Morgunblaðið - 25.04.1999, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 41
JOHANNA EDDA
SIGFÚSDÓTTIR
+ Jóhanna Edda
Sigfúsdóttir
fæddist í Reykjavík
16. nóvember 1945.
Hún lést á heimili
sínu í Reykjavík 16.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jóhanna
Björnsdóttir, f. 27.
júlí 1918, húsmóðir,
og Sigfús Ó. Sigurðs-
son, húsa- og bfla-
smiður, f. 7. aprfl
1907, d. 24. desem-
ber 1995. Systkini
Eddu eru: Sigfríð
Elín Sigfúsdóttir, f. 8.8. 1939,
maður hennar er Marinó Bóas
Karlsson, f. 25.10. 1941, Þórunn
Sigfúsdóttir, f. 6.5. 1941, Sigurð-
ur Gylfi Sigfússon, f. 19.3. 1950,
kona hans er Björg Gunnarsdótt-
ir, f. 20.1. 1951.
Edda átti þijú börn. Með Ósk-
ari G.H. Gunnarssyni eignaðist
hún: 1) Heimi, f. 20. júlí 1964,
framkvæmdastjóri. Eiginkona
Heimis er Halldóra Þorgilsdóttir,
hjúkrunarnemi, f. 6.10. 1966. Þau
eiga Söndru, f. 25.7. 1989,
Þorgils, f. 11.8. 1991 og Frosta, f.
8.9. 1997.
Hún elsku mamma mín er nú
farin og aldrei hún kemur aftur.
Þetta var ótímabært fráfall og
sannarlega hefði ég viljað hafa
hana miklu lengur hjá okkur. Hún
barðist við erfið veikindi sem bug-
uðu hana að lokum - alltof unga.
Það sem er mér efst í huga þegar
ég hugsa um mömmu er sú mikla
ást og umhyggja sem hún sýndi
okkur systkinunum og börnunum
mínum, einu barnabömunum
hennar, Söndm, Þorgils og Frosta.
Það er sorglegt til þess að hugsa að
fleiri barnaböm fái hennar ekki
notið. Hún var í stöðugu sambandi
til að afla sér frétta af okkur og
eitthvað vantaði í daginn ef ekki
hringdi síminn og mamma var á
línunni. Hún var alltaf eitthvað að
spá og spekúlera í því hvað hún
gæti gert fyrir bömin og hvort þau
vantaði nú ekki eitthvað sem hún
gæti hjálpað til með. Þegar hún
kom til okkar á aðfangadag sl.
gekk Frosti, yngsta bamabamið,
til hennar og hún beygði sig niður
til hans og sagði: „En hvað amma
er rík, hún á þrjú böm og þrjú
barnabörn." Þetta var hennar ríki-
dæmi og finnst mér það lýsa henni
vel, hvað hún var með gott hjarta
og rétt mat á lífsins gæðum.
Myndir vora hennar aðaláhuga-
mál og eftir hana liggja mörg falleg
olíumálverk. Myndavélin var henni
kær og tók hún mikið af myndum
og þá helst af ættingjum og vinum.
Ljósmyndimar urðu svo hennar líf
og yndi síðustu ár og hjálpuðu þær
henni mikið í veikindunum vegna
þess að með þeim gat hún upplifað
augnablikin aftur og aftur - stytt
sér stundir í einvemnni þegar aðr-
ir vora í skóla eða vinnu.
Móður minni leið vel þegar hún
fékk tækifæri til að tala um liðna
tíma og samverastundir með ætt-
ingjum og vinum. Hún hélt mikið
upp á vinkonur sínar og ættingja.
Hún var gott dæmi um það hvað
frækomin sem vinir og ættingjar
sá í hjörtu hver annars á Ufsleið-
inni geta gefið mikið á erfiðum
stundum.
Móðir mín var mikil félagsvera
og hafði alltaf sérstaklega mikla
ánægju af því heimsækja vini og
ættingja: Þau veikindi sem hún
gekk í gegnum urðu til þess að hún
varð að draga mikið úr ferðum sín-
um og í stað heimsókna til vina og
ættingja urðu heimsóknir hennar
til lækna algengari. Heimiiislækn-
irinn hennar fékk sinn skerf og
varð henni tíðrætt um þann ein-
staka skilning, þohnmæði og vin-
áttu sem hann sýndi henni.
