Morgunblaðið - 25.04.1999, Síða 50

Morgunblaðið - 25.04.1999, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 í DAG MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA Fólk í fjötrum Þrælahald lagðist af hér á landi í kjölfar kristnitöku árið 1000. Stefán Friðbjarn- arson fjallar um ýmiss konar fjötra fólks í fortíð og samtíð. FORFEÐUR og formæður okkar, sem námu Island á 9. og 10. öld, höfðu með sér þræla út hingað. Þetta var einkum her- tekið fólk, flest af keltneskum uppruna, frá Vesturhafseyjum (Orkneyjum, Hjaltlandi og Suð- ureyjum) og íi-landi, en einnig af „fornum norrænum þræla- stofni (finnskt)“. í íslandssögu Einars Laxness segir m.a. um þetta efni: „Þrælar urðu aðalvinnustétt á stórbýlum hérlendis á 10. öld og hlutfallslega fjölmennir. Þeir vóru persónuleg eign húsbænda sinna, sem nutu afraksturs vinnu þeirra, en bar skylda til að framfæra þá; þeir gengu kaupum og sölum eins og búfé og munir, og voru löglegur gjaldmiðOl -“. Jón Jónsson Aðils segir í Gullöld íslendinga: „Þrælar gátu að lögum öðlazt frelsi á þrennan hátt: Þeir gátu keypt sér frelsi, unnið sér frelsi og þegið frelsi að gjöf. Meðal þrælsverð á Islandi var 12 aurar silfurs eða ein og hálf mörk, og vóru það algengur vígsbætur fyrir þræl Við lok víkingaferða og í kjöl- far kristnitöku fjaraði undan þrælahaldi hér á landi en það hélzt fram á 12. öld í Noregi, fram á 13. öld í Danmörku og fram um 1400 í Svíþjóð. Þar með var þó ekki íslenzk þræla- saga öll. I Tyrkjaráninu 1627 var fjölda íslendinga rænt af serkneskum víkingum og þeir seldir í þrældóm í Alsír. Margir þeirra fengu þó frelsi á nýjan leik og þar á meðal Guðríður Símonardóttir, „Tyrkja- Gudda“, eiginkona séra Hall- gríms Péturssonar, eins ást- sælasta sálmaskálds okkar fyrr og síðar. Sú tOgáta hefur og heyrzt, þótt vafasöm kunni að vera, að það hafi orðið örlög fólks í íslenzku landnámi á Grænlandi að verða verzlunar- vara þrælasala. Enn í dag, í endaða 20. öld- ina, sem stundum er kölluð öld menntunar og vísinda, er fólki víða haldið í þrældómi frá vöggu til grafar. Það er sárt að þurfa að viðurkenna þann veruleika að baráttan gegn barnaþrælkun í mannheimi hefur langt í frá unnið fullan sigur. Fólk í fjötrum vanþekk- ingar og fátæktar telst í hund- ruðum milljóna í vanþróuðum ríkjum heims. Jafnvel í vel- ferðarríkjum, svokölluðum, finnast milljónir einstaklinga í fjötrum eiturlyfja og annars ósóma. Island hefur því miður ekki hreinan skjöld í þeim efn- um. Og hvert okkar hefur, ef grannt er gáð, að fullu losnað úr fjötrum hleypidóma gagn- vart fólki með annan litarhátt, aðrar skoðanir eða önnur trú- arbrögð en við? Flest okkar gera kjörorðin, frelsi með friði eða friður með frelsi, að eigin kjörorðum. Við viljum lifa frjáls, það er móta okkar eigin skoðanir og ráða okkar eigin lífsmáta, innan eðli- legs lagaramma lýðræðislegs þjóðfélags. Og við viljum lifa í friði við náungann, nágranna okkar - og alla menn. Samt hef- ur mannkyni ekki tekizt betur upp á öld menningar og vísinda, sem senn kveður, en tvær heimsstyrjaldir, hundruð stað- bundin stríð og fleiri hryðjuverk en tölu verður á komið, bera vitni um. Þrælahald á Islandi féll um sjálft sig í kjölfar kristnitökunn- ar árið 1000. Fjötrar heiftar, fordóma og tortryggni í garð annarra myndu og falla um sjálfa sig ef kenningar kristins dóms væru virtar af öllum. Að því þurfum við að vinna, bæði í eigin ranni og út á við. Lykillinn að frelsi með friði, friði með frelsi, felst í fáyrtri en skýrri leiðsögn, sem heilög ritn- ing segir Jesú hafa gefið mann- kyni: „Allt, sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Höfundur er fyrrverandi blaðamaður við Morgunblaðið. VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Listsýning í Gerðubergi Svört þó nóttin söng minn hirði senn er vor í Breiðafirði. Steinn Steinarr. SAGT hefur verið um Breiðfirðinga að þeir fari ekki á brott frá bernsku- slóðum - þeir flytji þær jafnan með sér. Þetta hefur ekki síst sannast á bstaverkum Sig- m-laugar Jónasdóttur frá Öxney. Hún hefur endur- lífgað mannlífíð í eyjunum eins og það var fyrir brott- flutninginn mikla og mink- inn. Af dæmafárri kímni - sem svipar einna helst til Edvards Munch, lýsir hún vinnubrögðum, fólki og landslagi. Allt fær mál, jafnvel klettaborgir um- breytast í mannamyndir. Sýningin var opnuð 6. mars sl. og stendur til 9. maí nk. Hér er tækifæri fyrir elliheimilin og barna- heimilin til þess að samein- ast, þau fyrrnefndu til þess að skoða gömul vinnu- brögð sem mörgum eru kunn og kær, þeim síðar- nefndu að sýna hvernig langamma og langafí unnu fyrir sér. Börnin af þessari kyn- slóð fóru nefnilega að vinna um leið og þau gátu. Þetta sést vel í mynd Sig- urlaugar frá ullarþvotta- deginum í Öxney. Guðrún systir hennar sýnir vefnað - dásamlega fyndinn og skemmtilegan. Sérstaklega er myndin af Öxneyingum við Hildar- boðann þegar kerla er horfin og einn segir: „Verst með skjóðuna." Það eru sem sagt verk aldraðra - svonefndra næfista sem prýða húsa- kynnin en verk þeirra systra vöktu mesta athygli mína. Ég upplifði að sjá andlit ókunnrar konu ljóma þegar hún heyrði mig útskýra kofnai'eytingu fyrir frænku minni. Eins mun örugglega fara fyrir þeim sem þekkja sjálfan sig á Fiskvask-myndinni hennar Sigurlaugar. Ég veit a.m.k. um eina núlif- andi konu sem er fyrir- mynd en margar aðrar endurlifa þessa tíma við að skoða myndina. Rúmlega sex hundruð manns skemmtu sér af hjartans list við opnunina. Gleðilegt sumar og skemmtið ykkur líka af hjartans list. Erna Arngrímsdóttir. Tapað/fundið GSM-sími týndist ERICSON GSM-sími týndist líklega á horni Hólsvegar og Efstasunds sl. laugardag. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 568 7397. Rxg3 - Kxg3 45. Hxb7 - a5 46. bxa5 - Ha4 47. Hxd6 - Rc4 48. Hd3+ - Kf4 49. Hb4 og svartur gafst upp. Þar sem hinni úrslita- skákinni lauk með jafntefli sigraði Leko á mótinu. í vor. Ungverjinn Peter Leko (2.694) hafði hvítt og átti leik gegn Aleksei Shirov (2.720). 39. Hxh5+! (Vinn- ur mann og skák- ina, því 39. - Kxh5 40. Rf3 er mát. Shirov reyndi í ör- væntingu) 39. - Kf4 40. Hfl+ - Kg3 41. Hh7 - Kg2 42. Hdl - g3 43. Rfl - Kf2 44. HVÍTUR leikur og vinnur. SKAK lliiixjón Margeir Pétnr.v.son STAÐAN kom upp í úr- slitaskák á hraðmóti í Bor- deaux í Frakklandi Með morgunkaffinu * Ast er... ...að haldaí rómantúdna. TM Reg U.S. P«t Off. — all nghts reserved (c) 1995 Los Angeles Times Syndicate KVÖLDIÐ var mjög skemmtilegt, þangað til ég hitti þig. Víkverji skrifar... VÍKVERJI er mikill áhuga- maður um íþróttir og hugsaði sér svo sannarlega gott til glóðar- innar að kvöldi sumardagsins fyrsta þegar boðið var upp á spennandi og skemmtilega kapp- leiki í beinni útsendingu, hand- knattleik á Ríkissjónvarpinu og körfuknattleik á Stöð 2. Úrslita- keppni karla í báðum greinum hef- ur staðið sem hæst að undanfömu og var komið í hreinan úrslitaleik milli Keflvíkinga og Njarðvíkinga í körfuknattleiknum. I handknatt- leiknum stóð allt jafnt hjá leik- mönnum Aftureldingar og FH fyr- ir þriðja leik liðanna í Mosfells- bænum. Er skemmst frá því að segja að Víkverji fylgdist af at- hygli með útsendingunum