Morgunblaðið - 15.04.1999, Qupperneq 42
'C 42 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Jarðsam-
band stjórn-
málamanna
>
Kosningarnar snúast um stöðugleika í
efnahagsmálum og útgjöld ríkisins
Stjórnmálamenn hafa
jarðsamband - ekki
síst síðustu vikurnar
fyrir kosningar. Þeir
hafa yfirleitt nokkuð
góða tilfinningu fyi'ir því hvernig
landið liggur, vita hvað má bjóða
kjósendum og hegða sér í sam-
ræmi við það. Það endist enginn
lengi í stjórnmálum ef hann kann
ekki að haga seglum eftir vindi. I
Sverrismálum á síðasta ári fór
mikii hneykslunaralda um þjóð-
félagið. Þetta fundu Jóhanna &
co. - og héldu hverja æsingaræð-
una á fætur annarri. Þá var jarð-
vegur fyrir því að æsa sig upp.
En núna er allt annað andrúms-
loft í þjóðfélaginu og klókir
stjórnmálamenn vita að það
kemur þeim í
VIÐHORF koll ef þeir fara
.----- yfir strikið í
Eftir Jakob F. fullyrðingum.
sge rsson Þess vegna
hafa þeir yfir-
leitt haldið sig á mottunni og
reynt að tala stillilega. Hefur
þetta komið glöggt fram í stjóm-
málaumræðum í sjónvarpi und-
anfarið, en þar hafa t.d. málsvar-
ar VG - að öðru jöfnu æsinga-
menn miklir - verið hógværðin
uppmáluð.
Stjórnmálaumræður í lýðræð-
isríki hljóta á öllum tímum að
endurspegla þarfir og sjónarmið
almennings. Það nær engri átt að
krefjast þess að almenningur sé
alltaf jafn áhugasamur um
stjórnmál. Nú um stundir virðist
fólk almennt hafa fremur tak-
markaðan áhuga á stjórnmála-
þrætum. Það eru engin hneyksl-
ismál í gangi, stöðugleiki ríkir í
efnahagsmálum, almenningur
skynjar að ríkisstjórnin hefur
staðið sig vel (stór hluti stuðn-
ingsmanna Samfylkingarinnar
styður t.d. ríkisstjórnina), góð-
ærið hefur skilað sér til þorra
manna og fólk gerir sér ljóst að
það kann ekki góðri lukku að
stýra að rugga bátnum, það vill
fá tækifæri til að koma fjármál-
um heimilanna í lag, endurnýja
bílinn sinn o.s.frv., njóta sjálft
góðærisins áður en það er úti.
Lítill stjórnmálaáhugi getur því
verið til vitnis um heilbrigt
ástand í lýðræðisþjóðfélagi og al-
menna ánægju með stjórnarfar-
ið.
Haft hefur verið á orði að
stjórnmálaumræður í sjónvarpi
undanfarið hafi verið heldur
bragðdaufar. En hér er ekki við
stjórnendur þáttanna að sakast,
heldur andrúmsloft stjórnmál-
anna um þessar mundir (sem
kann þó að breytast þegar kosn-
ingabaráttan er komin á fullt
skrið). Astæða er til að hrósa rík-
isfjölmiðlunum sérstaklega fyrir
mjög vel skipulagða kosningaum-
fjöllun. Hlýtur svo ríkuleg um-
fjöllun ljósvakamiðla að vera
næsta einstæð í lýðræðisríki,
nema ef vera skyldi á öðrum
Norðurlöndum. En stjórnendur
þáttanna hafa við einn megin-
vanda að stríða og það em smá-
framboðin. E.t.v. er kominn tími
til að skilja á milli alvöru fram-
boða og sérvitringaframboða í
kosningabaráttu. Mætti jafnvel
hugsa sér að gera framboðum
sem mælast með innan við 2%
fylgi í skoðnanakönnunum skil
með einhverjum öðrum hætti en
bjóða þeim til umræðna með
stærri framboðum. Fulltrúar
smáframboðanna sýnast fæstir í
stakk búnir að taka þátt í um-
ræðum frammi fyrir alþjóð. Með
því að skilja smáframboðin frá
gæfist meiri tími til að fjalla um
raunhæf úrlausnarefni í stjórn-
málum.
í öllum helstu málum eru víg-
línurnar skýrar í komandi kosn-
ingum. Þær raddir hafa heyrst
að ekki hafi verið rætt nægjan-
lega um sjávarútvegsmálin og
talsmenn smáframboðs Sverris
Hermannssonar hafa talið það
skýiánguna á raunagöngu sinni í
skoðanakönnunum. Þessi skoðun
fær ekki staðist við nánari um-
hugsun. Um fátt hefur verið
meira fjallað á undanfórnum ár-
um en kvótamálin. Nú blasir við
að þeir sem hæst hafa látið hafa
engar raunhæfar tillögur fram að
færa og loforð þeirra um alla
milljarðana sem átti að sækja til
sjávarútvegsins hafa reynst vera
blekkingar einar og lýðskrum.