Mamma eignaðist Uka marga vini
Hinn 11. október
1969 giftist Edda
Valgarði Sveini Haf-
dal, f. 7.7. 1940. Þau
eignuðust tvö börn:
2) Hönnu Sif Ilafdal,
f. 15. aprfl 1972,
grunnskólakennara,
sambýlismaður
hennar er Ögmund-
ur Gíslason, f. 30.9.
1975, flugnemi. 3)
Ama Sigurð Hafdal,
f. 3.10. 1978, nemi.
Unnusta hans er
Kristín Rós Egils-
dóttir, f. 7.3. 1978.,
nemi. I janúar 1998 skildu Edda
og Sveinn.
Edda lauk gagnfræðaprófi frá
Laugarnesskólanum í Reykjavík
og hóf vinnu eftir það hjá Sjóvá.
Hún vann einnig ýmis önnur
störf eftir að hún hætti hjá Sjóvá,
t.d. hjá Landsbankanum, á leik-
skóla og sem dagmóðir. Síðustu
árin átti hún við erfið veikindi að
stríða sem gerðu það að verkum
að hún var hætt að vinna. títfór
Eddu fer fram frá Laugarnes-
kirkju á morgun, mánudaginn 26.
aprfl, og hefst athöfnin klukkan
13.30.
og kunningja í veikindum sínum
sem aðstoðuðu hana og glöddu á
langri göngu veikinda. Að lokum
vil ég í minningu móður minnar
nota tækifærið og færa öllum þeim
sem hana glöddu og aðstoðuðu á
lífsleiðinni og gáfu með tryggð
sinni svo mikið, bestu hjartans
þakkir.
Mín sál, þvi örugg sértu,
og set á Guð þitt traust.
Hann man þig, vís þess vertu,
og verndar efalaust
Hann mun þig miskunn krýna.
Þú mæðist litla hríð.
Þér innan skamms mun skína
úr skýjum sólin bh'ð.
(Bjöm Halldórsson.)
Elsku mamma mín, minning þín
er ljós í lífi okkar sem sorgina
þreytum. Guð blessi þig og varð-
veiti.
Þinn sonur.
Heimir Óskarsson.
Mamma mín er dáin. Á stundu
sem þessari er erfitt að ætla sér að
setja allar sínar tilfínningar niður á
blað. Eg læt því Hallgrím Péturs-
son um það:
Eg lifi í Jesú nafni,
í Jesú nafni ég dey,
þó heilsa og iíf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti eg segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
Elsku mamma. Ég sakna þín
meira en orð fá lýst. Ég vona að
þér líði vel núna, að þú hafir fundið
friðinn og sért sátt.
Þín dóttir,
Hanna Sif Hafdal.
Elsku amma mín kær.
Ég á eftir að sakna þín svo mik-
ið. Mér finnst skrítið að fá ekki
símtöl frá þér á hverjum degi, að
fara ekki í heimsókn til þín einu
sinni til tvisvar í viku, að fá þig
ekki í afmæli og á jólunum.
Þetta verður ofsalega erfitt allt
saman.
Ég man hvað þér þótti gaman
hjá okkur á jólunum, í afmælum og
heimsóknum.
Elsku Edda, amma mín, þú átt
stóran hluta af hjarta mínu og
munt alltaf eiga. Ég veit vel að nú
líður þér vel hjá langafa mínum
uppi í himnaríki og þið erað í góð-
um höndum guðs. Ég fann fyrir þig
fallegt stutt ljóð:
Þó að kah heithr hver,
hylji dah jökull ber,
steinar tah og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Elsku amma mín, þú mátt vita það
að ég elska þig alltaf jafn mikið.
Innilegustu ástarkveðjur, hvíldu
í friði.
Þín
Sandra Heimisdóttir.
Okkur langar tii að kveðja elsku-
lega frænku okkar hana Eddu.
Eddu móðursystur okkar minn-
umst við systkinin með söknuði og
hlýhug allt frá þeim tíma er við
bjuggum í Selvogsgrunninu sem
börn. Síðar íluttist Edda með fjöl-
skyldu sína upp í Seljahverfi og
bjuggum við systkinin þá í for-
eldrahúsum einnig í sama hverfi.