tveim- ur. Eftir á er einfalt að álykta að önnur stöðin sinnti skyldum sínum af stakri prýði. Hin gerði það alls ekki. Og fyrir hana eiga allir landsmenn að borga mánaðarlega. xxx STÖÐ 2 og Sýn hafa sinnt körfuknattleiknum í vetur og Ríkissjónvarpið handknattleikn- um, hefur raunar einkarétt á út- sendingum úr efstu deild karla eins og kom fram á íþróttasíðum Morgunblaðsins í síðustu viku. Af því leiðir að íþróttadeild Sjón- varpsins hefur leyfi til að sýna beint frá leikjum í körfuknattleik og handknattleik, en Stöð 2 og systurstöðin Sýn mega aðeins sýna beint frá keppni í körfuknattleik. Lengi má deila um hvor sjónvarpsstöðin hafi staðið sig betur í því að sýna frá leikjum deildanna í vetur, en að mati Víkverja er engum blöðum um það að fletta að Ríkissjón- varpið hefur stórlega vanrækt skyldur sínar þegar út í úrslita- keppnina hefur komið, en þá er spennan og skemmtanagildið auðvitað hvað mest. XXX A'* MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ hófst útsending Stöðvar 2 frá úrslitarimmunni á Suðurnesjum áður en leikurinn hófst og íþróttaf- réttamenn fengu tækifæri til að spá í spilin og greina frá leikmönn- um liðanna og gefa áhorfendum heima í stofu sýn inn í þá rafmögn- uðu stemmningu sem ríkti milli hverfaliðanna úr Reykjanesbæ á úrslitastundu. Leiknum sjálfum var fylgt vel eftir með mörgum sjónarhornum og Víkverji, sem vart telst mikill körfuknattleiks- spekingur, var sérstaklega ánægð- ur með að fá tækifæri til að sjá og heyra þjálfara tala sína menn til í hléum - taka þátt í keppninni. Ekki spillti fyrir að leikurinn sjálf- ur var frábær, spennandi og tví- sýnn til þess síðasta og verðlauna- afliendingunni voru svo gerð góð skil á eftir áður en útsendingunni var slitið. Sem sagt áhorfendur fengu kynningu fyrir leik og svo skýringar að honum loknum og voru fyrir vikið miklu nær um það mikla taugastríð sem hlýtur að hafa átt sér stað inni á vellinum sjálfum. xxx ITILVIKI Ríkissjónvarpsins var aðeins sýnt frá seinni hálf- leik í viðureign Mosfellinga og Hafnfirðinga. Slíkt hefur raunar verið upp á teningnum í allri úr- slitakeppninni, jafnvel þegar hist hefur á helgi og hefð verið fyrir leikjum í fullri lengd. Þá þurfti ís- lenskur handknattleikur að víkja fyrir erlendum kappakstri, á mið- vikudagskvöldið mátti ekki hnika til eða fresta spurningaþætti um fyrirsagnir dagblaða. En það er ekki allt. Seinni hálfleikur var ekki einu sinni sýndur í fullri lengd, heldur var flóð sjónvarps- auglýsinga slíkt að leikurinn var hafinn að nýju er sjónvarpsáhorf- endur fengu loks að iíta dýrðina augum. Þá var auðvitað ekki hægt að spá í spilin og kynna leikmenn liðanna með eðlilegum hætti, heldur var áhorfendum kastað beint inn í hringiðuna, beint inn í miðja sókn. Eftir leik var svo boð- ið upp á afar hraðsoðið viðtal við þjálfara heimamanna, svo kvatt og áhorfendur heima í stofu voru í raun afskaplega litlu nær um leik- inn og merkingu hans, fengu enga innsýn í þann næsta, hvað Hafn- firðingar gætu tekið til bragðs og fleira í þeim dúr. Sem sagt hraðsoðin útsending sem sýndi frekar hvernig ekki á að sýna frá íþróttum í beinni útsendingu fremur en nokkuð annað. xxx VÍKVERJI hefur raunar alltaf verið þeirrar skoðunar að margt mæli með rekstri ríkisrek- innar sjónvarpsstöðvar, mun fleira með því en á móti. Að undanfornu hafa þó efasemdir tekið sér ból- festu og er þar ekki síst fyrir að þakka atburðum eins og þessu, at- burðum sem Víkverji túlkar ekki á annan hátt en sem hreint og klárt metnaðarleysi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.