Morgunblaðið - 25.04.1999, Side 38

Morgunblaðið - 25.04.1999, Side 38
38 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Meyr er mað- ur að meiri Laxness, Pele, Jordan... Þegar snillingarn- ir tala, hvort sem er í orði eða verki, fer okkur hinum best að þegja. Og njóta. Við lútum höfði í virðingarskyni oggleðjumst yfirþví að svona fólk skuli vera til. Halldór Laxness og Michael Jordan eiga ekki margt sameiginlegt, að því er virðist. Gísli Halldórsson og dætur mínar þrjár ekki heldur. Eða Falur Harðarson og dætumar. Og þó; öll hafa leikið hlutverk í því litla leikriti sem ég og fleiri hafa rembst við að setja á svið í tæp- lega fjóra áratugi. Karlarnir hafa raunar aðeins fengið auka- hlutverk í þessari uppfærslu þó einstaka augnablik hafi þeir hlotið alla mögulega athygli. Stúlkurnar hafa nefnilega verið í stærstu rullunum, að sjálfsögðu, síðan þær komu í heiminn. Hall- dór og Jordan umunoc °g Gísla þekki VIÐHOnr ég einungis af Eftir Skapta verkum þeirra, Hallgrímsson en ég - Og margir fleiri, hérlendis og í útlandinu stóra, sem betur fer - hef verið svo heppinn að njóta snilldar þess- ara manna. Tómstundir fólks eru því mikilvægar, líkiega mun þýðingarmeiri en margur hygg- ur, og þetta þrennt sem ég vel af handahófí; bókmenntir, íþróttir og leiklist, skiptir fólk um allan heim miklu máli. Fáir menn hafa haldið á blý- anti með betri árangri en Hall- dór Laxness og enginn á Islandi á síðari öldum. Aidrei hefur maður snert körfubolta af jafn mikilli snilld og Jordan. Og fáir stóðu Gísla Halldórssyni á sporði að mínu mati, hvort sem var á leiksviði eða í kvikmynd. Islenska þjóðin hefur lengi haft mikið dálæti á verkum Halldórs Laxness og formlega var það staðfest í vikulokin þeg- ar Sjálfstætt fólk var útnefnd bók aldarinnar hérlendis. Þátt- taka í könnuninni mun reyndar hafa verið léleg og listinn yfir 10 stigahæstu bækurnar var skrýt- inn að mínu mati, svo ekki sé meira sagt. En misjafn er smekkur manna, sem betur fer, og fregnir herma að áhugamenn um kökugerð hafi meira að segja komið uppáhaldsriti sínu að. En snilld Halldórs er við- brugðið; hann er mestur. Jordan er líka mestur; ber höfuð og herðar yfir alla þá sem stundað hafa þessa íþrótt, með þeim hætti raunar að með hrein- um ólíkindum er. Um það er ekki deilt. Gisli Halldórsson var yndis- legur leikari. Einn af þeim mönnum í umræddri listgrein sem alltaf verður mér ógleym- anlegur; hvort sem var á sviði í Kristnihaldi undir jökli, eða í kvikmyndunum Bömum náttúr- unnar eða Djöflaeyjunni - svo einhver dæmi séu tekin. Verst að Gísli skyldi aldrei veita fjöl- miðlum viðtal, því ég hafði alltaf á tilfinningunni að hann hefði góðan boðskap að flytja fólki. Lítillátur maður sem vildi ekki vera í sviðsljósinu, nema í vinnu- tímanum. Mestu skiptir fyrir listamenn að ná til fólks. List sem enginn nýtur þjónar litlum tilgangi. Umræddir þremenningar hafa sannarlega afrekað það að ná til fólks og listar þeirra hefur verið notið. Meira að segja mestu harðjaxlar mýkjast þegar þessir menn stíga fram og bjóða upp á það sem æðri máttarvöld gáfu þeim í vöggugjöf. Allt eru þetta skrýtnar skepn- ur, bókmenntimar, leiklistin og íþróttimar en umfram allt liður í þeirri viðleitni mannsins að njóta þess að vera til. Bæði þess sem skapar og þess sem nýtur. íþróttakeppni snýst ekki alltaf einungis um íþróttina. Stolt og virðing byggðarlags eða heils lands getur verið að veði. Og hetjur íþróttaheimsins