Þá var stutt að skreppa í kaffi til
frænku okkar spjalla og hitta
frændsystkinin. Það var gaman að
spjalla við Eddu frænku og oft
var stutt í hláturinn þegar við sát-
um saman í eldhúsinu í Kambasel-
inu.
Elsku frænka, við kveðjum þig
með söknuði vitandi það, að nú ert
þú á betri stað þar sem þér líður
vel.
Elsku Heimir, Hanna Sif og
Árni Siggi, ykkur og fjölskyldum
ykkar sendum við okkai- innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Karl, Hanna, Sigfús og Ólafur.
Ég sit og horfí út um gluggann.
Sólin skín en svo dimmir og élin
skella á en það birtir upp aftur. Ég
er að hugsa um Eddu æskuvinkonu
mína og tárin læðast niður kinn-
amar.
Heimir sonur hennar hringdi í
mig og sagði mér þá sorgarfrétt að
hún væri látin. Ég sem var hjá
henni fyrir nokkram dögum og
heyrði svo í henni í síma eftir að ég
kom norður aftur, en svona er lífið
og enginn veit sína ævi fyrr en öll
er. Við áttum góða stund saman
þegar við hittumst helgina áður en
hún lést. Við rifjuðum upp gamla
daga frá áranum í Selvogsgrunn-
inu og fermingardeginum sem var
fyrir 40 áram hinn 5. apríl í Laug-
ameskirkju en þann dag var systir
mín líka skírð. Hún kom einmitt að
sækja mig og Edda var svo glöð að
hitta hana.
Edda gekk ekki heil til skógar
en alltaf var gott að heyra í henni.
Hún var jafnvel farin að tala um
norðurferð í sumar. Nú er hún far-
in frá okkur, bömum sínum,
tengdabörnum, bamabörnum,
aldraðri móður og systkinum. Ég
trúi því að hún hitti nú fóður sinn
sem hún saknaði, en hann lést fyrir
fáum áram.
Kæra vinkona, takk fyrir öll sím-
tölin, bréfin og góðu stundimar.
Far í friði. Megi góður Guð vemda
þig og fjölskyldu þína.
Þín vinkona
María Árnadóttir (Maja).
Blómastofa
Friðfinns
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
GUNNAR GUÐJÓNSSON
hárskerameistari,
Lautasmára 20,
er látinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Díana íris Þórðardóttir,
íris Gunnarsdóttir, Guðmundur Örn Jóhannsson,
Díana fris Guðmundsdóttir,
Jóhann Berg Guðmundsson.
+
Ástkær móðir okkar,
SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR
frá Merkisteini, Höfnum,
Hverfisgötu 101,
Reykjavík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 22. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Börn hinnar látnu.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÍVAR NÍELSSON,
Strandgötu 8,
Hvammstanga,
andaðist á heimili sínu föstudaginn 23. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðrún Sigfúsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
MAGNÚS AXEL JÚLÍUSSON,
Hrafnistu í Hafnarfirði,
áður Breiðagerði 8,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðju-
daginn 27. apríl kl. 13.30.
Guðmundur Rúnar Magnússon, Svanhildur Stefánsdóttir,
Margrét J. Magnúsdóttir, Haraldur H. Einarsson,
Erna Magnúsdóttir, Gunnar P. Jakobsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
dóttur og ömmu,
JÓHÖNNU EDDU SIGFÚSDÓTTUR,
Jöklaseli 23,
fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn
26. apríl kl. 13.30.
Heimir Óskarsson, Halldóra Þorgilsdóttir,
Hanna Sif Hafdal, Ögmundur Gíslason,
Árni Sigurður Hafdal, Kristín Rós Egilsdóttir,
Jóhanna Björnsdóttir,
Sandra, Þorgils og Frosti.
+
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
EYÞÓRS KR. JÓNSSONAR,
Grænukinn 10,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til Ásgeirs Jónssonar, hjarta-
læknis.
Jóhann Eyþórsson, Valdís Þorkelsdóttir,
Kristín Þ. Eyþórsdóttir, Gísli Þorláksson,
barnabörn og barnabarnabarn.