Morgunblaðið - 04.05.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 13
Gallar á kvótakerfíiiu særa
réttlætiskeimd fólks
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins,
hefur trú á að flokkurinn nái þokkalegri kosningu
þrátt fyrir skoðanakannanir og segir framsóknarmenn
sækjast eftir forystu í næstu ríkisstjórn. Hins vegar
sé ljóst að flokkur sem tapar miklu fylgi sé ólíklegri
til að taka þátt 1 stjórnarsamstarfí. Einnig sé ljóst að
staða hans sjálfs sem formanns verði ekki sterk á
landsvísu ef hann verður 2. þingmaður Austurlands
eftir að hafa verið 1. þingmaður kjördæmisins í 16 ár.
- Hverjar eru helstu kosningaáherslur
Framsóknarflokksins og hvað aðgreinir hann
frá öðrum fiokkum?
„Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að
halda áfram á þeirri braut sem við höfum ver-
ið á. Við settum fram skýr markmið í atvinnu-
málum fyrir síðustu kosningar, sem hafa
gengið að verulegu leyti eftir og við ákváðum
fyrir þessa kosningabaráttu að setja fram okk-
ar sýn nú í upphafí nýrrar aldar,“ segir Hall-
dór Asgrímsson.
„Við setjum fram okkar efnahagsmódel með
svipuðum hætti og síðast og við höfum trú á
því að það sé hægt að standa þannig að málum
að hagvöxtur geti vprið 3-4% að meðaltali á
næsta kjörtímabili. Ut frá því höfum við reynt
að forgangsraða okkar áherslum á sviði ríkis-
fjármála. Við gerum okkur fulla grein fyrir þvi
að það er ekkert öruggt í þessu lífi. Við teljum
hins vegar alla möguleika á að þetta sé hægt
ef við stöndum skynsamlega að málum, varð-
veitum stöðugleikann og höldum áfram því
uppbyggingarstarfí sem verið hefur.“
Æskilegt að koma skatt-
prósentunni niður í 35%
„Það hefur skapast örlítið svigrúm í ríkis-
fjánnálunum á því kjörtímabili sem nú er að
líða og við erum að spá því að við getum haft
svigrúm upp á 10 til 15 milljarða króna. Við
höfum raðað okkar forgangsmálum, sem eru
fíkniefnamál, menntamál, heilbrigðis- og vel-
ferðarmál og skattkerfisbreyti ngar. Við höfum
sagt það skýrt að við viljum gera breytingar á
barnabótakerfinu áður en við lækkum skatt-
prósentuna frekar, en við erum hins vegar
þeirrar skoðunar að það væri mjög æskilegt
að koma skattprósentunni niður í 35% á nýjan
leik. Hún var þar þegar staðgreiðslukerfið var
tekið upp.
Við höfum líka sett fram áherslur okkar í
byggðamálum. Við viljum
halda áfram að selja eignir
ríkisins og ráðstafa hluta af
þeim ávinningi sem við það
fæst til byggðamála en að
öðru leyti til að greiða nið-
ur skuldir.“
-Hvernig færið þið rök
fyrir því að hagvöxtur geti
orðið 3-4% á ári á næsta
kjörtímabili þegar Þjóð-
hagsstofnun spáir þvert á
móti 2,5% hagvexti að með-
aitali á þessu tímabili og
hvetur til þess að haldið verði aftur af út-
gjaldaþenslu?
„Þjóðhagsstofnun hefur nú bæði verið með
bjartsýnisspá og svartsýnisspá. Þessi sýn okk-
ar ber keim af vissri bjartsýni. Það er mikið
um að vera og það er tiltrú á íslensku samfé-
lagi. Við verðum vör við meiri áhuga erlendra
fjárfesta á að koma hingað og meiri áhuga hjá
ungu fólki á að snúa heim til Islands eftir veru
erlendis. Við teljum að sú uppbygging sem hef-
ur átt sér stað hafi verið skynsamleg og að það
sé hægt að halda áfram á þeirri braut, meðal
annars með því að byggja upp iðnað, þ.m.t.
stóríðju. Það hefur komið í ljós að á hugbúnað-
arsviðinu er miklu meira um að vera en margir
höfðu gert sér grein fyiár fyrir nokkrum árum.
Fyrirtæki sem hafa m.a. verið í samstaríl við
okkur í utanríkisráðuneytinu vegna viðskipta-
mála sem lítið fór fyrir fyrir nokkrum árum
eru nú að gera milljarða samninga."