geta haft ótrúleg áhrif. Pant vera þessi og pant vera hinn, segja krakkar út um allan heim þegar skipt er í lið. Tveggja sólar- hringa vopnahlé var á sínum tíma gert í stríði Nígeríu og Bi- afra, svo hermenn landanna kæmust til að sjá knattspyrnu- goðið Pele leika með Santos. Landamæraverðir í Kína yfir- gáfu eitt sinn stöðvar sínar og fóm yfir til Hong Kong til að votta honum virðingu sína! Stórstjörnur, sem þéna meira á mínútu en við þessir venju- legu menn á heilli ævi, þarf þó ekki til að skapa ógleymanleg augnablik. Hið stóra útland er heldur ekki nauðsynlegur vett- vangur. Og þar kemur fyrr- nefndur Falur til sögunnar. Ahugamaður í íþrótt sinni hér uppi á litla íslandi skiptir nefni- lega ekki minna máli en millj- arðamæringarnir sem stunda sömu iðju hinum megin Atl- antsála, þegar öllu er á botninn hvolft. Aðalatriðið er að fólkið njóti þess sem þeir bjóða uppá; að áhorfandinn gleymi stað og stund og lifi sig inn í það sem um er að vera. Körfuboltaleikur Keflvíkinga og Njarðvíkinga á fimmtudagskvöldið, síðasti úr- slitaleikurinn um Islandsmeist- aratitilinn í körfuknattleik, var frábær skemmtun; gott dæmi um það hvernig nokkrir menn í boltaleik geta haldið heilu byggðarlagi í heljargreipum spennu og geðshræringar. And- leg vellíðan margra var í húfi; þeirra sem tekið hafa ástfóstri við íþróttina, liðin og leikmenn- ina. Og þar fór Falur Harðar- son á kostum. Unun var að horfa á hann leika listir sínar. Harðjaxlar hljóta að hafa mýkst, jafnvel fellt tár. Við gleðjumst ætíð yfir eigin velgengni og afrekum okkar nánustu. Stundum líka þegar öðrum gengur vel! Okkar nán- ustu á yfirleitt við um þá stofn- un sem mikilvægust er allra, fjölskylduna, en á ákveðnum augnablikum er eins og togni á hugtakinu. Og stundum verður ákveðinn hópur manna að okkar nánustu heillar þjóðar. Til dæm- is þegar landslið í íþrótt stendur sig vel. Leikmenn eins íþróttafé- lags geta líka fangað hug og hjörtu heils byggðarlags á sigur- stundu. Það hefur margoft sýnt sig og það gerðist á fimmtudags- kvöldið. Þegar snillingarnir tala, hvort sem er í orði eða verki, fer okk- ur hinum best að þegja. Þá verð- um við meyi'ir; gleðjumst og verðum menn að meiri. ____________FRÉTTIR_________ Haldið upp á 30 ára starfs- afmæli Lýsuhólsskóla Eyja-og Miklaholtshreppi - Hald- ið var upp á 30 ára starfsafmæli Lýsuhólsskóla í Staðarsveit Iaug- ardaginn 30. apríl. Mikið fjöl- menni var samankomið til að óska skólanum til hamingju. Guð- mundur Sigurmonsson skóla- stjóri setti athöfnina og bauð gesti velkomna. I setningarræðunni hóf hann máls á því að skólinn væri fá- mennur og samfélagið í kringum hann lítið og þakkaði hann góðan stuðning við skólann, bæði fjár- hagslegan og félagslegan. Einnig þakkaði hann kennurum fyrir óeigingjarnt starf gegnum árin og nemendum fyrir prúðmann- lega framkomu. Fram kom í ræðu hans að á þessu skólaári væru nemendur 41 talsins, en um tíma hefði fjöldi nemenda verið kominn niður í 14. Þá tóku íbúar í sveitinni við sér og sáu til þess að þeim fjölgaði á nýjan leik. Eft- ir að skólastjóri hafði lokið máli sínu lék lúðrasveitin Snær fáein lög undir stjórn Ian WiIkinsson, tónlistarkennara í Ólafsvík. Með- al annars lék lúðrasveitin lag eft- ir Jónas Ingólf frá Bláfeldi sem er uemandi í skólanum. I lúðrasveitinni eru tíu nem- endur skólans og fá þau tónlist- arkennslu einu sinni í viku. Margrét Björg Björnsdóttir sá um ásamt nemendum að stikla á