Morgunblaðið - 15.04.1999, Síða 76

Morgunblaðið - 15.04.1999, Síða 76
* pfotgttitlÞlftfrifr ,J=3 AS/400 T I fyrir rafræn - 9% V.. v i ðs kipt i JF r \... MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Grunnskólakennarar í Reykjavík ákveða að leggja niður kennslu í dag Lögð fram krafa um 250 þúsund króna eingreiöslu Borgarstjóri krefst þess að kennarar sinni skyldum sínum KENNARAR í Reykjavík ákváðu í gær að stöðva kennslu kl. 11 í dag og boða til fundar um kjaramál sín. Valdór Bóasson, trúnaðarmaður kennara í Hamraskóla, segir að kennarar í Reykjavík séu á lægri launum en kennarar í öðrum sveit- arfélögum sem hafl gert samninga við vinnuveitendur sína um viðbót- argreiðslur. Kennarar í Reykjavík ,, 'j»ki,efjist þess að þessi launamunur verði jafnaður með 250 þúsund króna eingreiðslu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kveðst ekki trúa því að kennarar almennt taki þátt í aðgerðunum þar sem í gildi sé kjarasamningur með tilheyrandi friðarskyldu. Hún kveðst aftur á móti reiðubúin að veita kennurum kjarabætur fyrir breytingar á kjarasamningi sem leiði til betra skólastarfs. Samkvæmt yfirliti sem Kennara- sambandið hefur tekið saman yfir viðbótarlaunagreiðslur kennara sem starfa hjá 29 sveitarfélögum eru greiddar 5-23 þúsund krónur á mánuði ofan á samningsbundin laun. Sumir samningarnir gera ráð fyrir breytingum á vinnuskipulagi í skólum, sem m.a. fela í sér aukna vinnu kennara. Kjarabætur fyrir breytingar „Eg get ekkert um þá aðgerð sagt annað en að hún kemur mér vægast sagt mjög á óvart. Það má hverjum manni ljóst vera að það er í gildi kjarasamningur við kennara, samþykktur af öllum til þess bær- um aðilum, og þegar samningur er i gildi er friðarskylda og allt sem er á skjön við hana er ólögmætt," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri þegar leitað var álits henn- ar á aðgerðum kennara. Kvaðst hún ekki trúa því fyrr en hún tæki á því að kennarar felldu almennt niður kennslu. Borgarstjóri sagði að kennurum væri Ijóst að hún væri tilbúin að ræða við þá um kjarabætur að því gefnu að það skilaði betra skóla- starfi. „Þar er ég fyrst og fremst að tala um breytingar á vinnutíma og vinnufyrirkomulagi inni í skólun- um,“ sagði borgarstjóri. Nú eru á lokastigi samningar milli launanefndar sveitarfélaganna og Kennarasambandsins um svo- kallaðan tilraunakjarasamning. Samningurinn byggist á bókun við kjarasamning kennara frá árinu 1997 þar sem talað er um að samn- ingsaðilar leiti á samningstímanum eftir samkomulagi um breytingar á vinnutíma kennara. Valdór hafnaði því að tengsl væru milli aðgerða kennara í Reykjavík og viðræðna um tilraunakjarasamning. ■ Kennarar í Reykjavík/13 Mikil að- sókn í Þjóð- arbókhlöðu MIKIL aðsókn hefur verið í Þjóðarbókhlöðuna á kvöldin eftir að afgreiðslutími safnsins var lengdur. Áslaug Agnars- dóttir bókasafnsfræðingur í Þjóðarbókhlöðunni segir að allt að 150 manns hafi verið á safn- inu á kvöldin og búast megi við enn meiri aðsókn þegar próflestur hefst. Áslaug segir aðsóknina þó misjafna. Fjöldi gesta hefur verið talinn á kvöldin og hefur aðsóknin farið upp í 150 manns. Yfirleitt séu þó ekki fleiri en 70-80 í síðustu taln- ingu sem er gerð kl. 21.30. „Við eigum von á mikilli aukningu núna vegna þess að prófin eru framundan,“ sagði Áslaug. Hún sagði að mikil aðsókn sýndi að full þörf hefði verið fyrir lengdan afgreiðslutíma safnsins og ljóst sé að stúdent- ar nýti sér hann. Morgunblaðið/Þorkell Talað í síma í snjómuggunni SMJÓMUGGAN í vesturbænum þarf ekki að trufla GSM-sambandið og um að gera að fá uppörvun sím- leiðis nú á þessum síðustu vetrar- dögiun þegar menn héldu kannski að vorið væri í alvöru komið. En það nálgast engu að síður og rétt vika í sumardagiim fyrsta. Veður- stofan spáir köldum norðanáttum fram yfir helgi en þá á að snúast í suðaustanátt með hlýindum og rigningu suðvestanlands. Samkomulagið um veiðiheimildir í Barentshafí Verðmæti aflans talið nema tæpum milljarði kr. VERÐMÆTI þess þorskafla sem íslendingum er heimilt að veiða í Barentshafi, samkvæmt samkomu- lagi sem sendinefndir íslands, Nor- egs og Rússlands náðu um þorsk- veiðar í Barentshafi á þriðjudag, nemur næni einum milljarði króna upp úr sjó. Formaður LIU segir sáralítinn kvóta koma í hlut hvers , skips og því sé grundvallaratriði að <r- Atiimilt verði að færa heimildirnar á fæm skip. Búast má við að eingöngu vinnsluskip muni nýta þær veiði- heimildir sem íslendingar hafa að- gang að í Barentshafi. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgun- blaðið hefur aflað sér er áætlað af- urðaverðmæti eins hráefniskílós af þorski á frystitogara um 110 krón- ur. Því má gera ráð fyrir að lönd- unarverðmæti þeirra 8.900 tonna af þorski sem íslendingum er heimilt að veiða í Barentshafi á þessu ári sé um 979 milljónir króna. Þá er ekki talið með verð- mæti þeirra tæplega 2.700 tonna af aukaafla sem Islendingum er einnig heimilt að veiða. Veiðiheim- ildum íslendinga í Barentshafi verður skipt milli íslenskra útgerða á grundvelli veiðireynslu, sam- kvæmt lögum um veiðar utan lög- sögu íslands. Samkvæmt gögnum Fiskistofu hafa 94 íslensk skip afl- að sér veiðireynslu í Barentshafi á sl. sex árum. ■ Alls 94 íslensk/12 Skriðuklaustur 1 Fljótsdal Ráðstafað til landbúnaðar LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur byggt nýjum ábúanda jörðina Skriðuklaustur í Fljótsdal til hefð- bundins búrekstrar. I gjafabréfi Gunnars Gunnarssonar skálds og Franziscu Gunnarsson, þar sem Skriðuklaustur var gefið þjóðinni árið 1948, var sett sú kvöð að eign- ina skyldi nýta á þann hátt að til menningarauka horfði. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra kom á fót Gunnarsstofn- un árið 1997 og gerði stjórn hennar að starfa á grundvelli gjafabréfs- ins. Samkvæmt starfsreglum ber stofnuninni að leggja rækt við rit- verk og ævi Gunnars Gunnarsson- ar, og efla menningarlíf á Austur- landi. Gunnarsstofnun hefur ekki getað tekið til starfa sem skyldi þar sem stofnunin hefur ekki fengið jörðina til ótvíræðra umráða. Auk þess sem landbúnaðarráðuneytið hefur byggt jörðina til hefðbundins landbúnaðar heyi’ir húsið Skriða, sem byggt var meðan tilraunabú var rekið á jörð- inni, undir landbúnaðarráðuneytið. Það krefst þess að menntamála- ráðuneytið inni gjald af hendi eigi það og Gunnarsstofnun að fá umráð hússins. Árið 1979 gerðu menntamálaráð- herra, landbúnaðarráðherra og fjár- málaráðherra samkomulag um að yrði rekstri tilraunabús hætt á Skriðuklaustri skyldi menntamála- ráðuneytið fá jörðina til ráðstöfun- ar. Rekstri tilraunabúsins var hætt fyrir um það bil áratug. ■ Byggð nýju fólki/39 Verðmæti Baugs eykst um 2 milljarða Gengi á mánu- dag verður 9,95 SOLUGENGI á þeim 10% hlut í Baugi hf. sem boðinn verður al- menningi til kaups næstkomandi mánudag verður 9,95. Miðað við það gengi hefur markaðsverðmæti fyr- irtækisins hækkað um 2 milljarða króna frá því Fjárfestingarbanki at- vinnuKfsins og Kaupþing keyptu hlut fjölskyldu Pálma Jónssonar í Hagkaupi síðastliðið sumai’. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins keyptu FBA og Kaup- þing eignarhlut fjölskyldu Pálma á genginu 8 sl. sumar. Síðan hafa ver- ið seldir hlutir í fyrirtækinu, m.a. til Reitangruppen í Noregi og til aðila í Lúxemborg á genginu 8,2-8,55. í samtali við Morgunblaðið segja Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, og Bjarni Armannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins, að sú gagnrýni sem fram kom í viðskiptalífinu hér á kaup þeirra á fyrirtækinu sl. sumar hafi byggst á gamaldags hugsunar- hætti en menn í íslensku viðskipta- lífi eigi ekki að venjast því að menn taki svo mikla markaðsáhættu í viðskiptum. Þeir eru einnig sammála um að stjórnendur Baugs hafi sannað hæfni sína, áætlanir þein-a hafi staðist og í fyrirtækinu búi mögu- leikar sem nýtast muni þeim sem festi kaup á hlutabréfum í útboðinu á mánudag. ■ Vorum að kaupa/38

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.