Davíð Oddsson hefur alla tíð sagt
að hann væri ekki andvfgur því
að skoða hugmyndir um veiði-
leyfagjald en á meðan ekki væri
sýnt fram á að til væri annar val-
kostur betri skyldi kvótakerfið
vera við lýði. I sjávarútvegsmál-
unum ríkir nú orðið almenn sátt
um að hrófla ekki við undirstöð-
um kvótakerfisins en gera hugs-
anlega nokkrar breytingar á fyr-
irkomulagi kvótaúthlutunar til að
skapa sátt um kerfið. Málið er
því afgreitt og bíður niðurstöðu
auðlindanefndar sem mun gera
tillögur um fyiirkomulagsbreyt-
ingar sem raska ekki þeim efna-
hagslega ávinningi sem leitt hef-
ur af kvótakerfinu. Við þessar
aðstæður - þá almennu sátt sem
ríkir og Morgunblaðinu hefur
orðið tíðrætt um í ritstjórnar-
greinum undanfarið - sýnist í
meira lagi undarlegt að efna til
sérstaks framboðs gegn kvóta-
kerfinu, enda hafa þeir Sverris-
menn ekki reynst fisknir á at-
kvæðaveiðunum hingað til.
Það verður því ekki tekist á um
sjávarútvegsmálin í þessum kosn-
ingum og ekki heldur um kjör
aldraðra og öryrkja, þótt sumir
hafi greinilega hugsað sér að
sækja á þau mið með því að upp-
hefja barlóm mikinn. Allir flokkai'
eru sammála um að bæta þurfi
kjör bótaþega. Karp um hvaða
flokkur hafi best staðið vörð um
hag þeirra sem minna mega sín
er til lítils. Þó blasir við að á því
kjörtímabili sem er að líða hefur
kaupmáttur bótaþega aukist um
22% samanborið við 20% sam-
drátt þegar Samíylkingai-flokk-
arnir sátu síðast í í-íkisstjórn.
Aldraðir og öryrkjar hljóta að
skoða öll loforð sem borin em á
þeirra borð í Ijósi þessara stað-
reynda. Meginmáh skiptir náttúr-
lega að undirstöður efnahagslífs-
ins séu traustar. An þess er ekki
unnt að bæta lqör eins né neins.
Og það er um það sem þessar
kosningar raunverulega snúast -
stöðugleika í efnahagsmálum og
útgjöld ríkisins. Æskilegt væri
að fjölmiðlarnir gerðu sjálfstæða
úttekt á loforðalista stjórnmála-
flokkanna, gerðu sjálfir upp
reikningana með hjálp sérfræð-
inga og sýndu fólki svart á hvítu
hvað felst í tillögum flokkanna.
Þannig þjónuðu fjölmiðlarnir
best almannahagsmunum.
Ofugmælastefna
í skattamálum
ÖSSUR Skarphéðins-
son hefur verið að halda
því fram að undanförnu
að lækkun skatta í tíð
núverandi ríkisstjómar
hafi verið hið mesta
óráð. Þessu hélt hann
m.a. fram í samtali okk-
ar á Stöð 2 nýlega og
svo aftur nokkrum dög-
um seinna í DV.
Það sem hann er hér
að fetta fingur út í er sú
ákvörðun ríkisstjórnar-
innar árið 1997 að
lækka tekjuskatt ein-
staklinga um fjögur
prósentustig í tengslum
við kjarasamninga. Síð-
asti áfangi þessarar
lækkunar kom til framkvæmda um
síðustu ái'amót. Um þetta sagði Öss-
ur að það hefðu verið „mikil mistök
hjá ríkisstjórninni að lækka skatta
yfir línuna, líka til þeima sem höfðu
enga þörf fyrir slíkt og notuðu þetta
sem kaupmáttarauka til þess að eyða
í innfluttan lúxus“.
Þetta eru athyglisverð ummæli.
Ut úr þeim skín furðulegt viðhorf
gagnvai-t einhverju ótilgreindu fólki
sem hafí ekki haft „þörf“ fyrir kaup-
máttai-auka og eytt honum í tóma
vitleysu. Er það stefna Samfylking-
arinnar að ákveða það fyrir almenn-
ing hvað sé „innfluttur lúxus“ og
hvað ekki og hverjir megi kaupa
slíkt? Eru t.d. bílar innfluttur lúxus?