- Það vekur athygli að ekki fer mikið fyrir
umfjöllun um virkjanir og orkufrekan iðnað í
kosningastefnuskrá ykkar en þeim mun meiri
áhersla er lögð á umhverfismálin. Er þetta
kosningataktík eða merki um að framsóknar-
menn séu að breyta áherslum sínum í stóriðju-
málinu?
„Við höfum verið með umhverfismálin á
okkar könnu á þessu kjörtímabili og jafnframt
höfum við verið með iðnaðarmálin. Við höfum
þess vegna þurft að hafa forystu um að skapa
sem mesta sátt um þessi mál. Við höfum ný-
lega skipað stóran starfshóp til að fara yfir
þennan málaflokk og forgangsraða virkjunar-
kostum. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf
haft umhverfismál ofarlega á sinni stefnuskrá.
Það var fyrir okkar forgöngu að umhverfis-
ráðuneytið var stofnsett á sínum tíma. Við höf-
um lifað í þessu landi með því að nýta land-
gæðin og auðæfi hafsins og búseta hefur alltaf
byggst á að ná sátt milli nýtingarsjónarmiða
og verndunarsjónai-miða. Ég tel að íslending-
um hafi tekist vel til í þeim málum og það hef-
ur verið hægt að koma í veg fyrir alvarleg
átök á milli þessara sjónarmiða. Virkjanir
varða verndun umhverfis en þær snúast líka
um að skapa byggðum og fólki möguleika og
við þurfum að halda áfram á þessari braut. Við
setjum fram miðjustefnu sem byggir á því að
reyna að ná hér sátt og forðast öfgar. Við telj-
um að það sé eins í þessum málaflokki."
Ríkið selji hluta veiðiheimildanna
- Þið lýsið því yfír að þið viljið hafa forystu
um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfmu til
að sátt náist um þetta grundvallarmál og í
samræmi við réttlætiskennd þjóðarinnar. Nú
halda ýmsir því fram að yfirlýsingar stjórnar-
flokkanna um breytingar og sættir sé bara
fyrirsláttur og að lokað verði á allar róttækar
breytingar á fiskveiðistjórnkerfmu eftir kosn-
ingar. Hversu staðfastlega viljið þið standa að
breytingum ísjávarútvegsmálunum?
„Það liggur alveg ljóst fyrir að við viljum
byggja á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi
og við höfum allt frá því að það var tekið upp
gert breytingar á því nánast á hverju ári. Frá
því að ég varð fyrst ráðherra 1983 hafa senni-
lega fáir eytt jafn miklum
tíma í að ná sátt um þetta
mál og ég. Sem sjávarút-
vegsráðherra var ég með
stöðuga fundi með hags-
munaaðilum og upphaf
kvótakerfisins má rekja til
þess að það náðist allgóð
sátt. í seinustu sjómanna-
deilu skipuðum við þriggja
manna sáttanefnd sem
fjallaði m.a. um breytingar
á kvótakerfinu og komst
m.a. að þeirri niðurstöðu að
komið yrði á fót kvótaþingi. Það hefur sína
kosti og galla. Ég tel að gallarnir séu meiri en
kostirnir en á þetta var fallist til þess að skapa
meiri sátt um málið. Ég get vel hugsað mér að
breyta því aftur í fyrra horf en við verðum að
hafa um það samráð við hagsmunaaðila í sjáv-
arútvegi.
Ég tel líka að það geti alveg komið til
greina að sjávarútvegurinn taki meiri þátt í
sameiginlegum kostnaði þjóðarinnar, m.a.
með því að ríkið selji einhvern hluta af veiði-
heimildunum, en það verður að gerast með
þeim hætti að sjávarútvegurinn geti staðið
undir því. Ef farið yrði t.d. í að selja 5-10% af
veiðiheimildunum árið 2000 á almennum
markaði eins og Samfylkingin leggur til, á
sama tíma og afkoma í sjávarútveginum er
slök, gæti það orðið til þess að kalla á gengis-
breytingar eða valdið mjög miklum erfiðleik-
um í greininni. Við verðum að sjálfsögðu að
miða þetta við afkomuna á hverjum tíma.“
-Þið leggið m.a. til að söluhagnaður þeirra
sem selja frá sér og fénýta í eigin þágu afnota-
rétt að auðlindum hafsins verði skattlagður
sérstaklega. Er þetta framkvæmanlegt, stæð-
ist þetta jafnræðisreglu stjórnarskrár og yrði
ekki hægur leikur fyrir menn að komast hjá
Halldór Ásgrímsson
skattlagningu, t.d. með því að halda eftir einni
trillu þó þeir hættu í útgerð að öðru Ieyti?
