem
gerðar hafa verið af enskum konum
gegnum tíðina, einkum ímynd hinn-
ar sérvitru eða jafnvel vitgrönnu
ensku konu í öllum þeim undarlegu
hlutverkum sem henni eru eignuð. 1
þessu felst í senn húmorísk ádeila á
fordómamyndir samtíðarinnar og
fyrri ára, og óvægin sjálfsskoðun
sem Janieta undirstrikar með tví að
tvöfalda sig f myndunum: Mynd
hennar kemur ávallt fyrir tvisvar í
hverju verki og þannig má segja að
Karlaraddir í Dölum
og Húnavatnssýslum
KARLAKÓR Keflavíkur heldur í
tónleikaferð um Dali og Húnavatns;
sýslur dagana 16. og 17. apríl. í
Búðardal syngur kórinn í Dalabúð á
morgun, fóstudag, kl. 20.30 og í
Blönduóskirkju laugardaginn 17.
apríl kl. 14. Þá mun kórinn einnig
syngja í félagsheimilinu á Hvamms-
tanga ásamt Karlakórnum Lóu-
þrælum kl. 17 sama dag.
A tónleikunum syngur kórinn ís-
lensk og erlend lög, m.a. hefðbundin
Nemenda-
frumflutning-
ur í Fella- og
Hólakirkju
TÓNLEIKAR tónfræðideildar Tón-
listarskólans í Reykjavík verða
haldnir í Fella- og Hólakirkju á
morgun, föstudag kl. 20.30.
Frumflutt verða tólf verk eftir
nemendur deildarinnar, en þeir eru
Davíð B. Franzson, Gunnar Andre-
as Kristinsson, Haraldur V. Svein-
bjömsson, Hlynur Aðils Vilmars-
son, Hugi Guðmundsson, Stefán
Arason, Þóra Marteinsdóttir og Ör-
lygur Benediktsson.
karlakóralög, óperukóra og dægur-
lög.
Stjórnandi kórsins er Vilberg
Viggósson, en hann hefur stjórnað
kórnum undanfarin sex ár. Eigin-
kona hans, Ágot Joó, hefur verið
undirleikari kórsins frá sama tíma.
Annan undirleik annast Ásgeir
Gunnarsson á harmonikku og
Þórólfur Þórsson á bassa. Einsöng
með kórnum syngur Steinn Erl-
ingsson bariton.
Karlakór Keflavíkur var stofnað-
ur 1. desember 1953, og hefur starf-
að óslitið síðan. Á þessum tíma hef-
ur kórinn sungið víða um land og
farið í tónleikaferð til sjö landa,
bæði austan- og vestanhafs. Árið
1981 gaf kórinn út hljómplötu og ár-
ið 1996 gaf kórinn út hljómdiskinn
Suðurnesjamenn.
Bandarískur
listamaður í
Ganginum
BANDARÍSKI listamaðurinn
Jim Butler opnar sýningu sína
í Ganginum, Rekagranda 8, kl.
17 sunnudaginn 17. apríl.
Á sýningunni era málverk
og vatnslitamyndir sem sækja
upprana sinn í raunsæishefð-
ina í málaralistinni. Myndirnar
eru eins konai' uppstillingar í
hefðbundinni merkingu en
vegna vals og ásigkomulags
hlutanna fá þær nýja merk-
ingu, e.t.v. uppblásinn plast-
sebrahestur sem loftið hefur
lekið úr og hann lyppast sam-
an í eins konar formleysis-
hrúgald, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Sýningin mun standa fram
eftir sumri.
EITT af verkunum á sýningu Janietu Eyre í Listasafni íslands.
hún verði sinn eigin tvífari. Um leið
verður áhorfandinn að spyi-ja sig
hver hin raunveralega Janieta sé:
Svarið við því er greinilega í upp-
lausn og því er yfir myndum hennar
viss örvæntingarblær sem hver
áhorfandi skynjar. Þegar við reyn-
um að nálgast Janietu sjáum við að-
eins spegilmynd hennar, mýtur og
fyrirframgefnar hugmyndir. Hugs-
anlega hefur dvöl hennar í Kanada
ýtt undir það að hún vinni með
ímyndanir af þessu tagi; sá sem býr
í útlöndum þarf sífellt að horfast í
augu við fordómamyndir. En þegar
farið er að grafa ofan í samhengi
sjálfsins og hugmynda þeirra sem á
mann horfa verður veröldin alltaf
dálítið undarleg og ógvekjandi.
Eins og Janieta kemst maður að því
að maður er Iíklega alltaf í útlönd-
um.
Jón Proppé
Terry Eagleton
með óvenjulega bók
NÝJASTA bók hins þekkta
bókmenntafræðings Terrys
Eagletons er ekki ritgerðasafn
þar sem lagt er út frá flóknum
kenningum bókmenntafræð-
innar, eða rætt um sjálfsmynd
þjóða og annarra hópa líkt og
í fyrri verkum hans. Þvert á
móti hefur Eagleton, sem er
prófessor í enskum bókmennt-
um við Oxford-háskóla, tekist
það verk á hendur að skrifa
ferðahandbók um írland og
þjóðina sem þar býr, svo und-
arlega sem það annars hljóm-
ar.
Bókin, sem heitir „The
Truth about the Irish“, kom út
fyrir nokkrum vikum og
dálkahöfundurinn Fintan
O’Toole segir í ritdómi í The
Irish Times að með bakgrunn
Eagletons í huga búist lesand-
inn á hverri síðu við því að
verða var við eitthvert lævíst
marxískt samsæri höfundarins
gegn ferðamannaiðnaðinuin,
einu helsta vígi heimsvalda-
stefnusinna í nútímanum. A
daginn komi hins vegar að
bók Eagletons sé nokkuð
venjuleg ferðahandbók.
O’Toole segir engu að síður
skína í gegn að fjölhæfur höf-
undur sé hér að verki, athuga-
semdir prófessorsins séu oft á
tíðum snjallar og fyndnar og
gefí gamansama en raunsanna
mynd af íbúum eyjunnar
grænu.
ASTMAij!
Öndunarmælingar á staðnum
Sérfræðingar veita upplýsingar um astma og
notkun allra helstu astmalyfja
í dag í Lyfju Lágmúla frá kl 1 3-1 8.
Kjörið tækifæri tii að fræðast betur
um astma, astmalyf og rétta notkun
lyfjaformanna.
GlaxoWellcome
*
LYFJA
- Lyf á lágmarksvcrði
Lyfja Lágmúla, sími 533 2300