Þessi málflutningur minnh' á andóf
gamla flokksins hans Össurar, Al-
þýðubandalagsins, gegn frjálsum
viðskiptum fyi’ii' tæpum 40 árum,
sem nú er almennt hlegið að.
Almenningur borgar brúsann
En þetta kemur þó ekki á óvart.
Stefna Samfylkingar-
innar er einmitt að
hækka skattana. Vænt-
anlega tekjuskattinn í
samræmi við það sem
Össur er að halda fram
en einnig ýmsa aðra
skatta. Þannig hefur
talsmaður Fylkingar-
innar sagt að rétt sé að
hækka tryggingagjald
atvinnurekenda um
svona eins og eitt pró-
sentustig. Það er að-
gerð sem kosta myndi
atvinnureksturinn í
landinu milljai'ða
króna. Þeir peningar
myndu þar með ekki
nýtast til launahækk-
ana í næstu kjarasamningum. Hvort
vilja menn heldur að þessh' fjármun-
ir, ef þeir eru fyrir hendi, renni í
vasa launþega sem kjarabót eða til
ríkisins? Skattahækkanir á fyrh'tæki
Skattar
Stefna Samfylkingar-
innar, segir Geir H.
Haarde, er einmitt að
hækka skattana.
lenda fyrr eða síðar á almenningi,
eins og kunnugt er.
Að því er varðar tekjuskattinn vill
Samfylkingin koma á gerbreyttu
kerfi. I stefnuyfii'lýsingu hennar er
talað um „fjölþrepa tekjuskattskerfi
þar sem skatthlutfall lækkar eftir
því sem tekjur lækka“. Með öðrum
orðurn kerfi þar sem skatthlutfall
hækkar eftir því sem tekjur hækka.
Viðurkennt er að slíkt kerfi rúmast
mjög illa innan núverandi fyrir-
komulags staðgreiðslu og myndi
kalla á mun flóknara eftiráuppgjör
en nú. Samt er í hinu orðinu kvartað
yfir því að núverandi skattkerfi sé
alltof flókið. Hinn opinberi talsmað-
ur Samfylkingai'innar vildi ekki í ný-
legu útvai'psviðtali upplýsa hver
skattþrepin ættu að vera en sagði að
Alþýðusambandið hefði tillögur fram
að færa í því efni!
Óábyrg og hættuleg stefna
I stefnu Samfylkingarinnar segir
að stefna hennai' í ríkisfjármálum sé
„ábyrg og framsýn“. Þetta eru hrein
öfugmæli í ljósi þeirrar útgjalda-
sprengingar sem lofað er í yfirlýs-
ingunni og þess sem ég hef hér rakið
í tengslum við skattahliðina. Þó hef
ég ekki nefnt það sem mest er var-
hugavert í skattastefnu þessa kosn-
ingabandalags og það er fjár-
magnstekjuskatturinn. I því efni er
boðuð mjög stórfelld hækkun sem
allir geta sagt sér sjálfir að mun
hækka allt vaxtastig í landinu, þ.m.t.
vexti á húsnæðislánum. En jafn-
framt mun breyting sem þessi draga
úr vilja manna og áhuga á að spara
og flytja innlendan spai'nað til út-
landa. Það er hættuleg stefna, ekki
síst nú þegar brýn þörf er á að efla
sparnað í landinu til að sporna gegn
viðskiptahalla. Þessi stefna er óá-
byrg og síst af öllu framsýn. Tal
frambjóðenda Samfylkingarinnar,
eins og Össurar Skarphéðinssonar,
um hættuna af viðskiptahallanum
virkar sem hvert annað grín í ljósi
þessarar tillögu.
Höfundur cr fjárnuílurdðhcrru og
varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Geir H.
Haarde
Eitt rekur sig
á annars horn
Fjármálaráðherra
hefur undanfarna daga
bent á ýmsar meinlegar
staðreyndavillur um
ríkisfjármál í stefnu-
skrá Samfylkingarinn-
ar. Það kom hins vegar í
hlut forsætisráðherra
að svara spurningum
fjölmiðla um ýmislegt
annað í stefnuyfirlýs-
ingu fylkingarinnar.
Takmörk eru fyrir því
hversu löng slík viðtöl
geta orðið og ekki tök á
að nefna allt sem ræða
mætti, til dæmis þver-
sagnir í yfirlýsingunni.
Hér verðui' því vikið að
nokkrum slíkum og
fleiri fylgja síðar.
Minni jaðaráhrif
og fleiri skattþrep?