stóru úr 30 ára sögu skólans. Nemendur léku ýmsa minnis- verða atburði og yngstu börnin fluttu heilræðavísur Hallgríms Péturssonar. Tónlistaratriði fléttuðust inn í söguflutninginn. Samkórinn Lýsa, sem skipað- ur er bæðí eldri nemendum, starfsfólki og sveitungum flutti nokkur lög undir stjórn Kay Wiggs. Að skemmtiatriðum loknum bauð foreldrafélag skól- ans upp á veislukaffí. Undir borðhaldi voru flutt ávörp og lesin heillaóskaskeyti sem skól- anum hafði borist m.a. frá menntamálaráðuneytinu og öðr- um skólum. Lýsuhólsskóli er einn af 8 sveitaskólum á Vestur- landi sem hafa með sér sam- starf. Guðlaugur Óskarsson, skólastjóri Kleppjárnsreykja- skóla, flutti ávarp og Björg Guð- laugsdóttir, nemandi í Klepp- járnsreykjaskóla, færði skólan- um glerlistaverk að gjöf fyrir hönd þessara samstarfsskóla. Á móti gjöfinni tók Ingunn Krist- jánsdóttir, nemandi í Lýsuhóls- skóla. I skólanum var sýning á ljós- myndum sem spannaði þessi 30 starfsár. Handavinna, myndlist og smíðisgripir nemenda voru einnig til sýnis. Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar GISTIHEIMILIÐ Höfði. GUÐLAUG Sveinsdóttir tók fyrstu skóflustunguna. Hjá henni á mynd- inni eru Egill Guðniundsson og Eygló Egilsdóttir. Stækkun gistiheimilis í Ólafsvík Ólafsvík - Fyrsta skóflustungan að stækkun Gistiheimilisins Höfða í Ólafsvík var tekin snemma morg- uns á sumardaginn fyrsta af móður eigandans, Guðlaugu Sveinsdóttur. Er hér um að ræða fjögurra hæða einingahús að heildarflatarmáli um 750 fermetrar. Eigandi gistiheimilisins og rekstraraðili er Eygló Egilsdóttir, en að hennar sögn hefur orðið tals- verð fjölgun gistinátta á síðustu ár- um. Stækkun þessi er grundvöllur frekari viðskipta í ferðamanna- þjónustu, bæði vegna kröfu um betri aðstöðu og einnig er nauðsyn- legt að geta tekið inn stærri hópa. Með nýbyggingunni bætast við 18 herbergi með baði auk annarrar aðstöðu sem batnar til muna og verður því hægt að taka á móti um 60 manns í einu að framkvæmdum loknum, en áætluð verklok eru í júlí á þessu sumri. Einingaverksmiðjan í Reykja- vík sér um að framleiða húsið, en jarðvinnan er í höndum Tómasar Sigurðssonar. Sigurður Elín- bergsson sér um smíðavinnu, en aðrir iðnaðarmenn staðarins munu að mestu sjá um lagnir, málningu og fleira. Lánað er úr Byggðasjóði og Ferðamálasjóði til þessara framkvæmda. Heilbrigð- isstofnun- inni afhent- ur hjarta- línuriti Hvammstanga - Fyrir skömmu af- hentu fulltrúar Kvennabandsins í V-Hún - K.B. og kvenfélaga í hér- aðinu, gjöf til Heilbrigðisstofnun- arinnar á Hvammstanga. Það var hjartalínuriti af gerðinni Schiller, frá Austurbakka í Reykjavík. Það var formaður K.B., Elín R. Líndal, sem afhenti gjöfina. Sagði hún í stuttri ræðu það vera megin- stefnu K.B. gegnum tíðina að stuðla að uppbyggingu heilbrigðismála í héraðinu, bæði með uppbyggingu húsnæðis og tækjabúnaði. Lárus Jónsson læknir veitti gjöfinni viðtöku. Sagði hann hið nýja tæki leysa af hólmi gamlan búnað. Nú yrði hægt að fá á skjá Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson FRÁ afhendingu hjartalínuritans. og pappír allt að tólf línurit í einu, en áður þurfti að púsla saman þessum upplýsingum. Nýja tækið sýndi einnig samstundis viðbrögð við lyfjagjöf við bráðatilfelli. Einnig væri það handhægt og mætti fara með það í neyðartilfell- um út af heilsugæslunni. Þakkaði Lárus góða gjöf og velvild kvenfé- laga í héraðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.