Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 37 LISTIR takmark, upp frá því sé þeim óhætt að hætta - á toppnum. Hjá okkur tónlistarmönnunum er þessu öfugt farið, sigur í keppni er bara byrjun- in - í það minnsta vona ég það!“ En er þetta, líf einleikarans, það sem Judith hefur alla tíð sóst eftir? „Það er ekki gott að segja. Frá því ég man eftir mér hefur mig alltaf langað til að flytja tónlist, tjá mig í tónum. Fiðlan er, í þeim skilningi, rödd mín. Markmiðið á hverjum tíma hefur einfaldlega verið að láta á hæfileika mína reyna - komast eins langt og kostur er, gera mitt besta. Satt best að segja geri ég mér ekki grein fyrir því hvert hið endanlega takmark er. Ætli ég sé ekki enn að fikra mig áfram?“ Er og verð Islendingur Judith segir tónleikana í kvöld leggjast afar vel í sig. „Það veitir mér ómælda gleði að fá tækifæri til að leika á Islandi, þar sem ég fædd- ist. Þetta verður stór stund. Ég hef alltaf litið á mig sem Islending, er með íslenskt vegabréf, og það má því með sanni segja að ég sé komin heim. Ég er og verð alltaf stolt af því að vera Islendingur!" Og það er mikill heiður að koma fram með Sinfóníuhljómsveit Is- lands. „Meðan ég bjó á Islandi fór ég margoft á tónleika hjá Sinfóníu- hljómsveit Islands ásamt foreldrum mínum. Þetta er hljómsveitin sem átti drjúgan þátt í því að ég ákvað að helga líf mitt tónlistinni. Það er því virkilega ánægjulegt að fá tækifæri til að leika einleik með henni. Raun- ar er þetta ekki í fyrsta sinn sem ég kem fram með hljómsveitinni, því ár- ið 1988 lékum við systir mín, Miriam, sem leikur á selló, á tvennum tón- leikum með henni, fjölskyldutónleik- um og áskriftartónleikum. Það var mikil lífsreynsla. Nú hlýt ég aftur á móti mína eldskírn með hljómsveit- inni sem atvinnumaður í faginu." Judith mun leika fiðlukonsert nr. 1 eftir Sergej Prokofíev á tónleikun- um í kvöld en aukinheldur eru á efn- isskrá Tíunda sinfónía Dmitríjs Shostakovítsj og hljómsveitarsvítan Vikivaki eftir Atla Heimi Sveinsson, sem nánar er fjallað um hér til hliðar. Stjórnandi verður Petri Sak- ari, íyrrverandi aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Islands. Tónleikar til styrktar Am- eríkuförum STÚLKNAKÓR Tónlistarskóla Keflavíkur heldur tónleika í Ytri- Njarðvíkurkirkju á föstudagskvöld, kl. 20.30. Kórinn heldur í tónleikaferð þriðjudaginn 27. apríl nk. og verður fyrsti kórinn frá Evrópu til að taka þátt í kóramótinu „American Sings" í Washington D.C., segir í fréttatil- kynningu. Þá mun kórinn einnig syngja í skemmtigarðinum Kings Dominion og í a.m.k. tveimur skól- um í Washington. Einnig hefur kórnum verið boðið í heimsókn í sendiherrabústaðinn þar. Undir- leikari í ferðinni er Karen Stur- laugsson, skólastjóri Tónlistarskól- ans í Keflavík. I kórnum eru 23 stúlkur úr Kefla- víl< og Njarðvík á aldrinum 11-16 ára. Stofnandi kórsins og stjórnandi er Gróa Hreinsdóttir. Tónleikarnir annað kvöld er liður í fjáröflun kórsins til fararinnar og kemur kórinn í fyrsta sinn fram 1 nýjum búningum sem sérstaklega voru saumaðir í tilefni söngferðar- innar. Súreftusvömr Karin Herzog Kynning í dag kl. 14—18 í Hagkaupi, Skeifunni, og Laugavegs Apóteki. ■ Kynningarafsláttur - Linsan hefur opnað nýja og spennandi gleraugnaverslun á Laugavegi 8. Skemmtileg gleraugu, ný gleraugu, litrík, lifandi og líka venjuleg. lTnban Aðalstræti 9 Laugavegi 8 551 5055 551 4800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.