I stefnuyfirlýsingu sinni segist
Samfylkingin ætla að draga úr jaðar-
áhrifum skattkerfisins. Um leið er
ætlunin að búa til fjölþrepa skatt-
kerfi. Þversögnin er gi'einileg því
þarna eru tvö gagnverkandi mark-
mið. Jaðaráhrifin felast einmitt í því
að greitt er mismunandi skatthlutfall
af misháum tekjum. Slíkan mismun
mun Samfylkingin vitaskuld auka til
muna með því að bæta við skattþrep-
um, eða með öðrum orðum magna
jaðai'áhrifin. Að auki yrði að hætta að
staðgreiða skatta í hinu fjölþrepa
skattkerfi fylkingarinnar, nokkuð
sem hefði mátt koma fram. Samfylk-
ingin vill að vextir lækki. Um leið á
hins vegar að hækka fjármagnstekju-
skatt úr 10% í 40%. Slík aðgerð þýðir
einfaldlega að fólki er refsað fyrir að
leggja til hliðar og er rothögg á
sparnað í landinu. Þannig munu vext-
ir snarhækka í einni svipan, og aftur
er fylkingin því í innri mótsögn.
Þrengt að
byggðunum
I yfirlýsingunni segir
fylkingin að efla _ beri
byggð í landinu. I því
sambandi eru ýmsir
markverðir hlutii'
nefndir, sem alla er
reyndar að finna í ný-
legri þingsályktun um
byggðamál sem forsæt-
isráðherra lagði fram á
Alþingi. En þá koma
þversagnirnar.
Samfylkingin vill að
ísland gangi að Kyoto-
samkomulaginu
óbreyttu. Fyrir það
fyrsta gengur sú að-
gerð gegn tilgangi sínum á hnatt-
ræna vísu um takmörkun á losun
svokallaðra gi'óðurhúsalofttegunda.
I núverandi texta samkomulagsins
er tekið fyrir möguleika Islands til
Stefnuyfirlýsing
Slagorð um ábyrgt og
framsækið afl hljóma
mótsagnakennd, segir
Orri Hauksson, þegar
utanríkismál fara með
einu pennastriki
af dagskrá Sam-
fylkingarinnar.
að vista ýmsa þá orkufreku atvinnu-
starfsemi sem stendur til að hefja á
næstu misserum einhvers staðar í
heiminum. Slíkar verksmiðjur munu
því allar beinast til landa sem ekki
Orri
Hauksson
framleiða rafmagn með vatnsafli
eins og við eigum nóg af, heldur með
jarðefnaeldsneyti. Losun koltvíildis
frá íslenskri stóriðju er aðeins brota-
brot af losun sams konar starfsemi
ytra og því öfugmæli að umhverfinu
sé greiði gerður með ótímabæn'i að-
ild Islands að samningnum. Ymsar
byggðir landsins yrðu annað fórnar-
lamb aðgerðarinnar, því með henni
yrði þeim meinað að njóta nálægðar
sinnar við hreinar orkulindh- til að
byggja upp sterkari atvinnusvæði.
Má þai' nefna Austfirði sem dæmi.
Slagorð fylkingarinnar um öflugri
byggð hafa í öllu falli holan hljóm í
þeim landshluta.
Eru utanríkismál kjósendum
óviðkomandi?
Aldrei í mannkynssögunni hafa al-
þjóðleg viðskipti verið jafn mikil og
nú, né hefur fólk áður haft jafn rúm
tækifæri til að ferðast milli landa. ís-
lendingar reka víðfeðmari staiísemi
í útlöndum en nokki'u sinni fyrr og
erlend fjárfesting er hér í sögulegu
hámarki. Að sífellt fleiru er að
hyggja er varðar útlönd. Ein ákvörð-
un sem tekin er erlendis getur haft
áhrif á þúsundir manna á íslandi.
Örlög Islendinga eru samofin hinum
stóra heimi og umheimurinn mun of-
aníkaupið skipta Island mun meh'a
máli á nýju árþúsundi, heldur en á
því sem brátt líður.
Þess vegna kemur eins og þruma
úr heiðskíru lofti að Samfylkingin
skuli ekki telja að utanrikismál komi
kjósendum við árið 1999. Og sú til-
kynning kom nokkrum dögum áður
en ísland ákvað að taka á móti of-
sóttum flóttamönnum frá Kosovo.
Slagorð um ábyrgt og framsækið afl
hljóma einfaldlega mótsagnakennd
þegar utanríkismál fara með einu
pennastriki af dagskrá Samfylking-
arinnar. Alþjóðamál eiga erindi við
íslenska kjósendur, nokkuð sem ætti
vart að þurfa að árétta. Islendingar
hafa ekki þörf fyrir heimóttarskap
um þessai' mundir, ekki fremur en
stefnukorn sem morandi er í þver-
sögnum.
Höfundur cr aðstoðarmaður
forsætisráðherra.