Morgunblaðið - 15.04.1999, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 69
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Halldór
ÞEIR (f.v.) Addi Intro,
Big G og Styrmir eru Jirír
fremstu plötusnúðar Islands í dag.
Islenskir plötusnúðar
á heimsmælikvarða
FORSÝNING ( KVÖLD
CHOW Yl/N-FAT MARK WAFFLBERG
Twær
heiðarlegar
löggur í
blóðugri
tiltekt í
Chinatown
Nýjasti spennutryllir Chuw Yun Fat úr Replacement killers og Mark Wahlberg ur Boogie Nights.
laugarás-- Forsýnd í kvöld kl. 9 laugaras. J*
SmSBBIQ Frumsýnd á morqun, föstudaq BIO
SÍÐASTLIÐIÐ fóstudagskvöld
stóð TFA eða „Time For Action“
fyrir plötusnúðakeppni á Gauki á
Stöng. Af því tilefni komu hingað
til Iands tveir breskir plötusnúð-
ar, þeir Kam og Huw, sem
dæmdu keppnina auk DJ Finga-
print. Alls kepptu átta plötusnúð-
ar en það var Ingvar „Big G“ sem
bar sigur úr býtum.
„Keppnin var alveg brilliant,
alveg geðveik, hún var miklu
betri en við höfðum jgert ráð fyr-
ir,“ sagði Marteinn Orn Óskars-
son sem stóð að keppninni ásamt
Ómari Ómari Ágústssyni. Fullt
var út úr dyrum og færri komust
að en vildu. „Bresku plötusnúð-
arnir Kam og Huw sögðu að það
sem íslenskir plötusnúðar væru
að gera væri á heimsmæli-
kvarða," bætti Marteinn við.
Annað sætið kom í hlut Adda
en hann kallar sig „Intro“ og í
því þriðja var Styrmir frá Akur-
eyri. „Það kom mér sjálfum á
óvart hvað þeir sem kepptu voru
orðnir góðir, það er ljóst að á Is-
landi eru margir mjög góðir
plötusnúðar."
Marteinn sagði að íslenskir
plötusnúðar væru engir eftirbát-
ar erlendra snúða en þeir bresku
væru búnir að þróa fleiri aðferð-
ir. „Þeir Kam og Haw sögðu okk-
ur frá aðferð sem vinur þeirra
beitir og við göptum allir, þetta
var svo ótrúlegt. Ég er á leiðinni
út núna í maí til að skoða þetta,“
sagði Marteinn sem ætlar að nota
tímann ineðan ungmenni á Is-
landi eru í prófönnum og kynna
sér hvað er að gerast erlendis í
greininni. Þá stendur til að fá
hingað til lands erlenda plötu-
snúða en einnig fá hinir íslensku
tækifæri til að spreyta sig enn
frekar í sumar því þá hyggst TFA
standa fyrir plötusnúðakvöldum,
líklegast á Gauki á Stöng.
Þegar geisladiskar fóru að
ryðja sér til rúms fyrir nokkrum
árum héldu margir að hljóinplat-
an heyrði fortíðinni til en Mar-
teinn er viss um að sú verður
ekki raunin. „Það selst mjög mik-
ið af plötum í dag. Það er enda-
laust hægt að gera með þær,
óteljandi plötusnúðar geta tekið
sama lagið og gert syrpu sem all-
ar eru mismunandi, möguleikarn-
ir eru endalausir."