„Það hefur alltaf verið svo í skattamálum að
einhverjir leita leiða til að komast framhjá
skattlagningu ef þess er nokkur kostur. Við
getum hins vegar ekki litið fram hjá því að
mörgum svíður það þegar aðilar fara út úr
greininni með hundruð milljóna króna í hagn-
að. Það særir réttlætiskennd fólks. Ég get
ekki annað en viðurkennt að þetta er galli. Ég
hafði aldrei gert mér grein fyrir því að veiði-
heimildirnar yrðu verðlagðar svo gífurlega
hátt sem raun ber vitni. Það hefur því farið
fram mikil umræða um þetta innan Fram-
sóknarflokksins.
Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki
hægt að hafa allt aðrar reglur um meðferð
hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum en í öðr-
um fyrirtækjum. Oft á tíðum eru þessi fyrir-
tæki í blönduðum rekstri og erfitt að skilja þar
í milli. Við tókum hins vegar upp á síðasta
kjörtímabili aðrar afskriftarreglur á veiði-
heimildir en á skipum, lausafjármunum og
fasteignum og enginn dró í efa að það stæðist
jafnræðisregluna. Þar af leiðandi er vel hugs-
anlegt að mínu mati að það gildi aðrar reglur
um söluhagnað af veiðiréttindum en söluhagn-
að af skipum eða lausafé. Þetta er hins vegar
flókið skattalegt mál sem við höfum oft farið
yfir en ég sé ekkert því til fyrirstöðu að gera
það á nýjan leik og ég er viss um að ef við get-
um leyst þetta mál getum við jafnframt skap-
að meiri sátt. Ég hef alltaf verið þeirrar skoð-
unar að mikilvægt sé að viðhalda öflugum at-
vinnuvegum en þegar menn vilja ekki lengur
hafa fjármagnið í atvinnulífinu og taka það til
einkaneyslu eða annarra slíkra hluta þá er
þeim engin vorkunn að borga af því fulla
skatta.“
Getur vel gerst að Sjálfstæðis-
flokkur fái meirihluta
-Samkvæmt öllum skoðanakönnunum tap-
ar Framsóknarflokkurinn fylgi miðað við sein-
ustu kosningai• en samstarfsflokkur ykkar
Sjálfstæðisflokkurinn vinnur verulega á.
Dregur þetta úr h'kum á endurnýjun núver-
andi stjórnarsamstarfs?
„Ég skal ekkert segja um það. Það liggur í
hlutarins eðli að Framsóknarflokkurinn getur
ekki tekið þátt í stjórnarsamstarfi almennt af
einhverjum myndugleik, ef hann hefur ekki til
þess afl. Þess vegna er það alveg ljóst að
flokkur sem býður afhroð og tapar miklu fylgi
í kosningum er mun ólíklegri til að taka þátt í
stjórnarsamstarfi en ef hann heldur sínu fylgi
eða bætir við sig.“
-Er hugsanlegt að þið munið ekki sækjast
eftir stjórnarþátttöku ef þið verðið fyrir veru-
legu fylgistapi?
„Við höfum trú á því að við fáum þokkalega
kosningu og bendum einnig á að mikill meiri-
hluti þjóðarinnar virðist vilja hafa okkur
áfram í ríkisstjórn. Það hefur komið fram hvað
eftir annað í skoðanakönnunum að meira en
2/3 hlutar þjóðarinnar hafa t.d. traust á mín-
um störfum. Ég er afar þakklátur fyrir það en
ég get ekki staðið undir því trausti nema ég fái
til þess fylgi. Það eru leikreglur lýðræðisins og
það verður hver einstaklingur eða flokkur að
taka örlögum sínum og fara að vilja fólksins.
Það er sá vilji sem kemur fram í þessum kosn-
ingum og ég á engan annan kost en að fara að
honum.“
- Munið þið sækja fast að hafa forystu fyrir
næstu ríkisstjórn?
„Við höfum sagt að við sækjumst eftir því
en það er eins með það og annað að úrslit
kosninganna hljóta að verða ráðandi þar um.“
- Siv Friðleifsdóttir, sem skipar efsta sæti á
framboðslista ykkar á Reykjanesi, hefur varað
við því að Sjálfstæðisflokkurinn sé að verða of
stór. Ert þú sömu skoðunar?
„Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki gott
fyrir íslenskt samfélag að Sjálfstæðisflokkur-
inn fái meirihluta í komandi kosningum eins og
ýmsar skoðanakannanir hafa bent til. Við verð-
um líka að gera okkur grein fyiir því að hluti
atkvæða geta fallið niður dauð, bæði hjá
Frjálslynda flokknum og Vinstri grænum.
Þess vegna sýnist mér að samkvæmt þessum
sömu skoðanakönnunum geti það vel gerst, í
fyrsta skipti í sögu landsins, að einn flokkur fái
meirihluta. Við í Framsóknarflokknum hljót-
um að taka það alvarlega."
Breytt staða að verða
þriðji stærsti flokkurinn
- Hvernig meturðu stöðu Framsóknar-
flokksins til lengri tíma litið? Ef fram fer sem
hoiiir verður Samfylkingin hugsanlega að
stjórnmálaflokki innan tíðar og Framsóknar-
flokkurinn yrði þriðji stærsti flokkurinn eins
og staðan er í dag.
„Samfylkingin hefur dalað nokkuð í síðustu
skoðanakönnunum og er með svipað fylgi og
Framsóknarflokkurinn fékk í síðustu alþingis-
kosningum. Auðvitað er það breytt staða fyrir
Framsóknarflokkinn að verða þriðji stærsti
flokkurinn í landinu en það þárf ekki mikið að
breytast til þess að þetta verði nokkuð jafnt.
Við hljótum að hafa í huga að þarna komu
saman fleiri flokkar í kosningabandalagi en
jafnframt verður Framsóknarflokkurinn líka
miklu skýrari valkostur á miðju íslenskra
stjórnmála. Mér sýnist raunar að margt bendi
til þess að Alþýðubandalagið sé að endurreis-
ast að nokkru leyti hjá Vinstri grænum og að
Samfylkingin sé nánast Alþýðuflokkurinn
undir nýju nafni. Enn sem komið er hefur
þetta afl ekki verið sameinað og þar standa
fjórir flokkar að baki. Ef þeir fá 20-25% fylgi
eins og margir spá, þá er ekki líklegt að sam-
staðan verði mikil þar innanborðs eftir kosn-
ingar."
Tilkoma Samfylkingarinnar
skapar Framsókn erfiðleika
- Framsóknarflokkurinn hefur oft verið í
lykilstöðu við myndun samsteypustjóma. Er
hugsanlegt að þínu mati að þið séuð að glata
þcssari stöðu og því tækifæri að geta haft for-
ystu við stjórnarmyndanir?
„Það er alveg ljóst af þeim skoðanakönnun-
um sem birst hafa að undanförnu að sú breyt-
ing sem varð við komu Samfylkingarinnar inn
í litróf stjórnmálanna hefur skagað Framsókn-
arflokknum vissa erfiðleika. Ég er þeirrar
skoðunar að þetta hafi verið að jafna sig núna
að undanförnu. Við höfum á vissan hátt lent á
milli þessara fylkinga, ekki síst vegna þess að
þeir aðilar sem standa að Samfylkingunni hafa
beint megninu af sinni gagnrýni að okkur. Það
kemur oft þannig fram að það sé okkar að
bera pinklana en við erum ekkert að sligast
undan því.“
-Hvaða skýringar hefurðu á fylgishruni
Framsóknarflokksins íþínu kjördæmi, á Aust-
uriandi, og raunar víðar skv. könnunum, s.s. á
Suðurlandi og í Reykjavík?
„Ég hef engar sérstakar skýringai’ á þessu.
Þegar kosningabaráttan var að hefjast á Aust-
urlandi var mjög algengt að sagt væri að ég
þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Staða
Framsóknarflokksins og staða mín væri afar
sterk á Austurlandi. Ég er þeirrar skoðunar að
þessi viðbrögð hafi haft nokkur áhrif en hins
vegar skal ég ekki neita því að mér varð bylt
við þegar þessi könnun birtist. Eftir að hún
kom fram hef ég fundið mjög góða strauma í
minn garð. Kosningamar verða hins vegar að
leiða í ljós hvernig þetta fer. Það sjá allir að
staða formanns Framsóknarflokksins er ekki
sérstaklega sterk á landsvísu ef hann verður
annar þingmaður í sínu kjördæmi eftir að hafa
verið fyrsti þingmaður kjördæmisins í 16 ár.“
• Á morgun verður rætt við
Margréti Frímannsdóttur,
talsmann Samfylkingarinnar